Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 8. JUNI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd y, Þrjátíu manns féllu á Indlandi í gær: Oeirdir eftír fréttír af dauða Bhindranwale Aö minnsta kosti tuttugu manns hafa falliö í átökum sem urðu á Ind- landi í kjölfar frétta um að Jamail Singh Bhindranwale, leiðtogi sikka, heföi fallið í innrás hermanna inn í gullna musterið í Amritsar. Fréttin um að sundurskotið lík Bhindranwales hefði fundist inni í musterinu hleypti af staö átökum í mörgum borgum á Indlandi. Víða gerðu öfgamenn sikka árásir á fólk. Lögreglan segir að til átaka hafi komið í Delí, Bombay og fleiri borg- um. Þá hafi sikkar drepið fólk í Punjab-fylki. I Delí greip lögreglan til skotvopna gegn mótmælendum úr röðum sikka eftir að þrír lögregluþjónar höfðu særst. Indverska fréttastofan PTI sagði að tveir menn hefðu látið lifið þar. I þeim tilgangi að draga úr ofbeld- inu sýndi indverska sjónvarpið í gærkvöldi mynd frá gullna must- erinu. Þaö virtist óskaðað eftir bar- dagana sem þar urðu. Fréttamaður indverska útvarpsins, sá fyrsti sem fékk að fara inn í musterið þar eftir átökin, sagði aö aðalhelgidómurinn í miðju musterinu hefði ekki orðið fyrir neinum skemmdum í átök- unum. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði einnig að þessi helgasti trúar- staður sikka hefði ekki orðið fyrir skemmdum. Talsmaður stjórnarinnar sagði einnig að annað stig baráttu hersins gegn ofbeldismönnum sikka væri nú að hef jast með því að herinn héldi út á landsbyggðina til að leita uppi vopnaða hryðjuverkamenn sikka og til að gera vopn þeirra upptæk. Bhindranwale var 37 ára gamall, leiðtogi öfgamanna í hópi sikka sem börðust með hryðjuverkum fyrir sjálfstæði Punjab-fylkis. Hann fannst í gærmorgun látinn inni í gullna musterinu ásamt tveimur nánustu samstarfsmönnum sínum. Duarte setturinn í embstti. Larry Speakes, fréttafulltrúi Hvíta hússins, sagði að Bandaríkjastjóm hefðu borist þessar upplýsingar eftir „hljóðlátlegum diplómatískum leiöum.” Hávær orðrómur var á kreiki í síð- ustu viku um að Sakharov hefði látist eftir að hann var fluttur úr íbúö sinni í Gorkí þar sem hann hef ur verið í nokk- urs konar útlegð undanfarin ár. Speakes sagði einnig að Bandaríkja- stjórn hefðu borist upplýsingar — eftir óopinberum leiðum — um að Yelena Bonner, eiginkona Sakharovs, væri einnig á lifi vegna þess að hún hefði sést á svölum íbúöar þeirra. Hann sagði einnig að Efrem Yankelevich, tengdasonur Bonner, hefði haft sam- Mótmæli til stuðnings sovéska vísinda- og andófsmanninum Andrei Sakharov eiga sér nú stað víða um heim. Myndin hér að ofan er tekin af mótmælum sem áttu sér stað fyrir utan sovésku ræðismannsskrifstofuna í New York. Bandaríkjamenn fá upplýsingar um Sakharov Sovéska rikisstjórnin hefur upplýst band við Richard Burt, aöstoðarutan- hálfu bandarískra stjórnvalda til þess vikum mótmælasvelti til að knýja á aö Bandaríkin um aö andófsmaöurinn ríkisráöherra Bandaríkjanna, og aðfáupplýsingarumSakharov. kona hans fengi að fara úr landi til að Andrei Sakharov sé lifandi, að því er óskað eftir ákveönum tilraunum af Andrei Sakharov hóf fyrir nokkrum leita sér læknishjálpar. einn embættismanna Bandaríkja- stjórnar tjáði fréttamönnum í gær- kvöldi. Verða tveir stjómmála- f lokkar ísraels bannaðir? Svo kann aö fara aö tveir af þeim 27 stjórnmálaflokkum sem hafa boðað framboð vegna þingkosninga í Israel, hinn 23. júlí næstkomandi, verði bannaðir. Moshe Arens varnarmálaráðherra ihugar, með aðstoö breskra herlaga- frá 1945, aö stöðva framboð Fram- sækna friðarlistans sem er rót- tæk arabísk-gyðingleg hreyfing. Flokkurinn ,Jíach” sem er and- arabísk hreyfing undir forystu Meir Kahanas rabbína kann sömuleiðis að verða stöðvaður þar sem stefnuskrá hans hefur að geyma hvatningu til lögbrota. I efsta sæti á Framsækna friðar- listanum er arabískur lögfræðingur að nafni Mohammen Moari og næstir á eftir honum koma israelski hers- höfðinginn Matti Peled og blaðaút- gefandinn kunni Uri Avenri. Bæði leyniþjónustan Shabak og lögfræði- legir ráðgjafar vamarmálaráðu- neytisins hafa varað Arens við því að slík samsetning stjómmálaflokks feli í sér hættu fyrir öryggi Israels. Að áliti þessara aðila er hin nýstofnaöa hreyfing ekkert annað en palestínski þjóðemisflokkurinn Al- Ard í dularklæðum. En Al-Ard var bannaður fyrir tuttugu árum. Hæsta- réttardómarinn Gavriel Bach, for- maöur í kjörnefnd ríkisins, sem tek- ur afstööu til umsókna flokkanna um að fá að taka þátt í kosningunum, andmælir slíkum fullyrðingum og segir að ríkisstjórnin hafi ekki neinn lagalegan rétt til að banna umrædda flokka. Segja að Duarte hafi útilokað viðræður Leiötogar skæruliöa í E1 Salvador eru þeirrar skoðunar að Jose Napoleon Duarte, hinn nýkjörni forseti landsins, hafl útilokað friðarviðræður og því sé ekki önnur lausn fyrir hendi á fjögurra ára gamalli borgarstyrjöld í landinu en sú hernaðarlega. Salvador Samayoa skæruliðaforingi hafði eftirfarandi að segja um innsetn- ingarræðu Duartes forseta: „Efræðan var alvarlega hugsuð þá skiljum við það svo að ekki verði neinar viðræður. Ef engar viðræður em þá er aöeins hin hernaöarlegalausnfyrirhendi.” ' I ræðu sinni hafði Duarte meöal annars sagt að því aðeins gætu viðræður átt sér stað aö FMLN-hreyf- ingin (regnhlífarsamtök skæruliða) legði niður vopn. Hart telur sig eiga góða sigurmöguleika Walter Mondaie snæðir með Art Torres, þingmanni frá Kalífomíu. Mondale tapaði i því fylki fyrir Gary Hart. * r Gary Hart harðneitar því að Walter Mondale sé búinn að sigra í for- kosningum Demókrataflokksins. Hann kveðst munu berjast áfram fyrir út- nefningu til forsetaframboðs á flokks- þinginu i næsta mánuði. Svo virðist sem Mondale hafi tryggt sér stuðning nægilega margra fulltrúa á flokksþinginu til að ná kjöri en til þess þarf hann 1.967 atkvæði. Barátta Harts lýtur helst að því að tryggja sér stuðning þeirra sem koma óákveðnir til þingsins og ennfremur mun hann leita til þeirra stuönings- fyllilega sannfærðir um að hann sé besti kosturinn. Hart neitaði því í gær að Mondale hefði tryggt sér stuðning nægilega margra fulltrúa en bætti því við að þó svo væri þá væri um svo nauman meirihluta að ræða að Hart hefði góða möguleika á að snúa dæminu við sér í hag. Nýtt kosningafyrirkomulag Demókrataflokksins kann að styðja þessa skoðun Harts. Hingaö til hafa fulltrúar á flokksþinginu verið skuld- bundnir til að styðja þann frambjóðanda sem þeir studdu í for- kosningunum en nú hefur þeim manna Mondales sem. . ekki eru reglum verið.breytt. „Eftir sigurinn í Kaliforníu tel ég mig eiga góða möguleika á að sigra á flokksþinginu og ég hef ótvírætt sama rétt og Mondale til að há lokabar- áttuna,” sagði Hart við fréttamenn í gær. Leiötogar Demókrataflokksins hafa lýst yfir áhyggjum sínum um að flokkurinn mimi fara halloka í bar- áttunni við Reagan í haust ef ekki náist samstaöa um einn frambjóðanda. Hafa þeir því margir hvatt Hart til að láta af þrjósku sinni og styðja Mondale. Hart hafnar þessum skoðun- um og segir að hér sé um að ræða á- ii nrf>önrshrapó úr herhúðnm Mnnriak-.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.