Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Qupperneq 20
20 DV. LAUGARDAGUR 28. JULÍ1984. Móttökurnar iRikinu voru ríkisstofnunum til mikils sóma. „ÞETTA ER NtíEINE SINNI KERFIД Heimsókn í nokkrar sívinsælar ríkisstof nanir Grímur vélstjóri nagar neglurnar. Honum er sama þó að það sé smurolía undir þeim. Honum liggur á. Hann hefur lent í því að fá sér nafn- skírteini, láta þinglýsa láni, kvarta yfir skattinum og láta skoða bíldrusluna sína, allt sama daginn. Um raunir sínar, vinnuna sem hann er að skrópa úr og fleira óþægilegt, hugsar hann þegar afgreiðslustúlkan, sem hann ætlar að fá þinglýsinguna á lífeyrissjóðsláninu hjá, kemur gang- andi til hans. Hann þykist geta lesið falið bros í brúnum augum hennar þegar hún seg- ir: ,,Það vantar nafnnúmer á annan vitundarvottinn.” Afgangurinn er eins og kvikmynd. Grímur geltir, grípur í peysu stúlkunn- ar. Það heyrist smellur þegar hann reynir að þrífa til hennar með tönnun- um. Hún æpir upp yfir sig og tekst að hörfa frá. Grímur er kominn hálfur upp á borðið þegar rumur fyrir aftan hann sviptir honum niður og læsir hann í bóndabeygju í fangi sér. „Alm! ” Mjóðar holdug kona í glans- andi leöurbuxum þegar hún sér froð- una við munnvik Gríms. „Ona kallinn, ona, ona,” segir góðlegur rumurinn sem heldur Grími og reynir að sefa litla manninn sem hefur fengið of stóran skammt fyrir einn dag: „Þetta er nú elnu sinni kerfið.” Athugasemdin virkar eins og olía á eld. Grímur réttir sig úr bóndabeygj- unni eins og smellihnifur. Hláturinn er gjallandi á leiöinni niöur tröppurnar og út. Það síöasta sem fólkiö á skrif- stofum borgarfógeta heyrir er holt öskur. Alltaf eitthvaö gallað Þeir eru margir hinir daglegu árekstrar okkar við kerfið. Til allrar hamingju er myndin af Grími vél- stjóra samt ýkt. Hinu verður samt ekki á móti mælt að flestir geta sagt ein- hverja hremmingarsögu úr kerfinu og ósjaldan veröur maður vitni aö miður vingjarnlegum oröaskiptum á opinber- umstofnunum. Stundum nær þessi gremja svo langt að skrifuð eru lesendabréf en venjulega endar þetta heima í stofu þar sem maöur segir fjölskyldu eða kunningjum sínar farir ekki sléttar. Okosturinn við þær frásagnir er sá að málin eru svo snúin og leiðinleg að það nennir enginn að setja sig inn í þau. Hluttekningin sem maður fær er fjar- huga: „Jaaá og „þetta erekki hægt” Ef maður tekur sig hins vegar til og fer að eins og Grímur vélstjóri hér að framan og reynir að bíta afgreiöslu- stúlkuna eða öskrar og veinar af bræöi er eina afleiöingin sú aö maður verður aö safna skeggi eöa senda einhvern annan næst þegar leita veröur til stofn- unarinnar. Það er ekki hægt að hóta þvi að beina viðskiptum sínum annað. Það er ekkert annaö. Það sem fólk hef ur viö margar ríkis- stofnanir að athuga er seinagangur, leiðindi starfsfólks og svo, eins og Grímur vélvirki fékk aö reyna. Það er alltaf eitthvert plagg sem vantar eða einhver undirskrift gölluö. Við fórum á sömu slóöir og Grímur og röbbuðum sums staöar við starfs- fólk. Annars staðar hlustuðum við bara. Auövitaö var þetta yfirleitt hiö alúðlegasta fólk þegar maður sá það augliti til auglitis. Leikin heimildarmynd Ungur Reykvíkingur hélt því eitt sinn fram að gera þyrfti leikna heim- ildarmynd um hvernig ætti að koma bilnum í gegnum skoðun. Fara yfir undirbúning og skoðunina þrep fyrir þrep með útskýringum. Hann taldi að óstytt myndi sú mynd aldrei vera minna en þrír tímar í flutningi. Þegar okkur bar aö Bifreiðaeftirlit- inu var lítið að gera og allir viðskipta- vinirí jafnvægi. Á planinu náðum við að fylg jast með þessu viðkvæma augnabliki þegar bílaskoðunarmaðurinn hemlar eftir hringinn á planinu og fer að kroppa í gamla miðann. Og hvaö setti hann í staðinn ? Grænan. „Ekkert mikið,” sagöi Halldór bíla- skoðunarmaður þegar við inntum hann eftir því hvers vegna billinn hefði feng- ið grænan miða. „Brotið ljós og smá- ryðíbretti.” Við spurðum Lárus Jónsson, verk- stjóra í Bifreiðaeftirlitinu, nokkurra spurninga um hversu margir bílar kæmu að meðaltali í skoðun til þeirra á dag. Lárus sagði aö nú væru engar auglýstar skoöanir þannig að rólegra væri hjá þeim en venjulega. Hann sagði að þann 19. júlí síðastliðinn hefðu Texti: Sigurður G. Valgeirsson Myndir: Gunnar V. Andrésson komið 256 bílar. Þar af fengu 53 bílar grænan. Tveir fengu rauðan. „Rauöan miða notum við eiginlega ekki,” sagði Lárus. Hann sagði að meö slíkan miöa á bílnum mætti ekki aka annað en beint á verkstæði. En hvaða bjartsýnismenn eru það sem koma meö bíl til skoöunar sem af er tekið númerið við skoöun eða rauður miðisetturá? Lárus sagði að slíkir menn kæmu venjulega ekki af fúsum vilja heldur í fylgd lögreglunnar. — Er eitthvað reynt að blöffa ykkur? „Það er voða lítið,” sagði Lárus. „Það var miklu meira áður fyrr. Þá voru menn setjandi kítti í stýrisenda og þar fram eftir götunum en nú er það hætt.” — Er eitthvað hæft í því að það sé verra að vera ungur strákur heldur en kvenmaður eða fullorðinn ráðsettur maður þegar maður kemur með bíla til skoðunar? Lárus var ekki á því. Hann benti þó á að yngsti aldursflokkurinn hefði minnst af peningum milli handanna og væri því á lélegustu bílunum. Varaðu þig á handbremsunni Lárus sagöi að þaö væru helst strákarnir á skellinöðrunum sem reyndu að plata þá. Vélarnar á hjólum þeirra væru innsiglaðar vegna hraða- takmarkana. Þeir heföu tekið innsiglin úr og væru að reyna að troða pappír eöa tvisti í lofthreinsarann einhvers staðar á bakvið áður en þeir kæmu með hjólin til skoðunar. Lárusi fannst viðhorfin hafa breyst á undanförnum árum. Nú vildu menn hafa bílana sína í lagi almennt. Þá væri endingartími orðinn svipaður á öllum hlutum bílsins sem bætti ástand- ið. En gerist það oft að menn ærist af bræði í afgreiðslunni og finnist þeir hafa verið misrétti beittir? Lárus verkstjóri glotti og sagði að þeir hefðu staka hæfileika til að róa menn. En hvers vegna tekur það stundum svo langan tíma að komast í gegnum skoðun? Þaö sögöu félagarnir í bifreiðaskoð- uninni vera vegna þess að mannekla væri á staðnum. Eftir spjalliö röltum við um svæðið. Þarna drógu menn á eftir sér felguna góðu með skrúf jámin fest í keðjum við til að enginn steli þeim og bjástruðu við að skipta um númer. Þeir voru allir i blíðasta skapi. Engum hefur enn dottiö í hug að koma upp hjálparþjónustu til númera- skipta við Bifreiðaeftirlitið. Það hlýtur að geta veriö gróðavegur. A leiðinni niður á Hagstofu sagði Gunni ljósmyndari frá manninum sem kallaði til bifreiöaskoðunarmannsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.