Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Blaðsíða 7
D^'tófí)jUDÁGOR fí.1 jUÍ!1 ÍÖ841 Útlönd Útlönd Útlönd Þrátt fyrír efnahagsbata á Vesturíöndum mun ganga erfið/ega að vmna bug á atvmnuleysmu. Framhald á efnahags- bata vesturveldanna 7? DDDDaDDDDDDODDDOODaDDaDDDDODDDODDDOODDDDOQODD □ EFTIR SOL SALOOIM sólbaðsstofa, Laugavegi 99 Andlitsljós og sterkar perur Opið mánud.-föstud. kl. 8—23 og laugard. kl. 9—21. SÍIVII 22580 aDODDDDDaDDDaDDDaDDDaoaaaoDDaoaaaaaaaDDDDDDDD BÍLL í SÉRFLOKKI Trntr Efnahagur vestrænna ríkja mun halda áfram að batna, að minnsta kosti í næstu átján mánuði. Hagfræðingar frá Vestur-Evrópu komu til fundar á Italíu í síðustu viku og komust að þeirri niðurstöðu aö ekk- ert lát væri á efnahagsbatanum í ríkj- um Vestur-Evrópu. I yfirlýsingu hag- f ræðinganna segir að svartsýni sú sem ríkjandi hefur verið í hinum vestræna heimi að undanfömu sé ástæöulaus. Franz Josef Strauss sækir nú fast aö komast i embætti utanrikis- ráðherra Vestur-Þýskalands. Straussvill taka viðaf Genscher Flokkur Franz Josefs Strauss, kristilegir sósíaldemókratar í Bæjara- landi, ítrekaði um helgina kröfur sínar um að Strauss fengi ráðherrastól í ríkisstjóm V estur-Þýskalands. Flokkurinn er sá næststærsti sem aðild á aö hinni þriggja flokka sam- steypustjóm Vestur-Þýskalands. I ályktun sem samþykkt var á þingi ungliðahreyfingar kristilegra demó- krata um helgina segir að Strauss eigi heima í ríkisstjóm Helmuts Kohl. Er lagt til að Strauss taki við embætti utanríkisráðherra af Hans Dietrich Genscher. Genscher mun láta af for- mennsku í flokki frjálsra demókrata en fylgi flokksins hefur hmnið að undanfömu og kom það best í ljós í ný- afstöðnum kosningum til Evrópuþings- ins. Genscher hefur gefið í skyn að hann muni halda áfram sem utanrikisráö- herra þó að hann hætti sem formaður flokksins. Fréttaskýrendur telja þó ekki úti- lokað að hann muni fallast á að víkja fyrir Strauss. Fengu þær skoðanir nokkurn byr þegar fréttist af fundi Genschers og Strauss síöastliðinn föstudag. Forystumenn flokkanna beggja hafa staðfest að þeir hafi hist í Miinchen og átt saman alllangar við- ræður. Þeir hafna þeim getgátum sem verið hafa áberandi að undanförnu að efna- hagsbatinn í lýðræðisríkjunum sé að- eins stundarfyrirbrigði. Hagfræðingarnir telja að hagvöxtur í ríkjum Vestur-Evrópu muni verða að maöaltali um þrjú prósent á þessu ári og einnig á árinu 1985. Þeir sögöu hins vegar að háir vextir og mikill fjár- lagahalli i Bandaríkjunum gæti sett strikí reikninginn. Þrátt fýrir að framhald verði á efna- hagsbatanum mun atvinnuleysi hrjá vesturveldin áfram. Spá hagfræð- ingamir því að tíu prósent vinnufærra verði án atvinnu út þetta árið og at- vinnuleysið muni aðeins minnka um hálft prósent á næsta ári. Hagfræðingarnir segja að eina lausnin við atvinnuleysinu sé minnkandi kaupmáttur og aukin sam- vinna á milli atvinnurekenda og verka- lýðshreyfingarinnar. Bandaríkin: LYFJAFYRIRTÆKI GRBDIR BÆTUR Bandarískt lyfjaframleiðslufyrir- tæki hefur fallist á að greiða 120 milljónir dollara í skaðabætur vegna tjóns sem viðskiptavinir fyrirtækisins urðu fyrir af völdum lyfs frá því. Lyfið var selt ófrískum konum og átti að koma í veg fyrir ógleði á morgn- ana sem margar konur þjást af í upp- hafi meðgöngutímans. Lyfið reyndist hafa ýmsar aukaverkanir og er talið að böm hafi fæðst vansköpuð vegna áhrifa frá lyfinu. Fyrirtækið sem í hlut á heitir Merrel Dow. Það stöðvaði framleiðslu lyfsins í fyrra en þá hafði það verið á markaði í 27 ár. Forráðamenn fyrirtækisins hafa neitað því að lyfið hafi haft skaðleg áhrif en þeir sögöust ekki hafa áhuga á að eyða háum fjárhæðum í lögfræði- kostnaö á næstu árum vegna málaferla auk þess sem framleiðslu lyfsins hefði verið hætt. 700 manns höföu stefnt fyrirtækinu fyrir dómstóla áður en samkomulagið var gert. Fyrirtækið hefur hins vegar neitað að verða við kröfum neytenda í Evrópu um bótagreiðslur vegna tjóns af völdum lyfsins. Þessi nýstárlega flugvél hefur vakið mikla athygli. Hún sameinar kosti þyrlunnar og flugvélarinnar. Nýstárleg f lugvél vekur mikla athygli Vestur-Þjóðverjar hafa hannað nýstárlega flugvél sem á að henta vel til flutninga fyrir ríki þriðja heimsins þar sem lítið er um nothæfa flugvelli. Þessi nýja flugvél hefur verið kölluð ,Jaelitruck”. Hún hefur ýmsa þá kosti sem þyrlur hafa og hefur sig til flugs eins og þyrlumar. Enga flugbraut þarf því. Þessi nýstárlega flugvél getur tekið allt að 75 tonna þungan farm, og eyðir mun minna eldsneyti en venju- legarflugvélar. Búist er viðaðsöluverðslíkrarvélar verði um átta milljónir dollara. Flugvélin var nýlega sýnd á mikilli flugvélasýningu í Hannover í Þýska- landi og vakti óskipta athygli sýning- argesta. Til sölu Range Rover '82, ekinn 26.000 km. Ath. skipti á ódýrari. Allar upplýsingar gefnar upp í síma 40161 milli kl. 12 og 13 og eftir kl. 17. yiLPINE O) 3 <TJ FYRIR ÞA SEM VILJA AÐEINS ÞAÐ BESTA SUMARTILB0Ð Þú greiöir 2.000,- restin á 6 mánuðum VAXTALAUST. SKIPHOLTI 7 SÍMAR 20080 & 26800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.