Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 25
DV. MÁNUDAGUR 23. JULt 1984. 25 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ■■ SEX GLÆSIMORK VIKINGA OG KA ÁTTIEKKISVAR — Heimir Karlsson með þrennu í 6:2 sigri Víkings gegn KA „Þetta var kærkominn slgur. Og mörkin sem ég skoraði voru líka kær- komin og þetta er í f yrsta skipti sem ég skora þrjú mörk í leik í 1. deild,” sagði Víkingurinn Heimir Karlsson eftir að Víkingur hafði gersigrað KA frá Akur- eyri í ieik liðanna í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu á Laugardals- velli í gærkvöldi. Lokatölur urðu 6—2 og staðan í leikhléi 2—0 Víkingum í vil. Eins og þessar skemmtilegu loka- tölur gefa til kynna var ekki leiöinlegt að horfa á þennan leik í gærkvöldi. Ekki er það á hverju kvöldi sem knatt- spymuáhangendum er boðið upp á átta marka leik, og meira að segja tíu marka leik því tvö mörk voru dæmd af Víkingum vegna rangstöðu. Sannar- ánssyni. DV-mynd: Óskar Örn Jónsson. stiga for- (eflavík ill í marki íslandsmeistaranna en hann fór yfir marklínuna. 1—1. Skömmu síðar komust Skagamenn yfir. Sótti upp hægri knatinn, gefið yfir á Guöbjörn Tryggvason, sem skaUaði knöttinn tU Harðar Jóhannessonar. Höröur skallaði í markiö af stuttu færi. 1—2. Keflvíkingar reyndu mjög að jafna en tókst ekki og reyndar átti Árni Sveins lokaoröið. Fékk háa sendingu inn í teig en Þorsteinn bjargaöi snagg- aralega frá honum. Hjá Skagamönnum var vörnin yfir- leitt sterk, þetta var fyrst og fremst leikur varnarinnar og Bjami frábær í markinu. Siggi Donna og Siggi Lár. sterkir og frammi voru Karl og Hörð- ur oft góðir. Hjá Keflvíkingum bar mest á Valþóri og Gísla í vörninni, svo og Guðjóni. Ragnar var mjög öflugur og fékk færi, þrátt fyrir stranga gæslu, og Helgi vann vel. Liðin voru þannig skipuð: Keflavík: Þorsteinn, Gísli, Valþór, Úskar Færseth, Sigurður Björgvinsson, Magnús, Einar Ásbjörn, Helgi, Ragnar, Rúnar Georgs- son og Guðjón Guðjónsson. Akranes: Bjami, Guðjón, Jón, Sig. Halldórsson, Sig. Lárusson, Hörður, Karl, Júlíus Ingólfsson (Sveinbjöra Hákonarson 46. min.) Sigþór, Guðbjörn og Árai. Dómari Þorvarður Björasson og slapp nokkuð vei frá erfiðum ieik. Áhorfendur 2103. Maður leiksins. Bjarai Sigurðsson. emm/hsim. Severiano Ballesteros, Spáni, fagnar sigri eftir sigur á British Open. lega var þetta vel þegið og vonandi aö oftar verði veitt jafn rausnarlega og í gærkvöldi. Þeir vom margir sem misstu af fyrsta marki Víkinga í gærkvöldi og ástæðan einfaldlega sú að markið var skoraö þegar ein mínúta var iiðin af leiknum. Þaö var Heimir Karlsson sem skoraöi markið eftir góða fyrir- gjöf. Skot Heimis var laust og frekar klaufalegt að sjá til norðanmanna fyrir markið. KA-menn sóttu í sig veöriö og sóttu stíft þaö sem eftir var fyrri hálf- leiks og voru nálægt því aö skora. Það voru Víkingar einnig og þeir náðu að skora tvisvar fyrir leikhlé, annað markið dæmt af. Omar Torfason skor- aöi síðan annaö mark Víkinga rétt fyrir leikhlé og var það jafnframt fallegasta mark leiksins. Kristinn Guðmundsson tók aukaspymu við hornfánann og gaf nokkuð fast fyrir markið á Omar sem kom á fleygiferð og klippti knöttinn viðstöðulaust í þak- netið.Staöan2—0. Síðari hálfleikur var nokkuð fjörug- ur og þokkalega vel leikinn af beggja liöa hálfu. Ekki var síðari hálfleikur orðinn gamall þegar Omar Torfason var aftur á ferðinni og skoraði með skalla þriöja mark Víkinga. Og enn hélt hríðin áfram. Á 17. mínútu skoraði Heimir fjórða markið fyrir Hæðar- garðsliöið og nú stefndi í eitthvaö óvænt. Markasúpan hélt áfram. Á 21. mínútu skaut Njáll Eiðsson, besti maður KA í þessum leik, föstu skoti að Víkingsmarkinu. ögmundur náöi ekki aö halda knettinum og Hinrik Þórhalls- son, þá nýkominn inn á sem varamað- ur, var með bæði augun opin og náði að renna knettinum í markið og laga stöðu norðanmanna. Andri Marteins- son skoraði síðan fimmta mark Vík- inga og á 34. mínútu skoraði Heimir Karlsson sjötta markiö fyrir Víking og sitt þriðja í leiknum. Fimm minútum fyrir leikslok náði Hafþór Kolbeinsson að laga stöðuna fyrir KA. Mark Hafþórs var mjög laglegt. Hann einlék meö knöttinn langan veg og linnti ekki látum fyrr en í markteig Víkinga og þar lét hann skot eitt hnitmiðað og nægilega fast ríða af og í markið fór knötturinn eins og til var ætlast í upp- hafi f erðar Hafþórs, trúi ég. Víkingsliðið hlýtur að vera komið á fljúgandi ferð eftir tvo glæsisigra í röð. Fyrst sigur gegn Val, 3—0, og loks þessi stóri í gærkvöldi. Liðið barðist sem ein heild í gærkvöldi og allir leik- menn liðsins reyndu að gera sitt besta. Oft brá fyrir skemmtilegum samleiks- köflum og margir þeirra enduðu með mörkum. Það að fá á sig mark á fyrstu mínútu leiks og síðan síðustu mínútu fyrri hálf- leiks er hlutur sem nægir til að rota heilt knattspyrnulið. Fyrir slíku rot- höggi varð KA í gærkvöldi. Og leik- menn liðsins náðu aldrei að jafna sig eftir áföllin. Þetta var einfaldlega einn af þeim dögum þegar ekkert gengur upp hjá öðru liðinu en flest hjá hinu. Liöin sem léku í gærkvöldi voru þannig skipuð: Víkingur: ögmundur, Unnsteinn, Ragnar, Magnús, Hans Leó, Andri, Kristinn, Omar, Ámundi, ömólfur og Heimir. KA: Þorvaldur, Ormarr, Friðfinnur, Ásbjöm, Erlingur, Duffield, Stefán, Hinrik, Njáll, Hafþór, Steingrímur. Leikinn, sem 333 áhorfendur sáu, dæmdi Baldur Schewing og hann gaf Kristni Guðmundssyni Víkingi gula spjaldið. Maður leiksins: Heimir Karlsson Víkingi. gK Þróttur skoraði rétt fyrir lokin — sigraði Þór, Frá Sölva Sölvasyni, fréttamanni DV á Akureyri. Þróttur vann heppnissigur á Þór í leik liðanna á Akureyri í 1. deild í gær- kvöld, átti lítið í leiknum og skoraði svo eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Þorsteinn Sigurðsson skallaði knöttinn í mark Þórs eftir að Páll Ólafsson hafði leikið upp kantinn, síðan inn í vitateig, þar sem hann lenti í samstuði við Jónas Róbertsson. Knötturinn hrökk af þeim til Þorsteins, sem var á markteignum og skallaði í mark, Mjög gott veður var, logn og hlýtt, þegar leikurinn fór fram. Þórsarar miklu betri í fyrri hálfleiknum og sóttu mjög að marki Þróttar. Markvörður Þórs, Baldvin Guðmundsson, hafði lítið sem ekkert að gera. Greip tvisvar inn í leikinn í hálfleiknum. Þróttarardaufir. Á 8. mín. fékk Bjarni Sveinbjörnsson stungubolta fram, spymti á Þróttarmarkið innan teigs. Guðmundur Erlingsson varði vel. Um miðian hálfleikinn var Kristján Kristjánsson aðeins of seinn í góðu færi við mark Þróttar en rétt á eftir átti Guðjón Guðmundsson þrumuskot framhjá. Knstján komst aftur í færi en skaut í vamarmann og komst svo á 39. mín. einn innfyrir vöm Þrótt- ar. Guðmundur varði mjög vel. Síðari hálfleikurinn var ekki eins skemmtilegur fyrir 800 áhorfendur. Þróttarar betri fyrstu 10 mínúturnar án jjess að skapa l:0?á Akureyri sér færi. Síðan fór Þór að sækja. Á 59. min. munaði litlu að Kristján skoraði úr auka- spyrnu af 40 metra færi. Markvörður Þróttar misreiknaði knöttinn, — hreyfði sig ekki — en knötturinn smali í markstönginni. Þar fyrir markið þar sem Guðmundur náði honum. Nokkru síðar átti Kristján skot en Guömundur varði. Hinum megin komst Pétur Arnþórsson í færi en spymti rétt framhjá og síðan komst Þorvaidur Þorvaldsson einn inn fyrir vörn Þórs. Knötturinn þvældist hins vegar eitthvað fyrir honum og Sigurbirm tókst að bjarga í hom. A 77. mín. virtist sem Þór mundi loks skora. Bjami komst inn í vítateiginn, lék á Guðmund markvörð og markiö opið. Bjami var kominn inn á markteigshomið og tókst að spyma knettinum framhjá. Það vantaði ekki að Þór fengi færin eins og svo oft í sumar, aðeins til að misnota þau. Síðan skoraði Þróttur á 86. mín. eftir rispu Páis Olafssonar, sem nokkru áður hafði komið inn sem varamaður. Þór reyndi að jafna en einum leikmanni Þróttar tókst að bjarga á marklínu og leiktíminn rann út. Osanngjam sigur Þróttar í höfn. Hjá Þór voru Bjami, Jónas og Oskar bestu menn en Kristján Jónsson og Pétur hjá Þrótti. Liðin vora þannigskipuð: Þór: Baldvin, Sigurbjöra, Jóuas, Nói, Öskar, Halldór, Kristján (Einar Arason 73. mín.), Bjarni, Óli Þór, Guðjón (Magnús Helgason73. mín.) og Ámi Stefánsson. Þróttur: Guftmundur, Nikulás, Kristján, Björa Björnsson, Arsæll, Pétur, Júlíus Július- son (Sig. Hallvarðsson 78. mín.), Þorvaldur, Þorsteinn, Asgeir og Dafti (Páll 70. mín.). Maftur leiksins: Bjarai Sveinbjörnsson, Þór. SS/hsím. ;; I Ragnar Olafsson sigraöi á Akureyri. Ragnar hlaut flest stigin Ragnar Ólafsson, GR, varö öruggur sigurvegari á fjölmennu opnu golfmóti sem fram fór á Akureyri um helgina. Mót- ið gaf tiu efstu mönnum stig til landsliðsins og var keppni lengst af jöfn og spennandi. Ragnar lék holurnar 36 á 149 höggum. Annar varð Sigurður Pétursson, GR, og þriðji Þórhallur Pálsson, GA. Annars urðu úrslit þessi og stigin til landsliðsins i sviga. Ragnar Ölafsson, GR 149 ( 19) Sigurður Pétursson, GR 153 ( 17) Þórhallur Pálsson, GA 155 ( 15) Sverrir Þorvaldss., GA 156 ( 11) Björgvin Þorsteinsson, GR 156 ( 11) ívar Hauksson, GR 156 ( 11) Jón H. Guðlaugss., NK 157 ( 6) Þórhallur Hólmgcirsson, GS 157 ( 6) Kristján Hjálmarsson, GH 158 ( 3) Gylfi Kristiusson, GS 160 (0,5) Geir Svansson, GR 160 (0,5) -SK Bolvíkingar bestir í sund- mui — sigruðu í aldurs- flokkamótinu Bolvíkingar urðu sigurvegarar í aldurs- flokkameistaramótinu i sundi sem háð var í Vestmannaeyjum um helgina. Það er í fyrsta skiptl sem annað lið en Ægir sigrar á þessu móti og árangur bins unga sund- fólks í Bolungarvík er mjög athyglis- verður. Bolungarvík hlaut 178,5 stig. Ægir varð í öðru sæti með 166,8 stig og síöan HSK með 116 stig. 14.-5. sæti voru Vestri og SH með 83 stig. Nr. 6 Akranes með 75,1 stig. 7. KR með 26 stig. 8. Óðinn, Akureyri, 25 stig. 9. UMVH eða Vestur-Húnvetningar 20. 10,— 11. Ármann og KS, Siglufjörður, 15stig. 12. Njarðvík 14 stig. 13. Borgfirðingar 10,5 stig og Vestmannaeyingar 6 stig. Þrjú Íslandsmet voru sett. Ingibjörg Arnardóttir, Ægi, setti tvö meyjamet, synti 50 m flugsund á 34,7 sek. og 50 m skriðsund á 31 sek. Símon Þór Jónsson, Bolungarvík, setti drengjamet i 100 m flug- sundi, 1:09,1 mín. Nánar á morgun. hsím. HOLAÍ HÖGGIHJÁ ODDIODDS Oddur Oddsson, sem keppir fyrir golf- klúbbinn Keili í Hafnarfirði, gerði sér lítið fyrir og fór holu i einu höggi á Akureyri um helgina. Þetta draumahögg allra kylfinga sió Oddur á síðustu brautinni, 18. holunni, sem er stutt, par þrir, eitthvað örlítið á annað hundrað metra. -SK. óttir íþróttir Iþróttir íþróttir (þróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.