Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 12
DV. LAUGARDAGUR14. JULI1984. Sagan um þaö hvernig litir hafa áhrif á skap, hugmyndir og líkamlega velliöan okkar hefst fyrir um þaö bil 2500 árum í Grikklandi með heimspekingnum Pýþagórasi! sem sagöi fyrir um hvemig nota ætti hin ýmsu litaafbrigði til þess aö vinna gegn alls kyns sjúkdómum sem hrjáöu bæöi líkama og anda. A svipaöan hátt taldiö rómverski læknirinn Celsus aö lækninga- máttur meðala sinna lægi undantekningarlaust ílit þeirra. Hinn frægi persneski læknir og heimspeking- ur, Avicenna, sem starfaöi í Bagdad í byrjun elleftu aldar taldi lit vera mikilvægastan viö greiningu og meðferð sjúkdóma. Hann taldi aö rautt ljós örvaöi hreyfingu blóösins og aö blátt ljós drægi úr henni. Á miööldum skiptu litir einnig miklu rnáli viö meðferð sjúkdóma. Rautt virtist vera mjög vin- sælt og læknar þeirra tíma báru rauða kufla til marks um hver starfi þeirra væri. Litir sem fylgdu veikindum voru oft taldir lykiatriöi við lækningu á þeim. Því voru skarlatsrauðiir klútar notaöir til að stöðva blóðrás og gult í ýms- um útgáfum var notaö gegn gulu. Læknar Edwards II létu konung sinn meira að segja í rautt herbergi ef þaö mætti veröa til aö iækna hann af bólusótt. 1 dag eru til litalæknar sem halda þvi enn á loft að sérhver litur í rófinu hafi mismunandi áhrif á tilfinningar okkar. Að þeirra mati má lækna ýmsa smákvilla, magna orkustöðvar og kælaheitar tilfinningar meö viðeigandi litanotk- un. Rauði liturinn er með lengsta bylgjulengd og lægsta orku. Hann er talinn vera mest örvandi liturinn. Hann hefur þau áhrif að viðkomandi verður æstur og spenntur. Rauður litur er kjör- inn ef maður vill fá hugmyndir og einnig fyrir kynferðislega örvun. Appelsinuguiur litur er einnig talinn vera örv- andi og geta létt huga manna. Hann er sagöur slaka á hömlum og leyfa huganum að reika um. Hann er talinn upplagður til að örva samræöur. Kannanir Litir úr heitari hluta litrófsins eru taldir vera æsandi. Kaldari litir eins og fjólublár og blár eru taldirsefa. Fjólublár er talinn litur virðuleika og heiðurs. Hann er talinn auka á einbeitingu og draga úr bræöiköstum. Ljósblár litur er sefandi og er oft notaður af litalæknum til aö draga úr asma. Dökkblár litur er notaöur gegn migrene. Allir bláir litir eru taldir styðja tilfinningu rósemi og sjálfsstjómar og því prýðilegir fy rir þá sem haldnir eru kvíða. En skiptir það ekki máli í viðbrögöum okkar við litum hvort okkur finnst þeir fallegir eða ekki? Sannarlega hlýtur mat okkar á ákveönum litum að tengjast staöreyndinni að þeir hafa ávallt gegnt táknrænu hlutverki i lífi okkar. Rautt hefur verið tengt kynferðislegri örvun, blátt hefur til dæmis verið tengt kyrrð hafsins. Ýmsar kannanir sem gerðar hafa verið á þessari öld styðja hugmyndina að litir hafi áhrif á ýmsa starfsemi líkamans, óháð smekk við- komandi eða þeirri menningu sem hann elst upp í. Tilraunir sem gerðar voru snemma á þessari öld sýndu að vöövastarfsemi varð fyrir áhrifum mismunandi lita. Vöðvar voru sterkastir nálægt rauðu ljósi og veikari þegar nálægt þeim var ljós sem hafði styttri öldulengd, grænt og blátt á enda litrósins. Robert Gerard, þá sálf ræðinemi, gerði tilraun 1958 sem sýndi að mismunandi litir höfðu mis- munandi áhrif á taugakerfið. Hann sýndi að þegar þeir sem hann rannsakaöi horfðu fram á skerm sem lýstur var með rauöu ljósi þá jókst blóðþrýstingur þeirra. Hjartsláttur varð örari, öndunin varð hraðari og líkamshiti þeirra óx. Ur þessu dró öllu þegar blár litur kom í staöinn fyrir rauðan. Það sem á við Rauði liturinn varð einnig til að viðkomandi fannst þeir æstir og stífir á meðan blái liturinn lét þeim finnast þeir vera rólegir og afslappaöir. Sumar rannsóknir benda til þess að það séu ekki bara augun sem eru næm fyrir ljósi og lit. Húöin sé það einnig. Því hefur verið varpað fram að nemar séu í húðinni sem bregðist við mismunandi bylg julengdum og miðli upplýsing- um um lit gegnum taugarnar til heilans. Þetta þýðiraðlitur fata okkar, alveg eins og liturinn sem við notum til að skreyta með heimili okkar og skrifstofur, og ljósið sem við lýsum þessa staði upp meö, hafi meiri áhrif á líkamsstarf- semi okkar en viö ímyndum okkur. Theo Gimbel heitir maður nokkur er hefur unniö við lýtalækningar í meira en tuttugu ár og reynt að gera sér grein því hvernig litir hafl áhrif á skap fólks, hegðun og hugsun. Hann kynntist mætti litanna er hann fékkst sem drengur við að hagræða sviðsljósum fyrir föður sinn. En það var síðar á eviferli hans er hann fór að vinna með fötluðum bömum og upp- götvaöi aö þau voru einstaklega næm f yrir litum að áhugi hans á mætti lita jókst. Hann teiur að ef allir vissu meira um það hvernig litir geta haft áhrif á þá þá myndu þeir hafa í hendi öflugt meðal til þess aö halda sér heilbrigöari og hamingjusamari. Streita — s/ökurt Hann telur aö besta leiðin til að nota lit sé að hafa þá liti alltaf nálægt sér sem best eiga við á hverjum tíma. Hann segir: „Það sem er smart og í tísku er ekki alltaf best fyrir heilbrigði þitt. ” Grænn sem er í miðju litrófsins, milli rauðs og f jólublás litar, er oft talinn vera afslappandi lit- ur vegna þess aö hann er litur náttúrunnar. En vegna þess aö hann hvorki örvar né stillir þá er hætt við því að stórir grænir flákar verði lif- vana. Ástæðan fyrir því að okkur finnst við full af friðsæld eftir rölt úti í náttúrunni getur verið sú að græni Iiturinn styrkir tiiflnningu sinnu- leysis og óákveðni. Smáskammtar af grænum lit, eins og til dæmis grænar plöntur í herbergi, er nauðsyn- legur til að ná ákveðnu jafnvægi. Hvaða litur er þá heppilegastur þar sem maður vill vinna? Blágrænn litur er ef til vill einn besti liturinn því þessi litur hvetur til hlutlægni og um leið girðir hann fyrir að minniháttar sveiflur í dag- legu gengi hafi of mikil áhrif á okkur. Þessi svali og hressandi litur iéttir af manni streitunni af vinnunni því talið er að hann slaki á bæði vöðva- spennu og spennu í taugakerfinu. Ljósir og dökkir En hvað um rauöa litinn sem talinn er örva hugsun og hvetja menn til dáða? Liturinn er að sjálfsögðu talinn ágætur þegar framtakiö til vinnu vantar. Það er þó ekki heppilegt að nota hann á stórum svæðum því þá er hann beinlinis truflandi. Rautt er sannarlega brögðóttur litur. Hann verður oft fyrir valinu hjá öfgamönnum því hann krefst athygli. Tvírætt eðli litarins kemur h'ka í ijós af þeirri staðreynd að það að ganga í rauðum fötum getur hjálpað fólki sem er niður- dregið eða þunglynt því þaö dregur athygli mannsins frá honum sjálfum og beinir henni út á við. Rautt getur, ef það er notaö með varúð, fært þeim sem notar litinn aukinn kraft. Hæfileiki litarins til að auka líkamshitann hefur verið margsannaður. Blöndun litarins skiptir einnig máli þegar ákvarða á áhrif hvers litar. Ljósir litir eru gjarnan virkir á meðan dökkir litir eru fremur aögeröalausir. Vegna þess er svefn- herbergi í dökkbláum lit eðlilegra heldur en her- bergi sem er með ljósari iit'þó að allir bláir litir virðist vekja ró og afslöppun. Skærir litir eru siæmir fyrir ungbörn. Þau eru hamingjusamari þegar umhverfið er málaö í pastellitum. Jafnvel á fullorðinsárum líöur flestum nema þeim allra sjálfsöruggustu heldur illa í mjög mettuðum litum. Flestir leita eftir hóflegri litum þegar þeir velja sér föt eða velja sér liti sem eru engir litir eins og grár. Fataskápurinn Theo Gimbel, sem til hefur verið vitnað, segir gráa litinn þýða sjálfsafneitun. Hann þýði: „Ég er ekki ábyrgur ” og þjóni öllum öðrum litum sem skýrir það hversu algengt er að nota hann í einkennisbúninga. Svart hefur ókosti vegna þess að það drekkur í sig bæði jákvæða og nei- kvæða örvun og gerir þvi alla sem það nota ein- staklega auðsæranlega. „Hvíti liturinn sem er á hinum enda skalans afhjúpar allt. Hvítt táknar fullkomnun, ósnertanleika og því geta aöeins þeir sem eru mjög ákveðnir í markmiðum sín- umklæðst,” segir hann. Það er ekki mælt með því að vera með of mikið af neinum einum lit í kringum sig þvi það virðist sem jafnvægi allra lita regnbogans sé heppilegast til að heilsan sé í lagi. Auðveldasta leiðin til að skipta um lit eftir þvi hvemig skapi maður er í er að skipta um f öt. „Þegar þú ferð í fataskápinn á morgnana skaltu velja fötin sem þér dettur fyrst í hug að fara í,” segir Theo GimbeL m finn- ing fyrir litum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.