Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 4
htftta tf íþrótta««w^ Dansa eins og brjáíuð á bölíum þegar ég kemst inn” — segir frjálsíþróttakonan Bryndís Hólm sem er viðmælandi okkar að þessu sinni tslandsmeistarinn í langstökki kvenna, Bryndís Hólm, var svo elsku- leg við okkur á DV aö sína á sér hina hliðina að þessu sinni. Bryndís hefur um langt skeið verið í nokkrum sér- flokki í langstökkinu og að sögn fróðra manna er það bara dagaspursmál hve- reer hún bætir þetta met sitt Dugnaður, samfara sjálfsaga og metnaði, er fyrir hendi og þegar þessir þrir kostir íþróttamanns haldast í hendur getur útkoman vart orðið önnur en góður árangur. Bryndís er 18 ára en verður 19 eftir viku. Hún hefur í fjölda ára æft frjálsar íþróttir og þaö á eftir að reynast henni vel þegar fram líða stundir. „Það verður að segjast eins og er að ég á ekki mjög mörg áhugamál fyrir utan skólann og íþróttimar. Það fer gífurlegur timi í að æfa og keppa og nú upp á síðkastið hefur mikill tími fariö í námið. Mér hefur gengiö mjög vel í skólanum og á von á því að ljúka stúdentsprófi eftir eitt ár. Það hefur lengi verið minn stærsti draumur að komast til útlanda í nám og stunda æfingar með náminu. Ef ég næ góðum prófum hér heima á það að hjálpa mér og auövelda inngöngu í skóla ytra. Þess vegna er um að gera að standa sig.” DV. LAUGARDAGUR14. JULl 1984. Bryndís sést hér ásamt móður sinni, Þórunni Geirsdóttur. „Franska, enska og þýska uppáhaldsfögin" „Ég á mér ekki neitt eitt upp- áhaldsfag í skólanum. Ég er mikið fyrir tungumál og enska, þýska og franska eru í uppáhaldi hjá mér.” Þaö ætti þá að liggja í augum uppi, þegar ljóst er að þú ert í námi á vetuma og á kaf i í íþróttunum og vinnu á sumrin, að ekki er mikill tími af- gangs fyrir sumarfrí. „Það er rétt. Eg stefni engu að síður að þvi að fara til Noregs með unglinga- landsliöinu í ágúst og verða svo eftir í Noregi eftir keppnina. En ég held að ég nái ekki að slappa mikið af. Ég verð að æfa mjög vel og stefni áð því að taka þátt í mótum ytra. Ég hef mjög gaman af því að ferðast og vona að mér gefist tími til þess að ferðast um mitt eigið land þótt síðar verði.” „Dansa eins og brjálæðingur á böllum" Aöaláhugamálin, Bryndís? „Mér finnst mjög gaman að fara út og skemmta mér. Fara á böll og dansa en sá galli er á gjöf Njarðar að ég á í erfiöleikum með að komast inn á skemmtistaðina. Það hefst þó oftast að lokum með aðstoö góðra manna. Eins og ég sagði áðan þá nýt ég þess að dansa og fæ mikla útrás á dansgólf- inu.” Hvernig eru íslenskir strákar? Þú ert ólofuð, ekki satt? Stendur til að bæta úr því? „Það er rétt að ég er ólofuö en á mjög góðan vin í Noregi. Ég kynntist honum í gegnum íþróttimar. Islenskir strákar eru ágætir þó að ég hafi ekki mjög mikla reynslu af þeim. Sumir hverjir eru þó frekir og tilætlunar- samir. Þeir bjóöa manni kannski í dans og svo vilja þeir miklu meira. Verða svo vondir og snúa upp á sig ef maður er ekki til í tuskið.” „Langar að prófa golfið" Þú átt Islandsmetið í langstökki sem er 6,17 metrar. Stendur ekki til að bæta það fljótlega og önnur spuming í leiðinni, Bryndís. Hvað ætlar þú að gera þegar ferli þínum lýkur í frjálsum? ..Auðvitað stefni ég að því að bæta islandsmetið fljótlega og sem allra fyrst Ég hef æft vel og það á að takast. Þegar ferli mínum lýkur, en það er langt þangaði til, langar mig til að prófa að leika golf. Það væri gaman að prófa að taka í kylfu,” sagði Bryndís Hólm. —SK. Kaffivagninn Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fæstar krónur Þarfur staður fyrir ferðafólk Kaffivagninn er greinilega sjávar- réttastaður erlendra ferðamanna í Reykjavík. Við prófun DV í miðjum júni voru þeir í miklum meirihluta meöal gesta og létu sér matinn vel líka. Þar vora einnig nokkrir er- lendir kaupsýslumenn, greinilega á flótta frá dýru stöðunum til einhvers, sem þeir gætu talið „ekta”. fíótta umhverfið Að vísu er Kaffivagninn nokkra lakari og mun dýrari sjávarrétta- staður en Potturinn og pannan og Laugaás, en hann er mun betur settur en þeir. I fyrsta lagi er hann í næsta nágrenni gamla miðbæjarins. En í öðru og mikilvægara lagi hefur hann hið rétta umhverfi, sjálfa fiski- bátahöfnina. Út um stóra glugga Kaffivagnsins er hið fegursta útsýni í sólskini yfir mastraskóga og skæra liti smárra og stórra fiskibáta. Ryðguð skip í slipp trufla ekki stemmninguna, heldur gefa henni raunhæfan svip eiginlegr- ar hafnar, rétt eins og verbúðaröðin á Grandagarði. Utlendingar era yfirleitt hrifnari af íslenzkum sjávarréttum en öðrum íslenzkum réttum, að lambakjöti meðtöldu. Alit þeirra á íslenzkum sjávarréttum stafar einkum af því, að hráefnið er hér ferskara og betra en þeir þekkja frá stórborgunum, þarsemþeir búa. Matreiösla sjávarrétta er hins vegar ekki merkilegri hér á landi en annars staðar, nema í vissum undan- tekningartilvikum. Þau er einkum að finna hjá hinum dýrari veitinga- húsum í Reykjavík og í sérvizkustað eins og á Hótel Búðum. En Kaffi- vagninn er ekki eitt afþessumund- antekningartilvikum. Eins og yfirleitt tíökast hér á landi hefur Kaffivagninn tilhneig- ingu til aö bjóða upp á ofeldaða sjávarrétti. Þeir era svo sem góðir, en ekki eins góðir og þeir gætu verið og ekki eins góðir og þeir eru I sum- um ódýrari veitingahúsum Reykja- víkur. Einnig er óþægilegt, að þeir koma í sumum tilvikum ekki nógu heitir á borð. Kaffivagninn er einfaldur og lát- laus staöur, opinn og þétt skipaður ; tréborðum og hversdagslegum plast- stólum. A gólfi eru flísar. I lofti eru bæði olíulugtarlegir lampar og gamallegar ljósakrónur. Á veggjum eru lampar í stíl viö ljósakrónurnar og við glugga era tjöld i stíl við borðdúkana. Fersk blóm voru á borðum, þegar staöurinn var prófaður, svo og handþurrkur úr pappír. Einkum fiskur A matseðli Kaffivagnsins eru aðeins tveir kjötréttir og var aöeins annar þeirra á boðstólum við þetta tækifæri. Það var kjúklingaréttur í miklu magni af ágætri, sherrylagaðri rjómasósu með örlitlu af sveppum. Kjúklingabitamir voru fremur þurrir, en aðaliega bragðlausir. Með fylgdu brenndar og harðar franskar kartöflur, svo og einfalt og gott hrásalat. Fyrir utan svonefnda rússneska súpu, var boöið upp á rjómalagaöa spínatsúpu með mildu spínat- bragði, hæfiiega kryddaöa, ágæta súpu. Forréttimir era einnig tveir, soðnar úthafsrækjur og blandaðir sjávarréttir. Rækjurnar vora bornar fram í skelinni, rauðar, stórar og fallegar, góðar á bragðið. Með fylgdi dálítið sæt og köld tómatídýf a meö papriku- bitum, svo og blaðsalat og ristað brauð með smjöri. Þetta var bezti matur próf unarinnar. Blönduðu sjávarréttimir vora þurr smálúða, meyrar rækjur og meyr kræklingur ásamt papriku, allt innbakað i ostasósu. Meö fylgdu smjördeigshom og sítrónubátur. Gæðin voru nákvæmlega í því fram- bærilega meðallagi, sem maður býst viö í veitingahúsum borgarinnar. Smálúðuflök í kampavínssósu vora fyllt með rjómablandaðri þorskalifrarkæfu, sem gaf réttinum skemmtilega tilbrey tni. Hinir þynnri hlutar lúðuflaksins vora of þurrir. Með fylgdi töluvert af ágætum rækjum og kræklingi, svo og smjör- deigshorn og sítrónubátur. Silungur, heilsteiktur í smjöri, var hæfilega snöggt eidaöur, en hins veg- ar of mikið saltaður og pipraður. Skorpan var vel heppnuð. Með fylgdu rækjur og sýrðar gúrkusneiðar, svo og salatskreyting og hvítar kartöflur með steinselju. Rjómasósan fannst mér í rauninni vera eggjasósa. Soðnar laxasneiðar með bráðnu smjöri, hvítum kartöflum og sýrðum gúrkusneiðum voru heldur lakari en við má búast hér á landi. Laxinn var of lengi eldaður og einkum þó of kaldur, þegar hann kom á borð. Með honum fylgdi ristað brauð og smjör. Sórgrein á undanhaldi Sérgrein hússins, Fiskisúpa Kaffi- vagnsins, kom ekki heit á borð. Hún var f ull af ágætum s jávarréttum, svo sem humarhölum, stórum rækjum og smáum, kræklingi og smálúðubit- um. Humarinn og úthafsrækjumar voru í skelinni, sem í hvoragu tilvikinu höfðu verið skornar eða sagaöar til aö auðvelda gestum snæöinginn. Við slíkar aðstæður er heppilegra aö hafa súpuna tæra, svo að fingur verði ekki of suilugir, enda era fiski- súpur oftar tærar en hitt. Þessi var hins vegar rjómuð og það mikið rjómuð. Hún vár góð á bragðið, en uppfyllti ekki fyllilega vonir mínar til sérgreinarinnar. Súpan var fyrr- umbetrienþetta. Þjónusta ungra stúlkna var vinsamleg og ákveðin. Strax og kaffið kom á borð, var tekið fram, að heita ábót mætti f á eftir þörfum. Miðjuverö á tveimur súpum var 68 krónur, tveimur forréttum 150 krónur, átta fiskréttum 305 krónur, tveimur kjötréttum 320 krónur, þremur eftirréttum 92 krónur. Kaffið kostaði 30 krónur. Ekkert vín er veitt. Miðjuverð tveggja rétta máltiðar er 422 krónur, miölungs- verð á islenzku veitingahúsi. I hádeginu er svo hægt aö fá mötuneytismat úr heitum dunkum, tvo fiskrétti og tvö kjötrétti. Með súpu dagsins og kaffi er miöjuverð máltíðarinnar þá 190 krónur. Fyrir það fé færi ég heldur i Laugaás eða Pottinn og pönnuna í almennilegan mat. Segja má, að á kvöldin hafi Kaffi- vagninn mjög risið til vegs og virðingar i heiminum, þegar þar heyrast óma ýmis tungumál frá vel stæðu feröafólki. Og sem auglýsing fyrir íslenzka sjávarrétti handa miðlungi kröfuhörðum ferðamönn- um er Kaffivagninn hin þarfasta stofnun. En hvað er orðið af sjó- mönnunum á kvöldin? Jónas Krist jánsson. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.