Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 2. ÁGUST1984.
— segir Kristján
Ragnarsson,
framkvæmdastjóri LÍl)
„Mér finnst mikið gert úr litlu,”
sagði Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, um aögerðir
ríkisstjórnarinnar til að leysa vanda
sjávarútvegsins. „Það eina sem skipt-
ir máli í þessum aðgerðum ríkisstjóm-
arinnar er þessi 3% viðbót við fiskverð,
sem tengist verðlagningu á olíu. Það
segir í forsendum bráðabirgðalaganna
aö unnið verði að endurskoðun á olíu-
verði og viö veltum því fyrir okkur
hvort með þessum 3% sé verið að taka
út jafngildi ob'uverðslækkunar. Okkur
finnst ósanngjarnt að útgerðin eigi að
greiða sama olíuverð og þeir sem
kaupa olíu í litlum mæb. Þá teljum við
að ýmis opinber gjöld af olíu eigi að
falla niður eins og t.d. gjald sem nefn-
ist landsútsvar á obufélögin sem er í
raun ekkert annað en skattlagning á
útgeröina,” sagðiKristján.
Varðandi breytta tilhögun við vaxta-
ákvörðun sagði Kristján að ekki væri
unnt að sjá fyrir hvaða áhrif það hefði
á rekstur útgerðarfyrirtækjanna.
Vaxtafrelsi bankanna tæki ekki til
afurðalána og ef skuldbreytingin yrði í
þeim mæU sem búist er við kæmust
töluverðar lausaskuldir útgerðarinnar
úr vanskUum yfir í skil þannig að þær
dráttarvaxtahækkanir sem verða 1.
sept. hcíóu ekki áhrif á þær skuldir.
„Það er því miður mikið um vanskU
vaxta hjá útgerðinni svo það má búast
við því er fram Uða stundir að vaxta-
breytingarnar verði baggi á útgerð-
inni,” sagði Kristján Ragnarsson.
-ÞJH
Athugasemd
um bíóaldur
Níels Ámason, bíóstjóri í Hafnar-
fjarðarbíói, hafði samband við DV
vegna fréttar á mánudag um aö Nýja
bíó á Siglufirði væri hið þriðja elsta
starfandi á landinu. Hið rétta er að
Hafnarfjarðarbíó skipar þennan sess
en það var stofnað 1914 og er því 70 ára.
Hafnarfjarðarbíó hefur verið í núver-
andi húsaky nnum síðan 1943. -pá
Dráttarvext-
irhækka
Dráttarvextir hækka þann 1.
september nk. um 0,25% og verða því
2,75% frá þeim degi að telja. Akvörðun
dráttarvaxta fellur ekki undir vaxta-
frelsi bankanna sem þeim var veitt
með nýjustu aðgerðum ríkisstjómar-
innar og verða því áfram bundnir
ákvöröunum Seðlabankans.
Nr. 1 í JAPAN
[á, í Japan, landi þar sem almenn
neytendaþel<king er á háu stigi og gæðakröfur eru miklar, er
Panasonic mest keypta VHS myndsegulbandstækið.
Panasonic er að sjálfsögðu einnig mest keypta
VHS myndsegulbandstæki í heimi.
NV-370 NÝ HÁÞRÓUÐ TÆKI
FYRIR KRÖFUHARÐAN NÚTÍMANN.
>
j)
H
Z
# 8 liða fjarstýring
# Quarts stírðir beindrifnir mótorar
# Quarts klukka
# 14 daga upptökuminni
# 12 stöðva minni
# OTR: (One touch timer recording)
# Rafeindateljari
# Myndleitari
# Hraðspólun með mynd áfram
# Hraðspólun með mynd afturábak
# Kyrrmynd
# Mynd skerpu stilling
# Mynd minni
# Framhlaöið 43 cm breitt (Passar í hljómtækjaskápa)
# Upptökuminni til daglegrar upptöku t.d. er hægt
að taka 10—12 fréttatíma fram í tímann.
• Sjálfspólun til baka
• Fín Editering. Klippir saman truflanalaust nýtt og
gamalt efni.
• Tækið byggt á álgrind.
• Fjölvísir Multi-Function Display
Panasonic gæði. varanleg gæði.
AKRANES: Stúdióval. AKUREYRI: Radíóvinnustofan Kaupangi. Tónabúðin. BORGARNES: Kaupfélagið.
ESKiFIÖRDUR: Pöntunarfélagið. HAFNARF|ÖRDUR: Kaupfélagið Strandgötu. HELLA: Mosfell.
HORNAFIÖRDUR: Radíóþjónustan. NESKAUPSTADUR: Kaupfélagið. SAUDÁRKRÓKUR: Rafsjá.
SELFOSS: Vöruhús KÁ. SEYDISF|ÖRDUR: Kaupfélagið. TÁLKNAF|ÖRDUR: Bjarnarbúð.
VESTMANNAEY|AR: Músík og Myndir.
#
WJAPIS hf
BI5AUTARHOLTI 2 SÍMI 27133
Þýski gæðabíllinn
Golf
Verð frá kr
Það besta verður
ávalit ódýrast"—