Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 14
14
DV. LAUGARDAGUR14. JULl 1984.
Úvænt
atvik
w
a
ólympíu-
leikum
Eftir tœpan
mánud hefjast 23.
ólympíuleikarnir í
Los Anyeles í
Bandaríkjunum. Ól-
ympíuleikarnir eru
allajafna mesta
íþróttahátíd heims
hverju sinni og þar
eru oftast nœr
unnin mörg gód
afrek. Á síðari
árum hafa leikarnir
sett lítillega niður
vegna pólitískra
deilna sem hafa
haft það í för með
sér að frá 1972 hafa
alltaf einhverjar
þjóðir hœtt við þátt-
töku í mótmœla-
skyni. Ekki œtlum
við að fjalla um
þennan leiða þátt
leikanna hér heldur
um óvœnt atvik á
ólympíuleikum fyrri
ára. Frásagnirnar,
sem fara hér á eftir,
eru fengnar úr hók
Þorsteins heitins
Jósefssonar, í
djörfum leik, og
hirtar með góðfús-
legu leyfi af-
komenda hans.
-SþS.
MARAÞONHLAUPIÐ
IAÞENU 1896:
TÓK SÉR
HVÍLD EN
SIGRAÐI
SAMT
Gríski geitahirðirinn og hlauparinn
Spiridon Luis.
Meöan á Olympíuleikunum í Berlín
stóð, var umferðin á fjölfömustu
götum borgarinnar svo mikil, að þar
varð naumast þverfótað. Ut yfir tók,
ef einhver hinna frægu íþróttamanna
átti þar leið um, því að þá hópaðist
mannfjöldinn umhverfis hann til að
taka af honum ljósmyndir eða fá rit-
hönd hans, og svo mátti heita, að um-
ferðin stöðvaðist alveg á köflum.
Auk hinna frægu íþróttamanna
eins og Owens, Lovelocks, Salmin-
ens, o.fL, sem hvergi höfðu friðland
fyrir ljósmyndurum og rithandasöfn-
urum, var einn fátækur, grískur
bóndi, sem aldrei fékk stundlegan
frið, hvert sem hann fór eða hvar
sem hann sást, fyrr en þýzka
stjómin var búin að leggja honum til
bifreið, og i henni ók hann síöustu
dagana, sem hann dvaldist í Berlin.
Það var 2. ágúst, að ég var á gangi
niöur í Neue Kantstrasse og sá þá,
hvar hópur fólks stóð í þyrpingu um-
hverfis miðaldra mann, hrukkóttan í
andliti, en með dökk, skær og fjörleg
augu. Fólkið var með vasabækur og
bréfspjöld á lofti og beið þess, að
maðurinn skrifaði þar nafn sitt, enda
virtist hann vera góðvildin sjálf og
lét enga óþolinmæði á sér sjá. Eg leit
á eitt bréfspjaldið, sem hann hafði
skrifað á, og þar stóð með ljótu,
kræklóttu letri nafnið LUIS. — Það
var allt, sem maðurinn kunni aö
skrifa.
Hver er þessi frægi Luis? verður
mérá aðspyrja.
Það er Spiridon Luis. Þannig
hljóðar svarið.
Spiridon Luis var Grikkinn, sem
daginn áður, við setningu Olympíu-
leikanna, færði Adolf Hitler olíu-
viðarsveig að gjöf. Oliuviðarsveigur-
inn var frá hinu helga Olympsfjalli
og var gjöf grisku þjóðarinnar til
ríkiskanzlarans þýzka. Hann var
tákn friðar og einingar, — ekki
aðeins milli þessara tveggja þjóöa,
heldur á milli allra landa og allra
þjóða, sem þátt tóku í leikunum.
Þýzka þjóðin heiðrar Luis
Spiridon Luis — þessi fátæki griski
bóndi — var boðsgestur þýzka
ríkisins á Olympíuleikunum í Berlín.
Og þaö var hátíðleg stund, þegar
hann viö setningu leikanna kom inn
um Maraþonhliöiö með olíuviðar-
sveiginn í hendinni, og þó enn hátíð-
legra, þegar hann stóð augliti til aug-
litis við einvaldinn þýzka og biöur
hann aö taka móti sveignum sem
friðarósk allra landa og allra þjóöa.
En hver er Spiridon Luis? Og hví
er honum fengiö svo mikilvægt hlut-
verk í hendur?
Það er einn dagur, eitt stutt atvik
úr lifi þessa manns, sem getur gefiö
fullnægjandi svar viö báðum þessum
spumingum. — En til þess verðum
við að hverfa f jörutíu ár aftur í tím-
ann, hverfa suöur til Grikklands áriö
1896.
Maraþonhlaupið
Arið 1896, þegar Olympíuleikamir
voru endurvaktir og ákveðið var aö
halda þá í Aþenu — höfuöborg Grikk-
lands — varð þjóðarfögnuður um
endilangt landið. Með sérhverjum
Grikkja tendraðist áhugi á íþróttum,
hverrar stéttar, sem hann var, og
hvort sem hann bjó í sveit eða við
sjó. Langmestan áhuga höfðu menn
þó á Maraþonhlaupinu, hinu 42.2 km
langa hlaupi, sem fara átti fram á
milli Maraþon og Aþenu og heyja átti
í minningu um það hlaup, sem fræg-
ast er allra. Maraþonhlaupið, þegar
hlauparinn griski færði Aþenubúum
sigurfregnirnar frá Maraþon.
Þetta var erfiðasta og veigamesta
raun Olympíuleikanna og jafnframt
sú þrautin sem mest og ákafast var
rætt um manna á meöal. Þaö var
meiri sigur að vinna Maraþon-
hlaupið eitt heldur en allar aðrar
íþróttir leikanna til samans.
Hins vegar stóð mönnum stuggur
af þessu langa hlaupi. Eini
maðurinn, sem hlaupið hafði alla
þessa vegalengd, síðan sögur hófust,
féll niður dauöur á áfangastaönum.
Var þetta hlaup ekki ofraun fyrir
mannlegan mátt? Voru ekki líkur til,
að hlaupararnir gæfust annaðhvort
upp á leiðinni eða dyttu niöur dauðir
við endamarkið? Olympíunefndin
var ekki alllítið hikandi, þegar hún
ákvaö að keppa skyldi i Maraþon-
hlaupi.
Geitahirðirinn
Hinn 28. marz 1896 fóru 25 menn
frá ýmsum löndum til Maraþon til að
taka þátt i Maraþonhiaupinu, sem
átti að hefjast þar daginn eftir og
enda á leikvanginum í Aþenu. Einn
hlauparanna dró sig alltaf út úr, því
að hann var óframfærinn, enda
óvanur að umgangast ókunnuga
menn. Honum fannst hann ekki eiga
samstöðu meö þessum frægu
hlaupurum, sem víðfrægir voru um
þvera og endilanga jörðina.
Þessi óframfæmi Maraþon-
hlaupari var grískur geitasmali,
óþekktur og einmana, sem öllum
stóð á sama um og enginn virtist
treysta til neins. Nafn hans var
ógriskt og óvenjulegt — hann hét
Spiridon Luis — en þó mun ekki
nokkur Grikki hafa verið grískari í
lund en einmitt hann.
Spiridon Luis var sérstæður meðal
iþróttamanna, hinna venjulegu
iþróttamanna, sem lifa íþróttanna
vegna og keppast um met. Hann var
fæddur í sveit, alinn upp í sveit og
hafði aldrei á ævi sinni komiö til
nokkurs stórbæjar. Hann vissi bók-
staflega ekkert um íþróttir, hafði
aldrei horft á iþróttakappleik, hafði
aldrei notið neinnar tilsagnar í
íþróttum, aldrei lesið íþróttabækur
né blöð, aldrei borið við aö æfa sig,
fyrr en honum haföi dottið í hug að
taka þátt í Maraþonhlaupinu, og
hann vissi engin deili á heilsufræði
og líkamsrækt, svo sem nuddi eða
BOÐFLENNUR
Á ÓLYMPÍULEIKUM
Um ólympískar boðflennur í crðsins
eiginlegasta skilningi getur ekki verið
að ræða, því að á Olympiuleikunum
fær enginn maöur að keppa, sem ekki
er skráður þátttakandi frá iþróttasam-
bandi ættjarðar sinnar eöa heima-
lands. En þótt því sé á yfirborðinu svo
farið, að alir ólymfKskir þátttakendur
séu sendir frá iþróttasamböndum hlut •
aðaleigandi landa, ber þó stundum við,
að þau skrá keppendur, sem þeim er
þvert um geð aö fari og þau vænta
einskis af — eða verra en einskis. —
Það eru þessir menn, sem ég kalla
ólympiskar boðflennur.
Að þessu sinni skal getið um tvö slík
dæmi, sem orðið hafa fræg vegna þess,
hve sérstæð þau eru. Hið fyrra skeði í
sambandi viö Ólympíuleikana i Stokk-
hólmi árið 1912, en hið siöari við Olymp-
íuleikana í Los Angeles 1932.
Stúdentinn þrjóski
Þegar brezku prófkeppninni í frjáls-
um íþróttum fyrir Stokkhólmsleikana
var fyrir nokkru lokið og brezka
íþróttasambandið var í þann veginn að
senda keppendaskrána til alþjóöa-
Ölympíuráðsins, kom nýbakaður
stúdent, Jackson að nafni, inn á skrif-
stofu sambandsins og fór þess á leit aö
vera skráður sem keppandi í 1500
metra hlaupi á Olympiuleikunum. Er
stjóm íþróttasambandsins fór að
grennslast eftir sigrum og afrekum
hins unga manns, var hvorugu til að
dreifa. Hann haföi a'.drei tekið þátt í
íþróttakeppni, aldrei unnið verðlaun
og því síður sigur. Hann var ekkert
annað en venjulegur Jackson, sem
engin afrek hafði unnið og ekkert
hafði annað til síns ágætis en löngunina
tii að skjóta hlaupaúrvali jarðarinnar
ref fyrir rass. Hinir „háu herrar” —
meölimir íþróttasambandsins —
brostu fuliir meðaumkunar hverjir til
annarra. Þeir vissu svo sem, hvar
hann átti heima, náunginn sá ama, en
þeir hlífðu honum við að síma eftir
geðveikralækni eða lögreglu, því að
hann leit aö minnsta kosti ekki út fyrir
að vera bandóður. Og til þess að æsa
hann ekki upp að óþörfu vora þeir
prúðmennskan sjálf. Þeir lýstu því
með fögram og hluttekningarfullum
orðum, hve sárt þá tæki það að geta
ekki notið „hæfileika” hans á Ólympíu-
leikunum, en það væri nú einu sinni
oröiö of seint aö láta skrásetja sig, og
við því yrði ekki gert héðan af. Þeir
opnuðu fyrir honum hurðina með
djúpri hneigingu og báðu hann vel að
lifa. En Jackson tók ekkert eftir því, að
hurðin var opin, og hann var heldur
ekki kominn þangað til þess að láta
reka sig á dyr. Hann var kominn
þangað til þess að láta skrá sig sem
þátttakanda á Olympíuleikana og til
annars ekki. Hann stóð óralengi kyrr í
sömu sporam og beitti allri þeirri
mælsku, sem hann bjó yfir, til að leiða
þessum þverhausum fyrir sjónir, að
hann vildi keppa fyrir ættjöröina og
geta sér og henni orðstír um gervallan
heim.
Fór fram í mæisku
„Kæri Jackson!” kallaði einn
stjómarmeðlimanna, sem oröinn var í
hæsta máta óþolinmóður, „komiö
þér fyrir næstu Olympíuleika og
sýniö okkur þá lista yfir sigra yöar
ogafrek.”
„Nú eða aldrei,” svaraði Jackson.
„Því miður ekki hægt — því
miður,” svöraðu stjórnendur íþrótta-
sambandsins einum rómi og voru
óhagganlegir sem bjarg.
Daginn eftir og hvem dag úr því
fór Jackson á fund stjómar íþrótta-
sambandsins og bar upp við hana
sama erindið. Hann gætti þess vand-
lega, að enginn dagur félli úr, og
hann hélt hverja ræðuna annarri
snjallari yfir þessum þrákálfum,
sem aldrei létu sannfærast. Hann tók
daglegum f ramförum í mælsku.
„Ef þér eruð eins liðugur í fótunum
og í málbeininu, þá skulum við senda
yður,” sagði sá, sem varð fyrir
svörum eitt sinn, þegar þolinmæðin
var alveg á þrotum.
„Eg er það,” svaraði Jackson.
..Sannanir?”
En þær vora ekki til. Menn heimta
sannanir — eilífa sannanir við sönnu
og lognu, en Jackson fyrirleit þær
allar. Eða hvað hefur sá maður við
sannanir að gera, sem finnur sann-
leikann í sjálfum sér? Er hann ekki
hafinn yfir allar sannanir ?
Jackson var snúinn út af laginu.
Hann gat ekki fundiö upp á neinu,
sem komið gæti í staöinn fyrir sann-
anir, og gafst hreinlega upp. Friður
og eining rikti að nýju á skrifstofum
brezka íþróttasambandsins, því
þangaðkom enginn Jackson framar.
Skráður á
síðustu stundu
Nú leiö að því, að Olympíuleikamir
hæfust í Stokkhólmi. Þátttakendaskrár
vora allar komnar í hendur alþjóöa-
Olympíuráöinu og brezka kappliðið,
ásamt Ólympíunefndinni, komið til
Svíþjóðar fyrir nokkrum dögum: Þá
allt í einu skýtur Jackson þar upp eins
og fjandanum úr sauðarleggnum.
Hann haföi tekið sér far með skipi á
eigin kostnað til þess aö velgja löndum
sínum þar nyðra, ef þeir skrásettu
hann ekki sem keppanda á leikunum.
Og hann lét ekki heldur sitja við fyrir-
ætlanirnar einar. Á hverjum degi, sem
guð gaf yfir og eftir var til mótsins, fór
Jackson á fund brezku Olympíu-
nefndarinnar til þess að bera fram ósk
sína. Og það var sama, hve harðorð af-
svör og hve alvarlegar áminningar
hann fékk um „ógentlemanlega” og
óbrezka framkomu, alltaf kom hann
aftur og þá hálfu svæsnari en daginn
áður. Dag eftir dag kaldhamraði hann
ósk sína með illu eöa góðu, með grát-
beiðni, bölbænum eða jafnvel hótun-
um. Loks, þegar Olympíunefndin
brezka hafði ekki stundlegan frið leng-
ur, ekki matfrið, ekki svefnfrið, enga
hvíld og enga möguleika til að sinna
störfum sínum fyrir þessum bandóða
Jackson, lét hún undan og skráði hann
á síðustu stundu, en með því skilyrði
þó, að hann léti hvorki heyra sig né sjá
uppfrá þessu.
Nokkrum dögum seinna sigraði
Jackson þessi í 1500 metra hlaupinu á
Olympíuleikvanginum með glæsileik
og yfirburðum, sem vakti aödáun alls
heimsins, en fádæma furðu Breta, er
vora sem steini lostnir og gláptu á
Jackson eins og naut á ný nývirki.
Hástökkvarinn
hugumstóri
Hliöstætt atvik kom fyrir í sambandi
viö Olympíuleikana í Los Angeles 1932.
Söguhetjan þar var lítt þekktur kanad-
iskur stúdent, D. Marc Naughton að
nafni. Hann stundaöi nám við háskóla í
Los Anglees einmitt um þær mundir,
sem Ólympiuleikarn’r fóru þar fram.