Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Síða 4
4
DV. FIMMTUDAGUR 2. AGUST1984.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
KRÖFUR BSRB
ERU ALVEG ÚT
ÚR MYNDINNI
„Ég tók mér tveggja vikna frí fyrir
ólympíuleikana og verö svona fram
undir lokin en þá kem ég heim,” sagði
Steingrímur Hermannsson forsætisráö-
herra er DV náöi tali af honum í gegn-
um síma í gær. Steingrímur dvelur
sem kunnugt er í Los Angeles þessa
dagana þar sem hann er í sumarleyfi
ásamt fjölskyldu sinni.
Allir eiga rótt á fríi
„Viö eigum allir rétt á okkar fríi,”
sagði Steingrímur er hann var spuröur
hvort honum fyndist óeölilegt aö for-
sætisráðherra færi í frí til útlanda eins
og málum er háttaö hér á landi um
þessar mundir. „Ég ber fullkomið
traust til þeirra manna sem eru heima
og hef að sjálfsögöu verið i mjög góöu
sambandi viö þá. Ég held að þaö ætti
ekki aö koma að neinni sök. Maður
veröur bara því öflugri þegar maður
kemur aftur heim.”
Hvað viltu segja um aögerðirnar í
efnahagsmálum sem kynntar voru í
vikunni?
„Ég fagna því aö samstaöa skuli
hafa náöst um aögeröir. Ég var reynd-
ar viss um aö sú yröi raunin áður en ég
fór. En ég óttast því miður aö viö-
skiptahalli veröi samt sem áöur meiri
en við stefndum aö. Viö vorum aö gera
okkur vonir um 2% viöskiptahalla en
hann stefnir i 4%. Ég vona aö það dragi
úr því. Einnig vona ég aö þetta hjálpi
stórum hluta útgerðarinnar að komast
yfir þann aflabrest sem orðiö hefur og
að okkur takist aö ná því markmiði að
hreyfa ekki gengið nema um fimm af
hundraöi. Reyndar er ég sannfærður
um aö okkur takist þaö. Ríkisstjórnin
er mjög ákveðin í að ná því marki og
frá því verður ekki horfið.”
Kröfur BSRB alveg út úr
myndinni
„Hins vegar eru blikur á lofti, til
dæmis meö kröfur BSRB,” sagöi Stein-
grímur. „Ég held aö kröfur BSRB séu
alveg út úr myndinni. Ef menn ætla út í
slíkt og ef þaö næöi fram aö ganga er
framtíðin óljós. Eg trúi því ekki aö
menn vilji verðbólguna upp aö nýju.
Þótt ég muni leita allra leiða til aö
bæta kjör hinna lægstlaunuöu þá verða
kjör heima ekki bætt aö neinu ráöi fyrr
en hagvöxtur hefst aö nýju. Og þaö er
annað markmiö sem ríkisstjórnin hef-
ur einsett sér aö ná.”
Gengið eins langt og hægt
var
En aö hve miklu leyti munu þessar
aðgerðir leysa vanda sjávarútvegs-
ins?
„Því getur enginn svarað nákvæm-
lega en þaö var ljóst áöur en ég fór og
fullt samkomulag um þaö hjá flokkun-
um að ríkisstjórnin yrði aö taka á
vanda sjávarútvegsins og ekki síður að
leiðrétta viðskiptahaUann.
Ég tel aö í sambandi viö sjávarút-
veginn hafi veriö gengiö eins langt og
unnt var. TU þessara aögeröa varö aö
grípa og þaö er ef til viU spuming hvort
þær duga alls staðar. En þaö er ekki
hægt aö fara út í aögerðir sem bjarga
öllum sem eiga í erfiðleikum. ”
Er þá ætlunin sú að hjálpa ekki
„skussunum” eins og fjármálaráö-
herra orðaði þaö í viötaU um daginn?
„Ég veit ekki hvort rétt er aö kalla
þá skussa. Sumir hafa að sjálfsögöu
reist sér hurðarás um öxl. Þeir hafa
keypt sér skip og afli hefur dregist
saman. I þessum hópi era margir dug-
mikhr og góöir útgeröarmenn en þeir
hafa einfaldlega færst of mikiö í fang.”
Neyðarbrauð
Hvaö vUtu segja um vaxtahækkun-
ina?
„Hún snýr náttúrlega fyrst og
fremst aö viðskiptahallanum. Við get-
um ekki hækkað skatta og því miður er
ríkishaUi of mikiU þannig aö eina leiöin
til aö draga úr honum er hin svokaU-
aöa peningaleiö. Þess vegna var fariö
út í aö hækka vexti lítUlega. Eg vU hins
vegar taka fram aö ég lít á það sem
neyðarbrauð og samþykkti þaö í þeirri
von aö það leiddi til aukins spamað-
ar.”
Nokkrir framsóknarmenn hafa látið
í ljós óánægju með þessa vaxtahækk-
un.
„Já, já, út af fyrir sig er ég einn af
þeim en eins og ég segi tel ég mjög
mikUvægt aö bregðast viö þessum viö-
skiptahalla og þess vegna var ekki um
annað aö ræða en reyna aö auka bind-
ingu smávægilega og breyta vöxtum.”
Haft hefur verið á oröi aö fram-
sóknarmenn hafi oröið aö beygja sig
fyrir vilja Sjálfstæöisflokksins við gerö
þessara ráöstafana. Hvaö viltu segja
umþaö?
„Ekki hef ég skUið þaö svo og hef ég
nú fylgst vandlega meö gangi þessara
mála. Meginlinurnar voru dregnar áö-
ur en ég fór. Ég held að þaö mikilvæg-
asta í þessu sé aö báðir flokkarnir voru
eindregiö sammála um aö bregðast
yrði við þessum viöskiptahaUa. Þaö
var algjört samkomulag um þaö.”
Almenningur hefur ekki
rótta tíifinningu fyrir vöxtum
En hvað meö vaxtafrelsiö?
„Þaö er rétt að hjá okkur hafa verið
dáUtlar efasemdir um það á meöan
enn hefur ekki tekist aö ráða að
fullu viö veröbólguna. Viö höfum vUjaö
fara heldur rólega í þetta. Okkur finnst
aö almenningur hafi ennþá ekki réttu
tilf inninguna fyrir vöxtum. Og því miö-
ur hafa mjög háir raunvextir ekki leitt
til þess sparnaðar sem þyrfti aö
veröa.”
Fór ó landsleikinn og
opnunina
Og aö lokum Steingrímur, hefuröu
fariöá völUnn?
„Já, ég fór á landsleik Islendinga og
Júgóslava sem var mjög spennandi.
Islendingar léku mjög vel en svo varð
jafntefU. Að okkar mati áttu dómar-
arnir stærstan þátt í því. Tveimur leik-
mönnum var vísað út af í lokin og fjór-
um leikmönnum í hátt í tvær mínútur
og þá tókst Júgóslövum aö jafna. Ég
var ákaflega undrandi að sjá þá dóma.
Og svo var ég viö opnunina.”
EA
I dag mælir Pagfari ____________í dag mælir Pagfari____________j dag mælir Dagfari
Útgerðarvandinn er náttúrulögmál
RUdsstjórnin hefur afgreitt frá
sér nýjar ráöstafanir í efnahags- og
útgerðarmálum. Ríkisstjóraum og
ráðherrum þykir greinilega
skemmtUegt að bjarga vanda út-
gerðarinnar, eins og þaö heitir á opin-
beru máli, því þetta mun vera í
fjóröa skipti á rúmu ári sem ríkis-
stjóra leysti útgeröarvandann.
Síðasta ríkisstjórn leysti útgerðar-
vandann tuttugu og tvisvar sinnum.
Næst mun gert ráð fyrir aö vanda út-
gerðarinnar þurfi að leysa um ára-
mótin en bjartsýnir menn gera sér
þó vonir um að það geti oröiö fyrr,.
jafnvel eftir nokkrar vikur, ef allt
gengur að óskum.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæöisflokksins, segir aö ráð-
stafaniraar í þetta skiptiö séu um-
fangsmestu og merkustu breytingar
sem gerðar hafa veriö í peninga-
málum i aldarfjórðung. Þar mun
hann eiga við að framvegis munu
viðskiptabankarair fá aö ákveða
vextina innan þeirra marka sem
Seðlabankinn ákveður, sem þýðir á
máli stjóramálamanna að vextir séu
gefnir frjálsir.
ÞjóðvUjinn segir hins hins vegar
að með þessari ákvörðun hafi Milton
Friedman tekið völdin og frjáls-
hyggjan hafi haldið innreið sína. Þaö
finnst okkur hinum skrítiö þvi að við
vissum ekki betur en að Jóhannes
Nordal væri ennþá seðlabankastjóri
en ekki Friedman og óbreyttur
almúginn getur heldur ekld séð hvaða
frjálsræði það er þótt viðskipta-
bankarair ákveði vextina í staðinn
fyrir Seðlabankann.
Almenningur veit tU að mynda
ekki betur en að bensínverð sé f rjálst
en það frelsi hefur aldrei verið
praktiserað öðru vísi en að oliu-
verslanimar hafa verið frjálsar að
því að semja sín í mUli um citt og
sama bensíngjaldið. Ekki kæmi á
óvart þótt viðskiptabankarair
túlkuöu vaxtafrelsið með sama
hætti. En við skulum sjá hvað setur
og miðað viö geðvonskuna í Þjóð-
vUjanum er aldrei að vita nema hér
hafi skynsamlegt spor verið stigið.
Hitt vefst fyrir ófaglærðum í hag-
fræðinni hveraig vaxtafrelsi, sem
leiddi það af sér i fyrradag að vext-
irair voru hækkaðir um 2%, getur
leyst hinn fræga útgerðarvanda.
Manni hefur skUist að sá vandi sé
fólginn í því að skuldir, vextir og af-
borganir séu að sUga útgerðina. Þess
vegna er meira að segja gripið tU
þess ráðs að skuldbreyta, þ.e.a.s. að
breyta stuttum lánum í löng og fram-
lengja gjalddaga. Ef það eru skuld-
iraar og vextirair sem standa út-
gerðinni fyrir þrlfum, hvemig í
ósköpunum má það þá vera, að
lausnin sé fólgin í því að hækka
vextina? Spyr sá sem ekki veit.
Vegir hagfræðinnar eru órann-
sakanlegir og kannski á maður ekki
að upplýsa fáfræði sína með því að
spyrja svona barnalega. Kannski er
það rétt hjá ÞjóðvUjanum að hér ráði
kenningar Friedmans ferðinni og þá
er ekki von að nokkur maður skUji
þau fræði nema Hannes Hólmsteinn
en ekki er hann í rikisstjórn.
Matthías viðskiptaráðherra hefur
svarað því tU af brjóstviti sinu að
fyrst miuil vextir hækka en síðan
lækka. Þetta er spaklegt hjá Matt-
híasi, eins og hans er von og visa,
enda þarf ekkl að Ieita í hagfræðina
til að átta sig á því náttúrulögmáll að
tU að eitthvað lækki þarf það fyrst að
hækka. Þannig er það aUtaf í
Hafnarfirði að minnsta kosti.
Annars er ástæðulaust að orð-
lengja þetta frekar. Vandi útgerðar-
innar hefur verið leystur með þeirri
snjöllu aðferð að grynnka á
skuldunum með því að hækka
vextina. Þetta er auðvitað gert tU að
rikisstjórn og ráðherrum geflst
kostur á að kljást við útgerðarvand-
ann sem allra fyrst. Þeir þurfa á því
að halda svo að póUtíkin á tslandi
verðisömviðsig. Dagfari