Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Qupperneq 18
18
DV. LAUGARDAGUR 28. JUL! 1984.
VORHREINGERNINGAR
KNATTSPYRNULIÐANNA
— samningum 400 enskra leikmanna sagt upp
Um miðjan júní sl. tilkynntu ensku
knattspyrnuliðin bvaða leikmenn þau
ætluðu að láta fara frá sér án þess að
þiggja greiðslu fyrir. Alls eru það 399
leikmenn sem vitað er um að hafi verið
leystir frá störfum, svipuð tala og í
fyrra en þá voru þeir 380. Árið þar áður
var hins vegar algert metár, 458 leik-
menn voru látnir fara en þá náði fjár-
hagskreppa enskra knattspymufélaga
hámarki.
Mismunandi ástæður liggja fyrir
uppsögnum þessum, sumir verða að
hætta vegna meiðsla, aðrir em ungir
ieikmenn sem einfaldlega em ekki
nógu góðir. Gamlar kempur era að
draga sig í hlé eða leikmenn sem hafa
þjónað félagi sinu dyggilega í mörg ár
vilja nú breyta til og félögin gera þeim
auðveldara fyrir með því að verð-
leggja þá ekki.
Fyrir flesta þessara leikmanna ligg-
ur vegurinn niöur á við og margir fara
út úr knattspymunni. Þess em þó
dæmi að félög hafi gert hræðileg mis-
tök með því aö láta menn fara og þeir
hafa blómstraö hjá öðrum liðum.
Sagan um Dennis Law er hvað fræg-
ust. Manchester United lét hann fara
frá sér án greiðslu því feriil hans var á
enda. Hann fór ekki langt, til nágrann-
anna í City, og í síðasta ieik keppnis-
tímabilsins, gegn United, skoraði Law
sigurmark City og sendi United risana
í aðra deild. Reyndar ekki alveg því
United heföi þurft aö vinna leikinn
vegna þess að andstæðingar þeirra í
fallbaráttunni unnu, en það er sama.
Dennis Law sneri hnífnum myndar-
legaísáriUnited.
Flestir úr
1. deild
Það vekur athygli að af þessum 399
mönnum era flestir úr fyrstu deild, 88
hausar, en venjulega eru það liðin úr
tveimur neðstu deildunum sem láta
leikmenn fara frá sér í kippum, svo
þeir þurfi ekki að borga þeim laun yfir
sumarmánuðina. 68 leikmenn koma úr
annarri deild, 65 úr þriðju og 78 úr
kjallara knattspymunnar, fjórðu
deild.
Tveir frægustu fríu leikmennirnir í
ár eru án efa Trevor Brooking og
Kevin Keegan en þeir eru báðir aö
hætta knattspymuiðkun og ekki mun
knattspyman njóta hæfileika þessara
manna á öðrum sviðum því þeir era
báðir komnir í störf langt í burtu frá
fótboltanum. En líklegt er samt að þeir
muni einhvern tímann á lífsleiðinni
detta inn í boltann aftur.
Meðal annarra vel þekktra leik-
manna er Alan Sunderiand sem lék
með Wolves í mörg ár og svo í Arsenal
þar sem hann varö frægur fyrir aö
mynda gott framvaröapar ásamt
Frank Stapleton. Sunderland datt út úr
liðinu í fyrra með komu Chariie
Nicholas og Paul Mariner til Arsenal
og var þá lánaöur til Ipswich þar sem
hann átti stóran hlut í aö bjarga
Ipswich-liðinu frá falli í aöra deild.
Andy King hefur oft verið nefndur,
bæði nafnsins og vinsældanna vegna,
kóngurinn á Goodison Park. En í fyrra
varð hallarbylting á þeim stað. Andy
King var tekinn úr liðinu og liðið hóf
sigursæla baráttu fyrir undankomu úr
skugga síns risavaxna nágranna,
Liverpool.
Nú hefur King verið gefinn „free
transfer” og heldur í annað skipti frá
Everton liðinu. I fyrra skiptið fór hann
til QPR í aöra deild, var þar stutt, fór
til WBA og þaðan aftur til Everton eftir
stuttan tíma. Þá var Howard Kendall
orðinn framkvæmdastjóri Everton.
Liðið byrjaði ekki vel undir hans stjóm
og meöal breytinga sem hann geröi um
mitt sl. keppnistímabil var að taka
King út úr liðinu. Allir þekkja glæsi-
lega sögu félagsins síðan og Andy King
átti aldrei afturkvæmt í liðið og nú
heldur kóngurinn fyrrverandi út í
óvissuna. Sviptur krúnu sinni.
Áttunda liðið
Frank Worthington yfirgaf
Southampton eftir keppnistímabilið.
Southampton var næstum því lið síð-
asta keppnistímabils, lenti í öðra sæti
deildarinnar og komst í undanúrslit
bikarkeppninnar en tapaði. Þar fór
stærsti möguleiki Worthington til að
vinna eitthvað sem púður er í. Hann er
nú kominn til síns áttunda félags, sem
er Brighton í annarri deild, og ólíklegt
er að þeir geri mjög stóra hluti í vetur.
Þaö kom verulega á óvart þegar
Bobby Gould, framkvæmdastjóri
Coventry, setti Sam Allardyce á lista
yfir þá leikmenn sem hann vildi láta
fara frá sér að kostnaðarlausu. Allar-
dyce spilaði flesta leikina á sl. keppnis-
timabili en hann var keyptur frá Mill-
wall í upphafi þess. Hann er stór og
sterkur miðvörður, kannski of sterkur
því hann hefur verið mikið gagnrýndur
fyrir grófan leik og oft hlotið reisu-
passann fyrir gróf brot. Sjálfur segist
hann ekki vera neinn ruddi. Allardyce
byrjaði feril sinn hjá Bolton, fór þaöan
til Sunderland og var um tíma fyrirliði
félagsins en fékk síöan „free transfer”
óvænt og fór til Millwall í þriðju deild
og var þangaö til Bobby Gould dró
hann upp og dustaöi reykið af honum.
Allardyce er enn félagslaus.
Annar kappi, sem látinn var fara frá
Coventry, er júgóslavneski mark-
vörðurinn Raddy Avramovic, fyrrum
markvörður júgóslavneska landsliðs-
ins, en hann lék meö Notts County áður
en hann gekk í raöir Coventrymanna í
upphafi síöasta keppnistímabils.
Avramovic sinnaðist eitthvað við
Bobby Gould á síöasta keppnistímabili
og til aö sýna húsbóndavaldið kippti
Gould honum út úr liðinu og sagði að
þessi maður léki ekki meira fyrir liö
sitt. Sú spá hefur ræst.
Sivell að hætta
Annar markvörður með „free trans-
fer” í ár er Laurie Sivell, varamark-
vörður Ipswich. Hann var aöalmark-
vörður liðsins fyrir rúmum áratug en
datt út er Paul Cooper kom til liðsins
frá Birmingham og hefur þeim manni
ekki verið hnikað síðan en Sivell bara
slakað á og haft það náðugt i varalið-
inu. Líklegast er hann á leið út úr fót-
boltanum núna. Ipswich hefur fest
kaup á Mark Grew, fyrram WBA,
markverðifrá Leicester.
Raddy Antic er Júgóslavi, rétt eins
og Avramovic. Hann hefur lengi leikið .
með Luton og meöal afreka sem hann I
vann hjá liðinu var að bjarga þvx frá
falli í aðra deild, sem er ekki svo lítiö.
Það gerði hann meö því að skora sigur-
markið gegn Manchester City í síðasta
leik deildarinnar í hittifyrra. City fór
niður en Antic náði samt ekki að mýkja
David Pleat framkvæmdastjóra sem
aldrei hefur viljað hafa hann í liðinu
þrátt fyrir að hæfileikar hans séu aug-
ljósir.
Tveir Sunderland-leikmenn eru
frjálsir frá félagi sínu. Þetta eru
annars vegar markaskorarinn mikli,
Gary Rowell, sem farinn mun til
Norwich, og hins vegar Leighton
James, sem lék áður meö Swansea,
var einn af máttarstólpum liðsins sem
reif sig upp xir f jórðu deild og upp í þá
fyrstu. James er leikreyndur maður og
víst er að einhver lið geta notið krafta
þessa velska landsliðsmanns en ennþá
hefur ekkert boð komið sem hann
hefurtekið.
LouMacari (t.h.) ílíkamsæfingumásamtStuartPearsonogungfrúSkotland.
Raddy Antic.
Sam Ailardyce.
O'Brien og Macari
Ray O’Brien var einn af máttarstólp-
um Notts County liðsins sem vann sig
upp í fyrstu deild árið 1981, var meðal
annars vítaskytta liðsins. En eftir aö
upp í fyrstu deild kom var O’Brien sett-
ur út úr liðinu og Nigel Worthington
kom inn í hans stað. Þegar svo
Worthington var seldur til Sheff. Wed. í
vetur bjuggust menn við að sjá
O’Brien aftur í stöðu vinstri bakvarðar
en svo varð ekki og nú er hann farinn
frá liöinu.
Lou Macari er líklega einn af vinsæl-
ustu leikmönnum sem hefur klæðst
búningi hins fræga liðs, Manchester
Utd. Hann lék með liðinu í ein tíu ár en
Macari var keyptur frá Celtic. Hann
var ávallt fastur maður í liðinu, lék
sem þriðji sóknarmaður eöa tengi-
liður. En eftir að Ron Atkinson tók viö
stjórn United reyndist erfitt fyrir
Macari að vera meðal 11 bestu og nú
hefur hann gefist upp við það. Macari
mun nú taka við framkvæmdastjórn
Ipswich Town í fjórðu deild.
SigA.
Þeir helstu
sem voru látnir fara
Arsenal: Banny O’Shea, Paul Gorma, Alan Simderland.
AstonVilla: Enginn.
Birmingham: David Langan, Mark McGarrik.
Coventry: Sam Allardyce, Raddy Avramovic, John Hendrie, Steve Jacobs.
Everton: Andy King.
Ipswich: TonyKinsella (núMUlwall), LaurieSivell (hættur).
Leicester: Tom English.
Liverpool: ?
Luton: Raddy Antic, Andy Beasley, Mike Saxby.
ManchesterUnited: LouMacari.
Norwich: Richard Sutton (kom hingað ásamt Brian Talbot og Phil Thompson að
þjálfaísumar).
Nottingham Forrest: Enginn.
Notts County: Ray O’Brien.
QPR: Enginn.
Southampton: Frank Worhtington.
Stoke: David McAughtrie, Peter Hampton, Peter Griffiths (leku aUir marga leiki
í fyrra), NeviUe Chamberlain (bróðir Mark), George Berry.
Sunderland: Gary RoweU (Norwich), Leighton James.
Tottenham: Paul Price.
Watford: David Johnson.
WBA: Alan Webb, Martin Jol (nú Coventry).
WestHam: Trevor Brooking (hættur).
Wolves: Robert Coy, BUly Livingstone, Steve Mardenbourough (skoraði sigur-
markið gegn Liverpool), Dale Rudge, David WintersgUl.
ÖnnurdeUd
Brighton: Dean Wilkins (bróðir Ray Wilkins) tilZwolle í Hollandi.
Crystal Palace: Tony Evans, David Giles.
Derby: Brian Attley, Yakka Banovik, Archie GemmiU (hættur), John McAlle.
Grimsby: JoeWaters (fyrirUðiliðsins), DavidSheraer.
Leeds: KevinHird.
Newcastle: David MiUs (eitt sinn dýrasti maður Englands), Kevin Keegan.
Portsmouth: Peter Ellis, John Mc Laughlin, Ernie Howe, Steve Aizlewood.
Sheffield Wednesday: Paul Shirtriff.
Swansea: Jimmy Rimmer (á stórar fúlgur hjá félaginuí ógreiddum laimum), Ian
Walsh.
Þriðja deild
Bradford: Cec Podd.
Brentford: Graham WiUcins (bróðir Ray), Paddy Roche (fyrrv. Man. Utd. mark-
vörður).
Buraley: Marcus Phelan, WiUie Donachie (fyrrum Man. City), Dennis Tuert,
Gerry Gow.
Orient: Pat HoUand (fyrrv. leikmaður West Ham, hættur vegna meiðsla),
Richard Key, Peter Kitchen.
Oxford: Ray Train (fyrrumWatford).
Piymouth: Tony KeUow (fyrrum Watford) einn af markahæstu leikmönnum
deildarinnar samanlagt).
Port Vale: Steve Fox (keyptur í staö Mark Chamberlain er hann fór tU Stoke).
SheffieidUtd.- Enginn.
Walsall: AUy Brown (fyrrum WBA), KevinSummerfield.