Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Qupperneq 10
10 DV. FIMMTUÐAGDR 3. MAI’1984. '’n Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson -----;-------rnr-iTi...-i ....... Atburðirnir við sendiráð Líbýu í London eiga eftir að draga dilk á eftir sér: Höfum rétt til að verja okkur gegn hryðjuverkum —segja Bandaríkjamenn og íhuga aðgerðir gegn þeim er styðja við bakið á hryðjuverkastarfsemi Bandaríkin og Bretland hafa snú- iö saman bökum í baráttu sinni gegn hryöjuverkum. Atburöirnir viö sendiráö Líbýu á dögunum hafa enn á ný vakið athygli umheimsins á nauðsyn öflugrar baráttu gegn hryöjuverkum. Samtímis hafa ráöa- menn í London sett fram kröfu um aö forréttindi diplómata veröi tekin til endurskoðunar. Viðkvæmt mál En sjóaðir diplómatar halda því fram að tilraunir til aö breyta þeim reglum sem gilda í alþjóöasamskipt- um séu afskaplega varasamar því máliö sé svo viökvæmt. Bandaríkjastjóm hefur íhugaö aö fara eigin leiöir ef nauösyn krefur til aö kveða niður „ríkisreknar” hryöjuverka- stöövar. George Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, sagði í ræöu fyrr í þessum mánuöi að þaö yröi sífellt ljósara aö ekki væri unnt aö standa aðgeröalaus gagnvart vanda hryöju- verkanna. Bandaríkin kynntust vandamál- inu á áþreifanlegan hátt er Iranir tóku stóran hóp Bandaríkjamanna í gíslingu áriö 1979. Hefridaraögeröir voru íhugaöar þegar 241 bandarískur sjóliöi lét lifiö í árás skæruliða í Beirút í október síöastliönum. Og nú hafa Bretar látiö frá sér heyra eftir aö bresk lögreglukona var skotin til bana af vopnuðum manni sem var inni í sendiráði Líbýu í London 17. apríl síöastliöinn. Þegar hafa Bretar slitiö stjórnmálasam- bandiviöLibýu. Grunaðar þjóðir Shultz hefur nefnt Líbýu í hópi meö Iran, Sýrlandi og Norður-Kóreu sem þjóöir er grunaöar séu um aö styöja viö bakið á hryöjuverka- mönnum á erlendri grundu. Þá hafa og bandarískir embættismenn sakaö Búlgaríu og Austur-Þýskaland um hiö sama. Samkvæmt óopinberum, banda- rískum tölum áttu sér staö á síðast- hönu ári næstum þrjú þúsund sprengjutilræði, mannrán, morö, rán og önnur ódæöi hryðjuverkamanna. Skotárásin viö sendiráð Libýu í London varð til þess að diplómatar tóku aö lesa Vínar-sáttmálann frá 1961 um diplómatísk samskipti. Þar eru diplómatar lýstir friöhelgir, óháö því hvaða glæpi þeir kunna aö hafa gerst sekir um. Sendiráösbyggingar eru einnig friöhelgar. „Þaö sem nú hefur gerst vekur upp margar spurningar um ágæti þessa sáttmála,” sagöi Leon Brittan, innanríkisráðherra Bretlands, um atburöina við sendiráö Libýu í Lond- on og þá staðreynd aö Bretar gátu ekki haft hendur í hári morðingjans. Sjö þjóða fundurinn fjallar um málið Raunar haföi Reagan Bandaríkja- forseti áður hvatt til þess aö hryðju- verk í heiminum yröi tekin til um- ræöu á sjö þjóöa fundinum í London 7.-9. júní. Bretar hafa lýst stuðningi sínum viö þessa tillögu Reagans og ekki er búist viö aö hinar þjóðirnar fimm þ.e. Kanada, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Italia og Japan muni standa í veginum fyrir henni. Leiðtogar áöumefndra sjö þjóöa hittast einu sinni á ári til aö ræöa efnahagsmál en ræða venjulega einnig einhver pólitísk málefni. Baráttuna gegn hryöjuverkum hefur oft borið á góma á þessum fundum, síöast í Ottawa áriö 1981. Embættismenn er unniö hafa aö undirbúningi fundarins segjast reikna með harðoröri yfirlýsingu þar sem hryðjuverk séu fordæmd en tæp- ast sé aö búast viö ákveðnum aö- gerðum. Italía, sem nú gætir hags- muna Bretlands í Líbýu, ætti trúlega mjög erfitt meö aö taka þátt í bein- um ávítum á stjórn Gaddafis í Líbýu. Fullvíst er talið að Bretland muni krefjast róttækra breytinga á Vínar- sáttmálanum sem 141 þjóö á aöild aö þegar alþjóöa laganefnd Sameinuðu þjóöanna kemur saman til fundar 7. maínæstkomandi. Sérhver tillaga til breytinga þyrfti aö ræðast á þessum þriggja mánaöa árlega fundi áður en henni væri vísaö til lögfræðiráðs Sameinuðu þjóöanna sem síðan gæti endursent hana til frekari útfærslu. Hugsanlegar breyt- ingar veröa aö hljóta samþykki ráö- stefnu allra aöildarríkja Sameinuöu þjóðanna. Trnafrekt fyrírtæki „Þetta er afskaplega tímafrekt fyrirtæki,” sagöi sendiherra eins Vestur-Evrópuríkis. „Þaö gæti tekiö mörg ár.” Breskir embættismenn segjast sennilega munu fara fram á breyt- ingar í þá átt aö lögreglu veröi heim- ilt aö leita í farangri diplómata til aö ganga úr skugga um aö þar leynist hvorki skaðleg fíkniefni né vopn. Forréttindi diplómata varöandi póstsendingar hafa þrásinnis veriö misnotuö. Hass og önnur fíkniefni hafa oft fundist í pósti sem stimplaöur hefur veriö meö diplómatastimplum. Vestrænir embættismenn segja aö fíkniefni séu „tegund gjaldeyris” í augum ýmissa þróunarlanda. Ymsir handteknir hryöjuverka- menn hafa viðurkennt aö hafa notaö vopn er smyglað hafi veriö undir fölsku flaggi diplómata og, eins og víöfrægt varö, þá fannst gísl í diplómata-gámi á flugvellinum í Róm. Morðvopnið í farangrí diplómata? Lögreglan í London fullyröir aö skotið hafi veriö meö vélbyssu út um glugga sendiráös Líbýu í London og þaö skot hafi banaö bresku lögreglu- konunni. Byssan hafi síöan nær örugglega verið flutt úr sendiráðinu í friðhelgum farangri starfsmanna líbýska sendiráösins er þeir héldu á brott. Líklegt er aö Evrópuráöið muni fljótlega reyna aö komast aö sam- komulagi um aögeröir gegn hryðju- verkum. Spænska stjórnin hefur löngum verið áhugasöm um þetta efni vegna sífelidra hryöjuverka skæruliöahreyfingar Baska þar í landi. Hefur Felipe Gonzáles, for- sætisráöherra Spánar, notað sér- hvert tækifæri er gefist hefur til að ræöa þetta mál viö leiðtoga annarra þjóöa og fá þá til aö beita sér fyrir aögerðum þar að lútandi á alþjóöa- vettvangi. Bandarikjaþing hefur fengið til- mæli úr Hvíta húsinu um aö þingið samþykki löggjöf er ætlaö sé aö stemma stiga viö hryðjuverkum bæöi innanlands og utan. Þegar Vínarsáttmáhnn var upp- haflega saminn þá létu ýmis kommúnistaríki og ríki þriöja heims- ins í ljósi þá skoðun aö hann væri of takmarkaður og þeirrar skoöunar eru ýmsar ríkisstjómir ennþá. Lítil von um samkomulag Lítil von er um aö samkomulag takist um breytingar er dragi úr for- réttindum diplómata. „Endursam- inn sáttmálinn gæti hæglega oröiö enn verri,” sagöi sérfræðingur í London. „Hér verðum viö að fara aö öllumeð gát.” Þó aö Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, hafi um sinn frestað fyrirhug- aðri för sinni til Líbýu þá breytir þaö því ekki aö bæði Vestur-Þýskaland og Italía eiga mikla viðskiptahags- muni í Líbýu og munu því fylgjast vandlega meö hver þróun mála verður og a.m.k. ekki flana aö neinu þegar um væri aö ræöa aðgerðir gegn st jórn Gaddafis í Líbýu. Diplómatar segja aö ýmsir dyggir stuöningsmenn Atlantshafsbanda- iagsins muni standa gegn þrýstingi Bretlands og Bandaríkjanna um víötækar hefndaraðgeröir gegn Líbýu. En Bandarikin hafa gefið til kynna að þau muni jafnvel láta til skarar skríða án þess aö samkomu- lag um aðgerðir liggi fyrír. „Þegar viö erum fómarlömb hryöjuverk- anna þá höfum viö rétt til aö verja okkur og rétt til aö hjálpa öðrum aö verja sig,” sagöi Larry Speakes, talsmaöur Hvíta hússins, nýveriö um þetta. Gaddafi, þjóðarleiðtogi Libýu. Hann er sterklega grunaður um að styðja við bakið á hryðjuverkahópum en erfitt hefurþó reynst að ná samkomulagi meðal vestrænna þjóða um aðgerðir gegn honum. Lögregluþjónar leita skjóls bak við bifreið sina. Myndin er ef til vill táknræn fyrir þá varnaraðstöðu sem þjóðir heims hafa verið igagnvart hryðjuverkunum. Nú er hvatt tilþess að vörn verðisnúið isókn. Breska lögreglukonan Yvonne Fletscher liggur helsærð eftir að skotið hafði verið á hana úr sendiráði Libýu i London. Hún lést skömmu siðar af skotsárunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.