Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Blaðsíða 14
íV DtífcáiiiJubAfctiá Í7’.,jitítíi9#4: Sviðsljósið Sviðsljósið Agnarögn íKópavogi: Skrykkbræður með námskeið Kennararnir háifir á góifi, háifir á lofti. Tveir ungir piltar úr Kópavogi hafa nýlega ráðist í að halda nám- skeið í skrykk, eöa „break” -dansi, fyrir unga Kópavogsbúa. Piltarnir heita Jón Garðar og Sölvi Fannar Viöarssynir og eru 17 og 13 ára gamlir. Námskeiðin eru haldin í félagsmiðstöö unglinga í austanverðum Kópavogsbæ, Agnarögn við Þverbrekku og er að- sóknin mikil. Jón Garðar, sá eldri, segir svo frá að hann hafi farið á námskeið í dansinum hjá tveimur Hollendingum sem hér voru staddir á liðnum vetri. Jón fór síðan að taka ,,break”-dansinn alvarlega, æfði sig á hverjum degi og leið ekki á iöngu uns yngri bróöirinn tók upp á því sama. Bræðurnir urðu síðan númer þrjú í „break”-dans- keppninni í diskótekinu Traffík á dögunum og hafa auk þess sýnt á ýmsumstöðum. Námskeiðin hjá Jóni og Sölva eru tvö, fyrir yngri og eldri flokk, og er hvert námskeiö tíu tímar sem kosta 700 krónur. Yngstu þátttakendur eru aðeins sex ára. Dansinn er atvinna þessara liðugu bræðra í sumar en námskeiðin veröa út ágúst. -pá Yppt öxlum og snúiö upp á útlimina. Ungir og áhugasamir dansarar. Fljótandi álklœdning Stór kostur þessarar þakklcedningar er sá að hana má bera á gömul pappaþök þótt illa séu farin af vedrun eða leka. Petta efni er vatnsþétt, endurkastar hita, verndar gegn veðrun og minnkar fokhœttu að mun, stenst vel útfjólubláa geisla sólarinnar. Þetta efni er mjög teygjanlegt, sterkt og innþornar ekki en hefur mjög sterkan slitflöt. Þar sem um engin sam- skeyti er að rœða, sparar þetta kostnaðinn við upphitun hússins. Viðhaldskostnaður er sára- litill en gera má ráð fyrir að setja eina umferð afefninu á 10—12 ára fresti sem er ólíkt þeim kostnaði að þurfa að mála bárujárnið á 3—4 ára fresti. Þetta efni stenst vel alkalí, sýrur og seltu og önnur óhreinindi. Fæst í litum. Höfum 11 ára gamlar þakklœðningar og skriflegar yfirlýsingar um ástandþakanna í dag. Tökum ábyrgfl ð efni og vinnu. Hagstœflir greiðsluskilmálar á efni og vinnu. Hafifl samband og kynnifl ykkur verfl og greiflslukjör. Leitið tilboða tímanlega. Oaami: Þú greiflir 30% út og aftirstöflvar á aiit afl 6 mánuflum. Allar upplýsingar veitir Gunnar E. Magnússon múrari, Kleppsmýrarvegi 8. Verkval, Akureyri, Sími 81068. Eftir kl. 18 sími 20623. sími 96-25548 Akureyri 2.2. 1984 HÓTEL TJatdbotp TELEPH. 22600 P.O. BOX 337 602 AKUREYRI ICELAND Þakiö á Hótel Varðborg er flatt og var til mikilla vandræöa. Haustið 1973 hafÖi ég samband við Gunnar Magnússon sem þá var með þéttingar á þökum og sprungum í Reykjavík. Kom hann hingað noröur meö sínum starfsmönnum og gerði viö þakið með þeim efnum sem hann var meö og þeim aðferðum, efnið þori ég ekki aö nefna vegna þess ég man það ekki örugglega. Þegar þeir komp, h-ingað voru komnar rigningar og frost þannig að mér datt ekki í hug að þetta tækist, en það hefur dugað hingað til ágætlega. Á þessu var 6 ára ábyrgö og hefur ekki að neinu leyti reynt á þaö, þetta bjargaði húsinu alveg og létti af mér þungum áhyggjum. Hótelstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.