Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 2
2 DV. MÁNUDAGUR 23. JULÍ1984. Skothvettir á Skagaströnd — tímamótahátíð í Hunavatnssýslu „Eg er búinn aö biöja guö um gott veður og þaö á örugglega eftir aö standast því á milli okkar er gott sam- band,” sagði Hallbjöm kántrí Hjartar- son sl. föstudagsmorgun er hann stóö á kafi í samlokum í Kántrýbæ sínum norður á Skagaströnd og var í þann mund aö setja fyrstu kántríhátíð hér- lendis, einkaframtak sem seint mun líöa úr minni Skagstrendinga. „Eg tek mikla fjárhagsáhættu meö þessu, ég er búinn aö fjárfesta svo mikiö í samlokum og ööru dóti og útvarps- auglýsingar eru dýrar,” sagöi kúreka- hetjan. Þegar leiö á helgina kom í ljós aö guö haföi ekki alveg staðiö viö loforðiö um góöa veðriö en samlok- urnar seldust ágætiega. Kantríhátíöin varö ekki sú fjölda- samkoma sem Hallbjöm haföi vonast eftir en þó má telja að nokkur hundruð manns hafi heimsótt Skagstrendinga um helgina og eru örugglega margar aldir síöan svo margir hafa veriö samankomnir í einu í þessu litla og afskekkta þorpi noröur viö heimskautsbaug. Gestimir komu víöa aö og sást þaö best á bílnúmerum bíl- anna því á þeim mátti nær því lesa allt stafrófið. Skemmtiatriöi útisamkomunnar voru ekki með hefðbundnu sniöi því öll gengu þau út á kúrekastæia. Frá Akureyri kom kúrekinn og söngvarinn Siggi Helga, Johnny King frá Húsavík og danshljómsveitin Týrol var sótt á Sauðárkrók. Og svo tróö aö sjálfsögöu Hallbjörn sjálfur upp meö dýrasta hatt á Norðurlandi vestra en þá mátti kaupa í Kántrýbæ fyrir litlar 790 krónur. Þá kostaöi 600 krónur á skemmtunina sjálfa. Skothvellir úr púðurbyssum glumdu í lofti nær látlaust líkt og þúsund spóar væm aö vella í mýri og kynnir hátíöar- innar haföi nóg aö gera viö aö auglýsa eftir týndum skammbyssum eöa til- kynna um aörar fundnar. I félags- heimilinu voru sýndar kúrekamyndir og báðar rásir Ríkisútvarpsins uröu að víkja fyrir einkaútvarpi Hallbjarnar sem hljómaði í 15 km radíus út frá Skagaströnd. Því stjómaði Pálmi Bimbó frá Akureyri og var hann jafn- framt framkvæmdastjóri þessarar tímamótahátíðar. „Eg er ánægöur meö þessa hátíö,” sagöi Hallbjörn á laugardagskvöldiö þegar dansinn dunaöi sem hæst og kúrekahattamir flugu um loftin, „en þaö á eftir aö koma í ljós hvort ég fer á hausinn meö þetta alít saman. Hér hafa ekki verið nein vandræöi og varla sést vín á manni, þaö er mér aö skapi. Þaö er alltaf verið aö bjóða mér sjúss og þá beiti ég því bragöi aö stinga tung- unni upp í stútinn og þykjast drekka. En ef nefna á einhverja annmarka þá vil ég helst aö þaö komi fram að hreppsnefndin brást algerlega í salernismálunum. Þeir voru búnir aö lofa aö hafa opið hér niöri í félagsheim- ilinuensviku þaö.” Hallbjörn sagöist hafa orðið var viö breytingar á afstööu fólks til sín upp á síökastið og mætti rekja það til þeirrar staöreyndar aö nýtt líf væri að færast í þorpið fyrir sinn tilverknað. „Eg hef veriö litinn hornauga hér á staönum síöan kántríævintýrið hófst en nú eru ólíklegustu menn farnir aö styðja við bakið á mér,” sagöi Hallbjörn sem er staöráðinn í aö gera kántríhátíöir aö árlegum viðburöi á Skagaströnd öllum til blessunar. -EIR Hallbjörn og félagar heilsa gestum á kántríhátíðinni. Hallbirni mistekst að snara belju. Johnny King fylgist með, reiðubúinn að grípa inn i. Johnny King náði taki á nýfæddum kálfi og Hallbjörn batt hann á staðnum. Ródeókúreki illa flæktur i eigin kaðli. Kántríútvarp FM 97 — Hallbjörn sigraöi Póst og síma „Ég vann þetta stríð og það skiptir öllu. Þaö skiptir minna þó þetta kosti mig einhverja peninga. Ég ætlaði aö vera meö kántríútvarp og þaö tókst,” sagöi Hallbjörn kántrí í samtali viö DV í höfuðstöövum útvarpsstöövar sinnar sem var til húsa í litlu herbergi í risi Kántrýbæjar þar sem Hallbjörn selur matvöru, veitingar og minjagripi alls konar. Kántríútvarpiö hljómaði aiia hátíðina undir stjóm Pálma Bimbó frá Akureyri sem tekið hefur Hallbjörn og listiðkanir hans upp á arma sína. Með öllu fylgdist tæknimaöur frá Pósti og síma sem sendur var alla leið til Skagastrandar til aö hafa eftiriit meö aö kántríútvarpiö truflaði ekki aörar og hefðbundnari öldur ljósvak- ans og var Hallbimi gert aö borga brúsann. Utvarpsstjóri haföi veitt Hallbirni leyfi til aö útvarpa kántrí- músík á Skagaströnd hátiöardagana meö því skilyröi að eingöngu yröi not- aður tækjabúnaöur frá Pósti og síma. Það sem hann vissi ekki þegar leyfið var veitt var að slíkur tækjabúnaður er ekki til staðar hjá Pósti og síma. Þaö sem til er er allt í notkun annars staö- ar. Hallbjörn hafði aftur á móti útvegaö sér sendi hjá Bimbó á Akureyri og ætl- aði aö nota hann hvaö sem hver segði. A síðustu stundu var sæst á að tækni- maður frá stofnuninni mætti á staðinn og útsendingar yröu leyföar meö tækjunum frá Bimbó. Otvarpið heyrö- ist vel og víöa í nágrenni Skagastrand- ar og flutti jafnt tónlist sem tilkynning- ar um dagskráratriði á kántríhátíö- inni. -EIR Hallbjörn í titrandi stufli á kántrídansleik. Kántríútvarp FM 97 i fullum gangi. Pálmi Bimbó við hljóðnemann og Hall- björn fylgist með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.