Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 21
DV. MÁNUDAGUR 23. JULl 1984. 21 Heimsmetin féllu í Austur-Berlín og Potsdam 28 Þróttur skor- aði rétt i lokin á Akureyri 24 Ballesteros sigurvegari á á British Open 25 „Nú verður gaman að fara til Los Angeles” 22 Svíar rót- burstuðu Norðmenn 26 Ólympíuleikarnir íLos Angeles hefjast á laugardag: ísl.frjálsíþróttafólkið komið í ólympíuþorpið — Einar Vilhjálmsson kastaði 84,50 m íspjótkasti íEugena á laugardag og varð íþriðja sæti „Viö fluttum inn í ólympíuþorpið hér í Los Angeles í gær. Aðstaða er þar mjög góð og við erum á heimavist UCLA háskólans,” sagði Oddur Sigurðsson, KR, þegar DV ræddi við hann í gær. Ásamt honum fluttu inn í ólympíuþorpið þau Einar Vilhjálms- son, íris Grönfeldt, Kristján Harðar- son, Sigurður Einarsson, Vésteinn Haf- steinsson og Þórdis Gísladóttir, eða frjálsíþróttafólk okkar sem keppir á ólympíuleikunum. Þeir hefjast um næstu helgi, setningarathöfn á laugar- dag, 28. júlí. Þá er liðsstjórinn, Þráinn Hafsteinsson, einnig kominn í ólympíu- þorpið. Óskar Jakobsson keppir ekki á ólympíuleikunum vegna meiðsla. Hann sleit sinufestar í handarbaki 1980 I A (Mynifnc Cnmnnnm Dregið í bikarnum — Fram-KR íödrum leiknum í undanúrslit en óvíst enn við hverja Þróttur leikur Á laugardag var dregið í undanúrslit bikarkeppni Knattspyrnusambands ís- lands og fór athöfnin fram í sjónvarps- sal í beinni útsendingu. Niðurstaðan varþessi. Fram — KR. Breiðablik eða Akranes — Þróttur. Breiðablik og Akranes leika í 8-liða úrslitum í Kópavogi á miðvikudags- kvöld. Það lið, sem sigrar í þeirri viðureign, fær heimaleik gegn Þrótti í undanúrslitum. Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 31. júlí, þriðjudag, en ekki er víst að þeir fari báðir fram þann dag. Úrslitaleikur bikarkeppninnar verður á LaugardalsveUi 26. ágúst. hsím. fyrir nokkrum vikum og getur ekki varpað kúlunni. 1 kringiukastinu náði hann ekki lágmarksárangri til þátt- töku, eöa 62 metrum. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér á æfingum síðustu vikurnar og ég er bjartsýn á góðan árangur á leikunum, komist ég á sama stig og þegar ég hljóp 400 metrana í vor á 45,36 sekúndum. Mér finnst að aUt stefni í það,” sagðiOddur. Einar kastaði 84,50 m Einar Vilhjálmsson tók þátt í miklu frjálsíþróttamóti í Eugene í Oregon á laugardag. Hvassviöri eyðilagði nokk- uð árangur þar en aðalafrekið þar var nýtt bandarískt met hjá Mike Tully í stangarstökki, 5,84 m. Einar varð þriðji í spjótkastinu, kastaði 84,50 metra, svo hann hefur hægt og sígandi lagaö árangur sinn á ný að undanfömu í spjótkastinu eftir gífurlegar æfingar í júní og framan af júlí. Bretinn Roald Bradstock sigraöi í Eugene í spjótkast- inu. Kanadamaður varð í öðru sæti, Einar þriöji og heimsmethafinn fyrr- verandi, Tom Petranoff, í fimmta sæti með rúma áttatíu metra. Vésteinn í þriðja sæti Þau Vésteinn, Iris, Kristján og Þór- dís tóku þátt í frjálsíþróttamóti í Sacramento á laugardag. Vésteinn varð þriðji í kringlukasti, kastaöi 61,34 m. Iris varð önnur í spjótkasti kvenna með 53,52 metra. Of mikill meðvindur var í langstökkinu en nánar er skýrt frá úrslitum þessara móta á bls. 22. Sigurður var þriðji í spjótkastinu, kastaði 76,19 m. hsím. Oddur Sigurðsson gengið mjög vel. æfingar hafa Tíu stiga forusta Skagamanna og bjart útlit: Ekki þó hægt að taka mynd af þeimstraxsem meisturum „Keflvíkingar féllu í þá gryfju að hætta að leika knattspyrnu í síðari hálfleik. Beittu þá kröftunum meira og það kom þeim í koll. Þeir töpuðu leikn- um á því í stað þess að halda áfram þeirri knattspyrnu sem þeir höfðu leikið í fyrri hálfieik,” sagði Hörður Helgason, þjálfari Skagamanna, eftir að lið hans hafði sigrað Keflvíkinga 2— 1 í Keflavík í gærkvöld í 1. deildinni. Þar með hafa Skagamenn náð tíu stiga forustu í deildinni og stefna hraðbyrði í íslandsmeistaratitilinn. Áttundi sigur- leikur Skagamanna í röð i deildinni eða frá því í 4. umferð. „Vissulega er útlitið bjart. Sigur- möguleikamir í mótinu gríöarmiklir en ekki vil ég þó láta taka mynd af Skagamönnum strax sem Islands- meisturum,” sagði Gunnar Sigurös- son, Akranesi, stjórnarmaður í KSI. Akumesingar voru mjög fjölmennir á leiknum í Keflavík. Þar mátti sjá fjöl- marga bíla merkta E. 2103 áhorfendur keyptu sig inn á völlinn. Metaösókn á leikíl. deildísumar. „Við lékum mjög vel í fyrri hálf- leiknum en í þeim síðari var slakað á. Viö fengum á okkur tvö ófyrirgefanleg klaufamörk. Keflavík var betra liðið í leiknum og hefði átt að gera út um leik- inn í fyrri hálfleiknum,” sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari Keflavíkurliðs- ins, eftir leikinn. „Völlurinn hér í Keflavík er til skammar,” sagði Þorsteinn Bjamason landsliðsmarkvörður eftir leikinn en hann rann til í leöjunni við mark Keflavíkur þegar Skagamenn jöfnuðu í 1—1 á 74. mín. Þaö var eftir auka- spymu Jóns Áskelssonar við hliðarlínu á miðjum velli. Knötturinn sigldi í markið eftir að Sigurður Halldórsson hafði aðeins komið við hann áöur en hann fór yfir marklínuna. Báðir vildu þeir Jón og Sigurður eigna sér markiö eftir leikinn. emm/hsím Markaregn í Laugardal Mikið markaregn var í Laugardaln- um þegar Víkingur vann KA 6—2. Mesta markaskorun í einum leik í 1. deild í sumar. Heimir Karlsson skoraði Heimir Karisson, Víkingi, tU hægri, skoraði þrennu í leiknum við KA í gærkvöld. Fyrsta þrennan í sumar í 1. deUd. TU vinstri er Erlingur Kristjánsson, KA. DV-mynd Óskar. þrjú mörk fyrir Víking í leiknum — fyrsta þrenna leikmanns í 1. deild í sumar. Jafnframt fyrsta þrennan, sem Heimir skorar fyrir Víking. Fjórir leikir voru í 1. deild Islands- mótsins í knattspyrnu um helgina í 12. umferðinni. Urslit uröu þessi: KR-Valur 0-0 Víkingur-KA 6—2 Keflavík-Akranes 1—2 Þór-Þróttur 0—1 Staðan er nú þannig. Akranes 12 10 1 1 22- -8 31 Keflavík 12 6 3 3 14- -11 21 Þróttur 12 4 6 2 13- -10 18 Víkingur 12 4 4 4 21- -20 16 Valur 12 3 5 4 11- -10 14 KA 12 3 4 5 18- -23 13 KR 12 2 6 4 11- -19 12 Fram 11 3 2 6 13- -15 11 Breiðablik 11 2 5 4 10-12 11 Þór 12 3 2 6 14- -19 •11 Fram og Breiðablik leika í kvöld á Laugardalsvelli. Markahæstu menn eru nú: Guðm. Steinsson, Fram, 6 Heimir Karlsson, Víkingi, 5 Hörður Jóhannesson, Akranesi 5 Árni Sveinsson, Akranesi 4 Hinrik Þórhallsson, KA, 4 Páll Olafsson, Þrótti 4 Sig. HaUdórsson, Akranesi 4 -hsim. OLYMPIUELDURINNILOS ANGELES — hlaupið með eldinn um borgina á laugardag og gríðarlegur umferðarhnútur skapaðist eftir það Ólympíueldurinn kom til Los Angel- es á laugardag og mikU fjöldi áhorf- enda var viðstaddur þegar hlaupið var með hann um götur ólympíuborgarinn- ar eftir 75 daga hlaup með hann um Bandaríkin. Yfir 4000 hlauparar hafa hiaupið með eldinn í 33 fylkjum Banda- rikjanna. Ekki veröur þó fariö meö ólympíu- eldinn beint á leikvanginn í Los Angel- es. Það verður haldiö áfram að hlaupa með hann um suöurhluta Kaliforníu. Síðan snúið við og komið meö eldinn á opnunarhátíð leikanna í Los Angeles næsta laugardag. Eftir að hlaupið hafði veriö meö ólympíueldinn í Los Angeles á laugardag myndaðist gríðarlegur umferðarhnútur í borginni. Menn óttast aö sama verði uppi á teningnum meöan á leikunum stendur í Los Angeles. Bifreiðaeign borgarbúa er gríöarleg. Talsverðar deilur voru milli Grikkja og Bandaríkjamanna um ferð ólympíueldsins í USA. Sagt er að það hafi kostaö 3000 dollara að hlaupa með eldinn einn kílómetra. Framkvæmda- nefnd ólympíuleikanna hefur ekki neitaö því en sagt að allur ágóði hafi runnið til góðgerðarstarfsemi. Ýmsir hlupu með eldinn, sá yngsti fimm ára en sá elsti 75 ára. Þar voru blindir hlauparar og fatlaðir og meira segja einn úr hópi „Heil Angels” mótorhjóla- manna. Gina Hemphill, barnabarn Jesse Owens, hetjunnar frá Berlínar- leikunum 1936, var meðal hinna fyrstu sem hlupu með eldinn í New York. hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.