Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Page 40
FRETTASKOTIÐ 68 7858 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 2. AGUST 1984. UPPSAGNIRHJA SLATURFELAGISUÐURLANDS: UM 30 MANNS SAGT UPP UM MANAÐAMOT Um 30 starfsmönnum var sagt upp störfum hjá Sláturfélagi Suöurlands frá og meö sl. mánaöamótum. Er einkum um aö ræöa starfsfólk í verslunum, á lagerum og í pökkun. Jón Bergs, forstjóri Sláturfélags- ins, sagöi í samtali viö DV aö upp- sagnirnar væru tilkomnar vegna skipulagsbreytinga sem veriö væri aö gera á rekstri fyrirtækisins. Breytingamar væru einkum fólgnar í því að verkefni, sem áður heföu til- heyrt verslununum, yrðu nú færð yf- ir til heildsöludeilda. „Þama er því ekki um neinn samdrátt í rekstr- inum aö ræöa heldur einungis breyt- ingar á honum,” sagöi forstjórinn. Þá eru einnig fyrirhugaöar breyt- ingar varðandi heimsendingar á vör- um úr SS-verslunum. Hingað til hef- ur hver verslun haft einn sendiferða- bíl á sínum snærum til að sinna slík- um óskum viöskiptavina. Nú veröa bifreiðarnar, átta talsins, seldar. Sagði Jón Bergs aö mjög fátítt væri nú oröiö aö viöskiptavinir bæöu um aö láta senda sér vörurnar heim. Heföi sú starfsemi því fariö síminnk- andi á síðari árum. Því heföi verið ákveðiö að selja sendiferöabílana en kaupa heldur þjónustu hjá sendibíla- stöðvum ef á þyrfti aö halda. Þannig kæmi dæmiö mun hagkvæmar út. Aöspurður um hvort gera mætti ráö fyrir að enn fleiri fengju upp- sagnarbréf frá fyrirtækinu á næst- unni kvaöst Jón vona aö svo yröi ekki. Ennfremur sagöi hann að kapp- kostað yrði aö útvega þeim, sem þeg- ar hefur veriö sagt upp, vinnu í öðr- um deildum fyrirtækisins. -JSS nir við vinnu sina i sól- skininu: — 30 rúllur af gervigrasi fara á völlinn. wii $ mwm§wms« nvw*Hi LUKKUDA GAR || 2. ágúst, 56859 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AÐ EIGIN VALI KR. 400,- Vinningshafar hringi í síma 20068 Nú er verið að rúlla út gervigrasinu á Hallarflötina í Laugardal og veröur fyrir bragðið hægt aö leika þar knatt- spymu allan ársins hring í flóöljósum, þökk sé heitavatnsrörum sem liggja undir vellinum og bræöa allan þann ís og snjó sem hleðst upp á veturna. Teppalagningin hefur þó ekki gengið vandræðalaust fyrir sig vegna veður- fars. Hér voru staddir Júgóslavar sem sáu um lagningu gúmmíundirlags og' var ráögert að þeir yröu áfram við teppalagninguna. En þá fór aö rigna og þurrkur er skilyrði þess að hægt sé að líma gervigras á jörðina. Leiö og beiö, það rigndi og rigndi og aö lokum gáfust Júgóslavamir upp og fóm úr landi. Þá komu tveir Þjóðverjar en gátu lítið aö- hafst þar sem enn rigndi. Fóm þeir einnig úr landi og voru sendir til Saudí- Arabíu til að leggja gervigras á eyði- merkur og gengur það verk aö öllum líkindum vel, alla vega stendur rigning þeim ekki fyrir þrifum þar. I fyrradag kom svo flokkur Þjóð- verja hingaö til lands í glampandi sól- skin og teppalagningin á fyrsta gervi- grasvöll landsins gengur nú skínandi vel. -EIR LOKI Kántríhetjur eru víðar en á Skagaströnd! Póstur og sími á Súðavík: 4 annað hundrað fer- metrar undir einn Nýlega var tekin í notkun á Súða- vík nýbygging undir starfsemi Pósts og síma. Er hér um aö ræöa hús á annað hundrað fermetra aö stærð. Þykir ýmsum þetta fullmikið bruðl af hálfu Pósts og síma þar sem starfsmaður er aðeins einn í fullu starfi, aö viðbættum öömm til í hlutastarfi. „Okkur finnst þetta ekki bmöl, enda notum viö hvem krók og kima,” sagði Ásta Akadóttir, stööv- arstjóri Pósts og síma á Súðavík. „Viö fluttum inn 19. júlí síðastliðinn en fram að þeim tíma vorum viö til húsa í kjallaranum heima hjá mér í tæp átta ár eöa síðan ég tók viö þessu starfi.” — Erþettasjálfstæðstööeðaeruð þið útibú frá Pósti og síma á Isafirði? „Þetta er alveg sjálfstæð stöð og viö gerum upp við Póst og síma i Reykjavík.” — Var þetta nýja hús lengi í bygg- ingu? „Nei, ekki nema tæpt ár. Þessi bygging er eins konar framhald af uppbyggingu Pósts og síma á Vest- fjöröum, en undanfarin ár hefur ver- ið byggt yfir þessa starfsemi á flest- um stööum, ” sagði Ásta Akadóttir. -KÞ Skagfirðingar semja við sýslumann: Hrossin sótt Eftir langan og strangan fund í Varmahlíö í gær tókust samningar á milli upprekstrarbænda í Skagafiröi og yfirvalda um hin umdeildu hross sem nagaö hafa Eyvindarstaðaheiöi aö undanfömu. Samkomulag aöilanna felur í sér aö að heimamenn skuld- binda sig til aö reka niður öll hross er sjást norðan Ströngukvíslar og aö hrossin sunnan hennar veröi sótt eftir því sem aöstæður leyfa. öll hross Skagfirðinganna eiga svo aö vera kom- in til byggða fyrir 20. ágúst en það er u.þ.b. 10 dögum fyrr en venja er. Á móti lofar landbúnaðarráðuneytið bændunum aö efna til umræöna um af- réttarmál á Eyvindarstaðaheiði og öörum afréttum nú í haust meö þaö að leiðarljósi að fastmótuö veröi stefna og reglurumþessimál. Að sögn Hafsteins Lúðvíkssonar í Ytra-Vallholti eru bændur almennt ánægöir með samkomulagiö. „Þetta hefði varla getaö fariö öllu betur,” sagöi Hafsteinn. „En ef engin niöur- staöa fæst í haust í umfjöllun ráöu- neytisins munum viö bændur örugg- lega leika sama leikinn að ári og reka hross okkar upp á heiðina.” Húnvetningar, sem ráku hross á Auðkúluheiði, hafa aftur á móti ekki samið við sýslumann sinn eöa eins og Páll Pétursson alþingismaöur sagöi í DV í gær: „Það er enginn ferðahugur í mér og ekki ætla ég upp á Auðkúluheiði að ná í hestana mína. ” -EIR i i i i i i i i i i Verkfalli afstýrt hjá Vinnuskóla Akureyrar: 19 Launa- kjör w flokks- stjóranna leiðrétt i í í Gengið var aö kröfum flokksstjór- anna hjá Vinnuskóla Akureyrar sem um daginn hótuöu verkfalli ef kjör þeirra yröu ekki leiðrétt. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag samningsdrög sem fulltrú- ar flokksstjóranna höfðu gert við launafulltrúa bæjarins og bæjarritara. Stærsta atriðið í þessu samkomulagi felst í því aö samþykkt var að taka upp starfsmat. Flokksstjórarnir fengu einnig grunnlaunaflokkshækkun um einn flokk. Starfsmatið hefur verulega hækkun í för með sér fyrir suma eða allt að 6 flokkurn. Samið var um 1200 króna hækkun á mánuði fyrir þá sem enga hækkun fá vegna starfsmatsins. Samkomulagið gildir frá 1. júni. Einn flokksstjóranna sagði í samtali við DV að þeir væru nokkuð ánægðir með árangurinn, a.m.k. sættu allir sig viö þessalausn. JBH/Akureyri i i i i i Í i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.