Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 36
Elín var geislandi og lífsglöð 18 ára stúlka
„Við veröum aldre. glöð aftur,
aldrei,” segja Hanna Mosvold (55) og
maöur hennar Johan (65). Þau sitja
hliö við hlið á ættarsetrinu, efst í
brattri hlíð í 0mes. Á boröinu liggur
blað. Á því er mynd af manni sem
starir framan í þau. Andlitið á Fredi
Rudnik, 23 ára gömlum, frá Berlín.
Andlit hans er svipbrigðalaust. Hann
hefur viðurkennt að hafa misþyrmt og
drepið Elínu Mosvold og Carmen
Puertas að kvöldi þess 15. mars 1982.
Yfir sjónvarpstækinu hangir önnur
andlitsmynd. Á þeirri mynd má sjá
lífsglaða og geislandi 18 ára stúlku.
Þaö er Elín. Ég horfi upp á myndina í
laumi og hjónin sjá það. Svo segir
faðirinn stillilega: „Nú vitum við hvað
sorg er.”
Þau fengu kort daginn sem sagt var
frá því að stúlkunnar væri saknaö. Það
stóð ekki mikið á kortinu. Bara: „Sé
ykkur.” Hún vissi aö það myndi vera
nóg fyrir móður sína og föður til að þau
vissu að henni liði vel og að hún hlakk-
aði til að sjá þau aftur. Og Hanna og
Johan glöddust yfir orðunum. Þau
voru í góðu sambandi við dótturina og
þau vissu allt of vel að hún myndi ekki
lenda í vandræðum. Hún var svo skyn-
söm hún Elín. Og eitt af því síöasta
sem foreldramir sögðu viö hana þegar
hún fór var að hún skyldi ekki lenda í
slagtogi við ókunnuga.
Fredi Rudnik svipti þau því hjart-
fólgnasta sem þau áttu.
Óskuðum okkur dóttur
„Hún var ákaflega góð stúlka,” seg-
ir Johan Mosvold. „Eg man svo vel
hvað við töluðum um þegar konan mín
varð ólétt í annað sinn. Við óskuðum
okkur dóttur. Og við urðum sannarlega
glöð þegar hún kom. Eg gat ekki viður-
kennt það daginn sem ég heyrði aö hún
hefði verið myrt. Ég vildi ekki trúa því
aö ég sæi hana aldrei aftur. Neitaði að
trúa því að hún myndi aldrei hlaupa
aftur um húsið og að ég myndi aldrei
heyra hlátur hennar.
Eg vaknaði á nætumar og heyrði
rödd hennar. Ég fór úr rúminu og gekk
um og ég hugsaði: „Nú ertu aö tapa
þér.” Smám saman tókst lækninum að
róa okkur. Hann sagði okkur að viö-
brögð okkar væm mjög eðlileg. Hann
sagði að þetta væri vegna hinnar miklu
sorgar. Og hann sagði okkar að pillurn-
ar myndu hjálpa okkur í gegnum
stærstu sorgina. Og pillurnar hrifu.
Ennþá em ný blóm á leiði Elínar.
£S SSSS?{5SS>SS?E»
$&5sz&as>gss*
iss#—
DV. LAUGARDAGUR 28. JULl 1984.
Fredi Rudnik mætir liklega ekki fyrir rétti fyrr en 1985.
Það var líka alveg nauðsynlegt aö taka
þær í þeirri stöðu sem við vorum í.”
Boðin um aö Elín hefði líka verið
drepin í skóginum Griinewald barst
Mosvold fjölskyldunni þremur sólar-
hringum eftir að lík Carmen Puertas,
vinkonu hennar, fannst.
„Síðasta von mín brast. Eg trúði því
ekki að Elín hefði einnig verið myrt,”
sagði móöir Elínar þegar henni voru
bornar fréttirnar af vestur-þýskum
blaðamanni.
„Það voru bara nokkrir dagar frá
því að hún hafði hringt heim og sagt
hve stórkostlegt hún hefði það í Vestur-
við eigum. Maður er notalega þreyttur
eftir dagsverkið. Það er þægileg
þreyta og maður sefur svo vel eftir
erfiðan vinnudag.”
Þau segja frá geysilegri samúð sem
þau hafa mætt. Samúð og stuöningi.
Frá Norðmönnum og frá Þjóðverjum.
Þau hafa fengiö hrúgur af bréfum sem
þeim hefur ekki enn gefist tækifæri til
aö svara. Kannski gefst þeim einhvern
timann tóm til þess.
„Við vissum ekki að við ættum svona
marga vini. Vini og ókunnuga drífur
að. Og margir heimsóttu okkur hingað
á jörðina til þess að hughreysta okkur
Herbergi Elínar er enn eins búið og það var þegar hún fór til Berlínar í skólaferða-
lag vorið 1982.
Berlín. Viö glöddumst með henni. Elín
hafði gaman af því að ferðast. Náms-
ferð árið áður til Parísar varö þess
valdandi að hana var farið að langa til
að sjá meira af heiminum. ”
Móðir Elinar hefur drætti umhverfis
munninn sem bera óendanlegri sorg
vitni. Það er erfitt fyrir hana að létta á
sér við blaðamann. Henni finnst auð-
veldara að tala um hlutina viö mann
sinn. Enhúnsegir:
„Þegar sonardóttir okkar kom
hlaupandi þennan júnídag í síðasta
mánuði og sagði að það væri síminn frá
utanríkisráðuneytinu vissum við um
leið hvaö var á seyði. Við vissum að
þeir væru að hringja í okkur til að
segja að morðingi Elínar hefði fundist.
Við vorum búin að búa okkur undir
þennan dag. Á vissan hátt. Við vissum
að þá myndu gömlu sárin ýf ast upp af t-
ur. En við vorum ekki nógu vel undir-
búin.
Ættarsetrið Mosvold
„Við finnum til nokkurs léttis,” skýt-
ur Johan Mosvold inn i. „En það er
ekki tengt því að drápin á Elínu og
Carmen virðist nú loksins upplýst. Við
getum ekki glaðst við slíkar fréttir. Við
eigum aldrei eftir að finna til gleði aft-
ur.
„Mikil vinna hefur verið góð lækn-
ing,” heldur hann áfram.
Það þarf ekki að litast lengi um á
Mosvold til að skiija hvað hann á viö.
Bærinn er vel hirtur og snotur. Skógur,
kýr, 70 hektara akur. Nýslegið gras.
Röð og regla. Allt geislar af reglu. Og
maður skilur að á bak við þetta liggur
mikil vinna. Skipulögð, erfið vinna.
Púl.
„Jöröin tekur allan þann tíma sem
og spyrja hvort það væri eitthvað sem
þeir gætu hjálpað okkur við.
Við ætium ekki í
réttarhöldin
Herbergi Elinar stendur óhreyft eins
og það var. Þau hafa ekki fengið af sér
að breyta því á nokkurn hátt. Það var
Elín sem raöaði í herbergið og setti á
það sinn persónulega brag. Hún mál-
aði, hún sneiö, límdi upp myndir og gaf
herberginu lif. Kannski mun herbergiö
alltaf verða svona. Nú verður lífiö að
halda áfram. Þegar réttarhöldunum er
lokið hætta blööin að skrifa um málið.
Fólk og bréf, sem minnir hjónin á mál-
iö, mun einnig hætta að drífa að. Og
sagan hefur kennt þeim hjónum að
sorgin verður minni eftir því sem tím-
inn líður. Það segir það enginn við þau
enda eru það fátækleg rök fyrir fram-
an þessi beygöu hjón aö tíminn lækni
öll sár.
„Maður verður að lifa sorgina sjálf-
ur til að skilja hvað hún er,” segir
Johan Mosvold. „Sorgin situr í þér og
verður að lokum hluti af þér, hluti af
persónuleika þínum.”
„Sorgin minnkar ekki þó að ódæðis-
maðurinn náist,” skýtur móðirin inn í.
„Það hafa margir spurt okkur hvort
okkur langi til að fara til Berlínar og
fylgjast meö réttarhöldunum. Það
langar okkur ekki. Við verðum skelf-
ingu lostin þegar okkur verður hugsað
til þess að við eigum einhvern tímann
eftir að sjá þennan mann lifandi fyrir
framan okkur. Það er nógu slæmt að
horfa á mynd af honum í blöðunum.
Maðurinn hlýtur að hafa verið geðveik-
ur. Það getur ekki verið nein önnur
skýring á þessu ódæðisverki.
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál