Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Side 13
DV. FIMMTUDAGUR 2. ÁGUST1984.
13
OFANJARÐAR
OG NEÐAN
Smáangi neöanjaröarhagkerfis-
ins hérlendis skaust upp úr jöröinni
þegar skattskráin leit dagsins ljós
um daginn. Þá kom fram, og þótti að
vonum harla fréttnæmt, aö ýmsir
þeirra er hæst gátu boöiö í lóðirnar
margumræddu viö Stigahlíðina hafa
samkvæmt skattframtali varla haft
til hnífs og skeiðar undanfarið ár.
Samt höföu þeir ráö á því aö snara út
milljónum fyrir landskika til þess aö
byggja sér á hús, sem tæplega verða
sniðin viö þarfir raunverulegs lág-
launafólks.
Ranghverfa á tilgangi
Margar raddir hafa heyrst um
þaö aö leggja beri tekjuskatt í núver-
andi mynd niður, vegna þess hve
óréttlátur hann sé. Heilu stjórnmála-
flokkamir hafa gert um þetta álykt-
anir, en aörir hafa streist á móti.
Meðal þeirra sem lagst hafa gegn af-
námi tekjuskatts eru framsóknar-
menn. Hafa leiðtogar þeirra bent á
það að tekjuskatturinn sé leiö til
tekjujöfnunar milli manna, þeir sem
meira beri úr býtum eigi aö leggja
meira af mörkum til sameiginlegra
þarfa landsmanna.
Vissulega er þetta satt og rétt í
sjálfu sér, en því miður er útkoman
sú að þeir sem meira bera úr býtum
leggja ekki meira'til sameiginlegra
þarfa. Þvert á móti sleppa margir
þeirra undur vel viö það að leggja
þar sitt af mörkum. Þaö þarf því
engum aö koma stórkostlega á óvart
þegar í ljós kemur aö þaö eru meðal
annars skattleysingjar sem hafa
efni á að kaupa hinar dýru lóðir viö
Stigahlíöina. Það er bara enn eitt
dæmið um ranglætið sem viögengst í
opinberri skattlagningu.
Nú veröa menn aö gæta þess aö
ekki eru allir þeir sem mikiö berast á
í einkaneyslu skattsvikarar, þótt
þeir borgi lága skatta. Smugur
skattalaganna eru fjölmargar og
sumar aldeilis fáránlegar. Margar
hafa þær þó vel réttlætanlegan til-
gang í mörgum tilvikum, einkum þar
sem veit aö atvinnurekstri. Gallinn
er bara sá að þær eru í æ ríkari mæli
notaöar til annars en þær voru hugs-
aðar — en fullkomlega löglega. Út-
koman úr öllu þessu er sú aö tekju-
skatturinn er orðinn ranghverfa þess
sem honum er ætlaö. Hann er ekki
tekjujöfnunartæki nema í sumum til-
vikum, í öörum eykur hann enn stór-
lega á muninn milli þeirra sem mögl-
unarlaust verða aö borga sína
skattaprósentu af launum sínum og
hinna sem borga aðeins lítinn hluta
þess sem þeim ber.
Akjósanlegast væri vissulega að
gera tekjuskattinn aö því sem honum
var ætlaö aö vera — tekjujöfnunar-
tæki. En viö verðum aö horfast í
augu viö staðreyndir. Það hefur mis-
tekist. Ríkisstjórn eftir ríkisstjóm
hefur mistekist þetta. Allir gömlu
flokkamir hafa átt fjármálaráð-
herra, engum þeirra hefur tekist aö
kippa þessum málum í liðinn. Þaö
hlýtur aö teljast fullreynt. Þess
vegna á aö leggja tekjuskattinn niö-
ur, teknanna veröur að afla á annan
hátt.
Þetta er raunar þeim mun sjálf-
sagöara þegar haft er i huga aö
tekjuskatturinn er tiltölulega lítill
hluti af heildarskattheimtu ríkisins.
Framkvæmd hans er nú í huga al-
mennings smánarblettur á þjóöfé-
lagskerfinu og þaö hlýtur aö vera
þess viröi aö finna nýjar tekjuöflun-
arleiöir.
Þessi ríkisstjórn gerði langréttast
í því að afnema tekjuskattinn frá og
með næstu áramótum. Vilji er allt
sem þarf í þeim efnum og menn geta
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
þó alltaf huggað sig við það aö varla
er hætta á að þeir finni upp verra,
vitlausara og ranglátara kerfi en þaö
sem fyrir er.
Gegndarlaus fjársvik
neðanjarðar
Því miöur er þaö mál sem upp hef-
ur veriö blásiö vegna lóðakaupanna
við Stigahlíö aöeins smáangi miklu
stærra máls og verra semhinirnýju
lóöarhafar tengjast vafalítið aö litlu
eöa engu leyti persónulega. Þaö eru
hinir gegndarlausu fjár- og skattsvik
sem eiga sér stað „neöanjaröar” í
þjóðfélagi okkar. Mér er nær að
halda að aldrei hafi nógu stór orð
verið um þau höfð og hafa þó mörg
þung orö fallið. Þar eiga margir þátt,
misjafnlega stóran aö vísu. I raun er
vel hægt að tala um tvö hagkerfi hér-
lendis eins og bent hefur verið á.
Annað er „ofanjaröar”, þar sem þaö
blasir við okkur, sú ytri ásýnd sem
viö viljum hafa. Hitt blómstrar í
skúmaskotum þar sem alls kyns
fjárglæframenn raka saman ómæld-
um upphæðum, öilum skattsviknum.
Þessir menn eru margir í fínum stól-
um í þjóöféiaginu og þeir njóta
vemdar löglæröra manna, vanbú-
inna dómstóla og jafnvel viröulegra
peningastofnana. Þessir menn kom-
ast fyrst og fremst upp með þaö sem
þeir gera vegna þess aö hið spillta
neöanjarðarkerfi teygir anga sína
um allt þjóðfélagiö. Hver og einn
þykist sæll og kátur sem nýtur góös
af því. Skattsvikiö fé streymir um
allt, þeir eru of margir og of sterkir
sem njóta góös af því til þess aö viö
kerfinu verði hróflað. Veröi „lítill”
einstaklingur fyrir kárínum eru lög
þverbrotin, lögfræöingar neita aö
taka mál hans að sér, dómstólar hafa
öðru „þarfara” aö sinna.
Höfuðpaurar þessa kerfis gefa
réttvísinni langt nef, þegar þeim sýn-
ist, og þeir tryggja sig í bak og fyrir.
Enginn vafi leikur á því aö hluti af
því fé sem í dag er veitt í eiturlyfja-
smygl og aöra álíka glæpastarfsemi
kemur frá slíkum mönnum, sem
grípa til hvaða ráöa sem þeir telja
sig þurfa sér til vemdar.
Þetta er ljót lýsing og ég veit
mæta vel aö þeir eru margir sem
ekki trúa henni og kannski enn fleiri
sem vilja ekki trúa henni. Eg skal
ekkert um þaö segja hvort hún sann-
ast nokkurn tímann, hvort nokkrum
tekst aö rjúfa skarö í þá samtrygg-
ingu spillingarinnar sem í raun er lít-
ill eftirbátur ríkisvaldsins í peninga-
prentun, þótt hennar peningar séu
ávallt ósýnilegir. Eitt er þó alveg
ljóst og þaö er aö stjórnvöld sýna og
hafa sýnt lítinn vilja til þess aö upp-
ræta neðanjarðarhagkerfið.
Að vísu kann aukiö frelsi í pen-
ingamálum aö veröa til þess að rugla
það eilítiö í ríminu og afnám tekju-
skatts myndi einnig hafa slík áhrif,
en á meðan dómstólar sinna ekki því
hlutverki að berjast gegn því og
freista þess að uppræta þaö er ekki
von á góðu.
Magnús Bjarnfreðsson.
• „Þessi ríkisstjórn gerði langréttast í því
að afnema tekjuskattinn frá og með næstu
áramótum.”
Ertu grimmur, nútímamaður?
„Árekstrar og umferðarslys valda oftast tjóni á ökutækjunum. Á þvi
hagnast m.a. þeir sem framleiða bílana, flytja þá inn og selja þá. Jafn-
vel tryggingafélögin lifa á óhöppum.
Þeir segja aö umferðarslys, dauði
og örkuml séu sá tollur sem nútíma-
maöurinn greiöi fyrir hraöa og tíma-
sparnaö. Þar meö er þessi svarti
blettur samviskunnar f jarlægður og
geröur aö eins konar náttúrulögmáli.
En kannski er þetta ekki svona ein-
falt.
IMútímamaður hvað?
Hver er þá þessi nútímamaður?
Nei, ég þekki hann ekki, þennan
miskunnarlausa nútímamann sem
er tilbúinn til aö fórna lífi eöa limum
sjálfs sin eöa annarra til aö geta
hraöaö sinni eigin för milli hverfa.
Ég held aö hann sé hreinlega ekki af
holdi og blóði. Hann er ekki maður.
Hann er eitthvað annaö. Og hvað svo
sem? Er hann þeir sem bafa hags-
muni af eymd og slysum, örkumlum
og bifreiðaspjöllum, dauöa og — of
miklum hraöa? Vinur minn einn
kallarþá „sölumenn dauðans”.
Til hvers þennan flýti?
Byrjum á hraðanum sem ásamt
áfengisneyslu er orsök því nær allra
umferöarslysa. Þ.e.a.s. of hraöur
akstur, miðaö viö aðstæður. Hverra
hagur er þaö aö tími vinnandi fólks
sé svo gjörnýttur að þaö hafi ekki
einu sinni tíma til að fara á milli
vinnustaðar og heimilis eöa barna-
heimilis á minni hraða en 100.000
skrefum á klukkustund? Þú veist
svariðjafnvelogég.
Hverjir tilheyra
slysaiðnaðinum?
Árekstrar og umferðarslys valda oft-
ast tjóni á ökutækjunum. A því hagn-
ast m.a. þeir sem framleiða bílana,
flytja þá inn og selja þá. Jafnvel
tryggingafélögin lifa á óhöppum.
Ætli þessir aöilar séu í ætt viö sölu-
mennina hans vinar míns? Hvað
finnst þér? Hvers vegna ætli bílar
séu svo sem byggöir fyrir hraöa sem
er langt yfir hættumörkum og til aö
brotna saman við minnsta hnjask?
Af hverju þetta krukk?
Viö þekkjum afleiðingarnar af þess-
ari sölustarfsemi dauðans alltof vel.
Viljum við þær? Nei, áreiöanlega
ekki. En er ekki alltaf veriö að reyna
aö sporna viö slysunum? Umferöar-
ráð auglýsir stíft. Lögreglan hamast
viö. Allt er þetta þakkarvert og i
góöum tilgangi gert. En þessi ráö
GUÐMUNDUR
SÆMUNDSSON
VERKAMAÐUR
duga alltof skammt. Þaö er verið aö
krukka í afleiðingarnar, en ekki
hreyft viö orsökunum.
Hraði... hraði...
Hraði er auövitað ekki neikvætt
fyrirbæri. Stundum er hann meira aö
segja spennandi og skemmtilegur.
En hraðakstur á jafnlítiö heima á
götunum innan um fólk eins og flest-
ar íþróttir. Hverjum dytti t.d. í hug
að leyfa Einari Vilhjálmssyni að æfa
sig í spjótkasti i Austurstræti á milli
klukkan 4 o_, 6 á föstudegi? Þaö hefur
þó sýnt sig að hraðatakmarkanir
duga skammt. Miklu einfaldari leið
væri aö framleiöa eöa útbúa bílana
þannig að þeir komist hreinlega ekki
hraöar en æskilegt er. Ég sá vissa
von í rafmagnsbílunum. En senni-
lega fást þeir ekki f jöldaframleiddir
á sambærilegu veröi og bensín-
hákarnir, fyrr en þeir komast jafn-
hratt.
Nýja bílastefnu
Annaö ráð, sem dregið gæti úr
afleiöingum slysa, væri aö þyggja bfl-
ana þannig aö öryggi sitji í fyrirrúmi
fyrir öllu ööru, svipað og gert er viö
smiöi flestra annarra farartækja.
Mín vegna mætti jafnvel lögleiða aö
bílar skuli vera búnir þykku bólstri
að innan til aö draga úr afleiöingum
árekstra. Bílaíþróttamenn geta svo
haldið áfram að hætta lífi sinu á
þunnum og léttum og vélsterkum bíl-
um —mín vegna.
Eru fjárlög mikilvægari
en mannslíf?
Vega- og gatnakerfiö hér á
Islandi, sem víöar, er byggt meö
sparnað og hagræði í huga. En ekki
beinlinis spamað mannslifa og hag-
ræði þess sem á á hættu að örkuml-
ast. Nei, það er sifellt verið aö hugsa
I fjárlögum hvers árs fyrir sig. Og
þetta gildir ekki bara um vegakerfið.
Þetta gildir t.d. um allt sem varðar
umf eröar- og öryggismál.
Kæruleysingjar
kerfisins
Það er heldur leiöinlegur kór sem
sífellt reynir aö varpa allri sök á
umferðarómenningunni á herðar bíl-
stjóra, einkum hinna yngstu. Víst
eru márgir bílabavíanar í umferð-
inni sem aldrei ættu aö hafa fengið
bílpróf. En hver lét þá hafa skír-
teini? Hver lætur þá komast upp með
fíflaganginn og kæruleysið? Það eru
yfirvöldin sem bera hér miklu meiri
ábyrgð. Það er ekkert vit í því að t.d.
þeir sem hafa enga stjórn á skaps-
munum sínum skuli fá leyfi til svo
ábyrgöarmikils hlutar aö aka bíl. Og
það er engin glóra í því að fólk sem
leyfir sér aö aka bíl undir áhrifum
áfengis skuli fá ökuskirteini sitt
aftur eftir 2—3 ár „ævilanga” svipt-
ingu. Einkum þegar vitaö er aö
flestir þeir sem násthafa stundað
slíkan brennivínsakstur lengur en
„ævilanga” sviptingin er, án þess að
veröa svo „óheppnir” að lenda í lögg-
unni. Hvers vegna ekki aö taka
harðar á brotum? Hvað er gert við
flugmenn sem brjóta reglur um um-
ferð í háloftunum eða mæta drukknir
tilvinnusinnar?
Stoppl
Líklega rekast svona tillögur á
þykka veggi. Sölumennimir sjá um
þaö. Þessir sölumenn sem sífellt eru
að herma geðveikan hagsmuna-
áróður sinn upp á „nútímamann-
inn”. En er ekki kominn tími til að
nútímamaöurinn — sá raunverulegi
— rísi upp og segi: ,Stopp. Hingað
og ekki lengra. Ég krefst þess aö fá
nógan tíma. Ég vil ekki drepa og
meiða. Mér liggur ekkert á. ”
Guðmundur Sæmundsson.
A „Hverjum dytti t.d. í hug að leyfa Einari
w Vilhjálmssyni að æfa sig í spjótkasti í
Austurstræti á milli klukkan 4 og 6 á föstu-
degi?”