Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 5
DV. MÁNUDAGUR 23. JULl 1984. 5 Arekstur Harðbaks og sovéska skemmtiferðaskipsins Estonia á Strandagrunni: „TOGARINN LAGÐIST ÞVÍ NÆST A HLIÐINA” — átti fótum f jör að launa, segir Jón Gunnar Guðmundsson, fyrsti stýrimaður á Harðbaki „Það var óhugnanlegt að sjá þetta ferlíki koma æöandi aö okkur utan úr þokunni og vita að ekkert yröi að gert til aö afstýra árekstri,” segir Jón Gunnar Guömundsson, fyrsti stýri- maður á Akureyrartogaranum Harö- baki, sem lenti í árekstri við sovéska skemmtiferðaskipið Estonia á Strandagrunni aöfaranótt laugar- dagsins. Engin slys urðu á mönnum við áreksturinn en skipin skemmdust nokkuð, sérstaklega Harðbakur, enda sovéska skipið rúm fimm þúsund tonn að stærð en Harðbakur tæp þúsund. Svartaþoka Tildrög óhappsins voru þau aö 100 metra í okkur. Og ég sé aö það eina sem hægt er að gera er að foröa sér og ég hleyp frá bakborðssíðunni eins og fætur toga, hef áreiðanlega sett persónulegt met í hlaupum,” segir Jón Gunnar. Næstum á hliðina Og það skiptir engum togum, stefni sovéska skipsins skellur á bakborðs- síðu togarans af miklum krafti. Höggið var það mikið að togarinn leggst því næst á hliðina, hallaöist um 60—70 gráöur aö sögn Jóns Gunnars. Við áreksturinn kom sex metra langt gat á bakborðshliö Harðbaks frá brúarvæng niöur á mitt skip. „Það var í raun mesta mildi að enginn skyldi slasast því að tvær „Þetta stenst engan veginn hjá þeim, þeir hljóta að hafa breytt um stefnu,” segir Jón Gunnar. „Og þaö eitt aö sigla á sex til sjö mílna hraða innan um skip að veiðum í svartaþoku er hreint brjálæði. Viö höfum allan rétt okkar megin. Skip sem er að veiðum er í fullum rétti gagnvart skipi sem er á fullri ferö. Og ennfremur koma þeir að okkur frá vinstri og hægri rétturinn gildir jafnt á sjó og í landi,” segir Jón Gunnar. Að loknum s jóprófunum hélt Fstonia úr höfn en Haröbakur veröur aö öllum líkindum frá veiöum næsta mánuð- inn og jafnvel lengur. Skemmdir hafa ekki verið kannaðar að fullu ennþá. -SþS. Eins og sjá má urðu talsverðar skemmdir á Harðbaki við áreksturinn og er talið að hann verði aðminnsta knsti einn mðnnð frð vpiðnm. DV-myndÍr Þ.L. Þessi mynd er tekin inni í klefa vélstjóra en hann vaknaði með stefni sovéska skipsins inni á rúmstokk hjá sér. Hann sakaði þó ekki frekar en aðra við árekstur- inn. Harðbakur var að toga á Stranda- grunnshomi, um 50 mílur norður af landinu, innan um 10—20 togara. Voru skipin nokkuð þétt saman vegna íss á svæðinu. Á föstudagskvöld skall á niðaþoka sem ekki er óvenjulegt á þessum slóðum. Að sögn Jóns Gunnars vissu þeir af sovéska skipinu þarna í nágrenninu en töldu enga hættu stafa af því vegna þess að togarinn Skafti frá Sauöárkróki hafði tekið það aö sér aö lóðsa Rússana út úr ísnum áleiðis til Akureyrar. „Til þess að komast út úr ísnum þurfti að fara dálitlar krókaleiðir og ég hallast helst aö því að Rússarnir hafi alls ekki gert sér grein fyrir því hvernig ástandið var þama á svæðinu og bara viljaö fara beinustu leiö,” segir JónGunnar. Hvað um það, þeir Harðbaksmenn héldu áfram að toga hinir rólegustu um hálfa mílu frá ísbrúninni. „Skyndilega sjáum við í radar hvar skip kemur í áttina til okkar frá ísrönd- inni. Við köllum upp á viðskiptabylgj- unni en fáum ekkert svar. Þá er bakkað á fullu og flautað og ég hleyp út á brúarvænginn til að reyna aö sjá hvaða skip sé þama á feröinni, eða hvort þetta sé ísjaki. Ég sé strax að þetta er sovéska skipið á mikilli ferð og stefnir beint á okkur, á ekki nema 50— vistarverur gjöreyðilögðust. önnur var skipstjóraklefinn og var skipstjór- inn rétt ófarinn í koju og hin var klefi vélstjóra sem var í koju og vaknaöi með stefni sovéska skipsins á rúm- stokknum. Hann sakaði sem betur fer ekki,” segir Jón Gunnar. Eftir áreksturinn hafði sovéska skipið samband við Harðbak og spuröi hvort hann þyrfti á aðstoð að halda en þeir sögðust geta séð um sig sjálfir, hífðu inn trollið og stefndu til lands. Enginn sjór komst í skipið, gatið var það ofarlega. Á skemmtiferðaskipinu sást ekki mikið fyrir utan lítilsháttar kmmpur á stefninu. Harðbakur í rétti Togarinn Skafti sá um að lóösa Rúss- ana inn á miðjan Húnaflóa en þá tóku Harðbaksmenn viö þeim og komu þeim til hafnar á Akureyri síðdegis á laugar- dag. Viö sjóprófin, sem haldin voru á laugardagskvöld, bám stjórnendur sovéska skipsins að þeir hefðu verið að elta togarann Skafta út úr ísnum er áreksturinn varö. Ennfremur sögðust þeir hafa gefið hljóðmerki en sögöust ekki hafa heyrt neitt hljóðmerki frá Harðbaki. Þá töldu þeir skip sitt hafa verið á sex til sjó mílna hraða er þeir uröu Harðbaks varir. Núfæröu á myndböndum ánæstuOlú stöð Viö höldum áfram þar sem frá var horfið í sjónvarpinu í vetur sem leið. l\lú eru fjórir þættir komnir í dreifingu, sá fimmti kemur í byrjun ágúst og síðan kemur nýr þáttur í hverri viku. Fjölmargir hafa beðið eftir framhaldi sögunnar af olíufjölskyldunni — það er mörgum spurningum ósvarað. Hvernig reiðir fjölskyldunni af? — Sundrast hún? Eða stenst hún álagið? SVO MIKIÐ ER VÍST AÐ STORMASAMT ER FRAMHALDIÐ. EINKAUMBOÐ: DREIFING:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.