Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 12
12 DV. LAUGARDAGlÍR ð! MAl 1984. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf deildarstjóra hagdeildar. Við- skipta- eða hagfræöimenntun tilskilin. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist fyrir 20. maí 1984, merkt starfsmannahaldi. Upplýsingar veitir for- stöðumaður fjármálasviðs. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar kennarastöður Viö Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar staöa íþróttakennara og staða kennara sérgreina viöskipta- brautar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 26. maí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. SVÆÐISSTJÓRN VESTURLANDS óskar aö ráða starfsfólk við nýtt sambýli fyrir fjölfatlaða á Akranesi. Um er að ræða nokkrar stöður í vaktavinnu og við næturvörslu. Umsóknum skal skila til Málfríðar Þorkelsdóttur, Vallholti 15, 300 Akranesi, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 93- 2403. Umsóknarfrestur er framlengdur til 15, maí. Svæðisstjórn Vesturlands. í VÖRSLU ÓSKILAMUNADEILDAR LÖGREGLUNNAR er margt, s.s.: reiðhjól, barnavagnar, fatnaður, lyklaveski, lyklakippur, seðlaveski, handtöskur, úr, gleraugu og fl. Er þeim sem slíkum munum hafa glatað bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut), frá kl. 14.00—16.00. Þeir óskilamunir, sem eru búnir aö vera í vörslu lögreglunnar ár eöa lengur, veröa seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7 laugardaginn 12. maí 1984. Uppboðiðhefst kl. 13.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík. NOTAÐIR BÍLAR TIL SÝNIS OG SÖLU í NÝJUM OC CLÆSILEGUM SÝNINCARSAL SÝNING í DAG OPIÐ FRÁ KL. 1-5 í DAG. Söludeild, simi 11276. „Þegar konungur var færður úr fötunum sló fyrir megnum óþef svo að opna varð alla glugga.” Hjátrúarfullir borgarar og bændur trúöu því í blindni aö baðið væri hættu- legt og því þoröu þeir ekki aö fara í bað. Afleiðingin varð sú að smitnæmir sjúkdómar breiddust hratt út um Evrópu. Til voru samt sem áður eins konar böö sem nutu hylli. Það voru heilsu- böðin í Þýskalandi en þau voru þegar kunn á dögum Rómverja. Menn komu til þessara baöstofnana, sem höfðu að geyma vatn ríkt af steinefnum, ekki til þess að baða sig heldur til þess að skemmta sér. Margar af þessum frægu þýsku heilsuræktarstöövum voru á þessum tímum dulbúin hóruhús og skemmtistaöir. Þar söfnuðust menn saman frá allri Evrópu til þess að baöa sig og lifa hátt og eyöa tímanum í fjár- hættuspil. Baðdagurinn hófst meö því aö „hinn imyndunarveiki” klöngraðist ofan í stórt trébaöker sem hafði verið fyllt af steinefnaríku vatni. Þar neytti hann ríkulegs morgunverðar sitjandi í kerinu undir eftirliti tveggja ungra fallegra stúlkna sem voru til þjónustu aö nudda hann hvenær sem hann óskaði þess. Þarna voru líka baðker fyrir tvo og elskendur gátu setið í því hvor á móti öðrum, etiö og drukkið að vild meðan þeim var skemmt með söng og tónlist. Baðhúsin, þar sem menn afklædd- ust, voru með smágluggum svo að menn gátu gægst inn um þá og séð væntanlega baðendur nakta. Enn- fremur voru til vinsæl sameiginleg böö, stórar vatnsþrær, þar sem karlar og konur bööuðu sig allsnakin hvert innan umannaö. Blómatími þessara heilsuhæla var í þrjátíu ára stríðinu þegar sænskir, finnskir og þýskir liösforingjar hresstu sig upp milli herleiðangranna. Og þama safnaðist líka saman lausingja- lýður víðs vegar að úr Evrópu. Þjófar, vændismiðlarar, falsspilarar og laus- látar konur en einnig svokallað fínt fólk. Heilsuhæli þessi vom uppeldis- stöðvar alls konar sjúkdóma eins og frönsku sýkinnar eða syfilis sem var svo algeng á þessum dögum að sænskur liðsforingi kvartaði yfir því aö helmingur herdeildar hans hefði tekið hann og væri ekki fær um að gegna herþjónustu. Þaö var ekki fyrr en í lok átjándu aldar að farið var að meta böð að verð- ieikum í Evrópu. A þeim tíma uppgötv- uöu menn að vel mátti fá sér bað í sjónum. Aður hefði það verið óhugs- andi. Englendingar gengu á undan og leiddu inn baðlíf við strendur sínar. Við upphaf nítjándu aldar urðu Brighton, Harrogate og Bournemouth vinsælir baðstaðir. Fyrstu ensku baðgestirnir komu til Biarritz og Lido hjá Feneyj- um. Þar fleygðu þeir sér út í bylgj- urnar og innfæddir hristu aðeins höfuðið er þeir horfðu á þessa bandvit- lausu útlendinga. Hvemig baðiö fór fram lýsir samtímamaður á þessa leiö: ..Allir karlmenn ganga niöur að ströndinni klæddir frakka, morgun- slopp, sokkum og í inniskóm. Þegar menn afkiæðast snúa þeir baki að landi. Er þeir hafa afklæöst öllu varpa þeir sér snögglega í sjóinn. Jafnskjótt og þeir hafa baðað sig nóg risa þeir upp og ganga rakleitt upp á ströndina og hylja „staöinn” með hendinni. A miðöldum fór baöið fram í stórum baðkerum úr tré sem heitu vatni var stöðugt bætt í. Vinnukonur burstuðu og nudduöu karlmennina með fínum sandi til þess að losa þá viö mestu óhreinindin. Þó að sápa væri til allt frá dögum Rómverja var þaö vandkvæð- um bundið að afla hennar. A dögum sólkonungsins, Lúðvíks Hin aldagamla uppfinning baðkerið hefur tekið ýmsum breytingum gegn- um tiðina hvað form snertir, en form þeirra sem baðkerið gista hafa litið sem ekkert breyst. Þegar Lúðvik fjórtándi baðaði sig oiii það miklu fjaðrafoki um viða veröld. Tiltölnlega nýlegt sportað faraí bað Hvaö er bað? Svar: Áð dýfa kroppnum eöa einhverjum hluta hans í vökva og þá venjulega vatn. Þaö verður ekki skilgreint betur á annan hátt. Saga baðsins er full af spennu og heillandi. Ef við byrjum á steinaldar- mönnum þá böðuðu þeir sig aldrei, aö því er best verður vitað. Gera má ráð fyrir að fyrsta baðið hafi átt sér stað þannig að steinaldarmaöur hafi fallið í vatn af tilviljun og þannig orðið fyrstur til að fá bað. Enn iiöu mörg þúsund ár áöur en maðurinn fór að baða sig af frjálsum vilja og tók að finnast baðiö gott og hressandi. Austurlandabúar í fomöld urðu fyrstir til aö þvo sér og baöa í rósavatni og þá eingöngu í sambandi viö trúarlegar athaf nir. I Evrópu voru þaö Grikkir sem inn- leiddu baömenninguna samfara íþróttum og iikamsrækt. Rómverjar lærðu af Grikkjum og gerðu baðið aö hástéttarskemmtun fyrir keisarana og auöugt fólk. Almennum baöstofum var ekki komið á fót fyrr en keisara- tímabilið var að syngja sitt síðasta vers. Frá Róm breiddist baðið út víösvegar um Evrópu en menn þessara daga höfðu engan verulegan áhuga á baði. Furstar, aðall og efna- fólk fengu sér bað í besta falli annað hvert ár. En þó eftir hik og hugarstríö. Menn voru blátt áfram hræddir við að baöa sig. Læknar töldu það heilsunni skaðsamlegt og hálflærðir skottu- læknar fullyrtu að líkaminn bomaði upp af því og menn yröu smám saman aðengu. fjórtánda, var heilbrigðisþjónustan í Frakklandi fyrir neöan allar hellur. Furstar og almenningur voru jafn- skítugir. Menn þvoðu sér ekki einu sinni í framan heldur báru þeir púöur á skítinn svo að eitt púðurlagiö tók viö af öðru. Þegar Lúðvík konungur var stöku sinnum neyddur til að baða sig fór fram heil leiksýning í höllinni í Versöl- um. Allt tignasta hirðfólkiö safnaðist saman umhverfis baðkerið. Erlendir sendiherrar mddust inn í baösalinn þar sem menn átu og drukku og spjölluöu við konunginn meðan hátt settur hirðmaður þvoði honum hátt og lágt. Að baðinu loknu var allt sem hafði farið fram bókað nákvæmlega. Sendiherramir óskuðu honum til hamingju og sendu ítarlegar frásagnir heim til ríkisstjórna sinna um hve konungurinn heföi það gott eftir baöiö. Einn sendiherranna skrifaði heim:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.