Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 8. JUNl 1984. 7 Neytendur Neytendur Ein leiðin til að horast kvað vera að borða trefjaríkt brauð og drekka mikið vatn. DV-mynd Bj. Bj. 0 Er trefjabrauðkúr leiðin tilað horast? „Grenntu þig með brauökúmum,” stendur efst á blaði sem fylgir trefja- brauði sem selt er í Breiðholtsbakar- íinu í Völvufelli. Þá er svo að skilja að brauð sé ekki lengur bannvara fyrir þá semfaraímegrun. DV hafði samband við annan eig- anda Breiðholtsbakaris, Guömund Hlyn Guðmundsson, og spurðist frekar um „megrunarbrauðið” og þær skrif- legu upplýsingar sem því fylg ja. „Við sáum grein í Hjemmet þar sem sagt er frá Fiber Trim brauði. Trefjamar í brauðinu drekka í sig vatn, þenjast út og gefa þar með lang- varandi saöningartilfinningu. Haft var samband við myllumar í Danmörku sem þessu hafa komið á framfæri í Hjemmet. Þeir senda nú reglulega í Breiðholtsbakarí allt efni sem þarf i brauðið, að undanskildu pressugeri og vatni sem bætt er í hér á landi. Brauðið hefur ekkert verið auglýst því það er tímafrekt í bakstri og erfitt í vinnslu,” sagði Guömundur Hlynur í samtali við DV. I danska blaðinu Hjemmet þar sem sagt er frá þessu trefjaríka brauði er fólk tekið tali sem hefur verulega lést og það á skömmum tíma. Þar er m.a. rætt viö 16 ára strák sem var afmynd- aður af spiki. Hann vó 112 kíló og er 182 cm á hæð. Hann var rúma tvo mánuöi í brauðkúrnum og náði af sér 35 kílóum. Kvaðst hann hafa farið í sumarbústaö með foreldrum sínum í 3 vikur. Daglega borðaöi hann trefja- brauðið hann hélt áfram að léttast og þegar heim kom gengu kunningjar hans framhjá honum í fýrstu, því svo mikið hafði hann breyst. Hve mikið trefjamagn er æski/egt að borða? Þá segir meðal annars í upplýs- ingum þeim sem brauðinu fylgja að dagleg trefjaþörf manns sem vegur 70 kíló er 35 g yfir daginn, eða 1/2 g fyrir hvert kíló af líkamsþyngd. Þrjár brauösneiöar af þessu trefjabrauði vegal50goginnihaldal7g aftrefjum sem er helmingur af dagsþörf þess manns sem vegur 70 kíló. Sex brauð- sneiðar ættu því að nægja til að full- nægja trefjaþörf likamans en allt í 10 brauðsneiðar af Fiber-Trim brauði er óhætt að borða yfir daginn og það hjálpar að drekka mikið vatn. Það er mælt með aö drekka kaffi og te auk vatnsins. Ohætt er að nota álegg á brauðið og síðan er mælt með að fólk borði þann kvöldmat sem á heimilinu er en neyti brauðsins jafnframt með matnum. Mælingar á trefjaefnum í brauði sem geröar voru í Háskólanum í Lundi sýna að í 100 gr af franskbrauöi eru trefjar uml,8g ,6—8g í grófumbrauðum en 11 g trefjaefna eru í Fiber-Trim brauðinu. Hið umrædda megrunar- brauð kostar í dag 39 krónur og 10 sneiðarí pakka kosta 20 krónur. -RR Aldur mjólkur „Hvað er mjólkin gömul þegar hún er komin til neytandans?” spuröi neytandi sem haföi sam- band við DV. Stuttlega var rætt um mjólkina í grein um mjóikurum- búðir sem nýlega birtist á neyt- endasíðu. Lesandi hringdi til okkar og vildi hann gjöra nánari skil á aldri mjólkur þegar hún endanlega er til neytenda komin. Ef mjólkin er sótt á mánudegi til bóndans þá er elsti hluti þeirrar mjólkur frá föstudegi. Stór hluti hennar er sendur til mjólkusam-' lags, þar sem hún er gerilsneydd. Þá er henni pakkaö og hún stimpluð fram á föstudag. Elsti hluti hennar er þá orðinn 7 daga gamall. Annaö dæmi. Ef mjólk er sótt á miðvikudegi til bóndans þá er elsti hluti hennar frá mánudegi. Hún er gerilsneydd og pökkuö á fimmtu- degi og síðan stimpluð 5 daga fram í tímann. Að þeim tíma liðnum er hún orðin 9 daga gömul þó enn í góðu lagi og neysluhæf fáeina daga framyfirsíðastasöludag. -RR —mBílabú& Benna Aukahlutir Varahlutir Sérpantanir VAGNHJ@LIÐ Vélaupptekningar Vagnhöfða 23 110 Reykjavík Sími 685825 Vatnskassar og vélahlutlr | I amerlska blla ð lager. Ujög hagstœtt verö. snvnviMHH ^OLUBOÐ ...vöruverð í lágmarki KANGOL Mikið úrval af fílthöttum • Ennfremur alpahúfur, þrjár stærðir. • Angórahúfur og margar gerðir af derhúfum. • Ennfremur svartar leðurhúfur. M.B. húfurnar komnar aftur HATTABUÐIN Frakkastíg 13, sími 29560. PÓSTSENDUM TAKIÐ EFTIR Höfum tekið að okkur sölu á ofnum fyrir PANELOFNA hf Kópavogi. Gerum tilboð samkvæmt teikningum yður að kostnaðarlausu. Sími sölumanns er 28693. Einstakir greiðsluskilmálar á öllum byggingarvörum. 1 Allt niður í 20% útborgun og lánstími allt að sex t i mánuðum. J1 L BYGGINGAVORURl 1 Byggingpwörur. 28-600 Harðviðarsala 28- Gólfteppi 28-603 Málningarvörur og verkfæri. 28- Flísar og hreinlætistæki. . . 28- 604 Sölustjóri -605 Skrifstofa 430 . 28-693 . 28-620 1 HRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu) Afmælishappdrætti Sjálfstæðisflokksins 26 glæsilegir ferðavinningar að verðmæti um 1.000.000 kr. Dregið á morgun Vinsamlega gerið skil á heimsendum miðum í Reykjavík er afgreiðsla happdrættisins í Valhöll Háaleitisbraut 1 Sími 82900 opið 8.00 - 22.00 Sækjum — Sendum Sjálfstæðkflokkurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.