Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 2?. JULI1984. 9 Sumarmynd frá íslandi, tekin iKeriingarfjöiium i vikunni. DV-mynd GVA. Harðstjórn tregðunnar Hinn umdeildi hagfræöingur og fyrrum lærifaöir minn í Chicagohá- skóla, Milton Friedman, er væntan- legur til landsins í lok ágúst. Ég lauk fyrir skömmu lestri nýrrar bókar Milton og Rose Friedman, sem nefn- ist „Tyrranny Of The Status Quo”, sem mætti þýða sem „haröstjóm hins óbreytta ástands” eöa „harð- stjóm tregðunnar”. Við lestur bókar- innar varö mér oft hugsað til þess, hvert erindi boðskapur hennar á til okkar, við þær aðstæöur, sem hér ríkja. Þau Friedman-hjón f jalla eðli- lega mest um bandarískar aöstæður, en inntakiö er alþjóðlegt. Hvað get- um við lært af Friedman? 1 bókinni er meðal annars fjallað um „hveitibrauösdaga” ríkisstjóm- ar Reagans. Frelsi var aukið á ýms- um sviðum og árangur náöist. Fried- man segir, að ný ríkisstjórn hafi að- eins upp á að hlaupa 6—9 mánaöa timabil til að koma á verulegum breytingum. Noti hún ekki þessa fyrstu mánuði stjórnarferils síns, muni hún litlu fá áorkað. Frekari breytingar verði seint eða ekki. Þjóö- félagsöfl, „þrýstihópar” sem séu sundraðir í fyrstu, muni þá safna liöi meðal þeirra, sem ekki undu breyt- ingunum og stöðva framhald þeirra. Þetta kunnum við að sjá hér á landi. Mikil spuming er, hvort núverandi rikisstjórn tekst að halda áfram að hafa góö áhrif til úrbóta á sjúkum efnahag. Kröfugerð Bandalags starfsmanna ríkis og bæja nú síðustu daga getur verið eitt merki þess, að lengra veröi ekki komizt en stjómin komst fyrstu mánuði ferils síns. „Þríhyrningurinn " Friedman nefnir í því sambandi „jám-þríhyrninginn”, sem meðal annars hindri, að dregið verði veru- lega úr ríkisbákninu. 1 þeim þríhyrn- ingi eru þeir, sem græða á ríkjandi kerfi. I öðm lagi löggjafinn og starfslið hans. í þriöja lagi embættis- mennirnir, sem kunna að segja „Já, ráðherra”, en bregða fæti fyrir úr- bætur. Þessar „harðstjómir” við- halda „óbreyttu ástandi”. Þingmenn, sem kosnir eru til að gera rétt, fara brátt að gera hið ranga, knúnir af hinum sterku öflum sem vilja viðhalda óbreyttu ástandi. Hversu margir eru það ekki hér á landi, sem hagnast á rikjandi kerfi í landbúnaði og sjávarútvegi, og standa saman gegn breytingum á því, þótt spillt sé? Oft er það svo, að þeir hagsmunir, sem þarf að ganga gegn, em augljósir þeim, sem þeirra njóta, en gagniö af því að ráðast gegn þeim hagsmunum er óljóst þeim, sem á slíku mundu hagnast, „almenningi”. Fólk á einstökum svæðum landsins sér kannski hagnað fyrir sig í nýjum togara, en erfiðara er fyrir hinn „almenna” landsmann að greina, hvað hann hagnast á þvi, að fiskiskipaflotinn minnki. Breytt almenningsálit Almenningsálitiö á miklum ríkis- afskiptum hefur verið að breytast á Vesturlöndum. Ríkisstjómum hefur mistekizt að ná markmiðum sínum. Víða hafa hægri menn sótt sig og „vinstri menn” hopað frá stefnu ríkisbáknsins. Mikil verðbólga og skattpining hefur aukiö á kröfur fólks um, að dregið verði úr bákninu. Ríkisstjórnir geta ráðið viö verðbólg- una, segir Friedman, ef þær sjá sér pólitískan hag i því. Geri þær þaö má vera að dragi úr andstööunni við ríkisbáknin. Enginn veit hve lengi al- menningsálitiö verður með þessum hætti. Almenningsálitið hefur breytzt mikið, en þó hafa tiltölulega litlar breytingar orðið í framkvæmd. Þvi veldur áðurnefndur „járn-þríhym- ingur”. Rikisvaldið hefur þanizt út, hvaö sem tautar og raular, einnig hér á landi. Á Islandi blasir nú við mikill halli á fjárlögum ríkisins. Oðaverð- bólga hefur ríkt en nú verið komið niður — um sinn. Hallarekstur ríkis- búsins er „dulbúin skattlagning á landsmenn”, skattlagning sem menn sjá kannski iila fyrst í stað og hefur því kosti fyrir óvandaða stjórnmála- menn. Verðbólga er líka dulbúin skatt- lagning á landslýð — þú kaupir æ minna fyrir hverja krónu. „Við höfum leyft ofvöxt ríkisvalds- HAUKUR HELGASON AÐSTOÐARRITST JÖRI ins. Nú verðum við að skera það nið- ur. Jám-þríhyrningurinn gerir okk- ur það erfitt, en það er unnt og verð- ur að gerast,” segir Friedman. Markaðurinn er miklu hæfari en ríkisvaldið til að dreifa fjármagninu í arðvænleg verkefni, sem þjóna þjóðarhag. Hér og þar Friedman segir, að bezti árangur Reagan-stjórnarinnar sé að hafa komið verðbólgunni niður. Aðalorsök veröbólgu sé alls staðar og alltaf, aö peningamagniö hafi vaxiö meira en framleiöslan. Því sé eina leiðin til að draga varanlega úr verðbólgu sú að draga úr aukningu peningamagns- ins. Þó líöi nokkur timi, áður en áhrifa breytinga á peningamagninu fari að gæta—jafnvel tvö ár. Þetta er athyglisvert fyrir okkur. Kjörin hafa verið skert og verðbólga snarminnkað. En útlánin vaxa og fjárvana fólk sækir í þau. Nú þessa daga er rætt um aðgerðir til að draga úr aukningu peningamagnsins, jafn- velvaxtahækkun. Friedman telur ríkisbáknið einnig bera ábyrgð á auknu atvinnuleysi á Vesturlöndum. Dregið hafi verið úr ,,kostnaðiniim við að vera atvinnu- laus”, þaö er fólk sé styrkt fyrir að vinna ekki. Slík lög hafi margt sér til gildis og minnki neyð. En þau hafi óhjákvæmilega kostnað í för meö sér. 1 öðm lagi hafi ríkisafskiptin þau áhrif, að markaðurinn nýtur sín ekki. Arðsemi verður minni. Ríkið ráði víða verðlagi. Þetta valdi minni framleiðslu og leiði til atvinnuleysis. Mikil verðbólga, sem orsakast af linku ráðamanna, hefur einnig þau áhrif að gera efnahaginn valtari og leiði til lengdar til atvinnuleysis. I fyrstu megi halda því fram, að verð- bólga auki framleiðslu — en eins og eiturlyf janeytandi þarf sífellt meira af efninu til aö verða „hátt uppi”, þannig kallar veröbólga á meiri verðbólgu, unz að því kemur, að hún fer að verða bremsa á framleiðsl- una. Glæpaaldan 1 áhlaupi sínu á ríkisbáknið kennir Friedman því einnig að miklu um vaxandi glæpaöldu. Þetta séu tvær hliðar á sama peningnum. Áherzlan hafi færzt frá því sjónarmiði, að ein- staklingurinn beri ábyrgð á sér til þess, að þjóöfélagið beri ábyrgð á einstaklingnum. Því hætti fólki til að segja. „Úr því að þjóðfélagið ber ábyrgð á fátækt minni hef ég allan rétt til að ráðast gegn þjóöfélaginu og hirða það sem mig skortir.” Skyld því sé upplausn fjölskyld- unnar. Vonandi leiöi andstaðan viö ríkis- báknið til þess að trúin á gildi og ábyrgð einstaklinganna verði endur- reist og aftur í hávegum höfð. Þá segja Friedman, að afskipti ríkisvaldsins af fíkniefnum með boð- um og bönnum séu til ills eins og auki glæpaölduna. Að lokum segja þau Friedman-hjón: Það er ekkert rangt viö bandarískt þjóðfélag, sem ekki mætti lækna með lyfjagjöf, sem samanstæði af minnkun ríkisbákns- ins og afskipta þess af högum manna. Lexía fyrír ísland I þessum pistli hefur lítillega verið leitazt við að gera samanburð á kenningum Friedmans og ríkjandi aðstæðum í íslenzku þjóðfélagi. Tregðan hér er að líkindum meiri en í Bandaríkjunum. „Járn-þrihyming- urinn”, sem hindrar breytingar, er hér öflugri. Þrýstihópamir em hér sterkasta aflið. Við þurfum að huga betur aö pen- ingamagninu, eigum við að geta haldið verðbólgunni niðri til lengdar. Ríkisstjómin verður aö reyna aö afsanna þá kenningu, að litlu sem engu verði áorkaö eftir 6—9 mánaða setu. Til lítils verður til lengdar að skera niður launakjör nema kerfis- breytingar komi á eftir. Illu heilli eru ráðamenn beggja blands í þeim efn- um um þessar mundir. Eitthvað er til í því, sem Fried- man-hjón segja um tengsl glæpa og vaxtar ríkisvaldsins. Hugmyndirnar um „ábyrgð þjóðfélagsins” á ein- staklingnum hafa gengið of langt. En þó ber ekki að fara blint aö ráðum Friedmans. Hann ýkir nokkuð mál sitt. Vafasamt er, að þjóðfélag, sem hann skapaði, yrði betra en okkar. Ekki ætti að leyfa eiturlyfin. Samt er ég sannfærður um, að ráðamenn á íslandi ættu aö hlusta gaumgæfilega á allt, sem frá hinum umdeilda Friedman kemur. Hann er skarp- skyggn. Ráðleggingar hans eiga yfir- leitt rétt á sér. Hagfræði hans er í stórum dráttum rétt. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.