Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 8. JÚNI1984.
Áletrunin á kútunum i Keflavik sem fundust á sorphaugunum: — Banvæn
klóriofttegund eða freon sem eyðir ósonlaginu?
„Kútamálið” í Keflavík tekur nýja stefnu:
Ekki stríðsgas en
eyðir ósonlaginu
„Ég held aö þiö hefðuö átt aö lesa
betur á kútinn,” sagöi talsmaöur
Keflavíkurlögreglunnar í samtali viö
DV í framhaldi af frétt blaösins um
stríðsgasið sem fannst á sorphaugum
Suöumesja og vakti feiknaathygli.
„Hér er nefnilega ekkert stríösgas á
ferðinni heldur trifluoro-kloro-metan
sem venjulega gengur undir nafninu
freon og þaö er annað en baneitruð
klórlofttegund.”
En hvaö er þetta freon?
„Menn hafa verulegar áhyggjur af
þessu efni vegna þeirrar umhverfis-
hættu sem því fylgir,” sagði Olafur
Pétursson, forstöðumaöiu- mengunar-
varna hjá Hollustuvernd rikisins, aö-
spuröur. „Þetta er sama efnið og notaö
er á „spray”-brúsa og löngu frægt
vegna eiginleika sinna sem meöal
annars felst í því aö efniö eyðir óson-
laginu sem umlykur jöröina en án þess
mundu útfjólubláir geislar ná til jarðar
og eyða flestu lífi.”
Ölafur sagöi þaö forkastanlegt aö
kútar sem þessir væru í reiöileysi á
sorphaugum hvar sem þeir annars
væru og ef þessi kútur heföi lent í
sjálfri sorpeyðingarstöðinni þá heföi
hann sprungið með ófyrirsjáanlegum
afleiöingum. ”Þessi efni veröur að
meðhöndla sem hættulegan úrgang,”
sagöi Olafur Pétursson.
-EIR.
Síðustu fréttir:
Lögreglan í Keflavík kannaöi inni-
hald kútsins síödegis í gær og reyndist
hann tómur.
Sveitarstjóri
hættir í góðu
Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi,
Anna Snæbjörnsdóttir, hefur sagt upp
störfum. DV innti oddvita hreppsins,
Eriu Sigurjónsdóttur, eftir því hvort
uppsögn sveitarstjórans stæði í ein-
hverju sambandi viö bensínstöövar-
byggingu þá sem stöövuö var fyrir
skömmu, eftir mikil mótmæli íbúa, en
fjölskylda sveitarstjórans mun vera
eigandi þess lands þar sem reisa átti
bensínstöðina.
„Það er af og frá,” sagði Erla,
„Anna var ráðin hingaö til aö byggja
upp skrifstofur hreppsins og þaö hefur
hún gert meö sóma. Nú er því starfi
lokið en Anna mun áfram sitja i
hreppsnefnd. Hér er allt í sátt og sam-
lyndi.” -EIR.
T.v. Tryggvi Guðmundsson bílstjóri, Guðlaugur Aðalsteinsson sérleyfishafi, Páll
Sigvaldason bílstjóri, önnum kafnir menn að standsetja bílana kvöldið áður en
akstur á sérleyfisleiðunum hófst. DV-mynd Ingibjörg Magnúsdóttir.
Ferðaskrifstofa Norðurlands verður opnuð
á Húsavík eftir mánuð:
EIGANDINN
ER 23 ARA
Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, frétta-
ritara DV á Húsavík:
Guðlaugur Aðalsteinsson, 23 ára
Húsvíkingur, hefur nýlega fengið tvö
sérleyfi til fólksflutninga. Annars
vegar Húsavík-Mývatn og hins vegar
Húsavík-Eigilsstaðir. I fyrrasumar
hafði Guðlaugur sérleyfi á leiöinni
Húsavík-Vopnafjörður en nú er hann
aöauka starfsemi sína verulega.
Hann á þrjár fólksflutningabifreiðar
og veröur með tvo bílstjóra í vinnu auk
þess að aka sjálfur.
Fariö veröur frá Mývatni um Húsa-
vík-Ásbyrgi-Kópasker-Raufarhöfn-Bakka-
fjörð-Vopnafjörð til Egilsstaða og
sömu leið til baka. Einnig verða sér-
stakar feröir milli Húsavíkur og Mý-
vatns.
Ferðir hófust 31. maí.
Auk þess ætlar Guðlaugur að opna
Ferðaskrifstofu Norðurlands að
Héðinsbraut 13, Húsavík, um mánaða-
mótin júní/júlí. Skrifstofan mun
annast farþegaafgreiðslu og almenna
ferðaþjónustu innanlands sem utan,
þar verða á boðstólum veitingar,
grillréttir, kaff i og brauð ásamt fleiru.
Bílar Guðlaugs munu aka undir
merkinu F.N. framvegis en fyrirtæki
hans hét áður Sérleyfisog hópferðabif-
reiöar Guölaugs Aöalsteinssonar en
1980 hóf hann rekstur sinn með Hóp-
feröaþjónustunni sem tók við af fyrir-
tæki sem.faöir Guölaugs stofnaði 1960,
Sérleyfisbifreiðum Aðalsteins Guð-
mundssonar.
Hafinn er undirbúningur 25 ára af-
mælis rekstursins á næsta ári.
Guðlaugur annast akstur að og frá
flugvelli Húsvíkinga í Aöaldalshrauni,
og seinni hluta vetrar rak hann skóla-
bíl fyrir Húsvikinga án styrktar bæjar-
yfirvalda.
JETTA
PYSKUR KOSTAGRIPUR
FRÁ VOLKSWAGEN
BÍLL SEM HÆHR ÖLLUM JAFNT
Hannaður sem hefðbundinn hRimiHshfll.
en heíur til aö bera
þœgindi og aksturseiginleika lystivagnsins.
Þaö hefux œtíð verið hœgt að treysta
bflunum írá VOLKSWAGEN
HELSTU KOSTIR,
FRAMHJÓLADRMNN ® SPARNEYTENN
RÚMGÓÐUR (§) PÆGTLEGUR
LIPUR OG SNAR §) ENDINGARGÓÐUR
5 GERÐIR HREYFLA EFHR VAIi MA TURBO DIESEL
Verð frá kr. 371.000.- », „ ,
6 ára ryövarnarábyrgö