Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 40
I Fréttaskotið 68-78-58 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984. Hækkun vaxta kemur ekki til greina — segir Steingrímur „Hækkun vaxta telur ríkisstjórnin ekki koma til greina enda raunvextir töluveröir og meiri en áöur hafa veriö hjá okkur Islendingum,” sagöi Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra í framsöguræðu sinni fyrir bandorminum í gær. Sagði hann aö leiðrétting á vöxtum verötryggöra lána væri þó talin nauösynleg til sam- ræmis viö aöra vexti í bankakerf inu. Forsætisráðherra sagði að halli á ríkissjóði og erJendar lántökur ykju á peningaþensluna sem þó væri mikil fyrir. Aö auki hefðu útlán bankanna aukist um 42% fyrstu þrjá mánuði árs- ins og miðaö við þá verðbólgu, sem nú er, væri þetta of mikil aukning. Ríkis- stjórnin hefur því ákveðið að grípa til tímabundinnar heimildar til sveigjanlegrar bindiskyldu en sú heimild verðui' aðeins notuö ef óhjákvæmilegt þykir vegna aukinnar þenslu. Sagöi forsætisráöherra að gert væri ráð fyrir að þessi heimild félli niöur þegar ný bankalöggjöf hefði veriösamþykkt. OEF. DAS ogGrund: ENDURSENDU KARTÖFLUR Eliiheimilið Grund og Dvaiarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnista í Reykjavík, hafa bæöi hætt kaupum á kartöflum frá Grænmetisversluninni. A Grund fengust þær upplýsingar að sendar kartöfiur frá Grænmetis- versluninni hefðu veriö endursendar. 1 stað þeirra mun vera ætlunin aö notast viö grænmeti sem elliheimiliö fær frá Hveragerði. APH LUKKUDAGAR 5. MAÍ 4313 SKÍÐI FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 10.000,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Og hver skyldi svo hafa fengiö umboðslaun fyrír finnsku kartöflurnar? Eftirlit með flokkun kartaflna verður hert til muna: KARTOFLURINNKALL- AÐAR ÚR VERSLUNUM — eftir fundarhöld heilbrigðisyfirvalda Forstjóri Grænmetisverslunar- innar, Gunnlaugur Björnsson, hefur ákveöiö aö innkalla ailar kartöflur i versiunum á Reykjavíkursvæðinu. Kartöflurnar, sem hér um ræðir, eru kartöflur sem pakkaö hefur verið inn fyrir 3. maí. Kartöflurnar veröa síöan endur- metnar og flokkaðar aö nýju í Græn- metisversluninni. Ráögert er aö þessu verki Ijúki um miöja næstu viku. Þá hefur einnig verið ákveðið að herða allt eftirlit með kartöflum sem fara frá Grænmetisversluninni og vilyröi gefiö fyrir því aö kartöflur verði ekki í eins slæmu ástandi og verið hefur upp á siðkystið. Þessi ákvöröun var tekin á fundi sem forráðamenn heilbrigöisyfir- valdanna, þeir Þórhallur Halldórs- son, forstöðumaður Hollustuverndar ríkisins, og Oddur Rúnar Hjartar- son, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlitsins sátu. Fundur þessara aðila var haldinn í kjölfar bréfs sem Neytendasamtökin sendu til heil- brigðisyfirvalda þar sem þau fóru þess á leit að fjarlægöar yrðu úr verslunum skemmdar og rotnandi kartöflur enda ekki æskilegt að hafa slíkar kartöflur innan um önnur mat- væli. Hollustuvemd ríkisins hefur farið þess á leit við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðisins að þaö kanni ástand kartaflna í verslunum og í Grænmetisversiuninni. Þá er einnig ráðgert að sent verði bréf til allra annarra heilbrigðissvæða, sem eru 11 aö tölu, og heilbrigðisfulltrúar þar beðnir aö kanna ástand kartaflna á viðkomandi stööum. Lofa bragarbót Oddur Rúnar Hjartarson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur- svæðisins sagði að fyrst Grænmetis- verslunin væri búin aö lofa því að bragarbót veröi gerð í þessum málum myndu þeir ekki aöhafast neitt til að byrja með. Þeir myndu hins vegar kanna ástand kartafina strax og Grænmetisverslunin væri búin að endurflokka þær og athuga hvort ástand þeirra væri fullnægjandi. Gunnlaugur Bjömsson, forstjóri Grænmetis- verslunarinnar, sagði að eftirlitið með flokkun kartaflnanna hefði ekki verið nægilega gott og væm þaö mannleg mistök. Hann sagði að þaö eftirlit yrði nú framvegis mun strangara. Hann benti einnig á þaö að finnsku kartöflumar væm mun viðkvæmari en aðrar kartöflur og stafaði það m.a. af því að þar í landi væri ekki heimilt að nota varnarefni í kartöflumar. En fyrir vikið væru þessar kartöflur mun hollari en aðrar. Gunniaugur sagðist ekki vita hvort þaö yrði kartöflulaust í vérslunum vegna þessarar inn- köllunar. I gær hefðu verið keyrðar út kartöflur sem flokkaöar heföu verið mun betur en þær sem áður höfðu farið í verslanir. Þetta væri að sjálfsögðu tímafrekt. Geta má þess að dag hvem fara um 40 tonn af kartöflum út úr Græn- metisversluninni í dreifingu. -APH. — sjá einnig bls. 2 Fjölmenni var i fimmtugsafmæii Hekiu hf. igærdag. Við sjáum hór hvar framkvæmdastjóri Heklu, Sigfús Sigfússon, tekur á móti mynd að gjöf frá fulltrúum Eimskips. Afmælismyndin sýnir hver verið er að aka Caterpillarjarðýtu úr einu skipa fólagsins. D V-mynd: Loftur STÁL VERKSMIÐJA ER EKKIARÐBÆR —segirí skýrslu dansks ráðgjafarfyrirtækis 1 skýrslu sem danskt ráðgjafar- fyrirtæki vann fyrir lönþróunarsjóð og Framkvæmdasjóð er komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé arðbært að reka stálverksmiðju hér á landi. Skýrslan var unnin á vegum sjóðanna til að gera þeim kleift að meta hvort Stálfélagið eigi að njóta fyrirgreiðslu þeirra við uppbyggingu á verksmiðju til framleiðslu á steypustyrktarjárni. Sverrir Hermannsson átti í gær fund með forsvarsmönnum sjóðanna og Stálfélagsins. Hann sagði í samtali við DV að danska ráðgjafar- fyrirtækið hefði komist að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að miðað við verðlag á stáli, markaðsaðstæöur og aöra þætti yrði rekstur stálverk- smiðju hér á landi ekki með þeim hætti að hún skilaöi viðunandi arði. Sverrir sagöi að skýrslan væri aö vísu bæði ómerkileg og illa unnin, en allt að einu væri þetta niðurstaða hennar. A fundinum var ákveðið að sjóðirnir boðuðu hingað til lands sér- fræðingana sem unnu skýrsluna til aö hægt væri að koma á sameiginleg- um fundi þeirra og Stálfélagsmanna. Munu sérfræðingarnir koma hingað til lands eftir rúma viku. Forsvars- menn Stálfélagsins telja að ráðgjaf- arfyrirtækið sé ekki óvilhallur aðili að þessu máli og hafa margt við skýrsluna að athuga. Bera þeir meöal annars fyrir sig að ráðgjafar- fyrirtækið sé í samstarfi með fyrir- tækjum i dönskum stáliðnaði sem eru í samkeppni á þessum markaði við sænsk fyrirtæki. Stálfélagið er hins vegar í samstarfi við sænskt fyrirtæki og hefur keypt þaðan not- aða verksmiðju. -ÓEF. Þrírhundar lokaðirinni i eldsvoða Frá Júlíu Imsland, fréttaritara DV á Hornafirði: Hundur brann inni í eldi sem kom upp í íbúðarhúsinu Smárabraut 19 á Hornafirði laust eftir klukkan tvö í gærdag. Tveir aðrir hundar voru inni í húsinu og voru þeir lifgaðir við. Ekki er vitað um orsök eldsins en hann var hvað mestur í forstofu íbúðarinnar. Miklar skemmdir urðu á húsinu af völdum elds, hita og reyks. Það var vegfarandi sem varð eldsins var og tilkynnti um hann til slökkvi- liðsins. Engir íbúar hússins voru heima en í því bjuggu ung hjón. Slökkvistarf gekk ágætlega og var því lokið skömmu eftir að slökkvi- iiðiö kom á vettvang. -JGH „Fannst þetta snjöll hugmynd” — sagði maðurinn sem rændi piltunum er stálu hjóli hans „Mér fannst þetta snjöll hugmynd og framkvæmdi hana,” sagöi maðurinn, sem rændi piltunum tveimur í fyrra- kvöid og ók þeim upp í Bláf jöU þar sem hann skiidi þá eftir, i yfirheyrslu hjá Hafnarf jarðarlögreglunni í gærdag. Maðurinn, sem er um tvítugt, hafði pilt- ana tvo grunaða um að hafa stolið hjóli fjTÍr utan heimili sitt. Þeir þrættu fyrir það en í gærdag játuðu þeir stuldinn. Fannst það sem þeir höfðu stolið af þvi í bílskúr heima hjá öðrum þeirra. Sjálft hjólið hafði hins vegar komiö í leitimar í fyrrakvöld. Báðir piltamir höföu borið þráfald- lega á móti því að þeir hefðu stolið hjólinu og sögðu til dæmis foreldrum sínum að það væri af og frá. -jGtt-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.