Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Page 21
DV. FIMMTUDAGUR 2. ÁGUST1984. 29 Dómur genginn í máli Laugarásbíós og Háskólabíós gegn Videoheiminum: Refsing og mynd- bandið gert upptækt Nýlega var kveðinn upp dómur í Borgardómi Reykjavíkur í máli Laugarásbíós og Háskólabíós gegn myndbandaleigunni Videoheimurinn. Var málið höföað vegna ólöglegrar út- leigu myndbandaleigunnar á mynd- bandinu The Hunter með Steve McQueen í aðalhlutverki. Eggert Oskarsson kvaö upp dóminn, en í dómsorðum segir að Video- heimurinn sé dæmdur til greiðslu 4000 kr. sektar og að myndbandið sé gert upptækt. Er þetta í annað sinn sem dómur í svona máli er kveöinn upp, sá fyrri var í maí í fyrra. I málinu var krafist 15.000 kr. í miskabætur en þeirri kröfu var vísað frá í dómnum þar sem talið var að ekki ætti annar en höfundur sjálfur rétt á slíkum bótum. Mál þetta var ennfremur staðfest- ingarmál á lögbanni sem sett var á Videoheiminn vegna The Hunter og var lögbannið staðfest í dómnum en það var sett á í árslok 1982. I samtali við DV sagði Eggert Óskarsson dómari aö höfundarréttar- lögin, sem Alþingi setti nýverið og ná yfir myndbönd, hefðu ekki spilað inn í þennan dóm þar sem málið var rekið sem einkamál. „Lögin gera það hins vegar að verkum að þessi mál verða opinber mál og nú er því hægt að krefj- ast opinberrar rannsóknar á þeim og hægt að fá aðstoð lögreglu við rann- sókn þeirra,” sagði Eggert og bætti því við að eftir sem áður væri einnig hægt að reka þessi mál sem einkamál. ___________________________-FRI Þrjú einkamál ígangi Samkvæmt upplýsingum frá Brynjólfi Eyvindssyni, einum af lögfræðingum Samtaka rétthafa myndbanda, eru nú þrjú einkamál í gangi sem sótt eru af aðilum innan SRM á hendur myndbandaleigum, auk þess sem lögð hefur verið fram kæra hjá RLR vegna sýninga í fjölbýlishúsi. „Viö viljum ekki drekkja rann- sóknarlögreglunni í kærum frá okkur heldur bíða og sjá hve hratt þeim vinn- ast málin,” sagöi Brynjólfur. Friðbert Pálsson, formaöur SRM, sagöi í samtali við DV að eftir herferð þá sem samtökin stóðu að, þar sem einstaklingum voru veitt verðlaun fyrir að koma með ólöglegar spólur til SRM, hefði í sumum tilfellum verið samið um endurskil og sektir viö viökomandi myndbandaleigur. Ef um ósýndar bíómyndir heföi verið að ræöa var slíkt hins vegar ekki gert... „stærsta máliö sem við eigum óafgreitt í þessu er vegna Videoheims- ins og Videosýnar. Þar hefjum við örugglega mál”, sagði hann. -FRI Ég lifi — í fyrsta sinn á myndbandi Myndin Eg lifi, sem gerð er eftir samnefndri sögu Martin Grey, er til á myndböndum hérlendis en Island mun vera fyrsta landið í heiminum þar sem þessi mynd fæst á mynd- bandi, samkvæmt upplýsingum Jó- steins Kristjánssonar hjá Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna. Myndin fjallar um raunir manns sem missir fjölskyldu sína í útrým- ingarbúöum nasista í seinni heims- styrjöldinni, flyst vestur um haf að stríðinu loknu og kemur undir sig fótunum þar en lendir svo í svipuðum raunum, þ.e. missir fjölskyldu sína í annaðsinn. Britannia Hospital Leikstjóri: Lindsay Anderson. Aðalhlutverk: Leonard Rossiter, Malcolm McDowell. Bráðfyndin skopstæling, meö illvíg- um broddi, á breskt samfélag, einkum hvað varðar tvö svið þess, verkföll og konungboma slektiö. Sögusviðið er stór breskur spítali þar sem allt logar í vinnudeilum og verk- föllum, oft út af smávægilegum at- riðum svo rekstur spítalans er meira og minna í molum. Ekki bætir úr skák að von er á drottningarmóöurinni sjálfri í heimsókn og ekkert má út af bera þegar hún á í hlut. Ofan á þetta allt bætist svo snar- geggjaður skurðlæknir meö heila stofu til umráða í óða önn að skapa sér mann úr líkamspörtum sem hann hefur sank- aðaðsér. Ur þessum efniviði gerir Anderson hreint frábæra gamanmynd sem einnig má taka sem bitra þjóðfélags- gagnrýni þótt húmorinn sé á köflum álíka geggjaður og skurðlæknirinn. -FRI yt>»> 'í w*w> ***** ww* Leikstjóri Edward Ludwig. Aðalhlutverk: John Wayne, Susan Hayward. Ein af þessum gömlu traustu stríðsmyndum sem Bandaríkjamenn gerðu til að peppa upp móralinn hjá þjóðinni er þeir börðust við Japani á stríðsárunum. John Wayne leikur byggingaverk- taka sem gefur skít í guð og djöfulinn svo lengi sem hann getur skilað af sér verkefnum sínum á tilsettum tíma. Þar sem hann er verktaki fyrir herinn og á að byggja flugbrautir og olíustöövar á eyjum í Kyrrahafinu eru Japanir iðnir við að gera honum lifið leitt. Hann vopnar því bygginga- verkamenn sína sem síðar leiöir til stofnunar sérsveita með þeim þannig að þeir geta herjaö á skáeygu skrattana með öðrum verkum. Susan Hayward var á hátindi ferils síns á þessum tíma og hér leikur hún ágætlega fréttakonu sem ástfangin er af hörkutólinu Wayne. Wayne er alltaf Wayne og sem slíkur fer hann á kostum í myndinni. -FRI Master Of The Game. Adalhlutverk: Dyan Cannon, lan Charleson, Harry Hamlin, Donald Pleasence og Liane Langford. Eitthvert vinsælasta efnið á vídóleig- um þessa dagana er Master Of The Game, sjónvarpsmyndaflokkur gerður eftir sögu Sidney Sheldon. Myndin er á þremur spólum og tekur hátt í sjö tíma í sýningu. Þeir sem kannast við afuröir Sidney Sheldon kannast vel viö sögu- þráðinn, baráttu um auð og völd ásamt ástríðumiklu sambandi milli kynja. Að þessu sinni er sögusviðið Suður-Afríka tii að byrja með, og segir í fyrsta hlutanum frá baráttu James McGregor til valda og auðs í auðug- asta demantalandi veraldar, sigri hans og aö lokum endalokum hans. Annar hlutinn fjallar að mestu um dóttur hans Kate Blackwell og son hennar sem hlýtur ömurleg endalok. Þriðji hlutinn fjallar svo að mestu um tvíburana Evu og Alexöndru sem eru fjórði ættliöur í þessu drama. Það tekur á þolinmæðina að horfa sjö tíma á sama efnið, enda var það ekki gert á einni kvöldstund. Persónulega fannst mér fyrsti hlutmn skara nokkuð fram úr að gæðum. En í heild verður að segja um Master Of The Game að spenningurinn er nokkuð mikill, þótt efnið sé frekar í þynnra lagi. 1. Master of the game. 2. Christine. 3. Private Benjamin. 4. The Black Stallion. 5. DogSoldiers. 6. Frances. 7. Églifi. 8. DogsofWar. 9. Raiders of the lost Ark. 10. Útlaginn. Vinsældalisti DV er unninn í sam- vinnu við 10 stærstu myndbandaleig- umar innar SÍM auk Video-sport (3 leigur) og Myndbandaleigu kvik- myndahúsanna (61eigur). ALANSATtS Ti^ReturactfðieSk&te I Return Of The Soldier. Loikstjóri: Alan Bridges. Aðalhlutverk: Glenda Jackson, Julie Christie, Ann Margret og Alan Bates. Return Of The Soldier er gerð eftir skáldsögu Rebeccu West og segir frá hermanni í fyrri heimsstyrjöldinni sem særist. Við það missir hann minnið að hluta. Man allt sem gerðist fyrir tuttugu árum en litið annaö. Meðal annars er hann búinn að gleyma eiginkonunni, en man þess betur eftir æskuunnustu sinni og vill hann ólmur hitta hana og verður ekki í rónni fyrr en endurfundum þeirra er komið á. Eiginkonan, sem er stolt yfirstéttarmanneskja, á bágt með að þola þetta, enda æskuunnustan í hennar augum ekki annað en vinnu- hjú sem er fyrir neðan hennar virð- ingu að umgangast. Þrátt fyrir að æskuunnustan sé enn hrifin af hermanninum er það hún sem verður til þess að hann fær minnið aftur og um leið gleymir hann að mestu því sambandi sem á milli þeirra er og var. Return Of The Soldier er falleg mynd og um leið eins bresk og kvikmyndir þaöan geta orðiö. Styrkir það myndina hversu góður leikur aðalleikaranna er. HK. STALLONE ÍSLCNSKUR TEXTi VHS First Blood. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Aðalhlutverk: Silvester Stallone, Richard Crenna og Brian Dennehy. Nokkrar myndir hafa verið gerðar um afleiðingar stríðsins í Víetnam og áhrif þess á óbreytta hermenn. Þrátt fyrir misjöfn gæði hefur það alltaf skinið í gegn að þeir stríöshrjáðu menn, sem heiin koma, hafa alltaf þurft á mikilli aðstoð að halda til að komast á réttan kjöl í lífinu. First Blood er einmitt um einn slíkan sem ekki hefur fengið þessa hjálp. John Rambo (Silvester Stallone) var í Víet- nam einn aöaldrápari Grænjakkanna svokölluðu og þegar heim er komið getur hann ekki aðlagast hinu borgara- lega lífi og þegar einn frekar ógeöfelld- ur lögregluþjónn lemur hann eftir handtöku sem var tilhæfulaus, kemur upp drápseðlið í honum og hann geng- ur frá nokkrum lögregluþjónum og heldur til skógar þar sem hann getur verið óhultur og er á heimavelli. AUt er reynt til að handtaka hann en ekkert gengur. Þaö er ekki fyrr en fyrrver- andi yfirmaður hans kemur til skjalanna, og eftir aö hann er búinn að rústa eina smáborg að hann lætur að stjórn. Þrátt fyrir nokkuð ógeðfellt efni er First Blood mjög spennandi mynd og margar senur listilega vel gerðar. HK. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.