Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Qupperneq 23
DV. FIMMTUDAGUR 2. AGÚST1984. 31 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL MARAÞONIREYKJA VIK Það fer ábyggilega ekkl framhjá neinum að heUsuæði hefur gripið um sig í hinum vestræna heimi. Sumir segja að þctta sé hluti af nafla- skoðunartílhneigingu Vesturlandabúa, aðrir lofa guð og segja að það hafi verið löngu komlnn timi tU að menn byrjuðu á að byggja upp eigin líkams- og geðheUsu áður en breyta skyldi heiminum. Hvað sem þvi liður hefur þessi bylgja skoUið á tslandsströndum. HeUsu- ræktarstöðvar hafa sprottið upp eins og gorkúlur og tU hliðar við þær njóta ýmsar almenningsíþróttir, svo sem hlaup, vaxandi vinsælda. Aðrar hug- lægari pæUngar breiða einnig úr sér, svo sem jóga og stjörnuspeki. Ef tU vUl má segja að maraþon- hlaupið, sem halda skal hér í Reykja- vik i lok mánaðarins, sé dæmi um að hápunktinum sé náð. Upptök heUsuræktaræðisins er að finna i Bandarikjunum. Og það er kannski dæmigert að viðmælendur okkar i Dægradvöl i dag eru mennta- fólk sem haslað hefur sér vöU á sviði heiibrigðismála og stundað nám og störf þar vestra. Högni Óskarsson og kona hans, Ingunn Benediktsdóttir, hófu að stunda hlaup fyrir alvöru þar vestra og sömu sögu er að segja af Fríðu Bjarnadóttur og Tómasi Zoéga. Dægradvöl þeirra er hlaup, nánar tiltekið maraþonhlaup. Högni og Ingunn ætla bæði að taka þátt í Reykjavikurmaraþon. „SKIL LEIÐINLEGU HUGSAN- IRNAR EFTIR ÚTIÁ GÖW” segir Högni Óskarsson „Hlaup eru mjög heilsusamleg og styrkja sérstaklega hjarta og æöakerfi og svo neðri hluta líkamans. Og hvaö geðheilsuna varöar finnst mér per- sónulega hlaup vera besta aðferðin til aðlosnaviðstreitu.” Það er Högni Oskarsson geölæknir sem hér hefur orðið. Högni er læknir að mennt og liðtækur hlaupari í frístundum. „Ég byrjaði að hlaupa á síðasta ári mínu í læknisfræöi, til þess að ná úr mér prófstressi,” segir Högni. „Eg fór svo til Bandaríkjanna í framhaldsnám um það leyti sem „heilsuæðið” var að hefjast. Þar byrjaði ég að hlaupa fyrir alvöru og ákvað að leggja stund á maraþonhlaup.” Þetta var árið 1975. Þess var skammt að bíða að Högni léti að sér kveða á þessu sviði. Aö eigin sögn höfðu einungis 3—4 Islendingar hlaupið maraþonhlaup áður en hann byrjaði. „Það var ekki mikil sam- keppni. Ég náði fljótlega að setja Is- landsmet — ef hægt er aö tala um það í sambandi við maraþonhlaup. En svo var ég bara aðkeppa við sjálfan mig — aðbætaeiginmet.” I Bandaríkjunum tók Högni þátt í 3 stórmótum auk minni maraþonhlaupa. Þaö voru New York Marathon 1977 og 1979 og svo Boston maraþonhlaupið. Hann hljóp reglulega maraþon frá 1975 til 1980, 2—3 hlaup á ári en eftir að heim var komiö frá námi hefur minna verið um það eins og gefur aö skilja. Að skilja vondu hugsanirnar eftir „Það besta við hlaupin er að losna við stressið. Ég vinn dálítið sérstaka vinnu og það er ákaflega gott að fara út á götu eftir vinnu og hlaupa. Hugs- anirnar renna í gegnum hugann á hlaupunum og maður hreinlega skilur þær vondu eftir. Mér finnst mikilvægt að hlaupa til að hreinsa hugann. Ef ég hleyp ekki í vikutíma þá finn ég það fljótt á skapinu. Maður verður þungur og úrillur.” Högni telur „heilsuæðið” svokallaða sem átti sjálfsagt upptök sín í Banda- ríkjunum vera mjög jákvætt að flestu leyti. Hann slær þó vamagla við: „Ég er geysilega áhugasamur um hlaup en ég verð þó að segja að ýmsir ganga of langt í þessu. Ég á mér mörg önnur áhugamál en hlaup, og veit varla hvort það er númer eitt hjá mér. Þaö fer hins vegar í taugarnar á mér þegar fólk of- metur gildi þessa. Ég hef lesið bækur eftir áhugahlaupara þar sem þeir halda því fram að þetta sé einhvers konar „nirvana” sem menn komist í.” Perrier og gulrætur í hana- stéli Heilsuæðið náði svo góöri fótfestu í Bandaríkjunum á þeim tíma sem Högni var þar við nám að á 4—5 árum jókst þátttakendafjöldi í New York Marathon úr 1—2 þúsund í 15 þúsund. „Þaö voru alltaf einhverjir að hlaupa hvar sem maður kom — nú eða að tala um hlaup,” segir Högni. „Og heilsuæðið var svo óskaplegt að það var farið að bjóða manni upp á Perrier — vatn og gulrætur í kokkteilboðum!” segir hann og glottir en er fljótur að bæta við að þaö sé mjög til bóta aö fólk sinni líkamlegu ástandi sínu betur en áöur. En hvað hleypur Högni oft? „Það er ákaflega misjafnt. Vinnan leyfir ekki að maður hlaupi á hverjum degi. Maður kemur oft dauöþreyttur heim á vetuma eftir kvöldmat í hríðarbyl og þá er margt ákjósanlegra en að vinda sér í hlaupagallann. En ég held mér enn við, hleyp 30—80 kílómetra á viku. Og þá nær 80 kílómetrum á sumrin. Ég er ekki í maraþonformi núna en hleyp nóg til að mér líði vel. ” Fyrst ísl. kvenna í maraþon Er hér er komið sögu mætir til leiks eiginkona Högna, Ingunn Bene- diktsdóttir, glerlistarmaður. Hún er ekki síður hlaupagikkur en eigin- maðurinn og varð raunar fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa maraþonhlaup. „Ég hef ekki hlaupið m Högni Óskarsson á fullri ferð i fyrsta maraþonhlaupi sinu. Ingunn Benediktsdóttir var líkast tH fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa maraþonhlaup. r maraþon nema einu sirrni en ég hleyp mér til ánægju þegar ég kem því við.” Þau hjónin bæði ætla aö taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupiö veröur í haust. Ingunn þó ekki nema hálft en bóndinn ætlar alla leiö. Nema hvað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.