Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ 687858 SÍIVIINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1984. Mátaferlivegna happdrættis- vinnings: Fyrrum sambúðar- f ólk deilir Fyrir héraðsdómi í Kópavogi liggur nú mál vegna deilu tveggja einstaklinga um vinningsmiða í Happdrætti Háskólans en á þennan miða féll 20 þúsund kr. vinningur. Fólkið var fy rrum í sambúð en sleit samvistum um svipað Ieyti og vinn- ingur féll á miðann. Miðinn er skráöur á nafn mannsins en konan hefur alltaf séð um endumýjun á honum. Oiafur St. Sigurðsson, héraðs- dómari í Kópavogi, sem hefur málið til meðferðar sagði í samtali við DV að málið biöi nú vitnaleiðsla og mál- flutnings sem ekki hefur veriö hægt að koma við enn þar sem maðurinn dvelst nú eriendis. „Þetta mál tengist forræði barna og eigna- skiptum vegna sambúðarslitanna og er aöeins lítill angi af því,” sagöi hann. HHt er réttargæsluaöili 1 máUnu og geymir vinninginn á vöxtum meðan málið er óútkljáð en á sínum tíma náðust ekki sættir um að skipta vinningnum. —FRI Bflaleigustríðí uppsiglingu á Akureyri? Stór bíialeiga tekur til starfa á Akureyri í dag og kemur hún til með að veita InterRent Uflega samkeppni sem hefur verið nær einráð á þessum markaði á Akureyri undanfarin ár. Fyrir nokkrum dögum var stofnuð bUaleigan Geysir og mun hún starfa i nánu samstarfi við bílaleigu með sama nafni í Reykjavík en eigendur eru Kjartan Bragason og Hafsteinn Hassler. Kjartan sagði í samtaU við DV aö þeir mundu byrja með 12 bíla en seinna í sumar yrðu þeir allt að 30 að tölu, allt nýlegh- bílar. Fyrst um sinn verður bílaleigan tU húsa að Skipagötu 13 en flyst síðan í húsnæði viö HvannaveUi í haust. „Samkeppni er núttúrlega eðUleg og á fullan rétt á sér,” sagði Kjartan. „Verð hafa hér þótt í hærri kantinum á Akureyri vegna einokunar." JBH/Akureyri LUKKUDAGAR 15. júní 29897 HLJÓMFLUTNIIMGSTÆKI FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 40.000,- Vinningshafar hringi í síma 20068 Vinnuslys varð við hús Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar ígærdag er maður fóii þar af vinnupalli á þriðju hæð. Ekki tókst að afla nákvæmra upplýsinga um meiðsii mannsins en hann mun ekki talinn ílífshættu. D V-mynd HS. Sportbátaeigendur: Hugðust loka danska her- skipið mm Sportbátaeigendur íhuguðu í gær að loka danska herskipið Be- skytteren inni í Reykjavíkurhöfn þar tU vUyrði hefði fengist fyrir því aö bátur Einars Hákonarsonar Ust- málara yrði bættur. Áður en tU að- gerða kom sigldi danska skipið úr höfninni með sjóUðann, sem játaði að hafa eyðilagt bát Einars. SjóUðinn er eignalaus. Foreldrar hans hafa neitað að greiða tjóniö fyrirhann. „Það er komin glæta í málið,” sagði Einar Hákonarson í morgun. „Utanríkisráðuneytið íslenska og danski sendiherrann eru í samein- ingu að reyna að finna lausn,” sagði Einar. -KMU. Skagamenn sigla íland, Snæfell- ingarekki „Það var ekki ályktaö aö sigla í land en við samþykktum á fundinum að skora á LIO að halda allsherjar fund um þetta mál,” sagði Olafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss HeUisands, um firnd útgerðarmanna á Snæfellsnesi í gær- kvöldi. „Við erum með báta sem eru svo langt komnir með kvótann sinn að þeim verður lagt hvort sem er innan skamms,” sagði Olafur. Fleiri útgerðarmenn héldu fundi i gær. Utgerðarmenn á Akranesi ákváðu á sínum fundi að stefna sín- um togurum í land þann 8. júlí verði ekki búið að skapa viöunandi rekstrarskilyrði fyrir skipin. Fjórir togarar eru gerðir út frá AkranesL Utgerðarmenn í Reykjavík komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri grundvöllur fyrir samræmdar að- gerðir aö svo stöddu. Lýst var þá yfir áhyggjum vegna stöðunnar hjá út- gerðinni. >FGH Vandræðiá Eyrarbakkamýrum: Fangaverðir deila um hross Hatrammar deilur standa ný yfir á Eyrarbakka og eigast þar við þrír fangaverðir á Litla Hrauni og yfirfangavörðurinn í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg í Reykja- vík. Deilt er um hagagöngu hrossa og hefur sú deila staðið síöan 1979. „Gripastuldur þótti alvarlegur glæpur hér áður fyrr en nú er svo komið að ég hef ekki hugmynd um hvar hestar fjölskyldu minnar eru, einhver hlýtur að hafa f jarlægt þá,” segir yfirfangavörðurinn úr Reykja- vík. „Hann hefur ekkert leyfi til að hafa hesta hér. Þetta er Reyk- víkingur og hestagirðing okkar er aöeins fyrir félagsmenn í Félagi búfjáreigenda á Eyrarbakka,” segja fangaverðimir á Litla Hrauni og bæta við: „ Það þýðir ekkert fyrir manninn aö láta eins og hann hafi selt ættingjum sínum hér á Eyrar- bakka hesta sína strax og vorar, við vitum betur, þetta er allt plaL” Sonur yfirfangavarðarins úr Reykjavík og mágur, sem báðir eru búsettir á Eyrarbakka, hafa gert ítrekaðar tilraunir til að ganga í Fél. búfjáreigenda á Eyrarbakka og fá þar með réttindi til að beita hestum sínum í Eyrarbakkamýrina að sumarlagi, en alltaf verið synjað. „Eg kann skýringu á þessari vit- leysu aUri,” segir yfirfanga-. vörðurinn úr Reykjavík. „Þessir þrír fangaverðir og hestamenn á Litla Hrauni hafa aUtaf öfundaö mig af hestum minum og sjálfum mér.” Að sögn yfirfangavarðarins er frekari tíðinda að vænta úr Eyrarbakka- mýrinni áður en langt um líður. _EIR Glæný skýrsla LÍU um togarana: OGRIMEÐ BESTA FISKINN AÐ LANDI — stóru Reykjavíkurtogararnir og austf irsku togaramir veiða að meðaltali besta fiskinn Stóru togararnir í Reykjavík og Hafnarfirði veiddu að meðaltaU verðmætasta fisk allra togara á Is- landi fyrstu 4 mánuði þessa árs. Næstir á eftir þeim koma austfirsku togararnir og vekur það nokkra athygU. Þetta kemur fram í yfirUti yfir aflaverðmæti og úthaldsdaga togar- anna fyrstu 4 mánuði ársins sem Landssamband Islenskra Utvegs- manna hefur látið gera. Það er togarinn ögri RE 72, stór togari, sem hefur komið með besta aflann að landi, meðalskiptaverð- mæti á hvert kíló er 14,86 krónur. Sá togari sem er með mesta afla- verðmæti allra togara er Vigri RE 71, aflaverðmæti upp á rúmar 28,5 milljónir króna. (Vigri með meiri afla en ögri). ögri er í öðru sæti yfir aflaverðmæti með rúmar 27,1 miUj- ónkróna. Þeir togarar sem koma með verð- minnsta fisk að landi eru stóru togar- amir á Akureyri. Meðalskiptaverð- mæti á kíló er 6,85 krónur. Það vekur athygli að austfirsku togararnir eru í ööru sæti yfir þá tog- ara sem koma með besta aflann að landL Meðalskiptaverðmæti á kíló er 9,30krónur. Togarar í Vestmannaeyjum, Suðurlandi og á Vesturlandi eru meö meðalskiptaverðmæti á kíló 7,48 krónur. Vestfirsku togaramir em með meðalskiptaverðmæti á kíló 7,72 krónur. Norðlensku togararnir, minni togarar, em með meðalskipta- verðmæti á kíló 8,76 krónur. Þegar meðalskiptaverömæti á út- haldsdag er skoðað koma stóru togararnir í Reykjavík og Hafnar- firði aftur best út. Austfirsku togar- amir em þar í f jórða sæti. Lakastir era hins vegar minni togararnir á Norðurlandi. Samkvæmt upplýsingum LlÚ virðist sem úthald togara hafi ekkert minnkaö þrátt fyrir að kvótakerfið hafi verið tekiö upp á þessu ári. Þá hefur áður komið fram að minni þorskafli er hjá togurunum á þessu árienífyrra. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.