Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Side 6
6
DV. MÁNUDAGUR 23. JULI1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Verðlaunahafar Verdlaunin í fyrstu
fheimilis- r um r ■ r ■
D,; utborgun a sjonvarpi
„Vlö kvörtum ekki,” segja verö-
launahafar aprílmánaöar í heimilis-
bókhaldi DV í samtali viö blm. Þau
sem ekki kvarta eru Sigrún Baldurs-
dóttir og Ásgrímur Isleifsson, búsett
við Miðvang í Hafnarfiröi, borin og
barnfædd í Firðinum. „Við festum
kaup á íbúöinni okkar fyrir rúmu ári,
hún er sextíu og fimm fermetrar aö
stærö. Viö eigum ekkert minna af
peningum nú en áöur enda fer minna í
skemmtanir.”
Sigrún og Ásgrímur eiga ársgamlan
son, Amar Þór, sem er hjá dag-
mömmu þá daga sem Sigrún vinnur.
Hún er í hálfu starfi í Búnaðarbankan-
um viö Hlemm í Reykjavík og vinnur
þá heilan vinnudag hverju sinni. „Það
kemur betur út en að fara alla virka
daga til vinnu hálfan daginn,” segir
Sigrún.
Asgrímur vinnur í Hafnarfirði, hjá
Berki hf.
Keyptu sjónvarp
Sem verðlaunahafar í heimilisbók-
haldinu áttu þau kost á því aö velja sér
heimilistæki fyrir 3500 krónur. Kom í
ljós aö flest heimilistæki eru til staöar
á heimili ungu hjónanna. En svart-
hvíta sjónvarpiö, sem þeim var gefiö í
Duni
Hentar á borðið
hvar og hvenær sem er
Sérfræðingar
í einnota vörum
Ekkert uppvask!
Sigrún Baldursdóttir, Ásgrímur ís-
leifsson, sonur þeirra, Amar Þór, og
nýja ITT s jónvarpstækiö frá Gelli hf.
DV-mynd: Arinbjöra.
Upplýsingartil
húsbyggjenda:
Geriðverk-
samning
við arki-
tektinn
„Byggingaframkvæmdirnar
drógust um verulega langan tíma
og varö af því verulegt tjón og
óhagræði fyrir mig.” Eitthvað á
þessa leiö hljóðar saga eins hús-
byggjanda sem varð fyrir því aö
arkitekt, sem vann við aö teikna
væntanlegt hús hans, skilaöi ekki
teikningum á tilskildum tíma.
Það getur veriö bagalegt aö
lenda í svona erfiðleikum. Ekki vit-
um við hvort þetta á sér staö.
Annað vitum við þó aö á auðveldan
hátt má fyrirbyggja að s vona nokk-
uö eigi sér staö.
Aðferðin til aö fyrirbyggja þetta
er sú aö geröur er verksamningur á
milli húsbyggjandans og arkitekts-
ins. Tilbúinn verksamning er hægt
að fá á skrifstofu Arkitektafélags-
ins sem er til húsa aö Freyjugötu
41. I verksamningnum er gert
nákvæmlega grein fyrir fyrirhug-
uðu verki. Báöir aöiiar skrifa undir
þennan samning og skuldbinda sig
til aö standa viö þær kröfur sem
koma framí verksamningnum.
1 þessum samningi er gerð ná-
kvæm grein fyrir starfssviði arki-
tektsins, tímaáætlun og einnig
hvemig greiöslum til arkitektsins
skuli háttaö. APH
eina tíö, var orðið dálítiö litlaust og
slitið.
Var því ákveöiö aö nota verölauna-
upphæðina í fyrstu útborgun á nýju lit-
sjónvarpstæki. Fariö var á stúfana,
kannaö verö á tækjum á markaðnum
eins og „sannir heimilisbókhaldarar”
gera. Fyrir valinu varð á endanum 22
tommu ITT, vestur-þýskt gæöatæki frá
Gelli hf. í Skipholti. Sama dag og kaup-
in voru ákveðin var sjónvarpstækiö
nýja komið heim í stofu hjá Sigrúnu og
Ásgrími.
„Viö förum lítiö út aö skemmta
okkur og þá er prýðilegt aö hafa sjón-
varpstækiö. Það er video hér í blokk-
inni og er gjaldið eitt hundraö krónur á
mánuöi fyrir afnotin af þvi,” segir Ás-
grímur.
Bókhald frá áramótum
Viö snúum spjallinu aöeins aö
heimilisbókhaldi hjónakornanna og
þaö er Sigrún sem verður fyrir
svörum.
„Ég hef haldið bókhald síöan um
áramót eöa frá því aö ég fékk bók-
haldsblaö fyrir áriö 1984 meö DV í
janúar. Fyrst var þetta nokkuð mikil
vinna að passa upp á kassakvittanirn-
ar eftir hverja búðarferð,” segir hún
og lítur kankvís á Asgrím, ekki vitum
viö hvers vegna. ,JEn svo fórum viö í
mánaðarreikning hjá kaupfélaginu hér
í Miðvangi og gengur bókhaldiö betur
síöan.
Þaö er mjög handhægt að versla hér,
verslunin er í sama húsi og þar sem við
eigum ekki bíl getur þaö varla veriö
betra.”
„Bíllinn fór í ibúöina,” skýtur Ás-
grímur hér inn í. „Viö erum farin aö
bera saman vöruverö eftir aö hafa
lesið í blööum um aö það geti borgað
sig. Höfum komist aö því aö svo er. Síð-
an, þegar ákveönar vörur eru á tilboös-
veröi, kaupum viö þær sem viö
þurfum,” heldur Sigrún áfram. ,,Eftir
fyrsta bókhaldsmánuðinn fannst okkur
viö eyða mjög hárri upphæð í mat, þá
sáum viö það svart á hvítu. Síðan
höfum viö reynt aö lækka matar-
kostnaðinn, meöal annars meö hag-
stæðari innkaupum og það hefur tek-
ist.”
„Ætli maður reyni ekki að halda
áfram að halda bókhald,” var svo
svarið sem viö fengum þegar spurt var
um framhaldið. Viö þökkum þeim þátt-
tökuna það sem af er og óskum þeim til
hamingju meö nýja sjónvarpstækiö.
Þau halda örugglega lengi áfram meö
heimilisbókhald.. .
-ÞG
Oánægðir ferða-
langar og kvört-
unarnefndin
tiMÍtitáir..
Þaö getur ýmislegt hent feröalanga á „reisum” innanlands sem utan, tíl
dæmis aö missa af flugvélum og hópferðinni sem bókað haföi verið í fyrir
mörgum mánuðum. Þá gæti verið úr vöndu að ráða ef strandaglópar telja
sig byggja brottfarartíma á röngum upplýsingum starfsmanns feröaskrif-
stofu... Þá er ágætt að vita af kvörtunaraefndinni, það er hennar að greiöa
úr slíkum og álíka flækjum ferðalanga.
Samkvæmt samningi, sem
undirritaður var í vetur á milli
Félags íslenskra feröaskrifstofa og
Neytendasamtakanna, hefur kvört-
unamefnd tekiö til starfa. Nefnd
þessi mun skera úr ágreiningsmál-
um milli félagsmanna NS og ferða-
skrifstofa sem aðild eiga aö FlF.
Hefur kvörtunamefndin haldiö einn
fund og hana skipa Olafur Olafsson
formaður, skipaður af samgöngu-
ráöuneytinu, Jón Magnússon frá
Neytendasamtökunum og Ingólfur
Hjartarson frá Félagi íslenskra
feröaskrifstofa.
Óánægðir ferðalangar, félags-
menn NS, sem skipt hafa viö ferða-
skrifstofur, sem aðild eiga aö FÍF,
veröa aö senda skriflega kvörtun til
skrifstofu NS innan mánaðar frá
lokum feröar vilji þeir koma
kvörtunum sínum á framfæri. Fyrst
er leitað sátta á milli aðila, takist
það ekki getur kærandi óskað úr-
skuröar kvörtunarnefndarinnar
gegn 500 króna gjaldi. Nefndin skal
aö öllu jöfnu úrskuröa í viðkomandi
máli innan mánaöar. Síðan, ef aöilar
verða ekki sáttir viö úrskurðinn, er
hægt aö skjóta málinu til dómstóla.
Feröaskrifstofur geta, ef úr-
skurðurinn hefur í för meö sé veruleg
fjárhagsleg útgjöld eöa fordæmis-
gildi, tilkynnt nefndinni og þeim er
kæröi að bætur verði ekki greiddar
nema að undangengnum dómi.
Kvörtunamefnd sem þessi á sér
hliðstæður í öðrum löndum og mörg
ágreiningsmál hafa veriö til lykta
leidd í þeim. Er þaö mjög til hags-
bóta fyrir aöila hér að slík nefnd
hefurnútekiötilstarfa. -ÞG