Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR14. JOLl 1984.
5
„HÚN Á EIN-
STAKLEGA
AUÐVELT MED
AÐ LÆRA’r
— segir Þórunn Geirsdóttir, móðir Bryndísar Hólm
„Bryndís er ákaflega sjálfstæð og
dugleg og ég tel það hennar stærstu
kosti,” sagði móðir hennar, Þórunn
Geirsdóttir, í samtali við DV.
„Bryndís hefui' alla tíð tekiö alla
hluti alvarlega og hefur þá einu gilt
hvað hún hefur tekið sér fyrir hendur.
Iþróttirnar stundar hún af miklu kappi
en þaö hefur aldrei komið niður á
náminu hjá henni. Hún stundar sinn
skóla af mikilli eljusemi og á alveg ein-
staklega auðvelt meö að læra. Hún
þarf ekki nema rétt að líta í bók og þá
kann hún allt.”
Er Bryndís dugleg við að aðstoða
þig viö heimilisstörfin ?
„Það hefur ekki staðið á henni að
hjálpa mér þegar ég hef beðið hana um
það. En ég veit að hún hefur lítinn tíma
til þess að hjálpa mér hér heima. Allur
hennar tími fer í íþróttir og námið. ”
Nú hefur þaö oft verið sagt um
frjálsíþróttafólk að það borði meira en
góðu hófi gegni.Er þessu þannig fariö
með Bryndisi?
„Nei, ekki get ég sagt það. Hún
borðar ekki mikið og passar sig á því
að borða rétta fæðu. Hún borðar ekkert
nema hollan mat og tekur lýsi. Mér
skilst að hún veröi að boröa ákveöinn
mat ætli hún aö standa sig í
íþróttunum. Og ég er handviss um að
hún á eftir aö gera það.”
Fylgist þú með henni á vellinum þeg-
arhúneraðkeppa?
„Nei, ég verð að viðurkenna að það
geri ég ekki. Ég er ekki viss um að hún
vilji það. Það gæti er til vill haft slæm
áhrif á hana ef ég væri viðstödd þegar
hún er að keppa. Þetta er einstaklings-
bundið,” sagði Þórunn Geirsdóttir.
—SK.
SMÁAUGLÝSINGADEILD,
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022.
• Afsöl og sölutilkynningar bifreiða
• Húsaleigusamningar (löggiltir)
• Tekið á móti skriflegum tilboðum
Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá
um að svara fyrir þig simanum. Við tökum á móti
upplýsingum og þú getur siðanfarið yfir þær i góðu tómi
09 ferðalagið!
-sækjum við í bensinstöðwar ESSO
Primus-os srillvörur
Ofiufélagið hf
Suóurlandsbraut 18
✓
Bryndísi Hólm langaði að
spyrja Ingólf Hannesson, sem nú
er mættur til starfa á sjón-
varpinu á nýjan leik, að því
hvort sýnt yrði beint frá
ólympíuleikunum í Los Angeles.
Svar Ingólfs Hannessonar:
„Ég á ekki von á því að sýnt
verði beint og aðalástæðan fyrir
því er tímamismunur milli
Islands og Bandaríkjanna. En
ég get fullyrt aö þjónusta sjón-
varpsins við landsmenn verður
betri núna en hún hefur áður
verið. Það er verið að athuga
núna um möguleika á að sýna
úrslitakeppni spjótkastsins beint
en of snemmt er að segja um
hvort af því verður. ’ ’
• FULLT NAFN: Bryndís Hólm
* Karlsdóttir.
• HÆÐ OG ÞYNGD: 174 cm og 57
• kg.
• GÆLUNAFN: Ekkert sérstakt.
• BIFREH); Engin.
• UPPÁHALDSFÉLAG ÍSLENSKT:
• ÍRogVíkingur.
• UPPAHALDSÍÞROTTAMAÐUR
• ÍSLENSKUR: Einar Vilhjálms-
2 son.
• UPPÁHALDSÍÞROTTAMAÐUR
• ERLENDUR: Carl Lewis.
J MESTU VONBRIGÐI í IÞRÖTT-
• UM: Þegar ég féll úr keppni í 7-
• þraut. Átti mjög góðan fyrri dag
J en gerði öll stökk mín ógild í lang-
• stökkinu og féll úr keppni þess
• vegna.
J MESTA GLEÐISTUND í
• ÍÞRÓTTUM: Þegar ég stökk í
• fyrsta skipti yfir sex metra.
J ÖNNUR UPPÁHALDSÍÞRÓTT
• EN FRJÁLSAR: Handknattleik-
• ur.
J UPPÁHALDSMATUR: Lamba-
• hryggurmeðöllu.
• UPPÁHALDSDRYKKUR:
J Norskur bjór.
• UPPÁHALDSSJÓNVARPS-
• ÞÁTTUR: Íþróttir.
J UPPÁHALDSLEIKARI ÍS-
• LENSKUR: Laddi.
J UPPÁHALDSLEIKARI ER-
J LENDUR: Richard Gere.
• UPPÁHALDSHLJÓMSVEIT:
J Genesis.
J UPPÁHALDSBLAÐ: DV.
• LÍKAR VERST í SAMBANDI
J VIÐ ÍÞRÖTTIR: Rigur milli fél-
J aga.
BESTI VINUR: AUir mínir vinir
i íþróttum.
ERFHÍASTIANDSTÆÐINGUR:
Enginn sérstakur.
HELSTA METNAÐARMÁL í
LÍFINU: Að standa mig vel i öUu
sem ég geri.
HVAÐA PERSÓNU LANGAR
ÞIG MEST TIL AÐ HITTA? J.R.
RÁÐ TIL UNGS FRJÁLS-
ÍÞRÓTTAFÓLKS: Æfa vel og
rétt.
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA
EFTIR AÐ FERLINUM
LÝKUR? Ekki hugsað svo langt
því hann er nýbyrjaður.
HELSTI KOSTUR ÞINN: Stund-
vísi.
HELSTI VEIKLEIKI: Of upp-
stökk, fljót að reiðast.
FRAMTÍÐARFRJÁLS-
ÍÞRÓTTAMAÐUR Á ÍSLANDI:
Súsanna Helgadóttir, FH.
BESTI ÞJÁLFARI SEM ÞU
HEFUR HAFT? Gísli Sigurðs-
son.
YRÐIR ÞÚ HELSTIRÁÐAMAÐ-
UR ÞJÓÐARINNAR Á MORG-
UN, HVERT YRÐI ÞITT
FYRSTA VERK? Að reisa glæsi-
legan leikvang í Laugardal.
ANNAÐ VERK? Lækka aldurs-
takmarkið í 18 ár á skemmtistöö-
um.
Bryndisi langar mest til að hitta
J.R.
'ta
AUGLYSENDUR ATHUGIÐ!
AUKABLAÐ,
Innlent ferðablað II
kemur út laugardaginn 28. júlí
helgina fyrir verslunarmannahelgina.
Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að aug-
lýsa í blaðinu vörur sínar og þjónustu vinsam-
legast hafi samband við auglýsingadeild DV,
Siðumúla 33, Reykjavík, eða í símum 82260
og 27022 kl. 9-17 v'irka daga, í síðasta lagi
fimmtudaginn 19. júli.
AUGLÝSINGADEILD
SÍÐUMÚLA 33. SÍMAR 82260
OG 27022.