Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Page 10
10 DV. FÖSTUDAGUR15. JÚNl 1984. PERSAFLÓI: ÁHRIF INNAN OPEC? Saudi-Arabar hafa undanfariö sýnt klerkastjóminni í íran mikla þolinmæði og sveigjanleika enda er þeim mjög í mun aö ýta undir sátta- umleitanir í stríöinu milli Iran og Irak. Það er meðal annars þessi vegna sem Saudi-Arabar hafa ekki hælst um yfir þvi að hafa skotið niður íranska orrustuþotu í saudi- arabískri lofthelgi í fyrri viku. Það hefur vakið athygli erlendra sendi- ráðsstarfsmanna í Jedda hversu mjög stjórnvöld í Saudi-Arabíu hafa forðast að gera mikið mál úr loftbar- daganum. Það er álit flestra erlendra sendi- manna í Saudi-Arabíu að Iranir hafi sent orrustuþotuna inn í saudi- arabíska lofthelgi til þess aö reyna á taugar stjómvalda þar í landi og aö ákvörðun Saudi-Araba um aö skjóta þotuna niöur kunni að hafa áhrif á hugmyndir sem Iranir kunna að hafa gert sér um árásir á skotmörk hand- anflóans. Eftir síðustu atburði við Persaflóa hefur mjög hert á friðarviöræðum þar um slóðir. Utanríkisráðherrar samstarfsnefndar Persaflóaríkj- anna héldu nýlega fund í Taif, sumaraðsetri saudi-arabísku kon- ungsættarinnar, og ef aö líkum lætur hafa ioftárásir á olíuflutningaskip á flóanum verið helsta umræðuefnið. Þá hefur sáttanefnd samtaka íslamskra rikja reynt að koma á leið- toga- eða utanríkisráðherrafundi þar sem vopnahléstillögur yröu ræddar.' En þó að hótelpláss hafi verið pantaö finnist á deilunni áður en átökin breiðast út. Dagblaöið Al-Nawda, sem gefiö er út í Mekka, haföi á for- síðu fyrr í vikunni stóra mynd af Fahd konungi og Ali Khamenei, for- seta Iran, og blaðiö greindi frá því að Saudi-Arabar myndu leyfa 150 þúsund írönskum pílagrímum að ferðast til Mekka í sumar. I frétt blaðsins sagði að þetta lýsti vel vilja Fahds til að halda friði meöai íslömsku bræðraþjóðanna. Saudi- Arabar lýsa ekki oft opinberlega bræðralagi sínu við Irani. En um leið og Persaflóaþjóöimar virtust forðast útbreiðslu átakanna í vikunni gripu þær til aðgerða til að tryggja olíuflutninga sína. Olíumála- ráðherrar Persaflóaríkjanna, utan1 Iraks og Iran, héldu fund í Taif síðastliðinn sunnudag. Aö loknum fundinum sagði einn ráðherranna aðj ákveðið hefði verið að bæta olíukaup-' endum þann skaða sem kynni að verða á skipum þeirra vegna loft- árása. Ósamkeppnishæf olía Með þessu vilja ráðherrarnir vinna gegn gífurlegri hækkun tryggingaiðgjalda sem hafa gert olíu þeirra ósamkeppnishæfa erlendis. Hins vegar virðist ekki hafa veriö ákveðið aö veita afslátt á oUu eins og Iranir gera en þeir slá aUt að 3 dollurum af verði hvers olíufats miðað viðgrunnverðOPEC. Samkvæmt heimUdarmönnum sem vel þekkja til i oUumálum hefur Reykur rís upp af oliufíutningaskipi sem varO fyrir árás i Persafíóa i mai. fy rir næstu viku efast diplómatar um að á sUkum fundi náist árangur. Hörð afstaða Iranir gera þaö enn að höfuðskil- yrði fyrir friðarsamningum að Saddam Hussein, forseti Irak, hverfi af valdastóU. Irakar segjast munu halda áfram loftárásum á siglinga- leiðum nærri Kharg-eyju, til þess að koma í veg fyrir útflutning á oUu frá Iran, sýni Iranir ekki meirí sveigjan-j leika. I Þessi haröa afstaða deiluaðila boðar ekkert gott varöandi öryggi flutninga um Persaflóa. Erlendir' sendimenn í Saudi-Arabíu velta því( nú fyrir sér hver viðbrögð Arabaríkj-i anna verða við áframhaldandi árás- um Irana á oUuflutningaskip þeirra í hefndarskyni fyrir árásir Iraka á Kharg-eyju. En Saudi-Arabar leggja enn höfuð- áherslu á að sýna þolinmæöi og sveigjanleika í þeirri von aö lausn ohuframleiðsla við Persaflóa ekki dregist saman svo heitið geti þrátt fyrir styrjöldina. I fyrri hluta þessa mánaðar var olíuframleiðslan um 9,8 mUljarðar fata á dag, sem er Utið minna en áöur. Komi til frekari og alvarlegri árása á olíuflutninga við flóann gæti hins vegar orðið erfitt fyrir Saudi-' Araba og bandamenn þeirra að, halda framleiðslunni uppi. Heista áhyggjuefni þeirra nú, að sögn, er það að reynist þeim erfitt að svara eftirspum eftir ohu kunni fátækari oUuframleiðsluþjóðir, svo sem| Venezuela, Nigería eða Indónesia, að leiöast tU að auka framleiðslu sina umfram þann kvóta sem OPÉC-lönd- in hafa ákveöið sín á mUU. Þá gæti orðið erfitt fyrir Persaflóaríkin, sem, þegar eiga við fjárlagahaUa að etja vegna lítUlar eftirspurnar, að endur- heimta sinn fuUa kvóta þegar umj hægistaðnýju. j Wm Efnahagur Kampútseu eftir hörmungar áttunda áratugarins er svo bágborinn að þjóðin nær ekki að brauöfæða sig án eriendrar aðstoOar. KAMPUTSEA: SKATTHEIMTAN SNÝR AFTUR Skattheimtumaöurinn er kominn á stjá aö nýju og fuUtrúar rafveitna lesa á rafmagnsmæla. Þaö er tU merkis um það að ýmis ytri merki siömenningar eru að koma í ljós að nýju í Phnom | Penh, höfuðborg Kampútseu. En eftir að þjóðin hafði verið rekin með harðri hendi nánast aftur í miðaldir á valda- tíma rauðu khmeranna er efnahagslíf. landsins enn i rústum. Sérfræðingar alþjóðlegra hjálpar- stofnana segja að ríkisstjórn Heng Samrin sé blásnauö. GjaldmiöiU ríkisins, sem heitir riel, er svo til verð- laus. Á svörtum markaði fást um 60 riel fyrir doUar, sem er níu sinnum hærra gengi en það sem opinberlega er skráð. Meira en fimm árum eftir að ríkis- stjómin komst tU valda fyrir tUstUU Víetnama berst hún enn við að koma fótum undir efnahagslífið. En án aðstoðar frá Vesturlöndum gengur það Ula. Sjálfstæð rannsóknamefnd skipuð útlendingum, sem nýlega heim- sótti Kampútseu, komst að þeirri niðurstööu að „án érlendrar aðstoðar geti efnahagur landsins ekki einu sinni gengiðþolanlega”. Skattheimta að nýju Ríkisstjóm Heng Samrin nýtur viðurkenningar fárra rikisstjóma og sú aðstoð sem kemur frá Vestur- löndum kemur eingöngu frá góðgerðarstofnunum. Því hefur rfltis- stjórnin gripið til þess ráðs að leggja skatt á hrísgrjónaframleiðslu á þessu ári tU þess að verða sér úti um tekjur. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1979, þegar Heng Samrin náði völdum, að skattar emlagðirá. En embættismenn segja að skatt- heimtan verði ekki ýkja ströng vegna almennrar fátæktar og ónógra opin- berragagna. Áður en hersveitir Víetnama veltu rauðu khmerunum af valdastóli ráku þeir nánast aUa út úr borgunum, lögðu gjaldmiðUinn niður og brenndu bækur, skjöl og annað. Menntamannastéttin var þurrkuð út og samgöngutækið sem allir reiddu sig á voru uxakerrur. Utlendingar sem búa í Kampútseu líta á hina nýju skattheimtu sem merki um það að ástandið nálgist nú hið eðli- lega. Skattar hafa ekki veriö innheimt- ir frá 1979 og vatn og rafmagn hafa menn fengiö ókeypis lika. Það hefur verið hægt aöallega vegna aðstoðar frá vestrænum góðgerðarstofnunum og austantjaldslöndum. En aöstoð frá Vesturlöndum er nú nánast engin og austantjaldslöndin hafa annaðhvort ekki getað eða ekki vUjað taka á sig allar byrðamar af því að reka þjóðfélagið í Kampútseu. Sam- kvæmt opinberum tölum komu 60,2% af allri erlendri aðstoð viö Kampútseu frá Vesturlöndum áriö 1980 en afgangurinn frá austantjaldsríkj- • unum. Á síðasta ári komu 98,8% erlendrar aðstoðar frá austantjalds- ríkjunum en aöeins 1,2% frá Vestur- löndum. Útlendingar búsettir í Kampútseu segja að nýlega hafi verið lagður skattur á eigendur sölubúða á markaðstorgum en skattheimtan hefur gengið skrykkjótt. Fyrir nokkrum mánuðum fóru síðan menn að lesa af rafmagnsmælum í sendiráð- um erlendra ríkja og tilraun var gerð, með hálfum huga, að innheimta gjöld fyrir rafmagnið en var hætt eftir að sendiráðsstarfsmenn kvörtuðu yfir því að reikningarnir væru allt of háir. Þeir sem til þekkja segja að Kampútseu- menn verði enn að treysta nærri alger- lega á Víetnama með þaö stjórna landinu. Gjaldeyristekjur Einn sendiráðsstarfsmaður segir að tekjur ríkisstjórnarinnar í erlendum gjaldeyri komi af gistihúsum og leigu fyrir húsnæöi undir sendiráð ásamt launum innfæddra starfsmanna er- lendra hjálparstofnana. Útflutnings- vörum sé yfirleitt skipt fyrir nauðsynj- ar. Það er stefna ríkisstjórnar Heng Samrin að koma á kommúnísku þjóð- skipulagi en minningin um rauöu khmerana hefur valdið því að stjóm- völd fara sér hægt. Einkaframtakið er mjög áberandi og nóg f ramboð á lúxus- vamingi sem smyglað er frá Thai- landi. En ástandið er slæmt, vegir og sam- göngur hroöalegar og starfsmenn hjálparstofnana álíta að þjóðin þarfn- ist 12 milljón dollara í aðstoð á þessu ári aðeins til þess að brauðfæða íbúana sem eru 7,2 milljónir talsins. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: ÓlafurB. Guðnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.