Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 3
DV. LAUGARDAGUR 5. MAl 1984. 3 Nágrannaerjur í Laugarásnum: BÍLSKÚRINN STEYPTUR EFTIR FIMM ARA ÞREF Tveir kunnir borgarar í Laugarásn- um deila um bilskúr sem annar þeirra er að byggja. Rúnar Bjarnason slökkviliösstjóri er ósáttur við bílskúr sem nágranni hans, Agnar Kristjáns- son, forstjóri Kassagerðarinnar, reisir. Bílskúrinn umdeildi var steyptur upp í gær þrátt fyrir að félagsmála- ráðherra, en til hans var málinu skotið, eigi eftir að kveða upp úrskurð sinn. Hús Agnars stendur á horni Laugar- ásvegar og Sunnuvegar og telst vera Sunnuvegur 1. Hús Rúnars er við hliðina og telst vera Laugarásvegur 40. Vorið 1979 sótti Agnar um leyfi til að byggja annan bílskúr viö hlið þess sem fyrir var. Byggingamefnd Reykja- víkur synjaði. Agnar lét þá breyta teikningu og sótti aftur um. Bygging- arnefnd synjaði því erindi í nóvember- lok 1979. Snemma árs 1980 sótti Agnar um leyfi til að gera bílastæði úr steinsteypu. Því var einnig synjað. Forstjóri Kassageröarinnar gafst ekki upp. I september 1982 var enn einu sinni tekið fyrir erindi hans um bílskúrsbyggingu. Að þessu sinni var það samþykkt. Slökkviliðsstjórinn var ósáttur við þessa niðurstöðu og vísaði málinu til úrskurðar félagsmálaráðherra. Svavar Gestsson, sem þá sat í embætti, felldi byggingarleyfið úr gildi með úrskurði í nóvember. Ráöherrann studdist meðal annars við umsögn skipulagsstjórnar ríkisins. Agnar Kristjánsson greip enn einu sinni til þess ráðs aö breyta teikningu. Bílskúrinn var að þessu sinni teiknaður 20 sentímetrum styttri. Og ' enn fékk byggingamefnd máliö til um- fjöllunar. Hún samþykkti bílskúrinn 4. apríl siðastliöinn. Borgarstjóm staðfesti með samþykkt 5. apríi. 6. apríl skaut Rúnar Bjarnason málinu til félagsmálaráðherra, Alexanders Stefánssonar. Urskurður ráðherrans er enn ókominn. Ráðherr- ann bíöur eftir umsögn skipulags- stjómarríkisins. Agnar Kristjánsson beiö hins vegar ekki. Hann lét hefja framkvæmdir fljótlega eftir niðurstööu borgaryfir- valda. Sjálfur fór Agnar í orlof tU Flórída. Undanfamar þrjár vikur hefur verið slegið upp fyrir bíl- skúmum, og í gær var steypt, en Agnar kemur ekki heim úr fríinu fyrr en ínæstuvUcu. Veröi ráðherraúrskuröur Rúnari í hag má búast við að bílskúrinn verði mölvaöur niöur. -KMU. Bílskúrinn umdeildi sem steyptur var upp igær. Hús Agnars er til vinstri, hús Rúnars til hægri. DV-mynd: Loftur. Yfir- gangur — segir Rúnar Bjarnason „Eg er ósáttur við byggingaryfir- völd að leyfa þetta,” sagði Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri í samtaii við DV. „Eg áfeUist ekki manninn fyrir að leita eftir því hvað hann kemst langt með yfirvöld. Aö visu er þetta dálítiö dómgreindarlaus yfirgangur gagnvart nágranna. En ég hafði álitið að yfir- völd ættu að geta passað upp á slíkt,” sagðiRúnar. Hann kveöst ekki ætla að óska lögbanns við smiði bUskúrsins. Hann segir lögfræðing hafa ráölagt sér aö bíða úrskurðar ráðherra. Rúnar Bjarnason sagði aö ná- granninn heföi byggt hús sitt árið 1967. Húsið hefði þá verið skráð 730 rúm- metrar að stærð. „Með þeirri viðbót, sem beðið hefur verið um sýndist mér húsið fara í 1.100 rúmmetra. Upphaflega var okkur gefið það að hámarksbyggingarmagn mætti vera 800 rúmmetrar. Þennan nýja bíiskúr má í raun reikna sem tvöfalt byggingarmagn því að bann er á efri hæð með súlum undir,” sagði Rúnar Bjarnason. „A sínum tíma var ég búinn aö faUast á að núverandi bílageymsla, sem er breiö og rúmgóð, yrði lengd um þrjá metra. Það þurfti sáralítið að lengja hana til þess að tveir bilar kæmust þar fyrir með góðu móti,” sagðiRúnar. -KMU. EV SALURINN (FIATHÚSINU 1929 - ALLT A SAMA STAÐ - SÍFELLD ÞJÓNUSTA - YFIR HÁLFA ÖLD. 1984 EGILL, VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775 Þrír frábærir vorlaukar sem blómstra strax — á hálfvirði — AMC vortilboðin frá Agli 1982-oekinn 1979-oekinn 1982-oekinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.