Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 33
DV. FÖSTUDAGUR 8. JUNI1984. 41 Menning Menning Lítill barnakór (utan hátíðar) Tónleikar Skólakórs Kársness í Kópavogs- kirkju 2. júnf. Stjórnandi: Pórunn Bjömsdóttir. Varla getur það verið algjör tilviljun að nú, réttum þremur áratugum eftir að Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri lúðurvæddi tvo hópa i nafni höfuöstaðarins og sá þeiin fyrir ókeypis kennslu á hljóð- færi, skuli kórsöngur og hljóðfæra- leikur grunnskólabarna standa með meiri blóma í sveitarfélögunum kringum höfuðborgina en i henni sjálfri. Nú er þessi fullyrðing aðeins sett fram með hliösjón af músíkölsku framlagi þessara hópa. Samanburð á fjárveitingatölum hef ég ekki. Veit aðeins að þær munu hvarvetna ótrú- legalágar. En árangur fer fyrst og fremst eft- ir atorku og hæfni leiðbeinendanna því útilokað tel ég að böm séu mis- músíkölsk eftir búsetu. Við þekkjum öll dæmi þess að stjómendur og kennarar þessara hópa hafa fómað þeim öllum sinum tíma og orku, oft- ast án þess að fá nema hluta starfans greiddan. Alltof oft veröa samsöngvar og | tónleikar þessara ungu músíkanta útundan þegar skrifaö er um tónlist í blöðin. Ekki vegna áhugaleysis músíkskribentanna heldur hins að gjarnan stendur svo á aö á sama tíma eru einhverjir aðrir, „merki- legri”, á öðrum stað að flytja sína list. Það ber því vel í veiði að rétt i þann mund að listahátíð gekk í garð söng Skólakór Kársness í Kópavogs- kirkju. Kórinn skiptist gróft flokkað í þrennt. Litla kór, sem er uppeldis- stöð meö sönggleði fyrir aðalvið- fangsefni, miðkór, þar sem markviss uppbygging er hafin fyrir alvöru og loks hinn opinbera Skólakór sem ber hita og þunga starfans út á við. Þórunn Björnsdóttir hefur á skömmum tima komið upp ágætum kór á Kársnesinu. EfnisvaÚð er svip- að og hjá öörum kórum sömu tegund- ar. Það er lögð rækt við íslensk lög, þjóðlög, innlend sem erlend í góðum útsetningum, negrasálma og madri- gala. Áhersla er lögð á hreinan söng og fágun en krafturinn sparaður til að halda hreinu. Þó tekst þeim að fá gott líf í sönginn svo að útkoman verður vandaður og skemmtilegur bamasöngur. Þessi samsöngur Skólakórs Kárs- ness varð mér tilefni þanka um, hvort ekki hefði verið tilhlýðilegt að bjóða að minnsta kosti einum okkar ágætu bamakóra þátttöku í hátíöinni miklu sem í hönd fór. Því meðal þátt- takenda í okkar öfluga bamamúsík- starfi er að finna — ef ekki listarinn- Tónlist Eyjólfur Melsted ar flytjendur á komandi hátiöum — þá að minnsta kosti hina menntuðu neytendur listarinnar sem í framtíð- inni munu mynda fjölmennan og kröfuharðan flokk. EM Kvennalistinn leggur land undirfót Kvennalistakonur lögðu fyrir skömmu land undir fót í þeim tilgangi að hitta konur úti um landiö og skiptast á skoöunum. „Þær ætla að fara hringinn í kring- um landiö og þræða firðina bæði f)rir austan og vestan,” sagði Kristín Ást- geirsdóttir, starfsmaður Kvennalist- ans. Þær byrjuðu í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld, síðan fóru þær til Sel- foss, Vikur í Mýrdal og svo áfram. Um hvítasunnuna verða þær á Egilsstöð- um og þa r um kring. Það sem af er hefur þeim verið tekið 1 vel og allt hefur gengið að óskum, fjöl- sóttir fundir og skemmtilegir,” sagði Kristín. Hún sagði að á kvöidin héldu þær fundi en á daginn heimsæktu þær vinnustaði og spjölluöu við fólkið. Fimmtán konur og sex börn eru með í för. Þingkonur kvennalistans skiptast á um að slást í hóoinn. —KÞ Listsýning Katrínar á Selfossi Katrín H. Ágústsdóttir opnaöi vatns- litamyndasýningu í húsakynnum Byggða- og listasafns Ámessýslu við Tryggvagötu á Selfossi þann 2. júní sL Mikið fjölmenni var við opnunina og voru sýningargestir að sögn heillaöir af þeim 45 myndum sem á sýningunni eru. „Þetta er fallegasta og best upp setta sýningin sem ég hef séð á Sel- fossi. Það sést á sýningu Katrínar að hún hefur sinn sérstaka, fallega og hreinlega stíl,” sagði gömul kona við mig. „Mikið er nú gaman að sjá mynd- ir eftir Katrínu, bæði eru þær mikil listaverk og vel skiljanlegar.” Regína/Selfossi BLAÐBERA- HAPPDRÆTTI Dagana 1.—30. júní förum við öll í smáleik. A. Ef þú selur DV í lausasölu færð þú einn happdrættismiða fyrir hver 20 blöð sem þú selur. B. Ef þú berð DV kvartanalaust út í viku færð þú sex happdrættismiða. SELJIÐ DV 0G VANDIÐ YKKUR VIÐ BLAÐBURÐINN. TAKIÐ ÞÁTT í SKEMMTILEGUM LEIK. TIL MIKILS ER AÐ VINNA. VINNINGAR: ~ = r - ^ verðmœ«»<r-26-8W' ' '3.650,. 4 til 10 SONYtturC1H0Fs“. . kassa' Wjömlrassettu ^ hver að verðmæti *r. vinningor. Dregið verður 4. julí 1984. Afgreiðslan, Þverholti 11, simi 91-27022. ■m W Lausar stöður Við Fjölbrautaskólann á Akranesi eru lausar til umsóknar stöður kennara í stærðfræði og eðlisfræði. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 93-2544. Umsóknir sendist menntamálaráðu- neytinu fyrir 22. júní 1984. Skólameistari. Staðurinn þinn Smiðjuvegi Opið í kvöld, föstudag, frá kl. 22-03. Aðgangseyrir kr. 250,- Aldurstakmark '67. Allir keyrðir heim: Rúta 1. Breiðholt - Arbær - Mosfellssveit. Rúta 2. Kópavogur - Garðabær - Hafnarfjörður. Rúta 3. Um Reykjavík - Seltjarnarnes. Nafnskírteini - snyrtilegur klæðnaður. PS. BREAKAÐASTI STAÐURINN í BÆNUM. ilMMN Á ÖLLUM BLAÐSÖLUSTÖÐUM LITMYNDIR AF HOLLYWOOD-ÚR- SLITAKVÖLDINU! Það var mikið um dyrðir á úrslita- kvöldinu um síðustu heigi er stjarna Hollywood og sólarstúlka Úrvals voru valdar. Við birtum myndir af þátttakendum og sigur- vegurunum. ÉG NOTA EKKI STROKLEOUR segir Baltasar i opinskáu viðtali við Vikuna. Hann segir þar frá stærsta lífsverkinu sínu, draum- um og hverju hann óskar að skilja eftir sig að lokum. VINNINGSBÍLL VIKUNNAR TOYOTA TERCEL 4 WD! Hann er ekkert slor afmælisbíll Vikunnar og fer þar sem aðrir festast. Seðill í pottinum gefur heppnum áskrifanda möguleika á að verða bíl rikari 19. júlí næst- komandi. PEYSA I LÍKAMSRÆKT- INAOG SKOKKIÐ! Að þessu sinni er uppskriftin að þægilegri peysu úr náttúruefnum, tilvaldri i sól og sumaryl. ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.