Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Side 44
44 DV. MÁNUDAGUR 23. JULI1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Skammast hún sín fyrir kærastann? Simon Le Bon, söngvari hljóm- sveitarinnar Duran Duran, „einn sætasti poppsöngvarinn í dag”, segja sumir, hefur náö sér í nýja kærustu. Hún er 19 ára gömul og heitir Yasmin. Hún viröist samt ekki vera alltof ánægð með aö láta mynda sig meö goðinu og tók fyrir andlit sér þegar reynt var að smelia af þeim mynd á dögunum. Simon þarf þó ekki aö örvænta því aö einn helsti aðdáandi hans er engin önnur en Diana prins- essaaf Wales. ■<----------------m Simon Le Bon iætur það ekki á sig fá þótt nýja kærastan hyiji andlit sitt þegar hún gengur við hlið hans. Kóngafólk og barneignir þeirra nefnið „Vilhjálmur hinn hræðilegi” af allt af stað í Buckinghamhöll þegar þykja vist alltaf fréttaefni og það má þessum sökum. hann ýtti á neyðarbjöllu í höllinni. með sanni segja að þau Karl Breta- prins og Díana prinsessa fari ekki Sem dæmi um lætin í blessuðu barn- Amman, drottningin sjálf, hefur varhluta af þeirri hnýsni blaðanna. inu má nefna aö honum hefur tekist að gefið foreldrunum góð ráð tii þess að Nú hefur það t.d. frést að Vilhjálmur sturta forláta vasaklútum niður um hemja drenginn og segir að það verði sonur þeirra sá nánast óalandi innan klósettiö, brotið hátt í hundrað dýr- að flengja kauða af og til, það sé bara dyra í konungshöllinni því að hann mætar myndir af Viktoriu drottningu, ein af skyldum móðurinnar. „Hún brjóti og bramli allt lauslegt sem hann rifið gamlar og verðmætar bækur í Díana spillir baminu með dekri,” kemst í. Hefur hann því hlotið viður- tætlur o.s.frv. A síðasta ári setti hann segiramma. Foreldrarnir með óþekktarangann hann Viihjáim. Vilhjálmur hinn hræðilegi — sonur Karls og DíÖnu óþægur í meira lagi Mike beitir strauboltanum af mikiiii lagni, en hann ætti að hafa æfinguna. Skreið 40 kílómetra og straujaði í 127 klukkustundir Mike Speed frá Ástralíu hefur gert marga hluti lengur en allir aðrir, þ.e.a.s. hann á heimsmet í því að halda út í lengri tíma en nokkur annar við að gera ýmsa hluti. Hann stóð t.d. og straujaði nýþveginn þvott í hvorki meira né minna en 127 klukkustundir, var í sturtu í 270 klukkustundir. Þaö met hans var að vísu slegið þegar ein- hver stóð í sturtu í 336 klukkustundir. Sá hefur líklega verið orðinn hreinn eftir það bað. Mike á líka metiö á því að skríða lengst í einni lotu, en hann skreið 25 mílur, sem eru um 40 kíló- metrar. En hvers vegna leggur Mike allt þetta á sig ? Jú, honum h'ður svo vel á eftir. Besti vinur Michael Jackson er 13 ára gamall drengur Michael Jackson á sér einn uppá- haldsvin sem hann tekur jafnvel með sér á stefnumót við ekki minni stjömur en Brooke Shields. Þessi vinur popp- stjömunnar er smávaxin sjónvarps- stjama og heitir Emmanuel. Foreldrar þeirra leikfélaga em áhyggjufullir yfir þessu nána sam- bandi strákanna, en þeir Ufa ein- hverjum barnsiegum fantasíum. Michael heldur því fram að Emmanuel, sem er aðeins þrettán ára gamall, gefi honum „inspírasjón” og hjálpi honum í gegnum allt álagiö sem fylgir því aðheita Michael Jackson. Skilvís þjófur — enskraunasaga Þau létu heldur betur snúa á sig, hjónakornin í Middlesex á Englandi, eigi alls fyrir löngu. Þau höfðu brugöið sér í hálfs mánaðar sumarfrí til ömmu konunnar í Yorkshire. Er þau komu heim tóku þau eftir <þvi að þar var ekki allt með felldu. Eftir miklar vangaveltur uppgötvaði karlinn að bíllinn þeirra var horfinn. Þau hlupu i símann og ætluðu aö hringja hið bráðasta í lögguna. En svo óheppilega vildi til að þaö var bú- ið að loka fyrir tólið vegna van- greiddra afnotagjalda. Maðurinn tók því á rás og hljóp þriggja kílómetra leið á lögreglu- stöðina og tilkynnti rániö og fór heim aðsofa. Er hjónin vöknuðu um morguninn og kíktu út um gluggann sáu þau aö eitthvað hafði greinilega breyst. Reyndist það vera bíllinn sem kominn var aftur og stóð á sínum venjulega stað. Þegar nánar var að gætt fannst aðskotamiöi í hanskahólfinu frá þjófnum þar sem hann baðst afsökunar á ráninu, en hann hefði tekið bílinn í algerri neyð. Með miðanum fylgdu aðrir tveir miðar á leikhús í West End í London þar sem verið var að sýna Sölumaður deyr. Maðurinn hljóp nú aftur þrjá kíló- metra á lögreglustöðina þar sem bú- ið var að loka öllum bönkum er hann hafði náð sér eftir sjokkið kvöldið áður. Hann tilkynnti lögreglunni að hún gæti hætt að leita að bílnum þar sem hann væri kominn. Síðan spurði maðurinn lögreglu- stjórann hvað hann ætti að gera. Löggan reyndi um tíma að telja manninn á að gefa sér miðana en gafst fljótt upp á því og ráðlagði hon- um að fara ásamt kvinnu sinni i leik- húsiö. Það var einmitt það sem þau gerðu, fóru á nýja bílnum akandi til West End og sáu sýninguna sem þótti mjög vel lukkuð, að sögn gagnrýn- enda. Þegar þau svo komu heim um nóttina, rjóð í vöngum, var búið að ræna öllu helvítis innbúinu úr húsinu- Ja héma...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.