Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Side 23
DV. LAUGARDAGUR 28. JULI1984.
23
til þess aö sækja sér fæðu. Þær fara
hiklaust inn í Dýrafjörð til þess að
sækja sér æti héðan og öfugt. Það er
enginn vafi á því. Dalbotnamir liggja
saman. Þau eru harðdugleg að sækja
sér æti. Eg hef séð tófu með grásleppu í
kjaftinum og inn í hveljuna hafði hún
troðið sex skógarþrastarungum og
einni mús. Tengdafaðir minn sagði
mér að hann hefði séð tófu sem bar
ætið í buxnavasa sem hún hefur líkast
til fundiö niðri í fjöru, fullan af æti.
Hún treður þessu bara í. Það er ótrú-
legt hvað hún getur borið heim. Ég hef
skotið tófu með 12 æðarunga í kjaftin-
um. Þetta er ótrúlegt en satt.”
Verðum að vernda
náttúruna
„Eg tel mig mikinn náttúruunnanda
en þessi dýr, tófan og refurinn, eru böl
á fuglalífi og öllu lífi í landinu. Það
verður að halda fjölda þeirra í skefj-
um. Þaö er ekki hægt að útrýma þeim,
þau berast hingað stöðugt með hafísn-
um. Það er ég sannfærður um. Ég hef
heyrt sögu um hálfmelta tófu í magan-
um á hákarli. Hvemig getur það gerst
nema af því að hún er á ísnum, fylgir
ísbjörnunum eftir. Ein refahjón geta
hæglega orðið að 100 dýram eftir 4—5
ár í góðu árferði.
til átta á morgnana. Nei, þetta er ekk-
ert grín við þann útbúnað sem maður
hefur. Biðin getur orðið æði löng í
vondum veðrum og svo kemur kannski
dýrið þegar manni er orðið kalt og er
illa upplagður. En þá mega engin mis-
tök veröa. Maður má ekki skjóta á dýr-
ið nema að vera hárviss. ”
Grenjaleit
„Grenjaleit byrjar hjá mér í endað-
an maí en reynslan hefur sýnt mér að
það þýöir ekki aö fara á sum grenin
fyrr en jafnvelí júlí. Þaöer ekki nóg að
taka við grenjavörslu og vera kannski
búinn um miðjan júní. Mikið af
yrðlingum fæðist í klettaholum, berg-
göngum inn í fjöllin eða undir steinum
en hið svokallaða flutningstímabil
byrjar ekki fyrr en í endaöan júní,ef
vel vorar um 20. júní þegar grenin eru
orðin þurr og bústaðarhæf. Þá flytur.
hún í hin hefðbundnu greni. Þegar ég
leita á vorin fer ég á alla þessa staði
sem inngangur myndast og þó að ég
sjái ekki nokkum umgang þá fer ég
aftur jafnvel þrisvar sinnum. Gott
dæmi um þetta er að í sumum grenjun-
um héma hjá mér þá kom hún ekki
fyrr en í endaöan júní. Þá voru komin
sjö dýr allt í einu í greni hérna undir
fjöllunum.”
Viðvörunarhljóð
tófunnar
„Eg kalla bara lágt í grenið og
hlusta. Þá heyri ég kannski bara nokk-
ur bofs. Læðan svarar svona þrisvar
fjórum sinnum. Hún svarar vegna þess
að hún veit af einhverju úti fyrir en
veit ekki hvað það er. Eg hlusta bara á
grenið. Eg sé ekki nokkurn skapaðan
hlut í þvi nema kannski bara nokkur
hár. Og af því hvað ég er nákunnugur
þá veit ég oft hvar steggurinn lætur
matinn. Eg fór héma i Lambadal í vor
og það vora bara nokkur hár í greninu
en ég fann lóuegg undir steini. Á öðrum
stað var snjór yfir aöalgreninu en í úti-
búinu, eins og ég kalla gotstaöina, þar
fann ég önd og brot úr eggjaskum und-
ir steini. Þá vissi ég af henni. Svo fór
ég núna í júní og þá vora komnir
yrðlingar í þetta greni sem óvanur
maður hefði vafalaust afskrifað. ”
Verður að þekkja
lifnaðarhættina
„Erfiðustu dýrin eru þau sem þegja,
láta aldrei í sér heyra og maður sér
ekki. Þess vegna þarf góður veiðimað-
ur að hafa þann eiginleika að geta sett
sig inn í lifnaðarhætti dýranna. Kring-
um grenin eru bæli sem þau sofa í, á
sjónarhóli, klettasnösum eða eftir því
hvemig aðstæöur eru við hvert greni.
Bælin er misjafnlega langt frá
grenjunum, jafnvel kílómetra í burtu.
Þarna sofa dýrin og þarna geta þau séð
heim. Þau vita alltaf af manninum og
hvenær hann fer. Ég hef þann háttinn á
að ég leita að dýranum á þeim tímum
sem þau koma ekki heim. Það er mikil-
vægt atriði að komast einmitt að
bælunum. Ef maður þekkir svæðið þá
veit maður hvar þau er að finna. Refa-
f jölskyldumar f lakka um langar leiöir,
bera jafnvel ungana í kjaftinum, en
þær tileinka sér sömu göngusvæði og
útsýnisstaði og fyrri fjölskyldur höföu.
Þegar læðan er nýgotin og ungt er á
grenjunum þá kemur steggurinn og
færir henni mat, svona einu sinni til
tvisvar á sólarhring, og svo er hann
horfinn eins og örskot í burtu. Hún ligg-
ur bara og sefur þarna. Eg leita að
henni með sjónaukanum og fikra mig í
áttina til hennar. Eg skríð oft langar
leiðir, forðast það að stefna á hana
heldur fer á svig við hana. Ef ég stefni
á hana þá sest hún upp. Ef hún sest upp
þá breyti ég stefnunni og færi mig fjær.
Þá leggst hún aftur og það er nokkuö
öruggt að ef hún er lögst og er bara
róleg þá kemst maöur oft ótrúlega
nærri. Það þýðir ekkert að hlaupa á
eftir þeim, þetta er svo eldsnöggt og
fljótt.
Svo er þaö þegar tófan er að koma
heim þá er um að gera að hreyfa sig
ekki neitt því dýrið skynjar hreyfing-
una. Dýrin koma venjulega heim
snemma kvölds og ég reyni að vera
kominn ekki seinna en sex til að ná
þeim þegar þau era að koma heim. Ef
maður kemur seinna þá er maöur
kannski búinn að missa besta tímann á
kvöldinu og þá koma þau kannski ekki
„Það verða stundum áflog út af bitanum. "Jón ásamt tveimur yrðiinganna igreninu heima hjá honum.
viðvörunarhljóð. Ef mér tekst að kalla
áður en viðvörunarhljóðið kemur þá
koma þeir stundum allir í einu og ég næ
þá oftastsextilsjöyrðlingum.”
Ber æti langar leiðir
„Já, þetta eru stórvitur dýr en skað-
leg. Það er ekki aðaltjónið sem hún ber
út heldur það sem fylgir henni. Tófan
rekur af hreiðranum og hrafninn og
veiðibjallan sveima yfir og tína eggin.
Vargamir fylgja tófunni eftir. Sumar
tófumar taka egg en aðrar eru bara aö
. atast í fuglinum. Þær fara langar leiðir
Myndir: GunnarV.
Andrésson
Texti: Þórunn J.
Hafstein
Hvað erþetta?
fýrr en á miönætti aftur og jafnvel ekki
fýrr en um morguninn. Það var eitt
sinn um varptímann að ég var búinn að
bíða alla nóttina og klukkan var orðin
sjö um morguninn. Eg geng út á urð
fyrir utan grenið út á hjalla sem sker
sig úr f jallinu, stend þar og styð mig
við byssuna. Það var komið kalsaveð-
ur. Sé ég þá að steggurinn er að koma
heim. Hefði ég nú farið að hreyfa mig
eða laga mig til þá hefði hann uppgötv-
að mig. Svo ég stóð bara þama eins og
myndastytta og beiö hans alveg róleg-
ur. Svo renndi ég eftir byssunni þegar
hann var kominn í skotfæri og tek í.
Hann tekur undir sig stökk og þá notaði
ég tækifæriö til þess að skjóta.”
Og nú er talað um að friölýsa Sléttu-
hrepp. Friðlýsing getur verið mikils-
virði en það verður að undanskilja
mink og ref. Ef það verður ekki gert
verða bara eftir tófa og refur í Sléttu-
hreppi eftir nokkur ár.
Eg verð nú bara aö segja það að ef
Náttúruverndarráð vill friðlýsa þessi
dýr, þá era þetta bara börn sem vita
ekki hvað þau era að gera. Þeir vita
ekki hvað þeir eru að tala um. Fæða
tófunnar á þessu svæði er ekki bjarg-
fugl heldur smáfuglar sem eru það
dýrmætasta sem við eigum. 1 Sléttu-
hreppnum eiga þeir sér griðland því
alls staðar annars staðar hafa mýrarn-
ar verið þurrkaðar upp. — Ef við
slökum á grenjavörslunni þá verðum
við komin með hörkudýr eftir nokkur
ár. Og ég skal segja ykkur eitt. Fyrú
stuttu síðan vann ég tvö dýr — innflutt
dýr — sem hafa sloppiö út úr refabúun-
um. Og þau höfðu lifað af veturinn. Því
hefur verið haldiö fram að þau geti það
ekki en þau gera það nú samt. Þetta er
sannleikur. Það má hvergi slaka á og
það veröur að taka á þessum málum af
festuogkunnáttu.
Heyrirðu fuglasönginn hérna fyrir
utan. Hlustaðu. Þetta hverfur allt ef
við gætum ekki að. Við verðum að
vemda náttúrana. Hún er það dýrmæt-
asta sem við eigum. ”
ÞJH
Hættumerki
tófunnar
„Þegar ég vinn yrðlingana þá reyni
ég að fara gætilega að greninu á þeim
stöðum sem ég veit að dýrin ganga
ekki að því. Ef ég sé ekkert eftir að
hafa rannsakað grenið með sjónauka
þá kalla ég á þá áður en viðvöranar-
hljóðið kemur, hættumerkið frá tóf-
unni. Þessi dýr era ákaflega lyktnæm
svo að ef hún finnur af mér lykt þá
sendir hún þessi hættumerki og eftir
það koma yrðlingamir ekki út. Tófan
sendir hvað eftir annað frá sér þetta