Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Qupperneq 22
22 DV. LAUGARDAGUR 28. JULÍ1984. Jón Oddsson refaskytta: Að Geröhömrum í Mýrahreppi býr grenjaskyttan Jón Oddsson. Jón er fyrir löngu orðinn þjóðsagnapersóna á Vestfjörðum. Það er sagt að enginn kunni á tófunni lagið sem hann. Okkur var sagt að væru menn orðnir úrkuia vonar eftir sólarhringa leit að tiltek- inni tófu þá væri Jón kallaður til. Og það brygðist ekki, eftir skamma stund hefði Jón náð henni. „Talið þið við hann Jón,” var okkur sagt á Suður- eyri, „hann gjörþekkirtófuna. Sá mað- ur veit hvað hann er að tala um, sama hvað þeir segja þessir vísindamenn. Við vitum það héma á Vestfjörðum.” Jón og kona hans eru í fiskverkunar- húsinu rétt viö bæjarhlaðið er okkur ber að garði. Þau eru að undirbúa pökkun á gómsætum vestfirskum harðfiski sem á m.a. að selja á úti- markaðinum á Lækjartorgi. „Við verkum harðfiskinn upp á gamla mát- ann,” sagði Jón. „Við herðum hann héma í sjávarloftinu, hann verður svo miklu bragðbetri fyrir það. ” Smáfróðleikskom um leyndardóma vestfirska harðfisksins sakar ekki en okkur fýsir að ræða við Jón um tófuna. Tófuna sem gerir mófuglum og sauðfé lífið leitt, tófuna sem gengur í æðar- varp, vágestinn í varplöndum og haga. Jón gerir lítið úr þeim sögum sem um hann ganga er við emm sest inn í stofu og hef jum rabbið. „Ég er ekki að þessu vegna þess að mér finnist gaman að drepa dýrin. Mér finnst vænt um tófuna. Hérna í túnfæt- inum er ég með yrðlinga í greni sem ég tók lifandi í vor. Já já, þeir eru lausir. Það er ekkert gaman aö því að hafa þá lokaða inni. Ég hef þá héma mest fyrir bamabömin til að leika sér við. Stund- um þegar við göngum héma niöur að ströndinni þá elta þeir okkur í hópum. Það er gaman að þessu. En þegar þeir stækka þá verður að farga þeim hérna í sláturhúsinu. Því, sjáðu til, það verð- ur að halda tófunni í skefjum. Ef við hættum því þá skapast hér vandræða- ástand og það verður spurning um sauðfjárhald í landinu og fuglalíf. Eg lít á mig sem náttúruverndarmann og ég drep ekki dýr í tilgangsleysi. Það er bara nauðsynlegt ef við viljum vernda náttúruna.” Giska á 3000 unnin dýr „Ég er búinn að vera við grenja- vörslu frá 1960 og er núna með fimm hreppa, Mýrahrepp, Mosvallahrepp, Suðureyrarhrepp, gamla Eyrarhrepp- inn, sem nú hefur verið sameinaður Isafjarðarkaupstað, og svo Sléttu-i hreppinn, sem ég tók viö árið 1964. Á þessum tíma giska ég á að ég hafi náð um 3000 dýrum. Eg hef ekki talið það nákvæmlega, þetta er svona ágiskun hjá mér. Þetta er stórt svæði, sem ég er með og því mikið starf. Þegar maður kemur þreyttur heim og búinn að lenda í erfiðleikum, vondum veðrum, vosbúð og kulda þá hugsar maður: Nei, þetta geri ég aldrei aftur. En það er eitthvað sem dregur mann í þetta. Maður ræður ekki við þetta. Þegar kemur fram á vorið fer mig að dreyma tófuna og ég veit á hvaða grenjum ég á að vera. Svo maöur fer út aftur og aftur. Eg er stundum lengi úti í einu og get ekki lát- ið vita af mér. Eg gæti ekki sinnt þessu starfi nema af því hvað kona mín og fjölskylda hafa sýnt þessu mikinn skilning. Svo er það eitt líka og það er að vera frjáls. Ég hef lifað og þvælst úti í náttúrunni frá því að ég var bam. Það getur verið að þetta sé eitthvað ætt- gengt. Það eru einstaklingar í ættinni sem hafa verið með svokallaöa veiði- ÆtH öliu só óhætt? dellu. Forfeður mínir haf a verið miklir skipstjórar og miklir aflamenn. Svo var tengdafaðir minn, Guömundur Einarsson, mikil refaskytta og maður þvældist þetta með honum.” Þrautseigjan vinnur „Tófan er alveg stórviturt dýr skal ég segja þér. Þegar maður er að fást við þessi dýr er það ekki aðalatriðiö að vera góð skytta. Það getur hver maður skotið af riffli. Nei, þaö er þrautseigjan og þolinmæöin sem vinn- ur. Og svo eru það dýrin sjálf. Það er besti skólinn fyrir refaskyttur að fylgj- ast með dýrunum og setja sig inn í lifnaðarhætti. þeirra, hvenær þau koma heim að grenjunum, hvemig þær kalla á ungana. Maður verður aö vara sig á því að misnota það ekki og kalla bara á þá á þeim tímum þegar tófan kemur heim. — Skapgerð dýranna er svo óskaplega misjöfn að þeir sem era að taka við grenjavörslunni núna þurfa helst að vera með vönum mönnum heilt vor s vo að þeir gefist ekki upp. Eg reyni alltaf að klæða mig eftir umhverfinu og er ekki í fötum sem skrjáfar mikið í. Þessir gervigallar era ekki notandi við þessar veiðar. — Eg er búinn að eiga þrjár haglabyssur við þetta en nota ekki s jálfvirka hagla- byssu heldur haglabyssu með pumpu sem er ákaflega gott verkfæri. Eg hef lítið notað riffil seinni árin. Þaö er svo erfitt að bera þetta þegar maður er h'ka með skjólfatnaö, mat og hagla- byssu. Nei, ég eraldrei meðtjald. Hér á Vestfjörðunum er lítið hægt að notast við bíl við veiðamar svo að ég verð að ganga allt, nema þegar ég get komið bátnum við. Eg á lítinn bát sem ég nota. En ég verð að ganga mest allt og fara hin ótrúlegustu fjöB. Grenin geta verið hátt upp í fjöUunum.” Þörf á betri skipulagningu „Núna skipulegg ég vinnu mína þannig að ég leita fyrst á grenjunum og vinn þau síðan. Svæði mitt er svo stórt að ég get ekki aUtaf veriö pokann á bakinu, og því geng ég stóran hring og leita á mörg greni í einu, aUt upp undir tíu greni. Svo er það annaö sem fylgir því að vera með svona stórt svæði og það era samskiptin við bændur. Eg vinn þetta fýrst og fremst fyrir bænduraa og það hefur skapast mjög gott samstarf mUU mín og þeirra. En þar sem ég er með svona stórt svæði þá hefur það orðið þannig að ég met innfirðina meira og það vek- ur kannski óánægju. En það er bara þannig að tófan gerir miklu minna tjón þar sem hún gengur í björgin þar sem hvítfugUnn, veiðibjallan og mávurinn verpa. En í innfjörðunum er bitvargur- inn sem leggst á féð og sem betur fer hefur okkur tekist að fækka honum ótrúlega mikið á síðustu árum. Það er eins og viðburöur ef lamb hverfur núna. En það virðist eins og bitvargin- um hafi fjölgað eitthvað á síðustu áram og ég held aö þaö sé vegna þess að grenjavörslumálin era ekki nógu vel skipulögð í landinu. Oddvitar eiga að ráða grenjaskytt- umar og núna er málum svo komiö að þeir era farnir að auglýsa þetta starf til útboðs. Svo kemur bara sá sem lægst býöur og hefur þetta fyrir sport. En þetta er ekkert sport. Övinur okkar grenjavörslumanna er sportskyttan. Þeir hirða ekki um hvort þeir ná aö drepa dýrin eða rétt særa þau. Það versta er að særa dýrin því þannig koma þeir, þessir bitvargar. Þessi særðu dýr eru svo miklu grimmari en önnur og þaö eru þau sem leggjast á féð. — Eg tel að málum væri betur fyrirkomið þannig að einn ákveöinn maður hefði nokkuð stórt svæði, t.d. sýsluna, og hann veldi sér menn við sitt hæfi. Þannig væru engir í þessu starfi nema þeir sem væra starfi sínu vaxnir, en ekki sá sem byði kannski tvö tU þrjú þúsund krónur bara til þess aö leika sér. Þetta kalla ég aö fara Ula með peninga þjóöarinnar, eins og fariö er að gera núna. Það dugir ekkert nema margra ára þjálfun tU þess að sinna þessu starfi. Þetta er ekkert grín. Ef það er t.d. vont veöur í aösigi og það þarf að fara í vörpin þá þarf kannski að liggja í stormi, rigningu og iUviðri aUa nóttina. Vera kominn út fyrri hluta kvölds og vera þetta fram Haldið afstað til grenja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.