Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 20
20
u » * » ar
• MOIIHOT. .8 HUOAÖUTSÖ'1.70
ÖV. PÖSTUÐASUftft íUí«4984í .
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Draumariðill
— sagði formaður sænska
handknattleikssambandsins
„Þetta er draumariöUl fyrir okkur, við
höfum möguleika é að sigra alla mótherja
okkar í riölinum,” sagði formaður sænska
handknattleikssambandsins eftir að dregið
hafði veriö í riðla í handknattleiknum á
óiympíuleikunum í Los Angeles. Svíar eru þar
i riðli með Danmörku, Vestur-Þýskalandi,
Spáni, Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Svíar
gera sér jafnvei vonir um að komast í úrslit
um ólympíumeistaratitllinn eftir góðan
árangur í landsieikjum síðustu mánuði.
-hsim.
Sá sovéski fer
ekki til Kanada
Frægasti markvörður heims í íshokkey,
Vladisslav Tretjak, hefur ákveðið að hætta
keppni, 32 ára að aldri. Að áliti sérfræðinga er
hann besti markvörður sem nokkru sinni
hefur leikið í íþróttinni. Siðustu þrettán árin
hefur hann verið aðaimarkvörður sovéska
landsliðsins og þrisvar orðið ólympískur
meistari. Auk þess oft heimsmeistari. Á
ólympíuleikunum í Sarajevo í vetur var
Tretjak mjög i fréttum. Þá hafði hann gert
samning við bandariskt félag og ætlaði að
gerast atvinnumaður þar. Hafði að sögn
fengiö samþykki sovéskra stjórnvalda til
þess. Síðan hljóp snurða á þráðinn og mark-
vörðurinn ákvað þá að hætta sem keppnis-
maður. -hsim.
íslandsmet hjá
SiggaT.
— stökk 5,31 m á
mótiíÞýskalandi
Sígurður T. Sigurðsson, stangar-
stökkvarinn góðkunni í KR, sem nú stundar
nám í Vestur-Þýskalandi, settl í síðustu viku
nýtt islandsmet. Stökk 5,31 m þar á móti og
bætti íslandsmet sitt um sex sentímetra. Átti
nokkuð góðar tilraunir við 5,40 metra.
Diisseldorf í
TOTO-keppnina
Atli Eðvaldsson og félagar hans hjá Fortuna
Dusseldorf taka þátt í TOTO-getrauna-
keppninni í knattspyrnu i sumar. Diisseldorf
verður í riðli með Bröndby frá Danmörku,
Roda, Hollandi og FC Liege, Belgiu. Diissel-
dorf leikur fyrst gegn FC Liege í Belgíu.
-SOS.
Ólympíumiðar
endurgreiddir
„Við munum balda eftir einum dollara af
hverjum miða sem söiuþóknun,” sagði Harry
Usher, aðalframkvæmdastjóri ólympiunefnd-
ar Los Angeies, þegar hann tilkynnti i gær að
þær 14 þjóðir sem ákveðið hefðu með Sovét-
ríkjunum að taka ekki þátt í ólympíuleikun-
um fengju aðgöngumiða þá sem þær hefðu
greitt fyrir endurgreidda.
Þéssar 14 þjóðir höfðu greitt rúmlega 100
þúsund dollara fyrir aðgöngumiða á leikina —
fyrir á annan tug þúsunda. miða. Að sögn
Usher, sem brosti breltt þegar bann sagði að
einum dollara af hverjum mlða yrði haldið eftir,
verða 86 þúsund dollarar sendir til sovésku
ólympiunefndarinnar á einu bretti og
væntanlega verður peningunum síðan dreift til
annarra landa, sem greitt höfðu fyrir miða.
Þeir aðgöngumiðar sem nú eru á lausu vegna
þessa máls verða eingöngu seldir innan
Bandarikjanna. Ekki til annarra landa. Enn
er mikið af óseldum miðum — yfir ein milljón
á hinar ýmsu iþróttagreinar. Aðgöngumiðar í
allt að átta milljónir. Yfirleitt er uppselt á alla
úrslitaleíki svo og á nokkra daga frjálsíþrótta-
keppninnar. Ýmsar íþróttagreinar, sem verða
á leikunum, draga hins vegar að sér litla at-
hygli Bandaríkjamanna.
-hsim.
„Einungfs ánægður
með stigin þrjú”
— sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Fram, eftir að Fram
hafði sigrað Þór Ak. 1:0—Þórsarar hafa ekki skorað
mark í 1. deild í425 mínútur
Elton John.
Njósnarar
f rá Elton
John í
Laugar-
dalnum
Hér á landi eru nú staddir tveir
menn frá enska knattspyrnufélaginu
Watford, sem Elton John á, og eru þeir
að leita að knattspyrnumönnum.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um DV hafa þeir mestan áhuga á
Ömari Rafnssyni, bakverðinum sterka
í Breiðabliki. Fleiri leflonenn munu nú
vera í sigti þeirra félaga. Þeir voru
meðal áhorfenda á leik Fram og Þórs í
Laugardalnum í gærkvöldi og spurðust
fyrir um leikmenn.
-SK.
„Ég er mjög ánægður með að hafa náð í öll þrjú stigin í þessum leik en það er
líka það eina sem ég er ánægður með,” sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Fram,
eftir að Fram hafði sigrað Þór frá Akureyri 1—0 á islandsmóti 1. deildar í knatt-
spyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi.
„Við vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik en Þórsarar í þeim síðari. Þeir náðu
tökum á miðjunni í síðari hálfleik og þessi leikur gat endað á hvorn veginn sem
var,” sagði Jóhannes.
Leikurinn í heild var nokkuö slakur
en þó brá fyrir skemmtilegum leik-
köflum hjá báðum liðum og nokkuð var
um góð marktækifæri sem skiptust
jafnt á liðin. Þórsarar hafa ekki skorað
mark í 1. deildinni í 425 mínútnr og lið
Dúfnadrit olli
þakskemmdunum
— talið að viðgerð á áhorfendastúkunni á Laugardalsvelli
„Þetta hefur gengið ágætlega og við
reiknum með að klára þetta verk um
eða eftir næstu helgi, það er um 17.
júní,” sagði Eyþór G. Hauksson starfs-
maður hjá Sandfell S/F í samtali við
DVígær.
Þaö hefur ekki farið fram hjá nein-
um sem lagt hefur leið sína á aöalleik-
vanginn í Laugardal að þar hafa um
nokkurt skeiö staðið yfir framkvæmdir
viö þak stúkunnar. Stálbitar i þakinu
kosti umeina milljón
hafa ryðgað og eins hefur dúfnaskítur
haft mjög slæm áhrif á járnið en eins
og flestir vita hefur verið mikið um
dúfur í þaki stúkunnar og margir oft
farið heim í skreyttum fötum að leik
loknum. I dúfnaskítnum eru efni sem
fara mjög illa með jámið og á hann
mikinn þátt í því hvemig komið er. Til
að koma í veg fyrir að þetta „skítverk”
endurtaki sig hafa starfsmenn Sand-
fells S/F unnið aö því baki brotnu nú
síöustu daga að festa neti undir sjálft
þak stúkunnar þannig að Dúfugreyin
komist ekki aftur til fyrri heimkynna.
Um sex ár eru frá því að byggt var
aö fullu yfir stúkuna og er reiknað með
að þessar viðgerðir kosti um eina millj-
ón króna.
Island leikur sem kunnugt er lands-
leik gegn Noregi í knattspyrnu 20. júní
og er talið öruggt að framkvæmdum
verðilokiðfyrirþanntíma. -SK.
Eins og sjá má standa yfir miklar framkvæmdir við þak áhorfendastúkunnar á Laugardalsvelli. Nær öruggt er
talið að verkinu verði lokið fyrir landsleik islands og Noregs sem fram á að fara 20. júní.
DV-mynd Brynjar Gauti Sveinsson.
sem ekki skorar vinnur ekki leik.
Sigurmark leiksins kom á 29.
mínútu. Dæmd var aukaspyrna á Þór
og hana tók Ómar Jóhannsson.
Spyrnti hann vel fyrir markið á
Guömund Steinsson sem skoraði með'
góðu skoti og átti Þorsteinn Ólafsson
sem lék í marki Þórs ekki möguleika
á að verja skot Guömundar.
Á 30. mínútu fékk Guðjón
Guðmundsson, Þór, gulliö tækifæri til
að jafna metin en skot hans sleikti
stöngina. Guðmundur Steinsson hafði
næstum skoraö fyrir Fram rétt áður
þegar hann af harðfylgi braust inn
fyrir vörn Þórsara og átti Þorstein
einan eftir í marki Þórs en lét hann
verja frá sér.
I síðari hálfleik var sem allur
vindur væri úr Fram-liðinu og Þórsar-
ar tóku öll völd á miöjum vellinum og
sóttu stíft án þess þó að skora. Hættu
Þórsarar sér stundum heldur framar-
lega því Framarar náðu nokkrum
hættulegum skyndisóknum sem
sköpuöu hættu. Til að mynda á 39.
mínútu, þegar Guðmundur Torfason
fékk stungusendingu inn fyrir vörn
Þórs. Þorsteinn hljóp út úr markinu,
Guðmundur lék á hann en skot hans
hafnaði ofan á markslánni. Þórsarar
áttu líka sín færi en inn vildi tuöran
ekki. Og ekki bætti það úr skák fyrir
Norðanmenn að Guðmundur Baldurs-
son var í fínu formi í marki Fram og
varði mjög vel. Þegar á heildina er
litið má segja að jafntefli hafi verið
sanngjörn úrslit í þessum leik.
Liðin: Fram. Guðmundur, Trausti
(Jón Sveinsson), Þorsteinn, Ómar,
Sverrir, Kristinn, Bragi (Viðar Þor-
kelsson), Guðmundur S., Steinn,
Guðmundur T. og Þorsteinn V.
Lið Þórs. Þorsteinn, Jónas, Sigur-
björn, Nói, Óskar, Einar Arason, Hall-
dór, Guðjón, Sigurður Pálsson, (Bjarni
Sveinbjömsson); Óli Þér, Kristján
(Júlíus Tryggvason).
Leikinn dæmdi Þorvarður Björas-
son og sýndi hann Óla Þór gult spjald.
Áhorfendur voru 504. Maður leiksins:
Guðmundur Steinsson, Fram. -SK.
Souness
til Samp-
doria?
Hinn 31 árs gamli fyrirliði ensku
meistaranna Liverpool í knattspyrau,
Graeme Souness, hefur nú vakið áhuga
ítalska 1. deildarliðsins Sampdoria og
hefur félagið gert Liverpool tilboð í
kappann. Einn af forráðamönnum Liv-
erpool, Peter Robinson, sagði i gær-
kvöldi: „Engu tilboði hefur enn verið
tekið og engu hafnað. Við munum ræða
málin við Souness, stöðuna og fleira,
um leið og hann kemur aftur til Eng-
iands úr keppnisferð Liverpool er-
lendis.” -SK.
Mark eftir
28 sek.
Júgóslavía og Spánn léku í gær-
kvöldi vináttulandsleik í knattspyrau
og lauk leiknum með sigri Júgóslava
sem skoraðu eitt mark en Spánverjar
að sjálfsögðu ekkert. Mark Júgóslava
skoraði Safet Susic eftir aðeins 28 sek-
úndur. -SK.