Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Qupperneq 22
Fríða býr sig undir hiaup, tveggja og háifs árs gamaii sveinn hennar horfir
á.
HEILBRIGÐ
SÁL
í HRflUSTUM
UKAMA
— er af raksturinn af hlaupunum,
segir Fríða Bjamadóttir
„Eg skokka fyrst og fremst til aö
halda mér í líkamlegu formi og svo er
þaö nú þannig aö ef líkaminn er í lagi
fylgirsálin með.”
Þaö er Fríða Bjarnadóttir
hjúkrunarkona sem mælir þessi orð.
Hún er ein af þeim sem hleypur sér til
ánægju og yndisauka. Sannarlega er
hún ekki sú eina en líkast til eru ekki
margir sem leggja í svo langar vega-
lengdirsemhún.
„I hlaupunum er ég þó ekki aðeins aö
sækjast eftir hreyfingu. Þaö er líka
mjög eftirsóknarvert að vera úti í góðu
lofti. Og svo tryggir þetta mér klukku-
tíma á dag einni með sjálfri mér. Þetta
er mér mikilvægt því að á hlaupunum
hugsar maður mikið, — á stundum
koma upp hugsanir sem myndu ekki
leita á mann ef maður væri heima
við.”
— Hversu oft hleypurðu?
„Eg hleyp á að giska í klukkutíma á
dag 5 daga í viku. Eg er vön að hlaupa
tvo daga í röð og taka svo frí þriðja
daginn. Ætli ég hlaupi ekki á að giska
10 kílómetra í senn oft þó allt upp í 20.”
Fuglarnir þjálfararnir
Fríða hleypur í hvert sinn frá heimili
Friða og eiginmaður hennar, Tómas Zoega læknir, en hann er hlaupagikkur
eins og eiginkonan.
sínu í Viöjugerði sem leiö liggur eftir
Miklubraut og í gegnum Kópavog og út
í Garðabæ. Stundum út í Arnarnes og í
þau skipti sem hún tekur virkilegt
langhlaup — 20 kílómetra — fer hún
alla leið upp að Vífilsstöðum. „Það má
segja að þjálfaramir mínir séu fugl-
amir. A þessum árstíma em þeir yfir
hreiðmm sínum og ekki par hrifnir af
því að ég sé að hlaupa í grennd við þau.
Þeir hvetja mig áfram meö gargi sínu
enda er ég stundum smeyk við að þeir
goggiímig.”
— Nú starfar þú við hjúkmn? Er
næg hreyfing við það að hlaupa út frá
heilsufarslegu sjónarmiði?
„Það eru skiptar skoðanir um það.
Ég hugsa að það sé æskilegt aö gera
einhverjar leikfimiæfingar með. Eg
geri það stundum en hef ekki nægan
tíma til að gera það í hvert skipti. Eg
hleyp 10—20 kílómetra á dag og
sannast sagna eru ekki allir á því aö
DV-myndir: Kristján Ari.
þaö sé heilsusamlegt að hlaupa svo
langt. En þaö er heldur enginn sem
segir að maður þurfi að hlaupa þetta
langt.”
í maraþonhlaupi í Boston
— Þú hefur tekið þátt í
maraþonhlaupi, er ekki svo?
„Jú, ég hef tvisvar tekið þátt í mara-
þonhlaupi úti í Boston, fyrst fyrir
þremur árum og svo í apríl síðast-
liönum. Erfitt? Jú, svo sannarlega.
Síðustu 5 til 10 kílómetrana hef ég
komist á hvatningu áhorfenda og engu
öðru!”
— Ætlarðu að taka þátt í maraþon-
hlaupinu hérna í haust?
„Eg er búin að skrásetja mig en við
skulum hafa sem fæst orð um þaö, því
ég ætla að láta það fara eftir veðri
hvort ég hleyp alla leið eða bara
hálfhleyp. Eg treysti mér varla til að
taka þátt ef mótvindur verður mikiil.
I
Komin af stað, enda stefnan að
vera,, forever fit".
Raunar má líklega rekja til veður-
farsins hversu fáir skokka hér miöað
viö í Bandaríkjunum. Ég var búsett
þar nokkuð lengi og byrjaði raunar að
hlaupa þar.
Áhuginn er mikill og úti á götum eru
alltaf einhverjir að hlaupa. Eg held aö
þaö þurfi líka aö halda fleiri áhuga-
mannamót hérlendis, maður þarf á því
að halda að hafa að einhverju að
keppa. Nú í sumar til dæmis hleyp ég
heldur meira, 20 kílómetra í stað 10,
með það í huga að taka þátt í maraþon-
inu.”
38 og stolt af því
Fríða er hvergi bangin við mara-
þoniö. Er blaöamanni varð það á aö af-
saka sig um leið og hann spuröi hversu
gömul hún væri, sagðist hún vera 38
ára og vera stolt af því. „Eg sé ekki af
hverju maöur ætti að leyna aldrinum.
Auk þess hef ég bara gaman af því aö
segja við átján ára stelpur sem maður
heidur í við í maraþoni að maður gæti
verið mamma þeirra! ”
Fríða á fjögur börn, það yngsta
tveggja og hálfs. Hún sagði að konur
ættu ekki að láta börn og buru aftra sér
frá því aö hlaupa. „Maður liefur
geysilega gott af þessu og þó fólk hafi
stórt heimili þá er alltaf hægt að skipu-
leggja tímann þannig að móðirin
komist út í klukkutíma hlaup. Það er
kannski mest um vert að börnin taki
þátt að einhverju leyti. Eldri dætur
mínar tvær eru sjálfar í tvo tíma á dag
í sundi og maðurinn minn hleypur
sjálfur, þannig aö þaö er fullur
skilningur á því að ég taki klukkutíma í
þetta. Eg mæli hiklaust með hlaupi
sem áhugamáli fyrir hvern sem er.
Þetta bætir líkamsástandið og svo er
ekki verra að geta tekið hraustlega til
matar síns án þess að hafa minnstu
áhyggjur af línunum,” segir Fríða að
lokum.
-ás.