Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 36
44
DV. FÖSTUDAGUR 8. JUNI1984.
um viö nainið á laginu þeirra
Michael Jaeksons og Mick
Jagger. Það heitir : State Of
Shock og útgáfudagur: 11.
júní. Lagið verður að finna á
breiðskífu Jacksons-bræðr-
anna sem keinur út í júlí. . .
Og fleiri stórstjörnur mynda
dúetta. Hermt er að Diana
Ross og Daryl Hall hafi
nýlega sungið lag í ónefndu
hljóðveri vestra og ætli sér
engu minni frama en Willie
Nelson og Julio Iglesias. Tví-
söngstískan er sumsé rétt að
byrja. . . Á mánudaginn kom
út stóra platan með Elvis
Costello, Goodbye Cruel
World, og sama dag smáskífa
með eina aðfengna lagi breið-
skífunnar: I Wanna Be
Loved en það mun vera tæp-
lega aldarfjórðungsgamalt
lag, sungið af Ricky Nelson
árið 1960. í gestahlutverkum
á breiðskífunni eru Daryl
Hall (ekki Diana Ross) og
Green úr Scritti Politti.- . .
Bob Dylan efnir til hljóm-
leika í Bretlandi á næstunni
og nýtur fulltingis nokkurra
harðjaxla úr breska rokkinu,
meðal annarra Ian McLagan
(var í Faces í gamla daga),
Mick Taylor (fyrrum gítar-
leikari Rolling Stones) og
Collin Allen (var í Stone The
Crowd). . . Hljótt hefur verið
um giftingu tveggja stórlaxa
rokksins, þeirra Chriss
Hynde úr Pretenders og Jim
Kerr úr Simple Minds. Lengi
vel héldu inargir aö Ray
Davies úr Kinks myndi leiða
Hynde upp að altarinu en
skoski söngvarinn hafði betur
á lokasprettinufn. Gárungar
telja næsta víst að hjónin ný-
giftu stofni hljómsveit og
leiki blöndu af skosku og
bandarísku rokki. Og nafnið
á sveitinni: Simple Hyndes. .
Pallas stendur uppi
söngvaralaus. Áhugasamir
geta hringt í síma 01-439-2582
í Lundúnum. . . Ný sólóplata
Tvær hugmyndir eru uppi um framtiðaraðstöðu fyrir Skautafélag Akureyrar. A, er sú eidrien þar er völlurinn nánast á sama stað og nú er en
hlaupabraut gengur útí tjörnina sem er þar fyrir sunnar. Inni ihringnum er áfram gert ráð fyrir tjörn. Nýrri tíllagan, B. gerir ráð fyrir Hutningi
svæðisins á Krókeyri og samkvæmt henniminnkar tjörnin verulega frá þvísem nú er.
""""""^
Skautafélag Akureyrar hefur í
hyggju að setja upp vélfryst skauta-
svell í bænum svo fljótt sem mögu-
legt er, jafnvel næsta vetur. Gallinn
er sá að það strandar á skipulagsyf-
irvöldum Akureyrarbæjar að veita
félaginu framtíðarsvæði fyrir starf-
semina.
Skautafélagið var stofnað árið 1937
og því styttist í 50 ára afmæli. Hug-
myndir um vélfryst svell skutu fyrst
upp kollinum árið 1962 og fór málið
þá fyrir bæjarstjórn en ekkert varö
úrneinu.
Árið 1976 fékk félagið aðstööu rétt
fyrir sunnan Höpnersbryggju, vest-
an Drottningarbrautar. Þrisvar
sinnum var búið að velja milli svæða
með vissu árabili áður en þetta var
loks veitt til fjögurra ára. Árið 1980
telja félagar Skautafélagsins sig svo
hafa fengið til frambúðar þetta svæði
sem er um 30x60 metrar. Innan
skipulagsnefndar var mælt með veit-
ingu þess en bæjarstjóm afgreiddi
ekki máliö.
Islenski veturinn getur verið
skautamönnum erfiður og hefur ver-
ið það undanfarin ár. Stöðugir um-
hleypingar gera drauma þeirra sem
vilja stunda íshokkí reglulega að
engu. Eitt kastið er rennislétt og fall-
egt svell en áður en búið er að klæða
sig í búninginn er komin suövestan
rigning og blautur malarvöllur.
Þetta hefur nánast drepiö íshokkí á
Akureyri sem lengi hefur þó veriö
býsna vinsælt þar. Vélfryst svell er
því spuming um andlát og jarðarför
þessarar íþróttagreinar eða hress-
ingarlyf til bjargar. Félagar Skauta-
félagsins hafa margsinnis gengið á
fund bæjarfulltrúa til að fá endanlegt
svar um varanlega aðstöðu en ekkert
hefurgerst.
Tveir möguleikar em nefndir í
sambandi við þessa ósk skauta-
manna. Annars vegar að setja þá
niður þar sem þeir em eða fá þeim
nýtt svæöi á Krókeyri. Skipulags-
nefndinni þykir síðari kosturinn betri
en þá þyrfti bærinn að kosta flutning-
inn.
Hugmyndin um aö vélfrysta
skautasvell fékk byr undir báða
vængi fyrir um tveimur mánuöum
þegar stjórn Utgerðarfélags Akur-
eyringa ákvað að gefa Skautafélag-
inu frystivél með tilheyrandi búnaöi.
I kostnaðaráætlun um vélfryst svell
frá 1980 var gert ráð fyrir að kaup
véla og uppsetning þeirra yrði
helmingurinn. Eftir yrði þá að koma
fyrir einangrun og kaupa vatnsrörin.
Þegar hefur verið ákveðiö að kaupa
íslenskplaströr og þarf þáallsl9kíló-
metra í lögnina. Verö er milli tvö og
þrjú hundruö þúsund krónur.
Einangrunin er til að missa frostið
ekki niöur og er verið að leita tilboða
í hana. Kostnaður er talinn verða um
ein milljón króna.
Hugsun Skautafélagsmanna er aö
leggja ekki út í dýra einangrun ef á
„Eg held að hafi verið alveg ein-
hugur innan skipulagsnefndar um
að aöstaða Skautafélagsins væri
betur komin inni á Krókeyri," sagði
Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi
sem á sæti í nefndinni.
Siguröur sagði að mál þetta væri
enn fyrir skipulagsnefnd og fjallað
um það með innbæjarskipulaginu.
Við frumhönnun þess hefði verið gert
ráð fyrir aðstöðu Skautafélagsins
þar sem það er nú en við meðhöndlun
í nefndinni komiö upp sú skoöun aö
hún væri betur komin á Krókeyri.
Það stóra hús sem einhvem tíma í
framtíðinni yrði reist myndi til
dæmis falla betur inn í landslagiö
aö flytja þá á Krókeyrina. Ekkiþykir
taka því að kasta milljón í bráöa-
birgðasvæði við Höpnersbryggju. Ef
leyfi fengist samt þar til 5 eöa 6 ára
væri þó ástæða til að koma vélfryst-
ingunni í gang án einangrunar. Meg-
inatriöið sé ákveðið svar hið fyrsta
um hvar þeir megi vera.
JBH/Akureyri
þar heldur en á núverandi stað.
Hönnuður innbæjarskipulagsins
hefur nú þessa tillögu um færslu á
skautasvellinu til athugunar, sagði
Sigurður. Lokatillögur hans væru
væntanlegar seint í sumar og þá
fyrst yrði hægt að leggja skipulagiö
fyrir bæjarstjórn.
Sigurður taldi að sá möguleiki væri
hugsanlegur að taka skautasvellið út
úr núverandi skipulagstillögum svo
hægt væri að byrja aö vinna við það.
Framkvæmdir gætu þá allar miðast
við væntanlegt skipulag með aðstöðu
skautamanna á Krókeyri.
-JBH/Akureyri.
Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi:
Einhugur um að
svellið verði flutt
frá Eric Clapton er væntan-
leg í haust. Phil Collins
stjórnar upptökunni en
meðan beðið er plötunnar
ættu aðdáendur Klappans að
hugga sig við safnplötu með
22 lögum sem er rétt ókomin.
Ekki meira að sinni...
Gsal.
FÁ AKUREYRINGAR
VÉLFRYST SKAUTA-
SVELL NÆSTA VETUR?
Stjórn Útgerðarfélags Akureyr-
inga var svo rausnarleg að færa
Skautafélaginu frystivél að gjöf.
Eftír er að sjá hvenær hún fær
tækifæri tíl að sjá Akureyringum
fyrir svelli. Ekki er útílokað að það
verðijafnvel næsta vetur. Héreru
þrir stjórnarmenn Skautafélags
Akureyrar hjá frystivélinni, Guð-
mundur Pétursson, Ómar
Stefánsson og Sigurður Baidurs-
son. Aftan i dráttarvéiinni er
Isman tæki sem Akureyrarbær
festi kaup á tílað finslípa ísvelli.
TJORN