Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 6
6 *ií»Or ÍAM P \-r?t, fnrrr * r\'-T * r •»]rrr DV.LAUGARDAGUR5.MAI 1984. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Umsjón: Sæmundur Guðvinsson Besta tja/dstæðið er i Skaftafelli, segir ritið, en tjaldstæðin til dæmis i Reykjavik og Akureyri fá öllu lakari einkunn og kemur svo sem ekki á ovart. Niðurstöður skoðanakönnunar meðal erlendra ferðamanna á íslandi: Besta tjaldstæðið er í Skaftafelli en besti maturínn á Hdteí Holti Ferðaritiö AROUND ICELAND, 1984, er nýkomið út. Það er gefiö út af Kórund hf. og rit þessa árs hefur meðal annars að geyma niðurstöður skoðanakönnunar sem efnt var til meðal erlendra ferðamanna á síðasta ári. Samkvæmt þeún er besta tjaldstæðiö að Skaftafelli og besti maturinn framreiddur á Hótel Holti, svo dæmi séu nefnd. Þetta er byggt á svörum frá um 800 út- lendingum sem sendu ritinu svör viö spurningum sem birtar voru í 1983 árgangi þess. Spurningar beindust einkum aö því er viðkemur gisti- stööum, veitingahúsum og tjald- stæðumhérlendis. I þeim niðurstöðum sem Kórund hefur sent frá sér vantar margar upplýsingar um svörin. Til dæmis hefði veriö fróðlegt að vita hvers lenskir svarendur eru, hvort ein þjóð hafi átt þar mun fleiri fulltrúa en aörar, hvort viðkomandi ferðast á eigin vegum eða innlendrar eöa er- lendrar ferðaskrifstofu og þar fram eftir götunum. Það eru svo ótal mörg atriði sem hafa áhrif á niöurstöður könnunar eins og þessarar. Okkur þykir hins vegar rétt að birta helstu niöurstöður könnunarinnar í heild, en lesendur eru beönir að forðast aö líta á þetta sem einhvem allsherjar- dóm um gæði viðkomandi hótela og veitingastaöa. Þaö gera hins vegar aðstandendur Kórundar og því eru gistihús og veitingastaðir flokkaöir eftir gæðum í AROUND ICELAND 1984. Eflaust eru skiptar skoðanir um þá flokkun. Sem dæmi má nefna aö Hótel Borg og Hótel Garöur lenda í sama gæðaflokki og Blómasalur Loftleiða og Hornið eru í sama gæða- flokki veitingahúsa. Þetta er ekki tekiö hér upp til að kasta rýrö á einn eöa neinn, heldur aðeins til að sýna ósamræmi sem margir vilja eflaust ekki skrifa upp á. En hér koma úrslit könnunarinnar, sem var gerð með þeim hætti að lesendur ritsins fylltu út spurningalista í ritinu, klipptu og sendu útgefendum. Vinsælustu tjaldstæðin Lesendur AROUND ICELAND vora beðnir að gefa tjaldstæðum sem þeir heimsóttu einkunn, annaðhvort excellent, good, average, poor eða 'very poor. I útreikningi er exellent látið gilda sexfalt, good fjórfalt, alverage tvöfalt, poor einfalt og very poor ekkert (0). Hæsta mögulega einkunn væri 10, lægsta 0. 775 umsagnir bárust um 67 tjald- stæði. Vinsælustu tjaldstæöin reyndust SkaftafeU Selfoss Vestmannaeyjar Varmahlíð Laugarvatn Herðubreiðarl. Reykjavík Hrífunes Þórisdalur-Lóni Húsavík Skútustaðir Akureyri 8,63 7,53 7,18 7,14 6.55 5,74 5,62 5.56 5,56 5,45 5,29 5,22 Meðaleinkunn 35 tjaldstæða var 4,21. Tólf tjaldstæði fengu einkunn undir3. Vinsælustu hótelin Utreikningur var gerður á sama hátt og viö tjaldstæöin. HótelSaga Hótel Loftleiðir HótelHolt HótelEsja 011 hótel í Reykjavík fengu einkunn yfir 5. Hótel Saga fékk einkunnina 8,22. Umsagnir um gististaöi í Reykjavík voru 248. Utan Reykjavíkur voru 7 Eddu- hótel meöal 10 vinsælustu gististaðanna. Vinsælustu Edduhótelin voru: (með einkunn yfir 6,80) Stóru-Tjamir Húnavellir Húsmæðraskólinn Laugarvatni Kirkjubæjarklaustur Akureyri Eiðar Vinsælustu gistihúsin utan Reykjavíkur, önnur en Eddu-hótel voru: (einkunn yfir 6,50) Hótel Húsavík HótelVarmahlíð Hótel Bláfell Hótel Búöir Hótel Hvolsvöllur Hótel Reynihlíö Umsagnir um gististaði utan Reykjavíkur voru 409. 39 gististaðir fengu nægilega margar umsagnir til úrvinnslu. Hæstu einkunnir fengu Hótel Húsavík og Edda, Stóru- Tjörnum, 8,33. Meðaleinkunn 39 gististaða var 5,40. 8 gististaöir fengu einkunn undir 3. Lægsta einkunn var 0,60 Vinsælustu veitingahúsin Einkunnir voru reiknaðar út sér- staklega fyrir mat, þjónustu, verð og umhverfi. ExceDent var látið gilda sexfalt, good f jórfalt, average tvöfalt og poor einfalt. Hæsta einkunn gæti verið 10, lægsta einkunn 1. Við út- reikning samtalseinkunnar var mat- areinkunn látin gilda 8/16, Hótel Húsavík er vinsælasta hótelið utan Reykjavíkur. þjónustueinkunn 3/16, verð 2/16 og umhverfi3/16. 557 umsagnir bárust um veitinga- staði í Reykjavík og fékk 21 veitinga- staður nægilega margar umsagnir til úrvinnslu. Bestu einkunnir veitingahúsa í Reykjavík Samtalseinkunn: HótelHolt 8,68 Lækjarbrekka 8,35 Hótel Saga-Grill 8,21 Amarhóll 8,10 Loftleiðir—Blómasalur 8,02 Potturinn og pannan 7,59 Torfan 7,71 Kaffivagninn 7,57 Naust 7,20 Aðrir staðir f engu undir 7. Meðaleinkunn 21 staðar var 6,89. Lægsta einkunn var 4,36. Einkunn fyrir mat: HótelHolt 9,24 Potturinn og pannan 9,20 HótelSaga—Grill 8,80 Lækjarbrekka 8,67 Arnarhóll 8,57 Kaffivagrinn 8,52 Loftleiðir-Blómasalur 8,47 Torfan 8,26 Aörir staðir fengu einkunn undir 8. Meðaleinkunn 21 staðar var 7,46. Lægsta einkunn var 5. Einkunn fyrir þjónustu: HótelHolt 8,48 HótelSaga-Grill 8,23 Arnarhóll 8,10 Lækjarbrekka 7,85 Loftleiðir-Blómasalur 7,71 Torfan 7,01 Aðrir staðir fengu undir 7. Meðaleinkunn 21 staðar var 6,25. Lægsta einkunn var 4,36. Einkunn fyrir verð (value): Matstofa Náttúrulækningafélagsins 9,20 Potturinn og pannan 8,06 Drekinn 7,58 Lækjarbrekka 7,28 Kaffivagninn 7,13 Arnarhóll 6,90 HótelHolt 6,84 Torfan 6,68 Saga-Grill 6,59 Aðrir staöir fengu undir 6,5. Meðaleinkunn 21 staðar var 6,43. Lægsta einkunn var 4,17. Einkunn fyrir umhverfi: Lækjarbrekka 8,72 HótelHolt 8,64 Loftleiðir-Blómasalur 8,20 Hótel Saga-Grill 7,62 Torfan 7,47 Amarhóll 7,26 Kaffivagninn 7,13 Naust 6,85 Homið 6,75 Sælkerinn 6,41 Drekinn 6,06 Lauga-ás 6,06 Aörir staðir fengu einkunn undir 6. Meðaleinkunn 21 staðar var 6,27. Lægsta einkunn var 2,62. Veitingahús utan Reykjavíkur 419 umsagnir bámst um 83 veitingahús utan Reykjavíkur. Aðeins 14 veitingahús fengu nægilega margar umsagnir til úr- vinnslu. Hæstu samtalseinkunnir af þessum veitingahúsum fengu: Hótel Búðir, Snæfellsnesi 8,39 Hótel Bláfell, Breiðdalsvik 7,91 Smiöjan, Akureyri 7,91 Edda, Húsmæðraskóli, Laugarvatni 7,50 Gestgjafinn, Vestmannaeyjum 7,45 Sjallinn, Akureyri 7,32 Valhöll, Þingvöllum 6,72 HótelKEA (2. hæð), Akureyri 6,69 Bautinn, Akureyri 6,54 Hótel Reynihlíð, Mývatnssv. 6,43 Samtalseinkunnir veitingahúsa utan Reykjavíkur em síst marktækasti hluti könnunarinnar, þar sem mörg veitingahús fengu svo fáar umsagnir. Urvinnslu könnunarinnar önnuöust: Ingibergur Þorkelsson og Dóra Jakobsdóttir BS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.