Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR14. JULl 1984. rstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál H.J. Felthaus lögregluforíngi með hjó! Jessie. Í Sönderskóginum við Sönderborg fannstlík Jessie. Jessie Hansen varð bara 13 ára gömul. BLAÐ- BERINN OG HJÁLP SAMI MORÐ- INGINN systur vinar síns. Honum fannst of snemmt aö fara til hennar og ók þess vegna stefnulaust í hverfinu sem Jessie var aö bera blöðin út í. Þau hittust þar af tilviljun. Gert kannaöist viö stúlkuna frá því áöur. Þau höföu hist í veislu hjá eldri systur Jessie og hún hafði orðið dálítiö ást- fangin í Gert sem var fimm árum eldri en hún og haföi sent honum tvö bréf. Gert Nielsen var einnig dálítiö hrifinn af henni og á töflu heima hjá sér haföi hann hengt miöa til að minna sig á hvenær hún átti afmæli svo aö hann gæti sent henni kveðju. Þau höföu einu sinni farið saman í bíó og þá var það stúlkan sem haföi hringt i hann. Og nú stóö hann fy rir framan hana. ,,A ég aö hjálpa þér viö aö bera út blöðin?” spuröi hann. Hún tók boöi hans glöö og seinna gat fólk í nágrenninu vottað þaö að þaö heföi séö mann á grænleitri skellinöðru í fyigd með útburðarbarninu. Þetta átti síöar eftir aö koma lög- reglunni á slóö unga mannsins og í sög- um fólks gekk hann undir nafninu Hjálpsami moröinginn. Fyrir rétti í Sönderborg sagöi Gert Nielsen síöar að þaö sem á eftir geröist hefði verið eins og í draumi. „Þegar viö vorum búin að bera út blöðin um sexleytiö spuröi ég Jessie hvort hún vildi koma með mér eina ferð út í skóg. Hún sagði já viö því. Ég dró Jessie á hjólinu á eftir skelli- nöðrunni eftir breiðum stíg. Þegar við vorum komin spölkom inn í skóginn stoppuðum viö. Ég hallaöi skelli- nöörunni upp aö girðingu og hún lét hjólið sitt standa á standaranum. Viö gengum áfram hönd í hönd. Skömmu síðar hjálpaði ég henni yfir giröingu og viö gengum í gegnum runna og inn í skógarþykkni. Á gangin- um vorum viö að kyssa hvort annað. Föstudagskvöld nokkurt í Sönder- borg á Jótlandi fyrir ári var Gert Nielsen, átján ára gamall, búinn að ákveöa það að hann skyldi komast yfir kvenmann í fyrsta skipti á ævinni. Hann bjó enn hjá foreldrum sínum rétt utan við bæinn en foreldramir vom í ferðalagi og ekki heima. Gert var í sumarstarfi hjá steinsteypustöð. Þennan dag, föstudaginn 9. júlí, haföi hann drukkið f jóra bjóra í vinn- unni og eftir það haföi hann fengið sér nokkra á krám í kring. Því næst hafði hann farið í kvikmyndahús í Sönder- borg og horft á myndina First Blood. Síöar settist hann niður heima hjá félaga sínum og þeir fengu sér eina öl- kollu saman á meðan þeir horföu á Dallas í sjónvaipinu. Um miönætti var löngunin í kven- mann orðin enn sterkari og Gert Nielsen ók aftur til Sönderborg aö heiman frá sér á skellinöörunni sinni. Næstu tímana drakk hann níu bjóra og einn romm á hinum ýmsu stööum. Flesta drykkina fékk hann sér á lífleg- um dansstað sem hét Zanzibar. En það var engin stúlka sem leit svo mikiö sem í áttina til þessa rúmlega 1,75 metra háa ljóshæröa og herða- breiöa unga manns. Hann var oröinn dálítið ör þegar hann settist á skellinöðruna sína og ætlaði aö aka heim til systur félaga sins og athuga hvort hann mætti sofa hjá henni. A meðan þetta gerðist var snyrtileg stúlka aö bera út blöö. Hún hét Jessie Hansen og var þrettán ára. Hún bar út blaöiö Jóskar fréttir og var fræg fyrir aö vera komin snemma með blaðið. Hún var venjulega búin að ljúka út- buröinum fyrir sex á morgnana. Hjálpsami morðinginn Gert skipti um skoöun á leiöinni til ■a -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.