Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR14. JULl 1984.
Sumar-
leyfís-
lesning
Þó eru sumarfríin í hámarki og
kominn tími til aö huga aö sumar-
leyfislesningunni.
Samkvæmt þeim upplýsingum, sem
viö höfum úr bókabúöunum, gerist þaö
enn, þrátt fyrir myndbönd og vasa-
diskó, aö fólk grípur meö sér reyfara-
söguífríiö.
Annars er það margt fleira en
reyfarar sem selst að sumarlagi. Ut-
lendingar þyrpast í bókabúöimar og
kaupa fornsögumar, Laxness og fleira
sem er til á þeirra máli í íslenskum
bókabúðum.
Landinn kaupir á sumrin bækur
sem tengjast göröum og gróöri og svo
auðvitaö eitthvað um veiöiskap og
ferðalög. Þá selja bókabúöirnar einnig
kort af landinu okkar.
Veröið á íslenskum skáldsögum
hefur mörgum þótt fyrirstaða. Þær
kosta gjaman á sjöunda hundrað
krónur og þaö er f remur lítil hreyfing á
þeim um þessar mundir. Þaö er meiri
ásókn í erlendar bækur og svo mun
vera allan ársins hring.
Viö gengum einn rúnt um miöbæ
Reykjavíkur og fórum í Snæbjöm, Sig-
fús Eymundsson og Bókabúö Máls og
menningar.
1 búöunum er aö finna helstu nýjar
metsölubækur og svo má finna eitt og
annaö með grúski í hillum. Viö fengum
tvær kiljur í hveri búö og hér er
afrakstur rannsókna fimm blaða-
manna á innihaldi þeirra. Vonandi
geta umsagnirnar orðiö mönnum sem
leita sér að sumarlesningu til glöggv-
unar.
The name of the rose og The little
sister eru úr Snæbimi, The little
drummer girl og Eleni eru frá Sigfúsi
Eym. og Iee og Christine frá Bókabúö
máls og menningar. Þetta þýðir ekki
aö viðkomandi bækur fáist eingöngu í
bókabúöunum sem þær eru fengnar
hjá. Líklega fást þær flestar í mörgum
bókabúðum.
Af bamabókunum sem eru nauðsyn-
legar í aftursætiö í velheppnaðri
sumarferö er þaö aö segja aö þar eru
engar ákveðnar metsölubækur.
Smekkurinn er misjafn eftir aldri og
þroska. Þó mun áhugi á teiknimynda-
sögum heldur hafa dalaö frá gullaldar-
árum Tinna í íslenskri þýöingu.
SGV
REKIST Á
38 KALÍ-
BERA KÚLUR
lce
eftir Ed McBain
Þær eru orðnar býsna margar
bækurnar sem bandariski rit-
höfundurinn Evan Hunter hefur
skrifaö undir dulnefninu Ed McBain.
Bækur þessar fjalla um lögreglumenn-
ina á lögreglustöðinni í 87. umdæmi og
sú nýjasta sem f jallar um þessa kappa
heitir „Ice” og er gefin út á þessu ári.
Bókin er með þeim lengri sem hann
hefur skrifaö, nákvæmlega 317
blaösíöur. Segja veröur eins og er aö
þessa bók skorti þann kraft sem ein-
kennir eldri bækurnar og læöist að
manni sá grunur aö McBain sé orðinn
þreytturá Carella ogfélögumhans.
Flestar McBain-sögumar eru
byggöar upp á hinu svokallaða „Who-
dunnit” plotti, og er sá morðgátustíll
einkennandi fyrir þessa bók. Þegar
sagan hefst er þegar búiö aö skjóta
einn dópsala í tvennt og er öllum sama.
Hins vegar fara hjólin aö snúast eftir
aö undurfögur dansmey hefur átt
blóðugt stefnumót viö dauöann. Les-
endur fylgjast meö því þegar þetta
tilvonandi lík rekst á tvær 38 kalibera
skammbyssukúlur og þaö sem einu
sinni var brosandi stúlkuandlit er nú
gapandi blóðug und.
I fyrstu virðast þessi morö alger-
lega óskyld en brátt bætast fleiri lík í
hópinn sem eiga það sameiginlegt,
fyrir utan þaö aö vera dauð, aö hafa
gleypt glóandi blý úr 38 kalíbera
Smith og Wesson skammbyssu. Brátt
hafa Carella og félagar í nógu aö
snúast því samhliða morðgátunni er
annar söguþráður sem í fyrstu virðist
óskyldur. En allt smellur þetta saman
ílokin.
Þaö er einkennandi fyrir McBain
bækurnar aö þar koma engir ofurlög-
reglumenn við sögu sem sjá allt í hendi
sér eins og ekkert sé. Lesandinn fær aö
fylgjast meö rannsóknarstarfinu frá
upphafi. Lögreglumennirnir rölta frá
einu vitninu til annars og taka hverja
gagnslausu skýrsluna á fætur annarri.
Lesandanum finnst hann hafa úr jafn-
litlu að moöa og lögreglumennirnir.
Rannsókninni miöar sýnilega ekkert á-
fram og sífellt fjölgar á líkhúsinu, en
þetta eykur allt á spennuna og leikar
æsast þegar allt smellur saman i
bókarlok. Þaö gefur þessum bókum
einnig skemmtilegan svip aö sömu per-
sónumar koma fyrir í hverri bókinni á
fæturannarri.
Dyggir lesendur hafa fylgst með
gamla kjamanum frá upphafi, misvel
heppnuöum hjónaböndum þeirra,
fylliríum og subbulegum dauöa sumra
í skuggsýnum rottubælum.
Fyrir þá sem eru aö grípa í sinn
fyrsta McBainreyfara þá er það kostur
aö þessir föstu menn eru alltaf kynntir
í hverri bók. Fyrir þá sem em aö gípa í
sinn þrítugasta og fyrsta McBain
reyfara er orðið nokkuö þreytandi þeg-
ar gömlu þrælarnir eru kynntir eins í
hverri bókinni á fætur annarri.
Fyrir þá sem kunna aö meta góðar
lögreglusögur, þá eru sögur Ed
McBain um strákana í
áttugastaogsjöunda lögregluumdæmi
ómissandi í safniö. -SLS.