Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Side 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 2. ÁGUST1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Ræningjar frönsku f lugvélarinnar:
Hóta að skjóta
einn farþega
á klukkustund
Franska farþegaflugvélin sem
rænt var í fyrradag er enn á flug-
vellinum í Teheran.
Utvarpið í Teheran skýrði frá því í
gærkvöldi að flugræningjarnir hefðu
hótaö að drepa einn farþega á
klukkustundar fresti ef frönsk
stjórnvöld yröu ekki við kröfum
þeirra um að sleppa fimm nafn-
greindum mönnum úr fangelsi.
Ræningjamir gáfu frönskum stjóm-
völdum frest til hádegis í dag til aö
verða við þessum kröfum.
Ræningjarnir hafa leyft 13 farþeg-
um aö fara frá borði og eru þaö 12
konurogeittbam.
Þrir þeirra sem ræningjarnir
krefjast að verði látnir lausir úr
frönskum fangelsum vom viðriðnir
morðtilraun á fyrrverandi forsætis-
ráðherra íran, Shapur Bakhtiar, í
nágrenni Parísarárið 1980.
Flugræningjamir eru þrír og tala
arabísku. Þeir eru sagðir vopnaðir
handsprengjum og hafa ítrekað hót-
að aö sprengja flugvélina í loft upp
verði kröfur þeírra ekkí teknar til
greina.
Ræningjamir hafa nú í haldi 51
farþega og fimm manna áhöfn flug-
vélarinnar. Ekki er vitað hversu
margir farþeganna eru franskir en
farþegarnir era einnig frá Vestur-
Þýskalandi, Japan, Finnlandi og
Suður-Kóreu.
Ríkisstjóm Frakklands leitaði í
gær eftir alþjóðlegri aðstoö við að
yfirbuga ræningjana. Meðal annars
var leitað til Sameinuðu þjóðanna.
Skyndifundur var í gær boðaður í
ríkisstjórn Frakklands vegna þessa
máls.
Þjónusta sovéskra banka ersögð fráleit. Fólk þarfað bíða dögum saman til
að ná litlum fjárhæðum út af reikningum sinum.
Belgía:
Greiða
fólki
fyrir að
taka frí
— svo að atvinnuleys-
ingjarfái tækifæri
tilað vinna
Ríkisstjórn Belgíu vill að fólk sem
hefur atvinnu taki sér leyfi frá störfum
í eitt ár til að veita atvinnuleysingjum
tækifæri til að vinna.
Þetta kom fram í einu af stuðnings-
blöðum ríkisstjórnarinnar í fyrradag.
Samkvæmt frétt blaösins er ríkis-
stjórnin tilbúin til að greiða þeim sem
tekur slíkt frí rúmar fimm þúsund ís-
lenskar krónur á mánuði.
Einnig eru uppi ráðagerðir um aö á
næsta ári veröi varið miklu fjármagni
til að greiða atvinnulausum útlending-
um vilji þeir yfirgefa Belgíu. Slíkar
greiöslur era bundnar við útlendinga
frá ríkjum utan Efnahagsbandalags
Evrópu.
I júnílok vora 494.000 manns á at-
vinnuleysisskrá í Belgíu. Er það um
11,8 prósent vinnufærra manna.
Gaddafi vill
bæta sam-
skiptin við
nágranna
Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu,
hefur lýst því yfir að hann vilji bæta
samskiptin við nágrannaríkin og enn-
fremur við ríki E vrópu, að því er heim-
ildir frá Italíu herma. Á Gaddafi að
hafa skýrt frá þessu í viðræðum viö
Guilio Andreotti, utanríkisráðherra
Italíu, sem í gær sneri heim úr opin-
berri heimsókn til Líbýu.
Gaddafi á að hafa nefnt Egyptaland
og Túnis sérstaklega, auk þess sem
hann lýsti yfir því að hann hefði hug á
að grípa til aðgerða sem bæta mundu
ásjónu Líbýu I Evrópu.
Italir og Líbýumenn undirrituðu
viðskiptasamning upp á tæpar 800
milljónir og var það tilefni heimsóknar
ítalska utanríkisráðherrans.
Erich Honecker, leiðtogiAustur-Þjóðverja, og Konstantin Chernenko, leið-
togi Sovétmanna. Þeim síðarnefnda gremst mjög sú fyrirætlun Honeckers
að ætla að heimsækja Vestur-Þýskaland.
Engan bilbug að
fínna á Honecker
— Sovétmönnum gremst mjög fyrir-
huguð heimsókn hans til V-Þýskalands
Erich Honecker, leiðtogi Austur-
Þýskalands, virðist enn vera staðráð-
inn í að heimsækja Vestur-Þýskaland í
næsta mánuði þrátt fyrir athugasemd-
irSovétmanna.
Sovétstjórnin hefur ítrekaö lýst yfir
því aö aukin samskipti þýsku ríkjanna
séu aðeins til aö styrkja Helmut
Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, í
sessi en þjónuöu alls ekki hagsmunum
kommúnistarík janna.
Sovéska fréttastofan Tass sagði í
gær aö stjórn Vestur-Þýskalands ynni
markvisst að því að grafa undan
sósíalismanum í Austur-Þýskalandi.
Einnig hafa sovéskir fjölmiðlar sak-
að Vestur-Þjóðverja um að eiga mesta
sök á því að afvopnunarviðræöur stór-
veldanna fóru út um þúfur með því að
leyfa uppsetningu bandarískra eld-
flauga í Vestur-Þýskalandi.
Sovétríkin:
Erfitt að ná fé
út úr bönkum
Sovéskir sparif járeigendur eiga oft í
miklum erfiðleikum með aö ná pening-
um sínum út úr hinu ríkisrekna banka-
kerfi. Er það vegna þess að bankamir
eru illa skipulagðir og starfsfólkið er
latt og ruddafengið. Þetta kemur fram
í málgagni Sovétstjórnarinnar,
Izvestia.
Blaðið segir sögu af Ukraníumanni
sem hafi komið í bankann sinn til að
taka út peninga. Hann var beðinn um
að koma aftur eftir hálf an mánuð og þá
væri hægt aðafgreiða hann. Viðskipta-
vinurinn ætlaði aðeins að taka nokk-
ur hundruð rúblur út af reikningi sín-
um. Izvestia segir að saga þessi sé
alls ekkert einsdæmi. Meginvandinn er
sá, að sögn blaðsins, aö starfsfólkið
hirðir ekki um að áætla hversu mikið
fjármagn þurfi að vera til staöar í
bönkunum í reiðufé svo að hægt sé að
veita viðunandi þjónustu. Izvestia
lýsti yfir miklum áhyggjum vegna
þessa vandamáls og sagði að þetta
stæði eölilegum bankaviðskiptum fyrir
þrifum.
Pólland:
Þúsundir minnast
uppreisnar gegn
Þjóðverjum
su Kanna fjolda-
morð í Kamerún
Mannréttindasamtökin Amnesty
International segjast nú vera að
rannsaka fullyrðingar um að 120
manns hafi verið teknir af lífi í
Afríkuríkinu Kamerún. Fjöldamorð-
in eiga að hafa átt sér stað með leynd
í apríl síðastliðnum. Þá var gerð
árangurslaus byltingartilraun í
landinu og átti að steypa Paul Biya,
forseta Kamerún, af stóli.
Fjöldi manns hefur verið
fangelsaður af sama tilefni og marg-
ir hafa þurft að þola hroðalegar
pyntingar, að því er heimildarmenn
Amnesty International herma.
Samtökin hafa krafist þess að nöfn
hinna látnu verði birt og þeim, sem
fángelsaðir hafa verið af stjómmála-
ástæðum, verði sleppt lausum.
Talið er aö tugir manna bíði þess
nú að dauðadómum yfir þeim verði
framfylgt. Herdómstóll dæmdi í
málum þeirra að sögn Amnesty
International. Stjómvöld hafa
hingaö til þvertekið fyrir að birta
nokkur nöfn sem tengjast þessum
málum.
I fréttinni frá Amnesty Inter-
national segir að samtökin hafi
öraggar heimildir fyrir því að fangar
hafi sætt pyntingum í Kamerán. Til
dæmis hafi fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri flugfélags landsins,
Ahmadou Bello, sætt barsmíðum
áður en mál hans hafi verið dóm-
tekiö. Bello hafi verið hlekkjaður í
fangaklefa og þegar hann hafi beöiö
um drykkjarvatn hafi sjóöandi vatni
verið hellt yf ir hendur hans.
Fangarnir hafa enga heimild til að
áfrýja dómum herdómstólsins.
Þúsundir Pólverja söfnuðust saman
í Varsjá í gær til að minnast þeirra
sem féllu í uppreisninni gegn þýska
hemámsliöinu áriö 1944.
Fólkið söng baráttulag Einingar,
hinnar bönnuðu verkalýðshreyfingar í
landinu. Enginn minningarathöfn var
haldin af hálf u stjórnvalda í Póllandi.
Ennfremur hrópaöi mannfjöldinn
nafn Einingar þegar Anna Walentyno-
wicz kom á staöinn. Hún var einn af
skipuleggjendum verkfallsins í Lenin
skipasmíöastööinni í Gdansk árið 1980.
Walentynowicz bað fólkiö um að biðja
fyrir Bogdan Liz en hún er ein af leið-
togum neðanjarðarhreyfingar Eining-
ar. Liz var handtekin í júní og er nú í
fangelsi. Liz er sökuð um landráð og
því nær sakaruppgjöf pólskra stjórn-
valda ekki til hennar.
I fyrrakvöld gengu þúsundir stuðn-
ingsmanna Einingar um götur Varsjár
og lögöu blómsveig að leiði hins
óþekkta hermanns.
Lögreglan lét fólkið afskiptalaust
bæði í gær og f yrrakvöld.