Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 3.'MAl 1984.' r 31' Sandkorn Sandkorn Sandkorn Nýjm sprittið selst verr hekfur en það gamla. Treg saia Hið nýja spritt, svokallað rauðspritt, sem sett hefur verið á markaðinn, mun seljast fremur illa ef marka má heimildir Sandkorns. Sem menn muna kom rauöspritt- ið í stað þess gamla bláleita sem þótti til ýmissa hluta nyt- samlegt. Segir sagan að sprittsala hafi dregist saman um helm- ing eftir umskiptin. Skýringin er aö hluta til sú að rauðsprittið er ekki hægt að eima og telst það gjörsam- lega óhæft til innvortis vökv- unar. Þá hafa lyfsalar það yfir- leitt ekki á boðstólum þar sem þeir telja það lélegt til sótthreinsunar. ÁTVR mun því ekki sópa upp auðæfunum með innflutníngi sinum á rauöspritti. Foxillir Kvikmyndarisinn Twent- ieth Century Fox, hefur heldur en ekki haslað sér völl i Vestmannaeyjum. Ekki er nóg með að stórar pöddur spígspori um Eyjamar (und- ir ströngu eftirliti að visu). Kvikmyndagerðarmenn þy- kja nefnilega vilja verða nokkuð djarftækir til kvenna þeirra er gista enn föðurgarð. Segir sagan að Eyjapeyjar séu alveg „Foxillir” orðnir út af þessum ósköpum öllum. Háar sektir Læknanemamálinu i Há- skóla Islands mun enn ekki lokið þrátt fyrir fuUyrðingar í fjöimiðlum þar um. Hefur málið verið kært aftur tU RagnhUdar Helgadóttur menntamálaráðberra þar sem nemar hafa enn ekki fengið að sjá prófúrlausnir sinar ásamt útskýringum. Lögfræðingur stúdenta, Jón Oddsson, haföi gripiö tU þess ráðs aö beita Háskóla- yfirvöld dagsektum þar tii málið yrði útkljáð. Námu þær 60.000 krónum á dag, eða 1000 krónum fyrir hvem iækna- nema. Sektir þessar em nú orðnar að dágóðri fúlgu því þær nema ríflega 700.000 kr. og hækka að sjálfsögðu ört þessa dagana. Ágóðinn af Há- skólahappdrættinu gæti því Bottinn er enn hjá Ragnhildi. komið í góðar þarfir ef á þyrftl að halda. Þjóöin á gull Ef þjóðin á Seðiabanka þá á hún líka gull því að Seðla- bankinn átti um áramótin 48.464 únsur af gulli. Alþjóðagjaideyrissjóöur- inn var svo vinsamlegur að meta þessar únsur til peninga og telur hverja únsu jafnvirði 1.049,10 króna. Nákvæmt skai það vcra. Rcynt hefur verið að finna út á vasareiknivél hvert verð- mæti alls gullsins sé sam- kvæmt þessu mati. Telst það þannig upp á 50.843.582,00 krónur eða næstum 51 mill- jón. Þessi gulleign þjóðarinnar kemur þó að iitlu gagni i við- skiptum við gulismiði og tannlækna. Þeir eiga nefni- lega ekki bara þetta gull með okkur hinum heldur miklu meira gull. En það mætti ef til vUl kanna það, hvað únsan kostarhjá þeim. Engar fréttir Fósthólf geta verið hin mestu þarfaþing. En þau geta stundum verið tii hinnar mestu óþurftar eins og sést á eftirfarandi sögu: Maður einn á Isafiröi þurfti að fara í lauga viðskiptaferð tU útianda. Tók ferðin einar sex vikur og því sendí hann konu sinni vikulega póstkort. En þegar hann kom heim sat kona hans þar í angist. Hafði hún engar spurnir haft af manni sínum aUan þann tíma sem hann var í ferðinni. Skýringin var einfaidiega sú að póstkort þau sem hann haföi sent iágu öU í pósthólfi fyrirtækis hans. Og að því hafði enginn aðgang nema hann sjálfur. Af þessu má ljóst vera að jafnvei pósthólf gcta reynt á annars traustustu hjónabönd. Umsjón: Jóhanna Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Laugarásbíó—Scarface: Blóðugur vígvöllur Heiti: Scarface. Leikstjóri: Brian De Palma. Handrit: Oliver Stone. Kvikmyndun: John A. Alonzo. Tónlist: Giorgio Moroder. Aðalleikendur: Al Pacino, Steven Bauer, Michelle Pfeiffer og Robert Loggia. Það er engum vafa bundiö að Brian De Palma er meðal athyglis- verðustu og hæfUeikamestu leik- stjóra vestan hafs þrátt fyrir að hann hafi ekki gert neina mynd sem telst tU meistaraverka, en myndir hans hafa yfirleitt vakið mikla athygli og umtal og eru, þegar best lætur, athygUsverðar. Myndir hans eru nútíma hrylUngsmyndir þar sem fóUti er oft ofboðið með miklu blóð- baði, en þó aldrei svo að þaö sé á kostnaö þess spennings sem einkenn- ir myndir hans. Scarface er nýjasta mynd Brian De Palma og þótt efniviðurinn sé nú- tímalegur er þetta eftirgerö kvUt- myndar sem Howard Hawks geröi árið 1932. Þaö var áriö 1980 sem Castro leyfði flutninga fólks tU BandarUtj- anna og notaöi hann þá tækifærið og sleppti föngum sem aðallega voru ótíndir morðingjar og ofstopamenn og sendi þá um leiö til Flórida innan um aðra. Meðal þessara fanga er Tony Montana (A1 Pacino) sem aldrei ætlar sér aö veröa einhver verkamaður í landi tækifæranna heldur tekur upp þá iðju, sem hann kann best, að drepa fólk og stunda eiturlyfjasmygl. Fljótlega er Montana kominn í helstu röð glæpaforingja á Flórída- skaganum og notfærir sér allt og alla tU aö koma sér áfram og tekst yfir- leitt að komast yfir allt sem hann langar í, hvort sem um er að ræða konur annarra manna eöa völd. En miklir skapbrestir há Montana og þrátt fyrir völd og auðæfi kemur það niöur á honum sjálfum að lokum hversu eigingjarn og miskunnarlaus hanner. Scarface er mikU spennumynd og þrátt fyrir þriggja tíma lengd er erfitt að láta sér leiðast yfir henni. En þar með er ekki sagt að hún sé góö mynd. Það er auövelt að bera saman Scarface við Guöfööurmyndirnar tvær, sérstaklega þar sem A1 Pacino er í aðalhlutverki og sú viömiöun er Scarface í óhag. Hana skortir alla þá dýpt sem einkenndi þær myndir. Og þrátt fyrir að leikur A1 Pacino sé á köflum áhrifamikiU þá ofleikur hann hlutverkið í heild svo úr verður hálfgerð teiknimyndafígúra sem engar tUfinningar hefur. Einkennandi fyrir myndir Brian De Palma er mikið blóðbaö og það vantar ekki hér heldur, sérstaklega í lokasenum myndarinnar þar sem bókstaflega aUt flýtur í blóöi. En eins og áður hefur Brian De Palma þann eiginleika að geta ofboðið fólki án þessaðþví blöskri.- Scarface veröur ekkert minnis- merki um Brian De Palma og hrædd- ur er ég um að hann veröi að fara að róa á ný mið í kvikmyndagerð ef hann á ekki eftir að endurtaka sig um of. Hann getur gert athyglis- verðar myndir, eins og Carrie og Obsession, en flestar myndir hans skortir þó eitthvaö tU að gera þær góðar og er Scarface þar ekki undan- skiUn. HUmar Karlsson. UMBOÐSMEIMN VANTAR STRAX HAFNIR Upplýsingar hjá Magnúsi B. Einars- syni, sími92-6958. BREIÐDALSVÍK Upplýsingar hjá Steinunni Arnardóttur, sími97-5628. Einnig eru allar upplýsingar á af- greiðsluDV, Þverholti 11, sími27022. 1x2-1x2-1^x2 33. leikvika — leikir 28. apríl 1984 Vinningsröð: 1 2 X — X 11 — 1XX — 111 1. vinningur: 12 réttir — kr. 369.040.- 39384(1/12,4/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 2.196.00 386 14282+ 40025 46134+ 53873+ 88207 93553(2(11) 3528 17488+ 41420+ 46733+ 54800 88999 93573(2/11) 3591 18630+ 41591 + 47217 56357+ 91204 Úr 32. viku: 4877 35176 41618 49265+ 57686+ 91882+ 61105+ 5084 35775 42482+ 49993 58835 93723+ 6802 36350 42862 51168 59643 162104+ 11628+ 36909+ 43634 52240 59847 180755 11868 38617+ 45063 53312+ 85157 + 5132(2111) 12903+ 39385 45151 53713+ 85382+ 40170(2/11) 13007 39386 45925 53770 87234 57364(2/11)+ Kærufrestur er til 21. maí kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar tilgreina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða aö framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.