Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR14. JULl 1984. Breið- síðan SENDIBRÉF EFTIR SVALLHELGI Elskumamma! Eg var undrandi í morgun þegar ég vaknaöihér áAkureyri. Eg var á leiöinni heim úr vinnunni á föstudaginn þegar Krilli, gamli vinur, sem þú varst alltaf svo ánægð meö, stoppar viö hliöina á mér í leigubíl. Hann býöur mér upp í og ég segi. „Ja, Krilli minn, ég er nú bara á leiðinni heim, konan á afmæli.” Krilli segir: „Blessaöur, maöur, ég skutla þér.” Svo settist ég í bílinn hjá honum og fékk mér einn bara svona meira til gamans. Og við förum einn rúnt saman, Krilli nýkominn úr einhverju nápleisi í Noregi þar sem hann var á einhverri gröfu og átti þetta líka grasiö af seölum. Hann stoppar við Bæjarins bestu og ætlar aö fá sér kvöldmat. t>á segi ég, enda orðinn aðeins mildur: ,,Þær eru nú betri í Botnsskálanum.” Þaö var ekkert meö þaö. Krilli ordrar drævernum uppeftir og viö keyptum pylsumar þar. Þegar ég er kominn þangað uppeftir var ég náttúrlega oröinn sjóömildur og Krilli alveg í bana (farinn aö syngja Presley) svo hann ákveöur bara að taka kúrsinn og kýla á norðlenskt vændi. Ég gat svo sem lítið gert og hallærislegt alltaf aö vera að draga úr mönnum svo viö drífum okkur noröur og vomm hér alla helgrna. 1 morgun þegar ég vakna er hann svo farinn suöur og skildi mig eftir. Ut af einhverju andskotans rifrildi. Ég hringdi áöan í Olínu og krakkana og þóttist hafa verið kallaöur af staö til Húsavíkur úr vinnu á föstudagskvöldið vegna þess að þú værir meö spmnginn botnlanga og vart hugaö líf. (Ég varð eitthvaðaðsegja.) Svo ég var bara aö hugsa um aö fara heim núna meö flugi strax um ellefu og segja að þér sé batnað. Mér leið bara betur aö þú vissir þetta allt, mamma mín. Þinn Toggi. P.s. Viö reynum aö koma í sumar og líta á þig einhverja helgina. PENING- ARNIR í RASS- VASANUM Hinn sjötugi Hákan Magnusson í Mánsásen í Jamtland í Svíþjóð varö fyrir láni í óláni þegar hann var rændur í verslun sinni kvöld eitt nýlega. Þegar ræninginn kom inn meö hött slútandi yfir andlitiö og hníf í hendi varö gamli maðurinn aö opna peningakassann og bjóöa honum aö gjörasvovel. En í kassanum fann ræninginn ekkert annaö en smápeninga. Þegar ræninginn hélt áfram aö leita batt hann fómarlamb sitt við stól en varö aö lokum aö gefast upp án þess að hafa nema skiptimynt í stööumæla upp úr krafsinu. Ræninginn athugaöi þaö ekki í flýt- inum aö verslunarmaðurinn var allan timann með veskið sitt í rassvasanum meötiu þúsund sænskum krónum. NUDDPOTTAR SUNDLAUGAR ALLTTIL SUNDLAUGA KLÓRTÖFLUR OG DUFT SÖLUMENN MEÐ SÉRÞEKKINGU Gunnar Ásgeirsson hf. Sudurlandsbraut 16 Simi 9135200 Forsíðan á bók Terry Moore þar sem hún er með Howard Hughes. Á neðri myndinni er hún i kröppum dansi, væntanlega i stórvelleiknu aukahlutverki. EKKJA HOWARD HUGHES Terry Moore fékk það samþykkt fjóröa júlí síðastliðinn aö hún væri lög- mæt ekkja milljónamæringsins Howard Hughes. Þaö hefur þaö í för með sér aö hún fær milljónir dollara og auk þess dregur þaö ekki úr sölu á ævisögu hennar þar sem hún segir frá sambandi sínu og Howard Hughes. Moore er 52 ára gömul og kom fram nakin í nýjasta Playboy. Hún segist ennþá elska Hughes þrátt fyrir aö hafa gifst þrisvar frá því hún var gift honum. Hún segir um þennan gengna milljónamæring sem þjáöist af sjúkdómahræöslu síðustu árin áöur en hann dó 1976: „Mér finnst hann vera svo nálægur mér. Þaö er alveg undravert hvernig hlutimir hafa þróast. Eg held að hann hljóti aö stjóma því. ” Moore er meö tvær bækur í viöbót í deiglunni. Þær heita: ,,Að Howard gengnum” og „Hvemig á að fara aö því aö giftast milljónamæringi”. Annars er Moore leikkona og var meira aö segja eitt sinn tilnefnd til óskarsverðlauna, 1952, fyrir leik í ^aukahlutverki í Come back littleKheba þar sem Burt Lancaster og Shirley Booth léku aðalhlutverkin. Terry Moore hyggur aöallega á frama í kvikmyndum. Hún segir: „Þær eru ekki svo margar eftir leikkonurnar á mínum aldri. Þær hafa flestar annaöhvort fariö yfir á eitur- lyfjum, dáiö úr drykkjusýki eöa bara hoifið.” BRANN OFAN AF SÚPERMANN Fyrir um tíu dögum varö stórbruni í enska Pinewood kvikmyndaverinu. Þar eyðilögðust stærstu sviösmyndir í heimi og skreytingar. Bruninn eyöilagöi allar sviösmyndir sem notaðar hafa veriö í Superman- myndum og James Bond-myndum. Skemmdirnar á skreytingum og kvikmyndatökuvélum voru taldar nema um 30 milljónum. James Bond- skreytingar fylltu svæöi sem var stærra en fótboltavöllur. SVÍAKÓNGUR HLESSA Carl Gustaf Svíakóngur varö nokkuö undrandi þegar hann var aö vígja dýragarð nokkurn í Liseberg í Svíþjóð nýlega. Honum var beint aö lokuöum dyrum meö áletruninni: „Hættuleg- asta dýríheimi”. „Á ég aö þora,” sagði kóngsi efinn þegar hann tók um handfangið. Hann varö ákaflega undrandi þegar hann opnaöi og sá spegilmynd sína í stað hættulegs tígrisdýrs. „Auövitaö er mannskepnan hættu- legasta dýriö,” tautaöi hann svo. VASABROTSMAÐUR Willie Candy þarf ekki aö hafa áhyggjur af því hvaö hann ætlar að veröa þegar hann veröur stór. Ástæöan er sú aö hann veröur aldrei stór. Hann er 27 ára en lítur út fyrir að vera átta eöa níu ára. Þetta hefur í för meösérvandræða- gang þegar Willie ætlar aö fá sér einn gráan á öldurhúsi eða bregður sér bæjarleið í bílnum sínum. Þaö er alltaf veriö aö stoppa hann af. Willie er tölvufræöingur og reynir aö líta á bjartari hliðar málsins. Hann kaupir föt nokkuö ódýrara en full- orönir í barnafataverslunum og borgar með bamamiðum í strætó. Þrátt fyrir þaö gremst honum alltaf þegar hann pantar sér mat á veitingahúsi og fær bamaskammt. Þetta byrjaði sem lágværar þrumur i fjarska sem smájukust. Svo stóð ég alit í einu eftir á nærbuxunum. Willie lítur upp til jafnaldra sins, 27 ára manns. Fyrir aftan hann stendur fullvaxinn níu ára drengur. -v.__ , • -----

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.