Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. FyHr hvert fréttaskot, sem birtist efla er notafl i DV, greifl- ast 1.000 krénur og 3.000 krönur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gœtt. Vifl tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1984. Afkomendur austurrískra fursta byggja kirkju í Mosfellssveit ,,Ef lúterstrúarmenn og kaþól- ikkar geta ekki verið saman í bæna- húsi þá er eitthvað að. Litla kirkjan okkar er aftur á móti fyrir alla, heið- ingja líka ef því er að skipta,” sagði örn Kinsky, en hann hefur ásamt bróður sínum, Falk, byggt kirkju við Reynisvatn í Mosfellssveit, 15 fer- metra byggingu. „Við bræðurnir erum báðir mjög trúaðir og sjálfur hef ég stúderað trúmál frá þvi ég fór að standa í afturfæturna. En við viljum ekki binda okkur neinni sérstakri trúdeild og það er m.a. ástæða þess að við réðumst í þessa litlu kirkjubygg- ingu,” sagði öm. örn og Falk Kinsky reka kaffi- brennsluna Arnarkaffi á Seltjarnar- tekinn eft- Ölvaður skipstjóri Viðeyjarhátíðin: UNDIRBÚNINGUR í ALGLEYMINGI á 2—3 bátum, og verður hægt að ferja um 1000 manns á klukkutíma. Samið hefur verið við Flugleiðir um hagstæð fargjöld fyrir fólk sem býr utan Reykjavíkursvæðisins. Byggðir verða tveir hljómsveitar- pallar austast á eynni en þar verður einnig afmarkað tjaldsvæði. Margs konar sölutjöld verða á svæðinu. Reynt verður að hafa aðgangseyri ekki hærri en 1200 krónur, að sögn Magnúsar. Ætlunin er að fá unglinga úr Vinnu- skóla Reykjavíkur til að hreinsa rusl á eynni fyrir hátíðina. Hátíðinni á svo að ljúka með flugeldasýningu. -pá. Yfirvinnubann ólöglegt „Við ætluðum að skella yfirvinnu- banni á í gær en af því gat ekki orðið þar sem lögfræðingur ASI og fleiri kunnáttumenn tjáðu okkur að slikt væri ólöglegt þar sem unnið væri á vöktum samkvæmt samningum,” sagði Kristinn Björnsson, annar tveggja trúnaðarmanna starfsmanna í Hvalstöðinni. I fréttum DV í gær var eftir trúnaðarmönnum haft að vinnu- álag í stöðinni væri slíkt að ekki yrði við unað lengur enda hvalveiði gengið óvenjuvel. Þá væru starfsmenn í landi óánægðir með hvað þeir hefðu dregist aftur úr í launum miðað við áhafnir hvalbátanna. I Hvalstöðinni er unniö á 8 tíma vöktum, hvílst í 8 tima og svo byrjað aftur. „Menn hér eru orðnir sljóir og lang- þreyttir en það er fátt til ráða þar sem lögin eru ekki okkar megin,” sagði Kristinn Björnsson, „Það eina sem við gætum gert er aö beita f jöldauppsögn- um en um slíkt er engin samstaða hér í Hvalstööinni.” Starfsmenn Hvalstöðvarinnar hafa óskað eftir fundi með Kristjáni Lofts- syni, forstjóra Hvals hf., en hann er sem stendur við laxveiðar norður í landi. nesi og hafa verið búsettir á Islandi frá striðslokum. Faðir þeirra var Rudolph von Kinsky, geðlæknir og heimspekingur, en móðir þeirra is- lensk ljósmóðir. Kinsky-ættin mun ver ein elsta furstaætt í Evrópu með eigið skjaldarmerki og tilheyrandi. Faöir þeirra bræðra dvaldi oft á Is- landi, talaði íslensku jafnvel, ef ekki betur en Islendingar, og þýddi m.a. 1 jóð Einars Benediktssonar á þýsku. Þeir örn og Falk Kinsky eru tvi- burabræöur og ákaflegasamrýmdir að sögn Amar: „Við hugsum sömu hugsanir þó að 200 kílómetrar séu á milli okkar.” Litla kirkjan við Reynisvatn hefur enn ekki verið vígö en það stendur allt tU bóta. -EER. Skjaldarmerki Kinsky fursta- ættarinnar sem er ein sú eista i Evrópu. DV-mynd Kristján Ari ir siglingu ölvaður skipstjóri 100 tonna báts í Vestmannaeyjahöfn fór út í bát sinn á laugardag, setti í gang og sleit frá. Svo iUa vildi til að við þetta sUtnuðu tveir aörir bátar frá og skildi hann þá eftir á reki. Lögreglan var kvödd til og tók hún skipstjórann sem síðan fékk aö gista fangageymslur lögreglunnar í eina nótt. Einhverjar lítils háttar skemmd- ir munu hafa orðið á bátunum tveimur en sjópróf munu verða haldin í þessu máli bráölega. -FRI. LUKKUDAGAR 17. júlí 39266 BARNASUNDLAUG FRÁ I.H. HF. AÐ VERÐMÆTI KR. 500,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Var einhver að tala um bankaleynd? Kirkja Kinskybræðra i Mosfellssveit, 15 fermetra bænahús. í forgrunni er stytta eftir Falk Kinsky. Undirbúningur fyrir Viðeyjarhátíð- ina um verslunarmannahelgina er nú í algleymingi. „Þær móttökur sem við höfum fengið gefa óefað til kynna að fólk mun þiggja meö glöðu geði að komast tU Viðeyjar um þessa helgi. Við vonum bara að veðurguðunum verði hlýtt tU okkar,” sagði Magnús Kjartansson tónlistarmaður í samtaU við DV í gær, og var bjartsýnn í rómnum. Boðið verður upp á þriggja daga dagskrá sem hefst föstudaginn 3. ágúst. Sjö hljómsveitir hafa þegar verið kaUaðar til leiks, DúkkuUsur, Kikk, HLH-flokkurinn, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Pardus, Toppmenn og Magnús og Jóhann og stefnt er að því að þær verði fleiri. Haf- steinn Sveinsson mun sjá um flutninga Oánægja ílífeyrissjóðunum: „Hrein eignaupp- taka ríkisins” Nýlega féU dómur í Hæstarétti þar sem Lifeyrissjóður verkfræðinga höfðaði mál gegn ríkissjóði. Verk- fræðingamir töpuðu málinu sem þeir höfðu og gert þegar málið var tekið fyrir í undirrétti. Málið snýst um að 1980 samþykkti Alþingi að ríkinu yrði heimilað að innheimta 5 prósent skatt af öllum iðgjöldum sem renna til Ufeyrissjóöa í landinu. Það fé sera ríkið innheimti á þennan hátt átti að nota í Ufeyris- greiðslur til þeirra sem ekki höfðu fengið réttindi í lífeyrissjóðum. Það munu vera aUir sem fæddir eru fyrir 1914. Þessari innheimtuaðferð ríkisins voru flestir Ufeyrissjóðir á móti. Líf- eyrissjóður verkfræðinga vildi ekki una þessum reglum og taldi aö þetta bryti í bága við lög en eins og fyrr segir hefur dómsvaldið ekki verið á samamáli. „Við erum ósammála niðurstöðum dómsins. Þessi skattlagning ríkisins er nákvæmlega eins og ef gripið yrði til þess að skattleggja inneignir sparifjáreigenda og myndu Uklega fáir sætta sig við það. Málið snýst nefnilega um það að verið er að skattleggja peninga sem fólk er að leggja fyrir og það ætlar að nota seinna,” segir einn heimildarmaður DV. Hann segir að hér sé í raun og veru um hreina eignaupptöku að ræða. Hér er verið að mismuna fólki í landinu og hefði verið eðlilegt að rík- ið hefði greitt lífeyrissjóðsbætur úr ríkiskassanum til þeirra sem ekki öðluöust réttindi í lífeyrissjóðum. Þar að auki er engin trygging fyrir því í hvað þessir peningar fara þvi aö margir sem hafa rétt á þessum greiðslum nýta sér þær ekki vegna kunnáttuleysis. Þessi skattur af iðgjöldum hefur verið greiddur frá 1980 og verður greiddurútáriðl984. -aph -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.