Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Síða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 5. MAI 1984. Útgáfufélag: FRJÁLS PJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDÚMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: PVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. .. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. *" Harölínan bifast ekki Þess misskilnings hefur gætt undanfarna daga, að nú séu að linast tök landseigendafélags íslands á stefnu stjórnvalda í málum hins hefðbundna landbúnaðar. Er haft til marks um þetta, aö deilt hafi veriö um stefnuna á miöstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Ráðamenn Fiamsóknarflokksins hafa lengi opinber- lega verið þeirrar skoöunar, að framleiða skuli hefð- bundnar landbúnaðai afurðir upp í meintar innanlands- þarfir og hafa í góðum árum afgang til útflutnings, svo að ekki komi til skorts á þessum vörum í vondum árum. Ekki er minnzt á landbúnað í ályktun miðstjórnarfund- arins. Eftir fundinn lýsti svo Steingrímur Hermannsson formaður yfir, að æskilegt væri, að útflutningur land- búnaðarafurða væri sem minnstur. Þetta er áherzlu- breyting í stefnu, en alls engin kúvending. Ef frá eru taldir nokkrir áhrifalitlir Reykvíkingar, eru deilur Framsóknarflokksins um hinn hefðbundna land- búnað milli haiðlínumanna annars vegar og grjót- harölínumanna hins vegar. Harölínumenn á borö við Steingrím og Jón Helgason landbúnaðarráðherra hafa undirtökin í þeim deilum. Harðlínumenn vilja í stórum dráttum halda óbreyttri stefnu í málum hins hefðbundna landbúnaðar, þótt gjald- þrot hennar sé sífellt að verða fleirum ljóst. Þeir vilja gefa eftir í smámunum eins og jógúrtmálinu, þegar þrýstingur veröur óbærilegur, en sækja fram á öðrum sviðum eins og í eggjamálinu. Grjótharðlínumennirnir reka hins vegar eins konar Ingólfsku, sem er stefna óheftrar sjálfvirkni í offram- leiðslu óseljanlegra afurða á þjóðarkostnað. Slíka menn er líka að finna í Sjálfstæðisflokknum og einkum þó í Alþýðubandalaginu, sem oft reynir að grafa undan Fram- sókn úr þessari átt. Samanlagt ráöa harðlínumenn og grjótharðlínumenn stefnu og gerðum allra þessara þriggja stjórnmálaflokka í málum hins hefðbundna landbúnaðar. Og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur meira að segja gert aðalþingmann stærsta landbúnaðarkjördæmisins, arftaka Ingólfs, að flokksformanni. Þessarar þriggja flokka varðstöðu um landseigenda- félag íslands sér greinileg merki á liðnum vetri. Hinn hefðbundni landbúnaður hefur veriö varinn með kjafti og klóm, þrátt fyrir margvíslegar uppljóstranir. Og á sumum sviðum hefur honum tekizt að sækja fram gegn neytendum og þjóð. Engin von er á, að afnumin verði einokun Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins, þrátt fyrir hundraðasta hneykslið, er felst í hringrotna skepnufóðrinu, sem selt er undir heitinu kartöflur. Frumvarp Alþýðuflokksins um það efni hefur ekki einu sinni fengizt rætt. Engin von er á, að afnumin veröi einokun Mjólkur- samsölunnar, þótt komið hafi í ljós ofsagróði í skjóli sjálf- virkrar verðlagningar á einokunarvörum, sem meðal annars er notuð til óheiðarlegrar samkeppni á öðrum sviðum. Það er vaiia, að söluskattur náist af mangó! Þrátt fyrir virka andstöðu hefur harðlínumönnum tekizt að útvega lán af fé neytenda til eggjadreifingar- stöövar þeirrar, sem er fyrsta skrefið í að breiða einokun hins hefðbundna landbúnaðar yfir egg, kjúklinga og svín. Þar er á ferðinni hið hættulegasta mál. Þjóðin hefur ekki og er ekki hið minnsta að nálgast af- nám martraðar innflutningsbanns á búvöru og ríkis- stuðnings viö hinn hefðbundna landbúnað. Landseigenda- félagið stendur við stjórnvölinn og lætur engan bilbug á sér finna. Þjóðin mun áfram borga og borga og borga. Jónas Kristjánsson. Fnglarækt í fjárlagagat — Þetta er ný búgrein, maöur! Og allt til útflutnings. Hreinn gróði, milljónir á milljónir ofan! Hann var æstur, þessi bóndi, ný- kominn í bæinn í leit aö ráöamönnum þjóðarinnar, rjóöur og voteygur og klökknaði ööru hvoru þegar honum var hvaö mest niöri fy rir. Eg hef þekkt hann lengi og það má segja að saga hans sé saga íslensks landbúnaðar síöustu ár í hnotskum. Hann rak sitt bú í fyrstu eingöngu á kindum og haföi eina kú í f jósi til aö mjólka oní heimilisfólkið. En f járbú- skapur er óttalegt streö, stanslaus hlaup um fjöll og fimindi, lítið verð fyrir kjötiö og ekkert fyrir ullina. Svo var ekki aö tala um framleiðniaukn- ingu því hver kind pródúsérar ekki nema eitt reyfi á ári eöa einn hrygg, tvö læri, einn haus og eina gæm, og því fá engar kynbætur breytt. Svo hann sneri sér aö kúabúskap. Byggöi myndarlegt fjós og kom sér upp þrjátíu mjólkurkúm. Þaö eru minni hlaup kringum kúabúskap, en það þarf að mjólka þær tvisvar á Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason og þaö var ákveöiö aö hann heföi ekki gott af því aö hafa fleiri en fimmtíu refi, sem er þaulhugsuð meöalstærö, of lítið þegar verö á aö veiða rækju. Og bændur em engir eftirbátar sjómanriá þegar kemur aö því aö finna nýja nytjastofna og nýja framleiðslu. En bændum hefur gengiö síöur aö finna markaöi, utan- lands, blessuöum. Þess vegna trúöi ég því vel aö vinur minn, bóndinn, heföi fundið nýja búgrein en ég trúöi því síður að hann heföi fundiö bú- grein sem ekki þyrfti styrkja viö. En hann var ósveigjanlegur og bar sig mannalega: — Engar út- flutningsbætur. Og þaö sem meira er, allt flutt út á fæti, eöa öllu heldur væng, og þess vegna enginn slátrunarkostnaöur, eöa frystikostn- aöur, eöa geymslukostnaöur. — Heyrðu, góöi! Hvaö þá meö SIS? Hvaö ætlarðu aö gera við stærsta fyrirtæki landsins? Svipta þaö tilvemréttinum? Hvaö hefur Erlendurgert þér? — Meira aö segja SIS veröur aö víkja þegar þjóöarhagur er annars- vegar! — Mérþykirþúsegjafréttir! Hann glotti drýgindalega og ók sér mjólkurvötnum og alls kyns offram- leiöslu. Hann varð ósköp leiður yfir þessu og ákvað aö hætta kúabúskap enda farinn aö eldast og vildi finna eitthvað léttara. Hann sneri sér aö kjúklingarækt. Kjúklingar em ekki glæsilegar skepnur, ekki þess konar skepnur sem rómantísk skáld yrkja kvæði um. En þaö er fyrirhafnarlítið aö sjá um þá, þeir eru hafðir í húsum allan ársins hring og geta ekki lagt á flótta þegar á aö slátra þeim, eins og slægar rollur gera stundum. Kjúklingar hafa annan kost. Þeir eru utan viö kerfiö og enginn hefur völd til þess aö skammta kvóta eöa fetta fingur út í búreksturinn á annan hátt. En sjálfstæöiö hefur sína galla og þaö er á engan hátt tryggt aö afuröirnar seljist. Þannig leiö ekki á löngu þar til bóndinn fór að leita sér aö aukabúgrein því kjúklingar selj- ast ekki nema veröiö á þeim sé lágt. Hann ákvaö þess vegna að snúa sér aö loðdýrarækt, sem allir vom svo hrifnir af, og svo mikið var skrif- aö um í blöö og talaö um í sjónvarp- inu. En loödýrarækt er innan kerfisms, leið sína í hænsnahúsið og nú var svipaö ástatt meö búskap bóndans, og landbúnaðarstefnuna í heild, þaö varalltírúst. Og þannig var komiö fyrir honum þegar hann kom í bæinn og heilsaöi upp á mig þegar honum þótti sækjast sernt leitm aö ráöamönnum þjóöar- innar. Hann bar sig þó ekki illa. Þegar ég vottaöi honum samúð mina vegna veiöiferðar rebba bandaði hann frá sér meö hendinni og sagöi aö það væri búiö og gert og þýddi ekki að gráta það. — Eg er búinn aö finna lausnina! Alveg nýja búgrein sem getur ekki brugöist! Oll framleiðsla til útflutn- rngs og þó engar útflutningsbætur. Gjörsamlega ónýttir markaöir, ótak- mörkuö eftirspum og himinhátt verð, alveg himmhátt! Þaö er eitt ööru fremur sem er aödáunarvert í fari Islendinga og það er bjartsýnin. Þegar örbirgöm blasti viö, eftir hrun síldarstofnsúis, fundu sjómenn upp á því að veiöa loðnu. Og þegar íoönan var upp- kláruö og þorskurinn að verða upp urinn datt þeim þaö snjallræöi í hug leyndarmáli. — Fálkar! — Fálkar? — Fálkarækt, maður! Hann hallaði sér aftur í stólnum og beiö eftú- fagnaðarópúiu og lófatak- inu. En það kom ekki. Hann varö fyrst hissa, síöan óþolúimóöur og loks reiður. — Lestu ekki DV, maöur? Hann veifaði blaðinu framan í mig og mikiö rétt, á forsíöunni var stór fyrirsögn: „Góður fálki selst á tvær milljónir”! — Tvær milljónir fyrir fuglinn! Séröu ekki möguleikana, maður? Þaö þyrfti ekki nema fimm hundruö fálka upp í fjárlagagatið! Fyrir nú utan eggúi. Þrjúhundruöþúsund fyrir stykkiö. Eitthvaö annaö en pútui’nar, maöur! Viö sátum lengi frameftú- nóttu og ræddum þessa bráösnjöllu hugmynd. Daginn eftir hélt hann áfram aö leita aö ráöamönnum þjóöarúinar, en enginn þeirra vildi við hann tala og aö lokum varö hann að hverfa heún á leið, Vonsvikúin og leiður. En hugmyndinni er hér meö komiö áframfæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.