Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 38
38
DV. LAUGARDAGUR 28. JULI1984.
Helgarvísur
Helgarvísur
Helgarvísur
Helgarvísur
Þess skal njóta, ad þig ég á.
þit ert bóttn alla daga
91. þáttur
Ég byrja þennan þátt meö því aö láta
Jóhannes úr Kötlum hafa oröið:
MANSÖNGUR
Roðnu líni reifast grund.
Röðull skín við grœnum baðmi.
— Egá mina óskastund
enn íþínum hlýja faðmi.
Pangað leita ég einatt, ef
eyðirþregta kröftum mínum.
— Enginn veit hvað átt ég hef
undir heitum vöngum þínum.
Pinnar tungu huliðshreim
heyrði ég ungur — bak við tjöldin.
Ástum slunginn ófstu heim
— álfar sungu þar á kvöldin.
Djúpt mig snart hið dýra svið.
Draumaskart í fögru líki
æ mitt hjarta undi við
íþví bjarta konungsríki.
Beinum ferli blasti við
borgin, merluð stjörnuskini.
Kraup hiðperlu-krýnda lið,
— kenndi ég gerla okkar vini.
Hófust fánar. — Klukknaköll
kvöddu dána svani tjóða.
— Yfir frána hljómsins höll
hrundi mánasilfrið góða.
Lausnarkrossi laut ég þá.
Lyftust blossar hátt frá arni.
Dctgurhnossum hljóp ég frá.
— Hœfðu kossar draumsins barni.
Bjarma sló á Braga son,
bjartur hló þinn roðni vangi.
Orðin dóu, yngdist von,
er ég bjó íþínu fangi.
Stundum hrökk afhvörmum mér
helguð þökkum táramóða.
Óð ég klökkur orti þér
undir rökkurvœngnum hljóða.
Hörmum móti hljómar frá
hjartarótum okkar saga.
Pess skal njóta, að þig ég á,
— það er bótin alla daga.
Eg get ekki stillt mig um að birta hér eitt
kvæði eftir Jóhannes, þótt ekki sé þar venjuleg-
um ferhendum fyrir að fara:
VARÚLFAR
Fyrst sýndust mér mennirnir sannir,
en seinna ég komst að þeim frœðum,
að til eru helvítis hrœdýr,
sem hylja sig mannlegum klceðum.
Á meðan að dagsljósið dvelur,
þann dularhjúp beraþeir á sér.
En þegar að kvöldinu kemur,
þá kasta þeir gervinu frá sér.
Svo drepa þeir annarra ávöxt
og upprœta helgustu frœin,
og sjá þau í sorpinu rotna,
og síðast éta þeir — hrœin.
Starri í Garði kvaö svo um „ættina”. Heim-
ildarmaður minn er Siguröur Baldursson hrl.:
Yndislega œttin mín,
œðin stœrst frá séra Jóni,
drýgir hór og drekkur vín
dýra kcera œttin mín.
Hún er miklu meiri en þin,
mest af öllum hér á Fróni.
Yndislega œttin mín,
ceðin stcerst frá séra Jóni.
Aldreiþynnist út í kyn
ceðin stcerst frá séra Jóni.
Á œttarinnar háa hlyn
hanga eplin mjúk og lin,
meðan bœði bein og sin
bera keim af séra Jóni.
Aldreiþgnnist út í kyn
ceðin stcerst frá séra Jóni.
Gísli Olafsson frá Eiríksstöðum kvað:
Oft hjá sprundum uni ég mér,
armi bundinn Ijósum.
En þar hef ég fundið — því er ver
þyrna undir rósum.
Gísli kveður svo um maurapúkann:
Einn að vanti eyririnn
ekki ’ er von þér líki,
efþú flytur auðinn þinn
inn í himnarlki.
Og um „lokadaginn” kveður Gísli:
Póttþú berir fegri flík
og fleiri í vösum lykla,
okkar verður lestin lík
lokadaginn mikla.
Gísli kveöur þessar árstíöa- og eyktavísur:
ÓTTULOK
Dregur úr Ránar dimmum þgt,
af degi blánar nýjum.
Sveipar gljána silfurlit
svalur máni í skýjum.
MORGUNN
Fellir njóla faldinn sinn
frá skýbóla veldi.
Vaggar fjóla votri kinn
vermd af sólareldi.
KVÖLD
Nóttin blekkir hlíð og hól,
hvíldin þekk að líður.
Við grœðisbekkinn guðleg sól
i gullna rekkju sígur.
NÓTT
Nóttin styður stjórnvöl á,
stutt er friðarskíma.
Draums i iðu hníga há
hljómbrot liðins tíma.
HAUST
Dalsins þrönga dimmir skaut,
draumalöngun stœkkar.
Fuglasöngur svífur braut.
Sólin göngu lcekkar.
Foldarvanga fœ ég séð,
frost þarganga að verki.
Blöðin hanga héluð með
haustsins fangamerki.
Aldrei náinn vekur vor;
vona þráin sefur.
En það á fáein farin spor
flest, sem dáið hefur.
VETUR
Hafs frá hveli heim um fjöll
hríðarélin ganga.
Blómin felast önduð öll
undir héluvanga.
VETRARLOK (1920)
Fönnin bráðnar fjöllum af,
fugla- kvakar skarinn.
Út í tímans ólguhaf
ertu, vetur, farinn.
VORBOÐI
Úti þó að oft sé kalt,
á ég nóg af vonum.
Leysi snjóinn, lifnar allt,
líður að gróindonum.
VORKVAK
Kom þú, blessað blíða vor!
Brœddu ís frá hjarta.
Láttu ’ oss taka tryggðaspor
til hins göfga ’ og bjarta.
Lœknaðu hulin hjartasár.
Heilsu sjúkum gefðu.
Pá, sem fella tregatár
tryggum örmum vefðu.
Fátœklingum færðu brauð,
frið og yndi sendu.
Líka þeim, sem eiga auð,
allt hið góða kenndu.
Blessað vor, þín blómdögg hlý
brœðir klaka ’ af strindi.
Hjá þér falla faðmlög í
friður, von og yndi.
Isleifur Gíslason kvaö þessar tvær vísur, er
hann kallaöi „Það varð honum til lífs”:
Sóttu tveir um sálina
sjúklingsins um,,takið”.
Fjandinn þreif í fœturna,
faðirinn hélt í bakið.
Leikurinnþannig lengi stóð,
litlar fengust náðir.
En hvorugum sýndist sálin góð,
svo þeir slepptu báðir.
Isleifurkvaö:
Sé ég vappa á síðkvöldum,
sízt þó happ að verði
í ástartappa umbúðum
iljatappa - Gerði.
Hlynur kvarða kostarýr
komst í skarðið vona.
En andlitsfarða eikin hýr
aldrei varð hans kona.
Jón S. Bergmann kvað svo um veturinn:
Unnir rjúka. Flúðin frýs.
Fold er sjúk að lita.
Vefur að hnjúkum veðradís
vetrardúkinn hvíta.
Grimmd er haldin grund og ver,
gjólur kaldar vaka.
Blátœr aldan bundin er
björtum faldi klaka.
Jón kveður svo um pólitíkina:
Fólkið sér í sinni tíð
sitja ’ í tryggum griðum
kögurbörn, sem leiða lýð,
logaggllt isniðum.
Valdatindi til að ná,
tign og launabótum,
stikla heimsku annarra’á
alvegþurrum fótum.
Jón kvaö svo í styttingi við „búðarloku”:
Alltafferðu vegavillt,
veikluð tízkuhroka,
innantóm, en ytragyllt
ekta búðarloka.
Andrés Björnsson eldri kvað þessa vísu í hálf-
kæringi við Þorstein Erlingsson, er Þorsteinn
haföi farið rangt með vísu, sem Andrés hafði
botnað:
Drottnum illur, þrjózkurþrœll,
Porsteinn snillikjaftur,
botnum spillir, sagnasœll,
Sónar fylliraftur.
Andrés kvað:
Þér mun ekkiþyngjast geð,
þó að stytti daginn.
Haustið flytur meyjar með
myrkrinu í bœinn.
Ragnar Á. Magnússon endurskoöandi sendir
Skúla Ben, sem fór í frí,
fagnar vísnaþjóðin.
Er hann risinn upp áný,
yrkir helgarljóðin.
Jafnan synda - forðast fen,
þótt feti breiða veginn.
Skýr í máli Skúli Ben
skárar bragarteiginn.
Helga frá Dagverðará botnar:
1 þjóðarsögu er brotið blað,
brátt mun vœnkast hagur,
komist stjórnaröflum að
andi kærleiks fagur.
Svífa fgrir sjónum mér
sœlar bernskustundir.
Minning góð i elli er
eins og gleðifundir.
Guðrún Jacobsen, rithöfundur í Reykjavík,
skrifar:
Vísukorn birtust í Morgunblaðinu 1969 eftir
hina og þessa. Þar á meðal kom þessi vísa eftir
Pál Þórðarson í Borgarnesi:
Nóbelskáldið fréttafús
falska lýsing gefur.
Um keytu, orma, kláða og lús
Kiljan ritað hefur.
Vísunni svaraði ég svo, segir Guðrún.
Vísu-Þór einn vinnufús
vinum sínum gefur.
Keyta, ormar, kláði og lús
karlinn plagað hefur.
Magnús Hagalínsson botnar:
Hef ég staðið ströngu í,
stritað allan daginn,
ráðalaus og rembist því,
og reyni að bæta haginn.
Gleðja myndi göfgan hal
gæfustundir eiga
hjá gömlum bœ í djúpum dal
hann dvelja vildi mega.
Syfja tekur mœddan mig,
mál er að fara ’ í háttinn.
En elskað get ég ekkiþig,
því allan skortir máttinn.
Brynhildur L. Bjarnadóttir botnar:
Nú fer vor að ganga ’ í garð,
gleðjast munu lýðir.
Pessi vetur þungur varð,
þó mun birta ’ um síðir.
Harla fátt ég annað á
utan drauma mína,
góða vini, gleði ’ og þrá
gleggst sem dœmin sýna.
Svlfa fyrir sjónum mér
sœlar bernskustundir.
Létt varþá að leika sér,
Ijúfir vinafundir.
PéturStefánsson, Skeljagranda 1, botnar:
/þjóðarsögu er brotið blað,
brátt mun vænkast hagur.
Þegar Kommar komast að,
kemur betri dagur.
Fleira frá Pétri kemur í næsta þætti.
Skúli Ben
Helgarvísur
Pósthólf 66
Hafnarfjörður.