Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Page 10
MARVIN GAYE DV.LAUGARDAGUR5.MAI 1984. „Ég drap son minn af misgáningi.” Þetta sagði Marvin Gaye eldri skömmu eftir að hann hafði skotið son sinn, soulsöngvarann og lagasmiðinn góðkunna Marvin Gaye, til bana 1. apríl síðastliðinn. Gaye yngri var í heimsókn hjá föður sínum er at- burðurinn átti sér stað. Þeir lentu í rifrildi vegna fyrirhugaðrar afmælisveislu sonarins daginn eftir en þá hefði hann orðið 45 ára. Rifrildið varð að slagsmálum og þau enduðu með því að faðirinn greip byssu og skaut son sinn til bana. Gaye eldri, sem er prestur, heldur því fram að hann hafi talið að byssan væri óhlaðin, hann hafi bara ætlað að hræða son sinn með henni. „Mér þykir þetta leitt en sonur minn var forfallinn kókaínisti og þegar hann var í vímu reyndi hann að fá mig til að gera hina fáránlegustu hluti. Byssan var í eigu sonar míns og ég hélt svo sannarlega að hún væri óhlaðin,” sagði hann. M.r Marvin Penze Gaye var fæddur í Washington D.C. 2. april 1939. Kaldhæðni örlaganna hagaði því þann- ig aö tónlistaráhugi hans kviknaöi við aö hlýöa á tónlist í kirkju fööur síns. Það var þar sem hann söng í fyrsta skipti opinberlega, þriggja ára að aldri, og þaö var einnig þar sem hann læröi að leika á orgeliö. Fljótlega bætt- ust fleiri hljóöfæri í kunnáttusafnið og í gagnfræðaskóla lék Gaye á gítar, píanó og trommur auk orgelsins. Og að sjálfsögöu var hann í skólahljómsveit- Ferillinn hefst Eftir stutta veru í hemum sneri Gaye sér meira og minna alfarið aö tónlist- inni. Fyrsta nafnkunna hljómsveitin sem hann starfaði í var Marqees, sem 1958 varð the Moonglows. Og með þeirri hljómsveit lá leið hans meðal annars til Detroit þar sem Berry Gordy, þá í þann mund að stofna hljómplötufyrirtækið Motown Hinn nýi Marvin Gaye 1983 fullu'r bjartsýni og eftirvæntingar, sem hann fékk eiginlega aldrei að njóta. Records, heyrði í þeim. Gaye tengdist Gordy meö því að giftast systur hans önnu Gordy og nú byrjuðu hjólin að snúastfyriralvöru. Til að byrja með fékkst Gaye við aö leika á trommur við hljómplötuupptök- ur og einnig á hljómleikaferðum með nokkrum þekktum hljómsveitum, sem voru á samningi hjá Motown, þar á meðal Smokey Robinsson and the Miracles. Fljótlega fékk hann þó aö gera eigin plötur en þær fyrstu gengu heldur treglega. Fyrsta lagiö sem gerði nafn Marvins Gaye frægt var „Stubborn Kind Of Fellow” og í kjölfar þess komu stórlögin hvert á fætur öðru. Meðal þeirra má nefna ,,Can I Get A Witness”, „How Sweet It Is (To Be Loved By You)”, lrAint That Peculiar” og „I Heard It Through The Grapevine”, sem 1968 fór á toppinn bæöi í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrsta áfallið Marvin Gaye var þegar hér var komið sögu orðinn heimsfrægur tón- listarmaður og Motown notaöi nafn hans til að koma ungun söngkonum á framfæri meö því að láta þær syngja dúett með honum. Meðal þessara söng- kvenna má nefna Mary Wejls, Kim Weston, Tammi Terrell og Diana Ross. Gaye hafði sjálfur mesta ánægju af samstarfinu við Tammi Terrell og það varð honum því mikið áfall er hún datt meövitundarlaus niður á sviði þar sem þau sungu saman og í ljós kom að hún var með ólæknandi æxli í heila. Terrell lést1970.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.