Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Blaðsíða 15
! i'i i r.•.f > "f t'»<• <. v r
DV. LAUGARDAGUR14. JULl 1984.
15
bööum. Hann var ekkert annaö en
óbreyttur hjarðsveinn uppi í sveit,
hæglátur, feiminn, ómenntaöur og
óþekktur sveitapiltur, sem gætti
geita meö einskærri samvizkusemi
og einskærum dugnaöi.
Er erfiðara að hlaupa uppi
menn en geitur?
Spiridon Luis haföi aldrei tekiö
þátt í íþróttakappleik og aldrei
hlaupið í kapp viö nokkurn mann. En
hann haföi hlaupið á eftir geitum og
oftast náð þeim. Hví skyldi hann þá
ekki eins geta hlaupið á eftir
mönnum? Með þessa flugu í höföinu,
sem ekki varö þaðan þokaö, byrjaði
hann aö æfa sig undir Maraþon-
hlaupiö — og æföi sig á mjög
einkennilegan hátt. Með vínpela í
annarri hendinni, en brauö og ostbita
í hinni hljóp hann eins og bandóö
vera út um hagann, át, þegar hann
svengdi, og drakk, þegar hann
þyrsti. Hann lagöist niöur og sofnaði,
þegar hann þreyttist — en tók svo
aftur til fótanna, þegar hann
vaknaði. Þannig æfði Spiridon Luis
hlaup.
Hinn langþráöi dagur, 29. marz,
rann upp bjartur og heitur, miklum
mun heitari en heitustu sumardagar
geta orðið hér á íslandi. Stundvís-
lega kl. 2. e.h. ríöur sprettskotiö af,
og hlauparamir 25 leggja af stað.
Luis skokkar rólegur og ánægöur í
miöjum hópnum og hugsar meö
sjálfum sér, að allir þessir menn,
sem kringum hann eru, séu óþekkar
geitur, sem ætli sér aö hlaupa frá
honum. En þaö er langt síöan nokkur
geit hefur hlaupið Spiridon Luis af
sér, og í dag hefur hann ákveðið, að
þaö skuli heldur ekki veröa.
Hitinn vex. Hann lamar hlaupar-
ana, og eftir fyrstu tíu kílómetrana
eru margir þeirra famir að dragast
aftur úr, svo aö um munar. En hitinn
kemur Spiridon Luis ekki að sök,
hann er vanur honum, þekkir meira
aö segja ekki aöra veöráttu en hita —
og aftur hita. Hann hleypur tíöum,
léttum skrefum, áhyggjulaus og
ánægöur, eins og þetta séu þægustu
geitur jaröarinnar, sem hann er
núna að fást viö. Og hann hleypur
meira aö segja á undan þeim. Luis er
fyrstur.
En svo fara „geiturnar” aö verða
baldnar, þær fara aö draga á Luis,
svona ein og ein, og að lítilli stundu
liöinni er Frakklendingurinn
Lermusiaux þotinn fram úr honum,
og á hæla hans hlaupa Ástralíu-
maöurinn Flack og Ameríku-
maðurinn Black. Þeir greikka spor-
iö, eins og endamarkið sé á næstu
grösum, og hverfa Luis sjónum í
göturykinu og móöunni. En Spiridon
Luis a- hinn rólegasii og kemur eidd
til hugar aö herða á sér. Honum
geöjast aö vísu engan veginn aö því
aö láta hvem hlauparann á fætur
öömm hlaupa fram úr sér og hverfa
sér sjónum — því að hann tekur ekki
þátt í Maraþonhlaupinu í því skyni
aö fá sér skemmtigöngu, heldur til
aö hlaupa — og um fram allt til að
sigra. En Luis tekur þessu öllu með
heimspekilegri ró; hann veit af
gamalli reynslu, aö þær geitumar,
sem hlaupa harðast í upphafi, veröa
líka fyrstar til aö gefast upp.
Luis tekur sér hvíld
Nú skeður það, sem svo oft hefur
borið viö áður, geitasmalinn Luis
þreytist. Og hann gerir nú alveg það
sama í dag og hann hefur alltaf gert
endranær, þegar eins bar undir,
hann sezt niöur og hvílir sig.
Veitingakrá var þarna skammt frá
veginum, og vegna þess, að Luis var
þyrstur, fór hann þangað og baö um
hálfa mörk af víni til aö drekka.
Hópur landa hans, sem sitja inni á
kránni, umkringja hann og skamma
hann fyrir þó smán, sem hann hafi
leitt yfir land sitt og þjóö meö því aö
gefast upp á jafnauvirðilegan hátt.
Það hafi að vísu aldrei veriö neins af
honum aö vænta, smalanum, en þá
heföi hann líka getaö látiö þaö ógert
að gefa sig fram í hiaupiö til þess
eins að verða landi sínu og þjóö til
háöungar.
Spiridon Luis iætur sér ávítur,
háösyröi og formælingar landa sinna
sem vind um eyrun þjóta. Hann situr
rólegur og þegjandi viö borðiö og
drekkur vínið sitt. Honum hefur
aldrei komiö til hugar aö gefast upp,
hann ætlar aðeins aö hvíla sig, eins
og hann er vanur heima í sveitinni
sinni, þegar hann þreyttist. Hann
spyr veitingaþjóninn, hve langt sé
síðan fyrstu hlauparamir fóru fram
hjá, svo tæmir hann glasið, stendur á
fætur og hleypur af staö, um leiö og
hann veifar til veitingahússgest-
anna, sem stara orölausir af undrun
og ekkert botna í þessum kolbrjálaða
smala.
Luis sprettir úr spori
Luis lengir skrefin. Augu hans glóa
af ákafa, munnurinn er kipraöur
saman, og andlitsdrættimir eru
haröari og einbeittari en áöur. Þaö
er sigurvilji, sem skín út úr svip
þessa manns. Spiridon Luis finnst
sem vínið og hvíldin hafi örvaö sig og
hresst fágætlega vel, honum finnst
hann hafa vængi, og hann þýtur
áfram.
Á Olympíuleikvanginum í Aþenu
ríkir þessar klukkustundimar
ógurleg æsing. Hver sigrar? Sigrar
Grikki, eöa sigrar einhver annar?
Þetta vom spumingar, sem bmtust
fram i hugskoti sérhvers manns,
sem þar var staddur, og þetta var
spuming, sem sérhver Grikki hafði
velt fyrir sér vikum og mánuðum
saman, áöur en hlaupið fór fram.
Grikkir áttu líka tvo menn í Mara-
þonhlaupinu (þ.e.a.s. fyrir utan
Spiridon Luis, því aö hann töldu þeir
alls ekki meö), sem vom líklegir til
sigurs, og um þá gerðu þeir sér
glæstar vonir. Einhuga vilji og ósk
allrar grísku þjóöarinnar var aö
vinna Maraþonhlaupið — þaö var
eina íþróttin, sem hana skipti vera-
legu máli. Þar mátti enginn sigra
nema Grikki. Þar lá viö þjóðarsómi.
Reiðarslag
Laust fyrir klukkan fimm kemur
fregn, sem orkar eins og reiðarslag á
grísku áhorfenduma. Þýzki hjól-
reiðamaðurinn Goederieh, sem haföi
fylgzt með hlaupurunum fyrstu 36
kílómetrana en skildi þar við þá,
kemur með þá fregn, að Ástralíu-
maðurinn Flack sé fyrstur.
Þessi fregn kom eins og þmma úr
heiðskíru Iofti. Ástralíumaöur sigur-
vegari í sjálfu Maraþonhlaupinu í
staö Grikkja! Einlægasta og heitasta
ósk grísku þjóöarinnar í sambandi
viö Olympíuleikana var að engu
orðin. Þetta var óguölegt ranglæti.
Hver minútan á fætur annarri líöur
og mannfjöldinn bíður í gífurlegri
eftirvæntingu — ekki framar um úr-
slit hlaupsins, því aö þau voru þegar
ákveðin, nema kraftaverk skeði, —
heldur í eftirvæntingu þess aö sjá
fyrsta hlauparann koma inn á leik-
vanginn, sjá manninn, sem fyrstur
ritaði nafn sitt í sögu þessa einstæða
hlaups, sjá manninn, sem allur
heimurinn myndi lofsyngja og dá um
ár og aldir.
Var það sem þeim sýndist?
Og þarna kom hann, léttur og
kvikur, rétt eins og hann væri aö
leggja af staö í hlaupið. Eitt andar-
tak hvíldi alger þögn yfir mannf jöld-
anum — fólkið glápti af undrun — en
svo brutust fagnaöarhljóöin allt í
einu út ems og hrynjandi skriöufall,
svo aö leikvangurinn glumdi viö.
Ástæöan fyrir þessum óvænta
fögnuöi var sú, aö hlauparinn, sem
fyrstur kom í endamarkiö, var ekki
Ástralíumaöurinn Flack, heldur
Grikki, og Grikkinn var enginn
annar en geitahirðirinn Spiridon
Luis. Hann haföi náö Flack eftir 37
kílómetra hlaupsins. Flack ætlaöi
ekki aö hleypa honum fram fyrir sig,
en stóðst ekki yfirburði Grikkjans og
hneig örmagna niöur. Þá var Luis
fyrst aö ná sér á strikiö; frá þeirri
stundu herti hann stööugt á sér alla
leið í mark. Tíminn var: 2 klst. 58.50
mín.
Fagnaðarbylgjan, sem flæðir gegn
Luis, þegar hann kemur inn á
leikvanginn, er ekki nema örlítið
brot, ekki nema upphaf sigurlát-
anna, sem yfir hann dundu. Honum
var hampaö meir en nokkurri
þjóöhetju. Það rignir yfir hann blóm-
um og gjöfum, æðstu menn ríkisins
gráta gleðitárum yfir hinum glæsi-
lega sigri griska smalans og hrista á
honum hendurnar, eins og þeir ætli
að kippa þeim úr liði.
Grikkjakonungur faömar hlaupar-
ann að sér frammi fyrir öllum mann-
fjöldanum, og ekkert er líklegra en
hann heföi kafnaö þama í eintómum
kossum og faðmlögum, ef honum
heföi ekki verið bjargað — borinn á
gullstóli út úr mannþrönginni.
Fögnuður í Grikklandi
Nóttina næstu á eftir er hátíö um
þvert og endilangt Grikkland, en þó
mest í Aþenuborg sjálfri. Fólkiö
syngur og hlær, dansar og drekkur
alla liölanga nóttina og langt fram á
morgun. Allar íþróttir, sem áttu aö
fara fram um kvöldið, falla niöur,
þjóðdansar eru dansaöir á götum úti,
hljómsveitir leika á stærstu torg-
unum, blysfarir halda eftir götunum,
flugeldum er skotiö og fallbyssuskot
dynja.
Sigurvegarinn hverfur
Á meöan öll gríska þjóðin heiörar
Spiridon Luis og dásamar íþrótta-
afrek hans, hverfur hann einsamall á
brott um kvöldiö, svo aö enginn veit
af, hann hverfur upp í einveru heim-
kynna sinna, þar sem fátækir for-
eldrar og vingjamlegar geitur bíða
hans. Þar fyrst getur hann notið sín,
þar getur hann glaðzt yfu- sigri sín-
um — sigri sem geröi nafn hans
frægt um gjörvallan heim.
Þannig er saga hins gríska bónda,
sem ég mætti í Neue Kantstrasse.
Frægð hans er flestum fallin úr
minni, og jafnvel hann sjálfur var
búinn aö gleyma sigri sínum, mesta
sigri, sem Grikkir hafa unnið á
Olympíuleikum síöari tíma. En dag
nokkum fékk hann bréf heim í
sveitina sína. Þaö bar fangamark
Hitlers ríkiskanzlara Þýzkalands, og
þaö var heimboð frá þýzku stjóminni
á Olympíuleikana í Berlín. Gamli
maðurinn þá boöið, fór í eimlest til
Þýzkalands, en flaug til baka. I Beri-
ín var honum tekið meö kostum og
kynjum eins og þjóöhöföingja; á
meöan hann stóö þar viö, haföi hann
bæði bifreið og flugvél til eigin
umráða og afnota, hann hafði túlk
og heiðursvörð í för með sér, hvert
sem hann fór, sat í veizlum, sem
stjómin hélt, og lifði í konunglegum
fögnuði.
En mér er spurn, hvort gríska
bóndann muni ekki hafa langaö heim
til bús og bama — heim til einveru
heimkynna sinna, eins og hann
langaöi þangaö forðum eftir mesta
sigur lífs síns. Og ef til vill er þaö ein-
veran — hin þögla, kyrra einvera —
sem hefur mest gildi fyrir hvem ein-
stakling og — ef alls er gætt — er
eftirsóknarveröasta auölegö mann-
lífsins.
Boðf lennan Jackson sigrar í 1500 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum i Stokkhólmi 1912.
D. Mac Naughton var áhugasamur
íþróttamaður, sem meöal annars haföi
keppt í hástökki á háskólakappleikum
meö sæmilegum árangri, enda þótt
hann heföi aldrei htotiö verölaun og því
síður borið sigur úr býtum. En Mac lék
hugur á að sjá alla beztu íþróttamenn
heims saman komna á ólympiskum
leikvangi og ætlaöi aö tryggja sér
aögöngumiöa í tíma. Enda þótt hann
pantaöi miöann nokkmm mánuöum
áöur en leikamir byrjuðu, varö hann
samt of seinn — þeir voru allir upp-
seldir. En þá datt honum snjallræöi í.
hug, og það var aö komast samt á
leikana og komast þangað ókeypis —
sem skráður keppandi heimaþjóðar
sinnar. Hann skrifaði íþrótta-
sambandinu í Kanada um hæl og
spuröist mjög hæversklega fyrir um
það hvort það vildi ekki skrá hann
sem þátttakanda í hástökki. Hann
skýröi um leið frá þeim árangri, sem
hann haföi náð beztum, og gat þess
jafnframt, aö meö góðri æfingu gæti
hann sennilega bætt einhverju við sig.
Auk þess væri hann staddur á staön-
um, og sambandið gæti því sparað sér
allan kostnaö við ferðir hans og uppi-
hald.
Syndaflóð brófa
Svona bréf var ekki nein nýjung. Þau
berast svo aö segja hverju íþróttasam-
bandi í hrúgum fyrir hverja Ólympíu-
leika. Þaö er heldur engan veginn aö
ástæöulausu, því aö skráðir þátttak-
endur fá ágætis sæti á áhorfenda-
bekkjunum, og þeir þurfa ekki heldur
aö sóa helmingi eigna sinna fyrir einn
aðgöngumiöa. En landar Mac
Naughtons tóku ekki meira tillit til
hans en svo, aö þeir stungu bréfi hans í
raslakörfuna meö jafnmiklu kæmleysi
og þeir opnuöu það. Þeir virtu hann
ekki svo mikils sem s vars.
Þetta fannst hinum kanadiska
stúdent vera hátt upp í þaö aö vera
persónuleg móögun viö sig, því aö
hann gat ekki unaö minni virðingu en
þaö að sér bærist svar viö kurteislegu
bréfi. Þess vegna hugsaði hann þeún
líka þegjandi þörfina og sendi þeim bréf
á bréf ofan, stundum tvö á dag, en
hann var upplagður til aö skrifa. Hann
vildi aö minnsta kosti, að hiö háttvirta
íþróttasamband heimalandsins
kannaöist viö tilvem sína, þótt ekki
væriþaðtil annars.
Þegar kanadiska íþróttasambandiö
var komiö á fremsta hlunn með aö
drukkna í syndaflóði bréfa einhvers
bévítis Mac Naughtons, sem enginn
þekkti, svaraöi það honum loks í
skætingi, aö ef hann vildi endilega
keppa á Olympíuleikunum, yrði hann
aö koma um hæl yfir til Kanada og sýna
þar frækni sína. Aö öðrum kosti mætti
f jandinn eiga hann meö húö og hári og
öllu saman.
D. Mac Naughton var nú einu sinni
búinn aö setja sér það takmark aö
komast á Ólympíuleikana, og því
öflugri sem mótspyrnan var, þeim
mun áfjáöari varð þrá hins unga
stúdents eftir settu marki. Þaö vildi
bara svo illa til aö hann var „blankur”,
þegar hann fékk þetta örlagaríka bréf,
og hann gat sig því hvergi hreyft. En
Mac dó ekki ráðalaus. Hann skrifaði
fööur sínum bréf, miklu lengra og inni-
legra en hann var vanur, sagöi, aö sig
langaöi feiknin öll til aö koma heim og
sjá elsku pabba sinn, og spuröi, hvort
hann vildi nú ekki vera svo góöur að
senda sér ferðapeninga.
Hræröur af djúpri ást sonar síns
sendi gamli maðurinn Mac syni sinum
ferðapeninga um hæl. Mac brá sér til
Kanada, gleymdi að vísu að heim-
sækja föður sinn elskulegan, en keppti
í þess staö í hástökki einhvers staöar í
smábæ innan landamæra heimalands-
ins, og aldrei þessu vant vann hann
keppnina. Sigurglaöur og öruggur um,
aö nú fengi hann ósk sína uppfyllta, fór
hann samstundis yfir til Banda-
ríkjanna aftur og hélt áfram námi viö
háskólann í Los Angeles.
Aldrei framar en fjórði
En þegar hinir útvöldu íþrótta-
ráðunautar kanadisku þjóðarinnar
fóru að athuga gang málsins betur,
fannst þeim þeir vera gabbaöir af
hinum unga stúdent, sem nokkm áöur
var nærri búinn að kæfa þá í bréfaflóöi.
Viö athugun kom í ljós, aö Mac
Naughton haföi aldrei komizt framar
en aö vera fjóröi í rööinni á þeim
stúdentakappleikum, sem hann haföi
þreytt í Bandarikjunum. Og enda þótt
hann bæri sigur úr býtum á þessum
eina kappleik í heimalandinu, var
árangurinn ekki hótinu betri en hann
var vanur að ná þarna syöra. Þetta
var óglæsilegt. Það var svo óglæsilegt,
aö stjórn íþróttasambandsins klóraöi
sér vandræðalega á bak viö eymn,
bræddi saman ráð sín og skrifaði Mac
Naughton loks ýtarlegt bréf, þar sem
hún segist því miður ekki geta skráð
hann sem keppanda — árangur hans sé
svo óburðugur. Stjórnin sendi bréfiö
frá sér með hálfum huga, því að af
fyrri reynslu gat hún gengiö út frá því
sem gefnu, aö nú myndi Mac alveg
gera út af viö hana meö bréfaskriftum.
En svo kynlega brá viö, aö hann lét
ekki frá sér heyra frekar en dauð mús.
Þessi örlagariku tíöindi virtust hafa
lamaö alla skrif finnsku hans og læknaö
í honum stökkdelluna.
En þetta var ekki nema togn á undan
hvirfUbyl — og honum slæmum. Þegar
kanadiska Olympíuráðiö kom vestur
til Kaliforníu, réðst Mac Naughton á
þaö eins og eldspúandi dreki. Hann
lagði hvern meölim þess í einelti og lét
engan þeirra hafa stundlegan frið, fyrr
en hver og einn haföi keypt sig lausan
meö loforði um að taka hann inn á
keppendaskrána. Og þetta loforð
efndu þeir.
Boðflennan
sigrar
Frá þeirri stundu hugsaði enginn
framar um þessa kynlegu mann-
skepnu, sem nefndi sig Mac Naughton.
Aðeins þær stundir, er þeir rif juðu upp
fyrir sér átakanlegustu hörmunga-
atvik ævi sinnar, komust þeir ekki hjá
því aö minnast þessa vitlausa manns,
sem ásótti þá meö svipaðri áfergju og
plágurnar tíu Egifta foröum. En upp
frá þessu varð enginn hans var, enda
vænti hans enginn.
Daginn, sem keppt var í hástökkinu,
birtist Mac þó að nýju. Hann var einn
af mörgum þátttakendum, sem gengu
fylktu liöi aö hástökksslánni.
Hástökk er í eðli sínu ekki æsandi
kappleikur, og í þetta sinn bjuggust
menn jafnvel síöur viö spenningi en oft
endranær, því aö Bandaríkin áttu svo
góða og samvalda stökkmenn, aö há-
stökkiö var eina íþróttin á leikunum,
þar sem þeir töldu sér öll verölaunin
vís. Og þeim virtist ætla að vera aö trú
sinni, því aö þegar hver keppandinn á
fætur öðmm gekk úr skaftinu, höföu
Bandaríkjamenn ekki fellt stökkslána
nokkru sinni. En allt í einu kom óvænt
atvik fyrir. Einn Bandaríkjamaöurinn
felldi slána yfir þrisvar röö og var þar
með úr sögunni, en útlendingur einn
komst yfró. Utlendingurinn var
Kanadamaðurinn D. Mac Naughton,
og þaö var hann, sem barðist nú langri
og haröri baráttu við tvo beztu
hástökkvara heims. Þessi barátta kom
öllum á óvart, en þó einkum Kanada-
mönnum, því aö viö þessu haföi enginn
þeirra búizt og Mac ef til vill sízt
sjálfur.
En Mac geröi hástökkvumnum lífiö
erfitt ekki síður en Olympíuráðinu
nokkrum dögum áöur. Stökksláin var
hækkuö smám saman, og Mac stökk
alltaf sömu hæöir og Bandaríkja-
mennimir tveir. Þaö hljóp æsing í
mannfjöldann, og hún óx með hverju
stökki.
Svo kom að því, aö annar Banda-
ríkjamaðurinn felldi slána, felldi hana
aftur og bjó sig til aö stökkva í þriðja
sinn. Tugir þúsunda landsmanna hans
á áhorfendapöllunum hvöttu hann,
hrópuðu, æptu — en árangurslaust.
Stökksláin féll.
Nú vom aðeins tveir keppendur
eftir, annar óþekktur Kanadamaöur,
hitt heimskunnur Bandaríkjamaöur.
Og baráttan milli þeirra var bæöi löng
og ströng. Sláin var hækkuö upp í 1.97
metra, en þá hæð stökk ekki nema
annar þeirra, og þaö var Mac
Naughton. — Olympiska boðflennan
frá Kanada færöi ættjörð sinni
óvæntasta sigurinn, sem unninn var á
Olympíuleikunum í Los Angeles —
sigurinn í hástökkinu.