Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Page 8
8
DV. MÁNUDAGUR 23. JUU1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Tjón unniö
á hafmeyj-
unni
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit-
ara DV í Svíþjóö.
Skemmdarverk var unniö á litlu
hafmeyjunni viö Löngulínu í Kaup-
mannahöfn um helgina. Aöfaranótt
sunnudags var hægri handleggurinn
sagaöur af styttunni og numinn á
brott. Ekki er vitað hverjir voru þar
aö verki né heldur hefur handleggur-
inn komiö í leitirnar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
skemmdarverk er unnið á litlu haf-
meyjunni. Fyrir 20 árum var hún
gerð höfðinu styttri og hún hefur oft
veriö máluð í ólíkum litum á síðustu
árum.
Litla hafmeyjan átti 70 ára afmæli
í fyrra og voru mikil hátíöahöld í
Kaupmannahöfn af því tilefni, þar
sem borgarstjórinn í Kaupmanna-
höfn og ráöherrar dönsku ríkis-
stjórnarinnar lögðu mikla áherslu á
þýðmgu hennar fyrir danskan feröa-
mannaiðnaö.
Kaupmannahafnarbúar flykktust í
gær út á Löngulínu til aö sjá með
eigin augum þau spjöll sem unnin
höfðu verið á hafmeyjunni.
Enn hefur litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn orðiö fyrir barðinu á skemmdar-
verkamönnum. Nú um helgina var hægri handleggur hennar sagaður af.
ísrael:
Verkamannafíokk-
urinn vifíræða við
Jórdaníumenn
mannaflokkurinn eru líklegir til að fá
hreinan meirihluta í kosningunum en
skoöanakannanir benda til aö Verka-
mannaflokkurinn muni fá meira fylgi.
Spörudu við
munaðariausa
Svo illa mun búiö aö sumum
munaðarleysingjahælum í Sovét-
ríkjunum að börnin eru þar án
skjólfatnaðar og hafa jafnvel
aldrei séð ávexti eins og appelsínur
eftir því sem dagblaðið „Pravda”
heldurfram.
I Sovétríkjunum eru 944
munaðarleysingjahæli og segir
Pravda, að í flestum þeirra sé
aðbúnaðurinn ekki svo slæmur, en í
einhverjum tilvikum skorti hús-
búnaö, skjólfatnaö og áhuga starfs-
fólks fyrir velferð bamanna. — Á
einu hælinu hafa verið fimm for-
stööumenn á fimm árum og voru
tveir þeirra reknir úr starfi fyrir
lagabrot.
Vitnaðist að í einhverju hælinu
var ekkert gert til þess að hafa ofan
af fyrir börnunum, nema þegar
gesti bar að garöi. Á einu hælinu
var húsið ekki kynt, ekki einu
sinni aö vetrarlagi, nema þegar
umsjónarmann þess opinbera bar
aðtileftirlits.
Danmörk:
Fjármálaráð-
herrann ákveð
ur að hætta
Einn leiðtoga Verkamannaflokksins
í Israel sagöi í gær aö ef flokkurinn
sigraði í kosningunum í dag yröi strax
boöaö til viðræðna viö Hussein
Jórdaníukonung um friö í Mið-Austur-
löndum.
Mordechai Gur, sem stjómar kosn-
ingabaráttu Verkamannaflokksins,
•sagði í viötali við fréttamenn að Huss-
ein yrði boðið til viðræðna án nokkurra
skilyrða af hálfu ísraelsmanna og
hann teldi líklegt að árangur yrði af
slíkum viöræðum. Gur sagöi jafnframt
að hann teldi líklegt aö viðræður gætu
farið fram við stjóm Sýrlands um að
Israelsmenn hyrfu með herlið sitt frá
suöurhluta Líbanons.
Moshe Arens, vamarmálaráðherra
Israels og einn af leiðtogum Likud-
bandalagsins, sagöi í gær aö þessar
vonir Verkamannaflokksins væm lítils
viröi þar sem Hussein hefði ekki sýnt
neinn vilja til viöræðna eða samkomu-
lags sem tryggja mundu öryggi
Israels. Arens sagði því að hér væri um
lélegt kosningabragð að ræða af hálfu
Verkamannaflokksins og væri það alls
ekki raunhæft.
Gur tók þaö fram í viðtalinu aö
Frelsissamtökum Palestínumanna —
PLO — yrði ekki boðið til viðræöna.
Kjósendur í Israel munu gera það
upp við sig í dag hvom þeir vilja sem
forsætisráðherra, Yitzhak Shamir,
sem nú gegnir þeirri stöðu, eða Shimon
Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins.
Hvorki Likudflokkurmn né Verka-
Talið er líklegt að Poul Schliiter muni
gera töluverðar breytingar á stjóm
sinni á næstunni og reka þá ráðherra
sem hafa staðið sig illa.
Búist er við að Poul Schluter, for-
sætisráðherra Danmerkur, tilkynni
um breytingar á ríkisstjóm sinni í dag
eða á morgun. Henning
Christophersen, fjármálaráðherra og
formaður Vinstri-flokksins, lýsti því
yfir I gær að hann hefði ákveðið aö
hætta í dönskum stjómmálum og hef ja
í þess stað störf hjá Efnahagsbanda-
lagi Evrópu og er þaö trú manna aö
Schlúter muni grípa tækifærið og gera
fleiri breytingar á stjórn sinni.
Talið er líklegt að Ihaldsflokkurinn
taki við embætti fjármálaráðherra og
búist er viö aö aö minnsta kosti tveimur
ráðherrum verði sparkað um leið og
Christophersen hættir. Eru þar helst
nefndir til sögunnar Tom Höyem
Grænlandsmálaráðhera og Mils
Bollmann húsnæðismálaráðherra.
Þeir eru úr flokki miö-demókrata og
hafa þótt standa sig heldur illa í stjórn-
inni. Þar sem flokkur þeirra tapaði
miklu fylgi í kosningunum í janúar
síðastliðnum er talið aö það verði þing-
menn Ihaldsflokksins sem leysi þá af
hólmi enda var Ihaldsflokkurinn sigur-
vegari kosninganna þá.
Nýja-Sjáland:
Lange hlynntur
bandalaginu
við Bandaríkin
David Lange, nýkjörinn forsætisráö-
herra Nýja-Sjálands, segir aö stjóm
sín hafi alls ekki í hyggju aö draga sig
út úr ANZUS-varnarbandalagi Nýja-
Sjálands, Ástralíu og Bandaríkjanna.
Hann sagði að jafnvel þó aö bandalagið
væri ekki til staðar þá fyndist sér ólík-
legt að Bandaríkjamenn myndu sitja
aðgerðalausir hjá ef til árásar á
Nýja-Sjáland kæmi. Þetta kom fram í
blaðaviðtali við forsætisráöherrann
sem birtist nú um helgina.
Lange sagöi að hann tryði því ekki aö
ómögulegt væri að endurnýja varnar-
samninginn við Bandaríkin og kvaðst
vantrúaður á þá yfirlýsingu George
Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, aö bandalagið væri í hættu ef Ný-
Sjálendingar bönnuöu komu kjam-
orkubúinna skipa til hafna á Nýja-Sjá-
landi en því hafði Verkamannaflokkur-
inn lofað í kosningabaráttunni.
Lange sagði að hann styddi hug-
myndina um kjarnorkuvopnalaus
svæði á Suður-Kyrrahafi en hins vegar
væri ekki hægt að gera athugasemdir
við siglingar kjamorkubúinna skipa á
alþjóðlegum siglingaleiðum.
Er njósnabún-
aðurá trukk?
Sovéskur vömflutningabill leggur af
stað aftur til Moskvu í dag frá Berlín
með 9 smálesta farm sinn ósnertan,
eftir töluveröar diplómatískar deilur í
Sviss og V-Þýskalandi um innihaldið.
Farmurinn er undir innsigli, en
Sovétmenn segja aö hann sé raftæki og
fleira, ætlað sendiráði þeirra í Genf.
Vilja þeir ekki leyfa tollgæslu þessara
tveggja landa að skoða farminn, sem
falinn er aö baki diplómatainnsigli sem
diplómatapóstur.
Hefur staöið í stappi út af trukknum
síðustu tvær vikurnar, en í Sviss
neituðu yfirvöld aö taka það gott og
gilt að 9 tonna tmkkur væri sem hver
annar sendiráðspóstur. Vildu þau ekki
að trukkurinn yrði losaður, nema í
viðurvist tollþjóna.
Sovétmenn kusu heldur að senda
bílinn aftur úr landi og heim á leið.
Vekur það grunsemdir um að farmur-
inn sé njósnabúnaður. Þykir tmkkur-
inn hafa verið hreint ótrúlega lengi í
ferð sinni og tók raunar á leiðinni til
Genf grunsamlegan krók á stystu leiö
til að aka hjá einum herflugvalla Sviss.
V-Þýskaland samþykkti aö hleypa
bílnum í gegn á heimleiö án þess aö
leita í honum.