Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 10
10 DV. MÁNUDAGUR 23. JULI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson ísraelskir kjósendur hafa oftast gengið æstari tii kosninga en núna. Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, á kosningafundi, en fíokki hans er spáð velgengni þótt stjórnarmyndunarmöguleikar þyki óvissunni háðir. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra og leiðtogi Likudsamsteypunnar, á kosningaferðalagi. Ovenjufriðsöm kosninga- barátta hjá ísraelsmönnum Israel á viö mörg vandamál aö stríöa og þau öll ærin. Hvert þeirra um sig mætti merkjast „Eldfimt: Sprengi- hætta!” — Mundi vafalítið stjórnum annarra ríkja þykja hvert eitt þeirra út af fyrir sig æriö nóg viðfangsefni. Þaö er efnahagslífiö með óöaverðbólg- unni, þaö er úthald hers í Líbanon og hernaðarleg ógnun, sem Israel telur sér stafa af ástandinu þar og nærveru sýrlenska hersins. Þaö er framtíðar- skipan hernumdu svæðanna og Palestínuarabarnir. Þaö er kynþátta- ólga innan Israeis og sambúö ofstækis- fullra rétttrúnaöargyöinga og svo ann- arragyðinga. Daufleg kosningabarátta Jafn þrasgjamir og gyðingar segj- ast sjálfir vera, þá mundu duga, til þess aö hleypa hita í þræturnar, ein- hver minni ágreiningsmál . Þaö ein- kennilega viö kasningabaráttuna, sem staöiö hefur undanfamar vikur og lýk- ur í þingkosningunum í dag, mánudag, er aö ekkert þessara mála hefur náö aö magna upp kosningaæsing. — Daniel Elazar prófesso;, stýrir óháðri stofnun í Jerúsalem, sem fæst við samfélags- rannsóknir, segir aö engu sé líkara en þetta þyki ekki nógu hentug kosninga- mál, jafnörlagaríkar og ákvaröanir í þeim hljóta þó aö veröa. Olíkt fyrri kosningum, eins og til dæmis 1981, hefur ekki komiö til neinna teljandi uppþota og enn síöur blóösút- hellinga í þessari kosningabaráttu. Segir prófessorinn aö úrslit kosning- anna munu aö miklu leyti ráöast af því gegn hverjum kjósendur vilja beita atkvæði sínu. 24 framboðslistar Þaö er kosiö um 120 þingsæti á Knesset, eins og Israelsþing er kallaö, og eru bomir fram tuttugu og fjórir listar. Þaö eru ekki nema tveir þriöju þeirra sem eiga raunhæfan möguleika á því aö koma einum eöa fleiri á þing. En í rauninni er ekki um aö ræða nema tvo flokka eöa tvær flokkasamsteypur sem geti tekið að sér stjómarforystu. önnur er Likud-flokkasamsteypan, sem setið hefur viö stjórnvölinn síðan 1977, fyrst undir forsæti Menachem Begins og nú undir forsæti Yitzhak Shamir forsætisráöherra. Hinn er Maarach (Verkamannaflokkurinn) undir formennsku Shimon Peres, sem tapaöi í síöustu tvennum þingkosning- um. Beinast heföi legið viö fyrir Verka- mannaflokkinn að setja efnahagsmál- in á oddinn í kosningabaráttunni. En engu er líkara en stjórnarandstööufor- ystan kvíði því aö fæla frá sér atkvæði, ef hún legði fram ítarlegar áætlanir um að ná verðbólgunni niöur. Hún er hvorki meira né minna en um 450% á ársgrundvelli. Ef litið er til Líbanon og framtíöar- skipanar hemámssvæðanna viröist lítiö skilja á milli þessara tveggja höfuðkeppinauta í ísraelskri pólitík. Og hvaö varðar sambúö ofstækisrétt- trúnaöargyðinga og annarra, þá segir Elazar prófessor aö hvorugur flokkurinn þori aö hafa uppi neinar yfirlýsingar þar um. Hvor um sig gerir sér ljósan möguleika þess að þurfa að ganga til samstarfs viö einn eða fleiri þeirra sex smáflokka sem upprunnir em úr trúarbragðahreyfingum, ef þeir taka aö sér stjórnarmyndun. Verkamannaflokknum spáð velgengni Eins og horfir núna fyrir helgina, bendir allt til þess að Verkamanna- flokkurinn veröi stærsti flokkurinn. En jafnvel þótt hann „ynni” þannig kosn- ingarnar, getur forysta hans komist aö því fullkeyptu þegar hún ætlar aö steypa saman nýja ríkisstjóm. Á sama máta gæti þaö reynst erfitt fyrir Likud- samsteypuna aö mynda aftur stjórn, án þess aö þurfa hjálp fleiri en núver- andi samstarfsflokka. Tveir möguleikar gætu þá blasað við þeim flokknum sem umboð fengi til aö reyna stjórnarmyndun. Annar er sá að leita út fyrir sína fyrri bandamenn og kaupa sér stuöning fleiri flokka fyrir þá ærið hátt pólitískt gjald, eins og búast mætti viö af þeim höröu samningaviðræðum og hrossakaupum, sem fylgja slíkum fæöingarhríöum. Reynslan hefur sýnt aö ríkisstjómir sem þannig verða til hafa lítiö svigrúm til athafna. Hinn möguleikinn er sam- starf beggja stóra flokkanna í eins konar þjóöstjómartilraun með stuðn- ingi eins eöa fleiri smáflokka. 25% óvissir Um þetta geta valdiö miklu þeir kjósendur sem enn hafa ekki gert upp hug sinn um hvaöa lista þeir ætla aö ljá atkvæöi sín. Samkvæmt skoðana- könnunum fyrir viku var þaö þá allt aö fjórðungur kjósenda. Og stór hluti þess hóps kaus áöur Likud-samsteypuna, en er óánægöur meö stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Augljóslega hefur kosningabaráttan snúist um aö ná til þessa hóps, enda dregur hún dám af því. Kynþáttaskipting I kosningunum 1981, þegar Likud- samsteypan hélt naumum meirihluta, þótti kosningabaráttan sérdeilis hörð, ómálefnaleg og næstum óþverraleg. Þá var þaðkynþáttaólgan, sem gerjast hefur í Israel síöari árin, sem réö úr- slitum. Þaö er ekki einvörðungu hinn arabíski minnihluti í Israel sem telur sig hjá settan í kjörum. Innfluttir gyðingar frá löndum í Afríku og Asíu njóta minni menntunar, minni tekna og lakari kjara. Þeim hefur í gegnum tíðina fjölgaö ört og til þeirra sótti Likud aöalfylgi sitt. Kjósendur af evrópskum uppruna, sem betur era staddir flestir bæöi í menntunarlegu tilliti og í lífskjörum, kusu aöallega Maarach. Það var Yoehanan Peres, félags- fræðiprófessor viö háskólann í Tel Aviv, sem sundurgreindi niðurstööur kosninganna 1981 á þennan máta. Hann spáði því aö þessi klofningur ísraelsku þjóöarinnar ætti eftir aö verða enn merkjanlegri í framtíöinni, einkanlega vegna hinnar öru fjölgunar Asíu-ættaöra gyðinga. — Núna heldur hann því hins vegar fram aö þessa muni þó ekki gæta í kosningunum framundan. Ástæöu þess telur hann liggja í baráttuaöferö Verkamanna- flokksins. I kosningabaráttunni hafa þeir líkt og lækkaö róminn, kælt blóðið og kaffært umræöur í staöreynda- og talnastagli. Verkamannaflokkurinn telur sér hag í því, ef kjörsókn yrði lítil, og vill ekki magna upp kosningahita eöa æsa óráöna fyrri fylgismenn Likud til þess að skila sér á k jörstaö. Likud fór hægt af stað Þaö þykir undarlegt hve lengi framan af kosningabaráttunni Likud- menn létu höf uðkeppinautinum eftir aö gefa tóninn. Það var rétt fyrir viku að þeir hófu gagnsókn meö greinilegum tilraunum til þess aö blása eldmóði í sína fyrri stuðningsmenn. Að nokkru leyti telja menn þaö hafa stafað af Yitzhak Shamir leiötoga sem er maður hæglátur og lítiö fyrir stímabrakiö. Aö sumu leyti er kennt um innanflokks- deilum, sem eru sagöar hafa leitt til þess að maður eins og Ariel Sharon, fyrrum varnarmálaráðherra, hefur látið minna á sér kræla. Sharon var eldhugi, sem gat meö mælsku sinni blásið flokksbræðrum og fylgisfólki baráttuanda í brjóst, fyrrum stríðs- hetja úr Yom Kippur-stríöinu. En eftir réttarhöldin út af fjöldamoröunum í flóttamannabúðum Palestínuaraba í Beirút stóö slíkur styr um Sharon og ábyrgð hans á atferli Israelshers í Líbanon og Beirút að hann varö aö víkja úr varnarmálaráðherraembætt- inu. Flokksbræður hans margir kröföust þess að hann véki að fullu úr ríkisstjórninni og hefur flokkurinn taliö réttara aö Sharon heföi sig minna í frammi. Sem hershöföingi þótti Sharon ekki of agaður undir yfirher- stjórninni, og sem þingmaöur og ráö- herra ekki heldur of leiðitamur í flokkstaumunum, en andstaða flokks- systkina hefur eins og dregið úr honum móö. Eins og kosningabaráttan hefur þróast er líklegt aö smáflokkamir muni hafa mestan hag af því hve erfitt kjósendur eiga með aö gera upp á milli stóru flokkanna. Þeir vænta sér góðs brautargengis í kosningunum aö þessu sinni. Eftir kosningamar 1981 virtist Israel á leiö til tveggja flokka kerfis. Mánudagurinn leiðir í ljós hvort sú þróun heldur áfram eða hvort klofningsflokkadrættimir halda áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.